Þjóðviljinn - 24.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. nóvemBer 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 íslendingar beri sáttarorð og friðar miili stórveldanna 1 síðari hluta ræðu sinnar um albjóðamál, sam nlnar son flutti á Alþingi í fyrradag, andmælti hann þeim málflutn- ingi Bjarna Benediktssonar að það væri fyrst og fremst styrk- leikurinn, aflið og valdið gegn kommúnlsr.'.anum sem væri aðalatriðið til þess að tryggja frið í heiminum. Bjarni virtist halda að það hafi vérið vopna- vald Atlanzhafsbandalagsins sém várð þess valdandi, að ékki varð stríð milli Banda- ríkjanna og Sovétrikjanna út áf Kúbu. Við sem smáþjóðarþegnar ættum ekki að leggja þennan mælikvarða á deilur risanna í heiminum, sagði Einar, heldur ætti það að vera okkur fagn- aðarefni þegar forystumenn stórveldanna láta forsjá ráða fremur en kapp. Við ættum ekki að fylla þann flokk sem helzt vill egna. þá til að sýna hve sterkir þeir séu. Islend- ingum ber að taka undir við þær raddir sem segja: Reynið að talast við, svo ekki komi til þess að bandaríski flugflotinn geri árás á Moskvu af mis- skilningi og neyðist til að gera sams konar árás á New York til að sannfæra Sovétríkin um að ætlunin hafi ekki verið að hefja kjamoarkustríð. Kúba — fordæmi þjóða rómönsku Ameríku Kúba á að fá að vera í friði Tímarnir háfa breyzt. Árið 1954 kcmst róttáek stjóm til valda í Guatemala í Mið-Ame- ríku. Og þegar United Fruit Company, ávaxtahringurinn bandaríski sem á meginið af landinu og ræður með ein- ræðisherrum sínum, varð ..rvddur um að eignir hans yrðu þjóðnýttar, tók hann við- bragð og fékk því til leiðar komið að Bandaríkjastjórn lét framkvæma innrás í landið og steypa ríkisstjórninni með of- beldi. Þannig hefur farið með hverja stjómina af annarri í Suður- og Mið-ameríku, allt þar til Kúba vann sér þióð- frelsi og hóf sína þjóðnýtingu. Þá var ástandið orðið þannia í heiminum að nú kostar það heimstyrjöld að ráðast á Kúbu og tortíma því þjóðfrelsi sem hún hefur áunnið sér. Þegar trygging Kennedys var gefin fyrir friðhelgi Kúbu var allt fengið sem þurfti. Það . í þarf, er einmitt að Kúba fái að vera í friði, fái að sýna þá yfirburði sem þjóðfrelsið færir henni, fái að sýna þjóðum Suður-Ameríku hvers þjóð- frelsið er megnugt. Opinber krafa um breytingu landamæra Einar ræddi um hugleiðingar Bjarna varðandi það' hvac á- rásarhugur væri nú mestur Benti hann á að það er varla nema eitt land sem ber fram opinberlega landakröfur á hendur grannþjóðunum og heimtar að landamærum verði breytt í Evrópu, og það ríki er Vestur-Þýzkaland. Þar eru valdhafar sem meira að seg.ia halda því fram að það verði að gera leifturinnrásir í Aust- ur-Þýzkaland, Pólland op Tékkóslóvakíu cg þar er verið að magna sveitir sem reiðu- búnar eru til slíkra innrása. Og þetta er land sem tvívegis s öldinni hefur hleypt af stað heimsstyrjöld. Og enn eru það sömu öflin sem ráða því landi eins og réðu Þýzkalandi fyrr. auðhringamir, Krupp og fjöl- skylda hans, stálhringurinn þýzki, IGF, sömu hrinpamir sem 'tir styrjöldl.ia voru dæmdir til að leysast upp og híóðnýtast. 1 Vestur-I '_'.:a- landi er gamli fasisminn uð reisa sig aftur. Víða um lönd og þá ekki sízt á Norðurlönd- um er kominn upp alvarlegur ótti við þann áráéarhug sem nv f tTr ' -"-Þýzkalandi. jafnframt því að aðferðir na„- ismans eru teknar upp, t.d. i Spiegel-málinu. Einmitt ráð- herrann sem þar er að verki hefur lýst því yfir, að Vestur- Þýzkaland verði búið að fá kjarnorkuvopn fyrir árslok 1962. Og halda menn að þæi þjóðir sem misstu 30 milljónir manna í síðustu styrjöld af völdum nazismans horfi á þessa þróun með jafnaðar- geði? Því er það að hafi nokk- urn tíma komið fram opin- berlega i Evrópu árásarhugur hjá ríkisstjórn er það hjá ríkistjórn Vestur-Þýzkalands, sem heimtar að núverandi landamærum Þýzkalands verði breytt Hvað hitt snertir, hina d.iúpstæðu grundvaliarand- stæðu sósíalisma og kapítal- isma. þá veltur á miklu a> sú andstæða verði ekki ley mcð styrjöld milli þessara andstæðu bjóð' k'milaga. held ur geti það orðið líkt og varð isminn leysti