Þjóðviljinn - 20.11.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.11.1962, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. nóvember 1962 — 27. árgangur — 254. tölublað. ÞOL EIGI Frá setningu 28. þings AS i er sagt á síðu © AWVWWWWVWWWVWWWVWVWVV'VW A Furða að bíl- í stjórinn slapp í HELLISSANDI 19/11. — í í gærkvöld varð það slys, að ? vörubíl var ekið fram af ? háum vegarkanti. Bíllinn 5 stórskemmdist, en á ein- § hvem óskiljanlegan hátt | slapp bílstjórinn ómeidd- | ur. 2 Þetta var vörubíllinn T- | 98, af Mercedes-Benz gerð, 2 og var að koma innan frá 2 Rifi. í blindri beygju rétt | innan við Hellissand ók | bílstjórinn út af. Vegar- | kanturinn er bama 3ja ? metra hár og brekka fyrir 2 neðan. Bíllinn fór tvær S veltur og kom síðan nið- £ ur á hjólin. Húsið klesstist | saman svo að þakið nam 2 ið stýri, en bílstjórinn | komst út úr bílnum og | ? siapp ómeiddur. í ívvvvvvvvvvvvvvwwwwvvwwvwvvwwvv Myndin var tekin við setningu Alþýðusambandsþings í gær. 328 fulltrúar voru mættir til þings. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) veban menn Skopteiknari „Stockholms-Tidningen", Mala, lítur Þessum augum á herferð SAS gegn Loftleiðum. Maðurinn við stýrið er Karl Nilson, aðalframk væmdastjóri SAS. Textinn með myndinni er: Hafísjakar yfir Atlanzhafi. Sænskt stjórnarmálgagn málstað Loftleiða Málgagn sænsku rík- isstjórnarinnar hefur tekið eindregna afstöðu gegn áróðursherferð stjórnenda Norðurlan flugfélagsins SAS ' Stockholms-Tidningen, sem sænska Alþýðusambandið gefur út og að jafnaði túlkar stefnu sænskra sósíaldemókrata, birti eftirfarandi ritstjórnargrein um málið 17. nóvember. Er það glæpsamlegt að reka samkeppni í flugsamgöngum með því að .bjóða lágt verð? Þessi spurning vaknar við á- rás SAS-forstjór.ans Tore Nilerts í kaupsýslumannaveizlu í Los Angeles á íslenzka flugfélagið Loftleiðir. Ræðumaður var stór- hneykslaður yfir að íslenzka flugfélagið skuli bjóða 25—30% lægri fargjöld en SAS í Banda- ríkjaflugi . Lofleiðir flytja farþega sína með skrúfuvélum. Þess vegna getur það boðið lægri gjöld og samt skilað ágóða. Flugfarþegar eiga erfitt með að koma auga á nokkuð ámælisvert í því. Ef það væri almennt að flug- félögin reyndu samkeppni um verð, til dæmis með því að nota skrúfuvélar, er ekkert líklegra en þeim tækist að vekja þá löng- un í Ameríku sem nú liggur í dvala hjá mörgum Það er alls ekki víst að ílugfélögin töpuðu á að taka upp slíka fargjalda- stefmi. Tuttugasta cg áttunda þing Alþýðusambands ís- lands hóíst í gær í KR- húsinu við Kaplaskjóls- veg. Hannibal Valdimars- son, forseti Alþýðusam- bandsins setti þingið með ræðu, þar sem hann rakti störf sambands- stjórnar og þróun launa- og efnahagsmála á und- angengnu kjörtímabili. Meginverkefni þings- ins er að sjálfsögðu að ráða ráðum sínum um það hvernig verkalýð landsins verði bezt tryggð mannsæmandi lífskjör. Frá þingsetninguimi og ræðu Hannibals er nokkuð sagt á 2. síðu Þjóðviljans í dag, og veiður sjálf ræðan birt síðar. Þegar forseti hafði flutt ræðu sína og gestir þingsins flutt því kveðjur og ámaðaróskir félaga sinna fluttu þeir Snorri Jónsson og Óskar Hallgrímsson framsögu fyrir kjörbréfanefnd. Lagði nefndin einróma til að tekin yrðu gild kjörbréf 311 fulltrúa, en ágreiningur var um 16 eða 17 kjörbréf. Þingfundi var þá frestað til kl. 8.30, til að gefa kjörbréfanefnd starfshlé, en þegar kvöldfundur