Þjóðviljinn - 24.11.1962, Page 7
Laugardagur 24 nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 7
— Við viljum engan útiloka. Alliir geta fengið nóg rúm hjá okkur.
(Teikning úr vesturþýzka blaðinu „Das andere Deutschland”)
Boothby er maður nefndur, nú
lávarður en til skamms
tíma íhaldsþingmaður fyrir
fiskimannakjördæmi í Skotlandi
og meðal þeirra manna á Bret-
landsþingi sem hliðhollastir
voru íslenzka málstaðnum í
landhelgisdeilunni. í fyrri viku
birti Times bréf frá Boothby
lávarði, þar sem segir: „Síð-
ustu stjórnarstörf de Gaulle for-
seta, sem eru hreint stjórnar-
skrárbrot, og aðgerðir ríkis-
stjómar dr. Adenauers í Spicgcl-
málinu sanna svo ekki verður
um villzt, að hvorki Frakk-
land né Sambandslýðveldið eru
lengur lýðræðisríki í þeirii"
merkingu sem við leggjum í
það orð. Þegar svo er komið
vil ég, sem einn þeirra manna
sem síðustu 15 árin hafa barizt
ákaft fyrir málstað Bandaríkja
Evrópu, leggja til að við slítum
nú þegar samningaviðræðum
um aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu og bíðum þess tíma
þegar við getum gerzt horn-
steinn Atlanzhafsríkjasambands,
sem er í raun og sannleika lýð-
ræðislegt og nógu öflugt til að
gera við Austur-Evrópu, þar
með talin Sovétríkin, samkomu-
lag sem megnar að afstýra út-
rýmingu mannkynsins.”
Um svipað leyti og þetta bréf
birtist í Times flutti annað á-
hrifamesta blað Bretlands Man-
chester Guardian, ritstjórnar-
grein þar sem lýst var yfir að
stjórnmálaþróunin í Vestur-
Þýzkalandi og Frakklandi upp
á síðkastið hefði snúið mörgum
Bretum til andstöðu við aðild
að Efnahagsbandalaginu. Ólýð-
ræðislegir stjórnarhættir öld-
unganna í Bonn og París fæla
Breta frá að bindast ríkjum
þeirra órjúfandi stjórnmála-
tengslum, segir blaðið, sem frá
upphafi hefur mælt einna fast-
ast enskra blaða með inngöngu
í Efnahagsbandalagið. Tilfæra
mætti fjölda ummæla blaða og
stjórnmálamanna sem hníga í
sömu átt, ekki einungis í Bret-
landi heldur einnig á Norður-
löndum. Brot de Gaulle á
stjórnarskránni til að koma á
forsetavaldi í Frakklandi og á-
rás vesturbýzkra stjórnarvalda
á prentfreisið hafa sannað ræki-
lega mál þeirra sem frá upp-
hafi hafa bent á einræðistil-
hneigingar þeirra afla sem nú
fara með völd í forusturíkjum
Efnahagsbandalagsins.
Amorgun fara fram kosnin:
ar í báðum þessum ríkjum
og að þeim afstöðnum ver'
þáttaskil i stjórnmálaþróu
beggja. 1 Frakklandi kemur <
ljós hvort de Gaulle nær þv'
marki að gera þingið að verk-
færi í höndum voldugs forseta.
Eftir fylkiskosningarnar í Baj-
orn hefst lokaþáttur valdaferils
Tf.onrads Adenauers í Bonn. Svo
vikið sé að Frakklandi fyrst,
benda úrslit fyrri umferðar
þingkosninganna á sunnudag-
inn til að gaullistar nái meiri-
hluta á þingi. Ekki getur það
þó talizt víst, og kemur einkum
tvennt til. 1 fyrsta lagi sat rúm-
ur þriðjungur kjósenda heima
í fyrri kosningaumferðinni, þeg-
ar hreinan meirihluta þurfti til
að ná kosningu, en kjörsókn er
jafnan meiri í síðari umferð-
inni. 1 öðru lagi hafa sósíal-
demókratar nú i fyrsta skipti
síðan stríði lauk tekið upp víð-
tæka kosningasamvinnu við
kommúnista. Sjálfur merkisberi
andkommúnismans í Frakk-
láhdi, áósíáldemókrataforinginn
Guy .Mollet, hefur þegið stuðn-
ing kommúnista í kjördæmi
sínu Arras,. en. þar fékk.fiana-.,
bjóðandi gaullista fleiri atkvæði
en hann í fyrri umferð.