Iénsskipulagið af hólmi. að það geti gerzt án styrjaldar. Kína og Indland Einar svaraði spurningum Bjarna um Kína og Indland með því. að ef þeim tveimur yrði falið að dæma í þvi máli. mundu þeir telja sér skylt að kynna sér málavexti frá báð- um hliðum, i stað þess að dærh„ þegar einhliða dóm eins og 3jarni hefði gert. Benti Einar á að þessar þjóð. ir virtust enn ekki telja sig í stríði hvor við aðra þar sem þær hefðu ekki enn slitið stjórnmálasambandi. Og Kín- verjar héidu því fram að Ind- verjar hefðu ráðizt á sig og Indverjar segia að Kína hafi hafið árás. klögumálin ganga á víxl. Kínverjar telja að Ind- verjar hafi ásælzt kínverskt land og virðist alþýðustjórnin ekki ein um þá skoðun, held- ur einnig Sjang Kajsék. Ind- verjar. ekki einungis Indlands. stjórn heldur einnig indverskir kommúnistar. halda hinu fram að Kínverjar haf farið inn á indverskt land. Það virðist þannig fyrst og fremst vera um að ræða þjóðernislega deilu um ákveðin landamæri. Ættu Evrópumenn að rann- saka það mál yrði þeim sjálf- sagt fyrst fyrir hverrar þjóðar menn byggju á hinum um- deildu svæðum að svo miklu léyti sem þau eru byggð. Þá kæmi i ljós að þeir eru Tihet. ar að þjóðerni. Við hlutlausa rannsókn myndu fleiri slíkar staðreynd- ir koma fram sem eðlilegt væri að táka tillit til. En Bjarni Benediktsson hefur aðra að- ferð. Hann segir bara þama eru vondir kommúnistar að almpnmmir. bnr meö er málið ’eyst En svona einföld eru verki. þeir eru auðvitað árás- ekki deilumálin í heiminum. Vafalaust eru Viða í Asíu slík ógiögg landamæri. Það er sorg^ legt þegar tekið er að beita vopnavaldi til að útkljá slík i deiiumál. en''það“er -óhyggilegt að afgreiða slík mál með því að barna séu bara vondir komm- mistar að verki. Friðarmálin og vel- ferð mannkynsins Einar lauk ræðu sinni með þvi að leggja áherz’u á að eitt stærsta vandamál heimsins nú væri að viðhalda friði, að hvorki andstæður milli ein- Framhald á 8. síðu ÞINCSIA ÞIOÐVILIANS Það sem Kúba vill. eins og við Islendingar og aðrar smá- þjóðir, er að fá að vera í friði. Það hefur þegar verið gerð ein innrás frá Bandaríkjunum á Kúbu, og það var vitanlégt að önnur var í undirbúningi og hún gat orðið tilefni styrjaldar. Það fór vel að þeir tveir menn, sem forystu hafa fyrir Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum sem stendur, báru gæfu til að afstýra því að heimsstyrjöld yrði úr. Það er aðalatriði fyrir Kúbu að fá að vera í friði og byggja upp sitt land, og því er- hægt áð skaðlausu að flytja burt éldflaugar og flugvélar, sé það tryggt.En það var ann- að sem krafizt var af Kenne- dy Bandaríkjaforseta, og það var að út yrðu þurrkaðir það sém bandaríski áróðurinn kall- ar „kommúnistana" á Kúbu. Og hvers vegna? Vegna hess að Kúba er eins og andleg eld- flaugáStöð fyrir Suður-Ame- ríku. Það sem kúbanska þjóðin er að gera, vekur fögnuð í allri Suður-Ameríku, það fordæmi að arðrænd þjóð getur risið upp og eignast sjálf sína jörð. Þjóðir Suður-Ameríku vilja þá fara að gera það sama, og við íslendingar höfum einnig gert það, þegar við höfum eignasl sjálfir okkar jörð, •-d.rráðin yf- ir fossunum. landhelginni, ei“n- ast sjálfir atvinnutækin. Þeg- -.r þjóðir Suður-Ameríku taka bessa stefnu, þá eru völd bandaríska auðvaldsins -fir beirri heimsálfu búin að vera. Þetta er það sem bandaríska auðváldið óttast. w Abyrgðartrygging fyrir slysabótum starfsfólks Karl Guðjónsson og Hannibal Valdimarsson flytja eft- irfarandi tillögu til þingsályktunar um ábyrgðartrygg- ingar atvinnurekenda á starfsfólki: „Alþingi ályktar að jela ríkisstjórninni að láta und- irbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga, sem■ geri atvinnurekendum að skyldu að kaupa fullnægj- dndi ábyrgðartryggingu fyrir slysabótum, sem á at- vínnureksturinn kunna að falla“. Eftirfarandi greinargerð fylg- ir tillögunni: „Þegar slys verða á fólki við störf, er atvinnurekandi oft skaðabótaskyldur lögum sam- kvæmt. Flest meiri háttar atvinnu- fyrirtæki munu tryggja sig fyrir slíkum skaðabótagreiðsl- um. svo að sá, sem skaða- bótarétt öðlast fær sínar greiðslur, eins og lög standa