Þjóðviljinn - 24.11.1962, Síða 10
10 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
laTiigardagUT 24. nóvember 1962
CHARLOTTE
ARMSTRONG:
GEGGJUN
fajá símanum og sleppti henni
eins og hún vseri rauðglóandi.
— Ég þarf alls ekki að laum-
ast burt, sagði hann beizklega.
— Ég get farið þegar mér sýn-
ist. En það get ©g sagt þér, að
ég ætla ekki að vera hér kyrr og
hlusta á þetta.
— Ef hún hættir að gráta....
ætlarðu þá að vera kyrr?
— Ég efast um það.
Hún tók glasið í vinstri hönd
og neri þá hægri eins og hún
væri stirð og köld. Augun í
henni voru alltof blá.
— Mundu það, að þetta kem-
trr mér ekkert við, sagði Jed og
bandaði út hendinni. — Það
kemur mér alls ekkert við. En—
af hverju reynirðu ekki að vera
svolítið góð?
— Góð....
— Þú þarft ekki að smjaðra
fyrir mér. Góð við barnið þarna
inni. Ertu svona einföld, eða
hvað? Af hverju ætti ég að sóa
tímanum....
■— Þú vildir fá mig með þér
út, sagði hún. — Þú spurðir
mig....
En Jed var að hugsa um hvað
telpan hlyti að vera orðin aum
í hálsinum. Hann var sjálfur
orðin sár í kverkunum. Hann
umlaði: — Sjáðu um að hún
verði róleg...að hún komist aft-
ur í gott skap.... af stað með þig.
— Ef ég geri það....
— Ef þú gerir það, sagði harrn
í örvílnun, — já.... þá getum
við kannski fengið okkur drykk
saman áður en ég fer.
Stúlkan sneri sér við, setti frá
sér glasið, gekk að lyrunum og
opnaði þær í skyndi. Hún hiýddi.
Hún hvarf inn í myrkrið.
— Herra Towers hefur víst
farið út, sagði Lyn. — Það svar-
ar enginn í símann hjá honum.
— Ég veit bara, að ég hef
ekki séð hann fara. Maðurinn
við afgreiðsluborðið í hótel Maje-
stic var ekki sérlega áhugasam-
ur.
— En þér sáuð hann koma inn
rétt áðan, var ekki svo?
— Jú, reyndar. Hann sendi
henni umburðaraugnaráð.
— Jæja.... Hún tvísté hikandi.
— Á ég að taka skilaboð?
sagði hann kurteislega. Hún var
falleg stúlka, snotur og álitleg
í skærbláu kápunni með messing-
hnöppunum. Og hún virtist/vera
ósköp óhamingjusöm.
— Já, ég gæti skrifað bréf til
hans.
Hann benti með blýanti að
skrifborði sem stóð í anddyrinu
milli súlu og pálma.
— Þakka yður fyrir. Lyn
settist við skrifbo.rðið og setti
töskuna undir vinstri hand-
legginn. Hún færði stóiinn ör-
lítið til, svo að hún gæti gef-
ið auga öllum þeim sem kæmu
inn í hótel Majestic frá göt-
unni.
Hún hugsaði með sér, að hann
hlyti að hafa farið út aftur, ef
til vill gegnum barinn. Hún von-
aði, að hann hringdi ekki heim
til hennar og gerði foreldra
hennar kvíðafulla. Þún þorði
ekki sjálf að hringja heim og
spyrja. Það var bezt þau vissu
ekki að hún væri alein úti. Þau
myndu fá tilfelli, hugsaði hún.
Það var leitt ef þau yrðu tauga-
óstyrk, en hún átti í rauninni
ekkert á hættu og þau myndu
fyrirgefa henni og treysta henni
kannski nægilega vel.til áð hafa
ekki mjög miklar áhyggjur.
Þessu varð hún sjálf að ráða
fram úr. FoTeldrum hennar
hætti til að vera ævinlega á
hennar bandi. Maður sem var
svo skyni skroppinn að rifast
við þeirra elskulegu dóttur. var
ekki verðugur þess, að hún
reyndi að gera gott úr þvi aft-
ur.
En kannski hef ég rangt fyrir
mér. hugsaði hún og var gráti
nær.
Nei, hún gat ekki farið heim
til sín strax. Hún ætlaði að bíða
stundarkom, áður en hún færi
heim, — svo að hún kæmi ekki
heim óeðlilega snemma. Hún
vissi að þetta var þýðingarmik-
ið. Það var erfitt að skiigrena
hvemig og hvers vegna — það
var óþægilegt — kannski ó-
mögulegt. En hún varð að ráða
fram úl þessu ein.
Hún hélt að minnsta kosti
ekki, að Jed færi heim til henn-
ar. Það væri uppgjöf og hann
var ekki af þeirri manngerð.
Hann var stoltur.
En vaT hún þá ein af þeim
stúlkum, sem hljóp á eftir karl-
mönnum? Já, mér stendur alveg
á sama, hugsaði hún þrjózk, ég
vil ekki vera ein af þessum
móðguðu konum. sem sitja heima
og bíða þess að maðurinn komi
skriðandi með hattinn í hend-
inni, hvort sem þær hafa rétt
fyrir sér eða ekki — rétt eins
og þessar héralegu kvenhetjur í
gömlu ástarsögunum, sem biðu
sármóðgaðar til æviloka.
Æ. það var alls ekki' hægt
að tala um manngerðir. Þau
voru Jed og Lyn og það varð að
hugsa um þetta út frá þeirri
forsendu að þau voru lifandi
mannverur, einstaklingar, og það
þurfti að ráða fram úr þessu
strax. Á mo.rgun myndi flug-
vélin....