skyldi hefjast hafði kjörbréfa- nefnd enn ekki lokið störfum. Þegar kl. var rúml. 9 lagði kjör- bréfanefnd til að 7 kjörbréf til viðbótar væru tekin gild, og samþykkti þingið það, og litlu síðar 3 til viðbótar. Varð nú enn bið til kl. langt Framhald á 12 .síðu. Samningauppkast lagt fyrír aSila í síldveiðiJeilunni Eftir langan samningafund er stóð frá laugardagskvöldi fram á sunnudagsmorgun, samþykktu báðir aðilar í síldveiðideilunni að leggja fyrir félög sín samn- ingsuppkast óundirritað, sem fól í sér miðlun milli síðustu til- lagna deiluaðila Samninganefnd sjómanna lýsti óánægju sinni með þetta samningsuppkast með þvi að undirrita það ekki, gaf engin loforð um að mæia með því við sjómenn, og einstakir nefndar- menn lýstu yfir að þeir mundu ekki mæla með því. Hins vegar varð samkomulag um að samn- inganefndimar beittu sér fyrir sameiginlegri atkvæðagreiðslu um samningsuppkastið. At- kvæðagreisðlan fór fram 1 fyrra- dag og í gær, og atkvæði verða að líkindum talin í dag. Aðalefni samningauppkastsins er að í þeim særðarflokki fc -a sem langflestir bátanna eru i, 60—120 tonn, alls um 140 bátar, verður skiptaprósentan 37,5 (var 35% í gerðardómnum), í 11 staði, á minnstu bátunum, undir 60 tonn, verður skiptaprósentan 39 var 35,5 í gerðardómnum) í 10 staði; og á- stærstu bátunum, yfir 120 tonn veröur skiptapró- sentan 36,5 (var 34.5% í gerð- ardómnum), í 11 staði á bátum 120—130, í 12 staði á bátum 130—240 og f 13 staði á bátum 240—300 tonn. Þá er í samninga- uppkastinu ákvæði um 200 þús- und kr. tryggingu umfram lög- boðna, er greiðist við dauða eða slys sem veldur algjörri örorku, ákvæði um ábyrgðartryggingu gagnvart slysum, og ákvæði um 1% af kauptryggingu háseta í sjúkrasjóð Samningauppkastið nær til fé- laga Sjómannasambandsins nema Akraness, til félaga á Snæfells- nesi, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Og miðað er við að samningurinn gild’ til ársloka 1963. Fari svo að þetta samnings- uppkast verði samþykkt, hefur útgerðarmönnum að vísu tekizt að koma fram nokkurri kjara- skerðingu, en sjómenn hafa með baráttu sinni knúið fram að gerðir eru frjálsir samningar, og kjör sem eru nánast mitt á miili fyrri samninga og gerðardóms- ins f sumar. Ofstækiskh'ka út- gerðarmanna var neydd til að hverfa frá hinum miklu kjara- skerðingarkröfum um mun verri kjör en gerðardómurinn ákvað, en á þeirri kröfu að fara með skiptaprósentuna niður í 31.5— 33.5% hékk LÍO allt þar til „hræðslutilboðið" um Akranes- kjörin kom fram. Og vegna bar- áttu sjómanna er málatilbúnaður og kröfugerð LlÚ-klíkunnar, „röksemdir" hennar fyrir kjaa- skerðingunni, kraítblakkarbuUið og leitartækjaröflið. orðið að verðskulduðu háði og athlægþ svo ekki er að lokum minnzt á það framar við samningagerðina, heldur gripið að lokum til ves- æUa talnablekkinga til að reyna að breiða yfir kjaraskerðinguna. - Sjómannasamtökin stóðu að ýmsu leyti illa að vfgi, fleiri félög hefðu þurft að taka þátt i baráttunni, og svo kom fram eins og áður brotaiöm í röðunum hjá Sjómannasambandinu með því að Akranes klauf sig út úr þegar mest á reið á að halda saman. Sjómenn verða að læra af þessari endurteknu reynslu og styrkja samtök sín. | SósL^Iistar |j Aríðandi fundur í Sósíal- h istafélagi Akraness í kvöld kl. 8.30. — fe Fundarefni: ’ Kosning fulltrúa á þing Sósíalistaíiokksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.