til. Á hinn bóginn eru margir atvinnurekendur ótryggðir fyr ir öllum slíkum skakkaföllum og oft vanmegnugir til að leysa aí hendi þær skyldur, sem á þá falla, þegar slys ber að höndum í atvinnurekstri þeirra. Þegar svo illa tekst til, ger- ist hvort tveggja í senn: Hinn slasaði verður af þeim bótum sem hann á lögum samkvæmt, eða greiðsla þeirra dregst ó- hæfilega, og atvinnurekandinr verður upp frá því með dóm kröfu vegna slyssins á herðum sér, þar til slysið er bætt, sem máske getur aldrei orðið. Hver sá maður, sem tekur bifreið í notkun, verður áður að kaupa ábyrgðartryggingu fyrir því tjóhi, sem hann kann að valda með bifreiðinni. Víst er, að þett.a fyrirkomulag er almennt talið sjálfsagt og veitir að ákveðnu marki fullvissu fyrir því, að tjón, sem bifreið- n kann að valda, fáist bætt. Fliutningsmenn telja eðlilegt, (ð hliðstæð skylda og á bíleig- mdum hvílir til kaupa á á- jyrgðartryggingu verði einnig iögð á atvinnurekendur varð- andi slys og tjón, sem hljótast kunna af atvinnurekstri þeirra. Slík trygging mundi báðum henta, atvinnurekendum og starfsmönnum þeirra." Utgetandi: Samelningarflokkui atþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ölafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustfg 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr 65.00 á mánuði. Vilja ASi feigt það er ekki nýtt að harkalega sé deilt á Al- þýðusambandsþingi, þar hefur verið ágrein- ingur milli manna allt frá því verkalýðshreyf- ingin komst á laggirnar á Islandi. Allt fram und- ir þetta þing hefur með góðum vilja mátt telja að þessi ágreiningur stafaði yfirleitt af skiptum skoðunum um markmið og baráttuaðferðir og að deiluaðilar vildu í rauninni frjáls verklýðssam- tök á íslandi hver út frá sínum forsendum. En með deilum þeim sem nú eru risnar og mótað hafa það Alþýðusambandsþing sem nú stendur yfir er ljóst að deilurnar eru komnar langt úf af þessum vettvangi, og að innan verkalýðs- hreyfingarinnar starfa menn sem vilja samtök- in feig, eru fjandmenn þeirra og ganga opin- skátt erinda ríkisvalds og atvinnurekenda á Al- þýðusambandsþingi. þeir menn sem beita sér fyrir því að dómstól- ar landsins séu látnir taka ráðin af verka- lýðshreyfingunni og skipa henni fyrir verkum eru ekki r&tuðningsmenn alþýðusamtakanna heldur opinskáir fjandmenn þeirra. Þeir menn sem bregðast þannig við, þsgar þeir verða und- ir í lýðræðislegum kosningum á Alþýðusam- bandsþingi, að kalla ákvarðanir meirihlutans ólöglegar, eru ekki verkalýðssinnar, heldur hand- bendi annarlegra afla sem vilja verkalýðssam- tökin feig. Með þvílíkri ýfirlýsingu eru þeir að skora á ríkisvaldið að koma í veg fyrir „ólög- legar“ ákvarðanir verkafólks og hrinda „ólög- legri“ stjórn heildarsamtakanna með dómum eða öðru ofbeldi- Þeir eru að gera kröfu til þess að heildarsamtök verkalýðsins starfi ekki lengur sem baráttutæki með lýðræð- islegan meirihluta að bakhjarli, heldur verði þau gerð að halakleppi á dómsvaldi atvinnurek- enda. gngum þarf að koma á óvart þótt þeir menn sem sendir eru inn í verkalýðssamtökin beint frá aðalskrifstofu atvinnurekenda 1 Sjálfstæðis- húsinu hafi þessa afstöðu; þetta er það hlutverk sem þeim hefur verið falið. En eru engin eymsli í gömlum taugum Alþýðuflokksmanna, sem nú segjast vilja láta brjóta niður allt það sem þeir börðust einu sinni fyrir að byggja upp? Á Jón Sigurðsson ekkert erfitt með að leggja til að alþýðusamtökin verði beygð undir dómsvaldið og handjárnuð, maðurinn sem hefur státað af því að hafa stofnað fleiri verklýðsfélög en nokk- ur annar? Ef til vill eru þessir forustumenn orðnir svo vanir því að sporðrenna öllu sem upp á þá er troðið að þeir eru hættir að taka eftir . bragðinu. Hinu verður ekki trúað að óbreytf- ir Alþýðuflokksmenn og verkalýðssinnar hvar í flokki sem þeir standa láti sér lynda að for- ustumenn þeirra innan verklýðssamtakanna uni svo illa ósigri sínum, að þeir vilji samtökin feig. Þeir menn sem láta ofstækið teygja sig svo langt eiga ekki heima í þeim samtökum sem þeir vilja sjálfir leggja niður. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.