Stjórnarkreppa ríkir í Vestur-
Þýzkalandi síðan á mánu-
dag, þegar fimm ráðherrar
Frjálsra demókrata fóru úr
stjórninni. Höfðu þeir krafizt
þess að Franz-Josef Strauss
landvarnaráðherra léti af emb-
ætti sökum afskipta sinna aí
aðförinni að vikuritinu Der
Spiegcl, en Adenauer kanslari
og hinn kaþólski flokkur hans
neituðu að verða við kröfu sam-
starfsflokksins. Réði mestu um
þá afstöðu að kaþólskir sáu
fram á hrun hjá flokki sínum
í Bajern yrði Strauss látinn
víkja rétt fyrir kosningarnar.
Kaþólski flokkurinn í Bajern
er sérstakur flokkur en hefur
nána samvinnu við flokk Aden-
auers. Hótuðu Bajernmenn að
slíta því bandalagi ef Strauss
foringja þeirra yrði steypt ai
ráðherrastóli að svo stöddu.
Kaþólskir töpuðu verulega í
fylkisþingkosningum í Hessen
fyrir hálfum mánuði og er
Spiegel- málinu kennt um. Eina
von Strauss er nú að flokkur
hans haldi velli í kosningunum
í Bajern, en það er talið ólík-
legt. Vesturþýzk blöð gera ráð
fyrir að st.jórnin verði endur-
skipulögð fljótlega eftir kosn-
ingarnar, Strauss láti af emb-
ætti en Frjálsir demókratar
taki sæti í stjórninni á ný.
Rætist þessi spádómur hafa
Der Spiegel og útgefandi
hans Rudolf Augstein unnið
frægan sigur, lagt að velli
stjórnmálamann sem til skamms
tíma var talinn líklegastur eft-
irmaður Adenauers í kanslara-
embættinu. Undanfarin ár, eða
síðan sósíaldemókratar létu af
andstöðu við stefnu Adenauers
í utanríkismálum og hermálum,
hefur Spiegel í rauninni verið
„eina stjórnarandstaðan að
gagni í Sambandslýðveldinu”,
segir brezki verkamannaflokks-
þingmaðurinn Richard Cross-
man, og bætir við: „Der Spiegel
er eina stofnunin sem dirfzt
hefur að berjast miskunnarlaust
Vestur - Evrópa á vegamótum
gegn þjóðrembingsmönnum og
nýnazistum hinnar endurreistu,
þýzku valdaklíku.” Ritið hefur
einkum beitt sér gegn Strauss,
stefnu hans og starfsaðferðum.
Það hefur ráðizt á fyrirætlanir
hans um að gera Vestur-Þýzka-
land að kjarnorkuveldi og flett
ofa.i af gróðabralli sem dafnað
hefur undir handarjaðri ráð-
herrans. Vinir hans og ættingj-
ar hafa rakað saman fé á
vopnasölu og hernaðarfram-
kvæmdum. Þingnefnd var skip-
uð til að kanna eitt fjármála-
hneykslið, Fibag-málið svo-
nefnda, en flokksbræður Strauss
neyttu meirihlutaaðstöðu sinnar
til að sýkna hann.
Ekki var Strauss fyrr búinn
að fá siðferðisvottorð þing-
meirihlutans í hendur en hann
lét til skarar skríða gegn Aug-
stein óvini sínum. Útgefandi
Spiegel og ritstjórar voru hand-
teknir og húsleit gerð á heim-
Rudolf Augstein handtekinn.