Hvar sem hann var nú niður-
kominn, myndi hann koma hing-
að aftur. Hann var ekki alfar-
inn Þetta var allt svo barna-
legt.... það gæti hún að minnsta
kosti sagt.
— Kæri Jed, skrifaði hún.
Þetta var allt svo bamalegt....
Hún horfði á karl og konu sem
gengu yfir anddyrið. — Og ég
vil ógjarnan að þú farir vestur
i þeirri trú„ að ég....
Af/éttara taa;
1 ZZÍÍJlSniZ—IZÍlZr (//, (^iirnmL
‘>cgEA
uvdor L-iyn sat íengi Qg íet
hendumar hvíla á skrifborðinu. ‘
Hún íhugaði þetta. Það var satt.
Hún var ástfangin af Jed Tow-
ers.... nógu ástfangin til að1
hvæsa á hann, verða ofsareið |
út í hann, vegna þess að svo
mikið var í húfi.
Hún hafði haldið, að hann
myndi kannski biðja hana að
giftast sér í kvöld. Þau ætluðu
að vera saman í kvöld. en svo
kom gamli maðurinn og eyði-
lagði það allt saman.
Og hún hefði sagt „Já“. Hún ,
hefði verið himinlifandi yfir að'
fá tækifæri til að segja „já“. Já,
hvort sem hann hafði rétt fyr-
ir sér eða rangt. Já. Aðeins
vegna þess að það var hann sem
átti í hlut.
Og svo höfðu þau farið að
rífast.
En það var ekki satt að hún
áliti hann kaldrifjaðan ómerk-,
ing. Hann var svo.... varkár. Já,
það var hánn. Og hann var
kaldhæðinn í tali. Sumpart var
hann kröfuharður.... um allt sem
hann heyrði og sá. Sumpart var
betta sjálfsvöm.... eða eitthvað
í þá átt. En þetta var bara
talsmáti. fttr get verið hörð,
hugsaði hun. Ef ég trúi á eitt-
hvað, verð ég líka að breyta
samkvæmt þvi.... annars væri
það bara talsmáti.
Þannig saf Lyn og íhugaði
vandamálið. þótt hún tæki það
nærri sér. Það var líka satt,
að hvort þeirra sem hafði byrj-
að, og hvemig svo sem rifrild-
ið gekk fyrir sig, þá var það
hún sem hafði farið leiðar sinn-
ar og skorið á þráðinn — 0g
Það var heimskulegt; það hafði
henni að minnsta kosti alltaf
fundizt til þeSsa.
Hún neri saman höndunum.
Það var sv0 mikils virði. Hún
gæti aldrei hætt að hugsa um
þetta meðan hún lifði. Og þá
var tilgangslaust að sitj-a kyrr
með sært stolt.
, En hvaó gæti hún látið í ljós
á pappírsblaði? Bara að hann
kæmi. Fólk var á eilifu randi
gegnum anddyrið, en hann kom
ekki, Á morgun færi hann.... en
kannski myndi hann hringja
til hennar. Nei. flugvélin fór svo
snemma. Hún gæti beðið hann
um það í bréfinu. Allar hugs-
anir hennar urðu sundurlaus
brot. Það var alltaf svo kalt í
dögun.
Hún tók pennann. „Kæri Jed.
Ég get ekki sleppt þér....“ En þú
getur ekki haldið í hann, Lyn.
Hann er ekki sú manngerð.
Kannski var hann aðeins spenn-
andi, heillandi tímabil í lífi
þínu og þú færð aldrei að vita,
hvers virði þú varst honum þessa
svipstund. Þú hefðir getað kom-
izt að því. hvort eitthvað dýpra
lægi þarna bakvið — en ekki
núna, nú er það um seinan.
„Misskilningur.... skrifaði hún
örvílnuð. Það var orðið of seint.
Nýja Oreol ljósaperan er fyllt með Krypton og
gefur því um 30% meira ljósmagn út en eldri
gerðir af Ijósaperum. Þrátt fyrir hið stóraukna
Ijósmagn nota hinar nýju Oreol Krypton sama
straum og eldri gerðir. Oreol Krypton eru einnig
með nýju lagi og taka minna pláss, þær komast
því í flestar gerðir af lömpum.
Heildsölublrgðir:
Mars Trading Company
Klapparstíg 20 —‘ Sími 17373.
m$m reskið fólk
óskast strax til blaðburðar um
Leifsgötn Kársnes 1
Skjólin
Blöðunum ekið heim —Góð blaðburðarlaun!
Talið strax við aíareiðsluna — sími 17500.
Þjóðviljinn
Sendisveinar
óskast strax. — Vionutími tyrtr hádegl.
Þurfa að hafa bjóL
Þjóðviifsnn
Geri ég þetta af hégómaskap, |
hugsaði hún.... — í þeirri trú
að ég.... hvað þá? Hvers vegna
fóru öll þessi bituryrði á milli |
þeirra? Vegna þess að hún hafði '
verið svo eftirvæntingarful-1 og
hafði svo snögglega hrapað nið-
ur á jörðina aftur? Ef til vill
hafði hann -alls ekki gert sér
neinar sérstakar hugmyndir um
þetta síðasta kvöld. Nei, nei.
Svona myndi móðgaður kven-
maður hugsa, — hún væri hrædd
um að sýn-ast hégómleg. Hún
hafði vitað að Jed þótti vænt
um hana. Hún hafði haft ástæðu
til að ætla, að hann segði henni
það — og meira en það.
Hún reif sundur blaðið og byrj-
aði -aftur; — Kæri Jed. Ég hef
reynt að hafa uppá þér, vegna
þess.... Tár féll á pappírinn,
blekið leystist upp og hún hugs-
aði: — Nei.... þetta er of mikið
af þvi góða. Nú væri Jed
skemmt!
Nt
OREOL
30%
MEIRA
LJÓS