Kápa „Der Spiegel”.
lögum og réttarreglum. Ákæran
á hendur blaðinu var komin
frá von der Heydte nokkrum,
gömlum vikadreng nazista en
nú forustumanni í hægra armi
kaþólska flokksins. Strauss
launaði von der Heydte handar-
vikið með því að gera hann að
hershöfðingja í varaliðinu, og
er hann sá fyrsti sem þann
titil hlýtur. Lögregluaðgerð-
irnar gegn Der Spicgel voi’u
síðan ákveðnar á fundi ráðu-
neytisstjóra þar sem Globke,
hinn alræmdi höfundur skýr-
inganna við kynþáttalög naz-
ista og hægri hönd Adenau-
ers, var í forsæti. Ákveðið var
að halda handtökunum og hús-
rannsókninni leyndri fyrir
Stammberger dómsmálaráð-
herra, sem er úr Frjálsa demó-
krataflokknum. Lengi vel neit-
aði Strauss að hafa nærri mál-
inu komið, en eftir hálfs mán-
aðar undanbrögð varð hann að
ilum þeirra á næturþeli. Sextíu
manna lögreglusveit tók á sitt
vald húsakynni ritsins og skjala-
safn. Átylla fyrir þessum að-
gerðum var grein sem birzt
hafði þrem vikum áður um
haustheræfingar A-bandalags-
ins í Þýzkalandi. Augstein og
starfsmenn hans voru sakaðir
um að ljóstra þar upp hernað-
arleyndarmálum og landráðaá-
kæra byggð upp á þeirri sakar-
gift. Handtaka Spiegel-manna
vakti meiri ólgu í Vestur-
Þýzkalandi en nokkur annar
atburður §em þar hefur gerzt
á stjórnarferli Adenauers. Að-
förin að blaðinu var skilin sem
tilraun stjórnarvaldanna til að
kæfa alla skelegga gagnrýni á
stefnu sinni og athöfnum.
Brátt kom í ljós að Franz-
Josef Strauss var pottur og
panna í atlögunni að Der Spiegel
og í engu hafði verið skeytt
Franz-Josef Strauss
Globke ráðuneytisstjóri.
von der Heydte.
játa að það var hann sem fól
Oster, hermálafulltrúa Vestur-
Þýzkalands í Madrid, að fá
spönsk yfirvöld til að handtaka
Ahlers, höfund greinarinnar
sem ákæran byggist á, en hann
var staddur í Malaga í orlofi
ásamt konu sinni. Á þingfundi
varð Höcherl innanríkisráð- /
herra að játa, að handtaka Ahl-
ers á Spáni væri „dálítið utan
við lagaleiðir”. Á sama fundi
missti Adenauer gamli stjórn
á sér og kallaði Rudolf Aug-
stein hvað eftir annað land-
ráðamann, „mann sem græðir
fé á landráðum”. Reis þá upp
Döring, varaformaður þing-
flokks Frjálsra demókrata.
Kvaðst hann ekki þola það að
heyra forsætisráðherra sakfella
mann sem ekki hefði enn íeng-
ið tækifæri til að verja sig
fyrir dómstóli. Titrandi röddu
skýrði Döring frá því að kona
sín hefði misst 22 nána ætt-
ingja í fangabúðum nazista, og
sér hefði veitzt erfit't áð fá’hartá'
til að hverfa á ný úr útlegð
til Þýzkalands eftir stríðið. Við
aðförina að Ðer Spiegcl hefði
ótti hennar vaknað á ný.
Enn situr Augstein í fangelsi
ásamt tveim félögum sínum<^-
og enn leitar lögreglan í skjöl-
um Der Spiegel. enginn efast
lengur um að sú leit beinist að
því að hafa upp á heimildar-
mönnum blaðsins að ýmsum
fréttum sem komið hafa sér ó-
þægilega fyrir yfirvöldin. !
kristilega demókrataflokknum
eru ýmsir sem fagna myndu
bví ef úrslit málsins yrðu að
bæði blaðið og landvarnaróð-
herrann væru úr leik. Gerhard
Schröder utanríkisráðherra hef-
ur sérstaklega lagt sig í líma að.
ýta á eftir keppinaut sínum um
kanslaraembættið út úr ríkis-
stjórninni. Schröder lýsti yfir
að utanríkisráðuneytið hefði
engan þátt átt í löglausri hand-
töku Ahlers á Spáni, og blaða-
fulltrúi hans lýsti blaðafulltrúa
Strauss ósannindamann á fundi
með fréttamönnum í Bonn.
Blaðafulltrúi Adenauers varorð-
inn svo flæktur í lygavef að
fréttamenn gerðu ekki annað
en hlæja að honum.
Þegar mest gekk á út af Der
Spiegel brá Adenauer sér
til Washington að ræða við
Kennedy forseta. Sú heimsókn
varð engin sigurför. New York
Tiimes kvað kanslaranum holl-
ast að gera sér Ijóst að aðfar-
irnar gagnvart blaðinu minntu
Bandaríkjamenn á starfsaðferð-
ir þær sem tíðkuðust á tímum
fyrirrennara hans á kanslara- ,
stóli Þýzkalands. Washington
Post skýrði frá því að aldrei
hefði komið skýrar í ljós að
Kennedy og Adenauer virtust
eiga ómögulegt með að komast
á sömu bylgjulengd þegar þeir ,
ræddust við. Ringulreiðin í Bonn
ber því vott að Adenauerstíma-
bilinu er að ljúka, sagði New
Vork Times. Meira að segja
nánustu samstarfsmenn kansl-
arans taka nú undir þann dóm.
Krone staðgengill hans skoraði
opinberlega á hann við heim-
komuna frá Washington að
taka nú til höndum og stjóma.
Markmið frjálsra demókrata
með brottför ráðherra flokks-
ins úr stjórninni er ekki aðeins
að losna við Strauss heldur
einnig að knýja Adenauer til
að binda fastmælum hvenær á
næsta ári hann lætur af emb-
ætti. Lúbke forseti kemur ekki
úr Asíuferðalagi fyrr en 5. des-
ember, og þá er gert ráð fyrir
að endurskipulagning ríkis-
stjórnarinnar fari fram. Líkleg-
ast þykir að samstjóm kaþ-
ólskra og frjálsra demókrata
sitji áfram frameftir næsta ári
undir forsæti Adenauers en án
Strauss.
Lok Adenauerstímabilsins í
Vestur-Þýzkalandi og kosn-
ingamar í Frakklandi marka
þáttaskil í Vestur-Evrópu. Hin-
ir aldurhnignu einvaldar í
Bonn og París hafa haft með
sér nána samvinnu sem hefur
gert þeim fært að ráða mestu
um þróun mála í vesturhluta
álfunnar úndanfarin ár: Mark-
mið beggja er að mynda á meg-
inlandi Vestur-Evrópu nýttstór-
veldi. sem megni að staijda
Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um á sporði. í því skyni leggur
de Gaulle kapp á að koma upp
frönskum kjarnorkuvígbúnaði,
og Adenauer og Strauss hafa
stutt hann í því í þeirri von
að Vestur-Þýzkaland fái með
tímanum hlutdeild í kjamorku-
vopnunum. í sameiningu hafa
þessir tveir öldungar staðið í
vegi fyrir allri viðleitni til að
draga úr viðsjám í Mið-Evrópu.
1 hvert skipti sem örlað hefur
í Washington á tilhneigingu til
að stíga skref til samkomulags
við Sovétríkin í Berlínardeil-
unni, hafa Adenauer og de
Gaulle komið í veg fyrir að
nokkuð væri gert. Sigri gaull-
istar í kosningunum á sunnu-
daginn situr Frakklandsforseti
auðvitað við sinn keip, en að-
staða hans til að hafa óhrif á
þróun heimsmálanna verður öll
önnur og lakari þegar Adenau-
er heldur ekki lengur um
stjórnartaumana í Bonn. Lík-
legasta kanslaraefnið, Schröder
utanríkisráðherra, hefur látið
það spyrjast að hann telji stefnu
Adenauers komna í ógöngur. í
stað þess að torvelda lausn á-
greiningsmála í Mið-Evrópu
eigi Vestur-Þýzkaland að beita
,sér fyrir ráðstöfunum .. til að
bæta sambúð ríkja A-banda-
lagsins og Varsjárbandalagsins.
M.T.Ó.
ÆT
Islendingar 15. mesta
fiskveiðiþjóð í heimi
RÓM 18/11. — Landbúnaðar-
og matvælastofnun SÞ, FAO,
skýrði frá því í dag, að heild-
arfiskaflinn í heiminum árið
1961 hefði orðið 41.2 milljón-
ir smálesta, og er það 8%
aukning frá árinu áður.
Mesta fiskveiðiþjóðin er
enn sem fyrr Japanir, en þeir
veiddu 6.7 milljónir lesta af
fiski. Því næst kemur Perú
með 5.2 milljónir. Kínverjar
eru nú taldir komnir upp i
þriðja sæti með um 5.2 millj.
lesta (áætlað) og því næst
koma Sovétríkin og Banda-
ríkin með 3.2 millj. og 2.9
millj. lesta.
Aðrar fiskveiðiþjóðir, sem
á árinu veiddu meir en 500
þús. lestir voru: Noregur 1.5
millj. Kanada 1.020.800, Spánn
1.014.500, S-Afríka og SV-
Afríka 1.010.300, Indla.id
961.000, Bretland 897.000, Dan-
mörk og Færeyjar 758.000,
Indónesía 734.000, ísland
703.000, V-Þýzkaland 619.000,
Frakkland 568.000.
I skýrslunni kemur fram,
að mest er veitt af síld, sard-
ínum og ansjóvíum eða 12.6
milljónir lesta og því næst
af þorski og ýsu eða 5.1 millj-
LeiSrétting kiSrétt
Hermann Jónasson hefur
fundið hvöt hjá sér til að
fetta fingur út í frásögn mína
af 9. nóv. 1932 er birtist í
Þjóðviljanum 9. þ.m. Hin svo-
nefnda leiðrétting Hermanns
birtist í Tímanum 18. þ.m.
Ég hélt að nógu skýrt væri
tekið fram í frásögn minni
þar sem segir „að bæjarstjóm
Reykjavíkur hafi samþykkt
með öllum sínum íhaldsat-
kvæðum að vinnulaun skyldu
lækka í atvinnubótavinn-
unni“. Þá var Framsóknar-
flokkurinn ekki almennt kall-
aður íhaldsflokkur, svo að
ég hélt að enginn misskildi
þessa frásögn þannig að ég
ætti við hann. Og þar sem
mér leiðist að Hermann skyldi
taka þetta til sín, vil ég fast-
lega taka það fram, að hér
átti ég eingöngu við atkvæði
sjálfstæðismanna.
Viðvíkjandi hinu atriðinu,
sem Hermann víkur að þar
sem ég talaði um óorðheldni
hans, þarf ég ekki að eyða
mörgum orðum, því Hermann
viðurkennir í „leiðréttingu“
sinni að „fundarsalurinn hafi
verið nokkumveginn fullskip-
aður“ þegar fundur hófst.
(er ekki orðið nokkurnveginn
nokkuð teygjanlegt?). „Það
var því staðið við það lof-
orð, sem gefið hafði verið,
segir Hermann. Menn hafa
víst ýmsar aðferðir til þess
að standa við gefin loforð, og
Hermann hefur að líkindum
notað sína aðferð — svona
,,nokkurnveginn“.
En í réttarskjölum málsins
eru ýms atriði sem gera
skýringu Hermanns tortryggi-
lega. Þau atriði er hægt að
rifja unn pf bess væri óskað.
Guöjón Benediktsson.