Þjóðviljinn - 24.11.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 24.11.1962, Side 12
Framsökn andvág aðild og aukaaðild Á fundi sameinaðs Alþingis í gær var haldið áfram um- ræðum um Efnahagsbandalags- málið og fluttar tvær ræður sem tóku allan fundartímann. Ey- steinn Jónsson og Bjami Bene- diktsson voru ræðumennimir. Eysteinn kynnti þá afstöðu Framsóknarflokksins, að einu tengslin við Efnahagsbandalag Evrópu sem til mála kæmu væru tolla- og viðskiptasamn- ingur. Taldi hann mikils virði að nú þegar yrði tekin ákvörð- un um það efni, en ekki haldið áfram að þvæla við erlenda valdamenn án þess að Islend- ingar hefðu mótað sína skoðun um málið. Bjami Benediktsson varði mestum hluta ræðu sinnar til að afsaka þá afstöðu, sem fram kom í mágögnum og samþykkt- um Sjálfstæðisflokksins í fyrra sumar, þegar það átti að vera sáluhjálparatriði að sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu. Reyndi hann að gera eins lítið úr aðildaráróðri flokksins og Fiskirí stunda — en ríkisstjórnarinnar og frekast var unnt, en taldi fráleitt að „úti- loka nokkra leið sem fær kann að verða“. Hins vegar kvaðst hann ekki taka til greina yfir- lýsingu Eysteins um afstöðu Framsóknar. Framsókn talaði svo margt óskynsamlegt rétt fyr- ir kosningar, en gerði margt skynsamlegt eftir kosningar, ef hún ætti þess kost að komast í ríkisstjórn. Umræðunni var frestað. Hafnarfjörður Spilakvöld Alþýðubandalagsins hefst kl. 8,30 í Góðtemplarahús- inu í Hafnarfirði. Kaffi. Kvöld- verðlaun. Laugardagur 24. nóvember 1962 — 27. árgangur — 258. tölublað. I Happdrœttishesturinn ó mynd frá Atia 10 ára Hann Atli, 10 ára gamall snáði, sendi Öskastund Þjóð- viljans þessa ágætu teikningu á dögunum. Við birtum hana hér til að minna á tvennt: 1) Óskastundina, barna- lesbókina á 9. síðu blaðsins í dag, og 2) Skyndihappdrætti Þjóðviljans. Atla þökkum við kærlega fyrir myndina. Sveinn Björnsson sýnir í Bogasal Eskifirði 18/11. — Ágætis veður hefur verið hér undanfarið. Bát- amir hafa fiskað vel. Héðan róa núna fjórir bátar, einn 18 tonn, en hinir um 60. Auk þeirra er Vattarnes að fiska í sig til að sigla með aflann og Guðrún Þorkelsdóttir er á leið heim úr söluferð til Þýzkalands. Hún fer á síld, þegar heim kemur, en einn bátur, Seley, er þegar kom- inn á síldveiðar. Hér á Eskifirði vantar alveg tilfinnanlega íþróttahús. Leik- fimi hefur ekki verið kennd böm- um í herrans mörg ár, þangað til í vetur. 1 vetur hefur félagsheimihð verið notað til íþróttaiðkana. Mikill áhugi er fyrir því, að | byggt verði íþróttahús t.d. í| tengslum við sundlaug, sem er! í smíðum. JK. SlÐDEGIS í gær var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 1 við Álf- hólsveg í Kópavogi. Þar hafði kviknað lítilsháttar í út frá olíukyndingartæki, en eldur- inn hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á vettvang. I Sveinn Björnsson Iistmálari opn- ar í dag kl. 16 sýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Sveinn hefur fram til þessa aðallega málað landslag, sjávar- myndir, skip, en að þessu sinni hefur hann ákveðið að hvíia sig á slíkum hlutum og kafar í sjóinn niður. Það umhverfi gef- ur mikla möguleika til að fantaséra segir Sveinn. Þarna leikur hann sér semsagt að und- arlegum fiskum. „Gleði fiskanna“ heitir ein myndin, „Ástarlíf“ fiskanna" önnur, „Frjálst er í Mararsal" hin þriðja, „Rauður fiskur“ hin fjórða; nöfnin tala sínu máli. Og ekki verður það I nýútkomnum Hagtíðindum er skrá yfir mannfjölda á Is- landi eins og hann var 1. des. 1961. Þá var mannfjöldi á öliu landinu 180.058 og voru konur heldur í minniihiuta 89.073, en karlar 90.985, fjölgun frá fyrra ári var 2766. Brottfluttir af landinu umfram aðflutta voru 562 og er það versta hlutfall í þau 6 ár, sem taflan nær yfir. Gluggaútstilling Nú um helgina verður útstill- ing í gluggum Álafoss í Banka- stræti á munum, sem verða á bazar kvenfélagsins Hringsins 2. desember n.k. Munimir eru unnir af konum í félaginu en allur ágóði af bazarnum rennur til barnaspítalasjóðs Hringsins. Kvikmynd um Öskjugos Fréttamönnum var í gær sýnd kvikmynd sem Osvald Knudsen hefur gert um öskjugosiið í fyrravetur. Gosið hófst 27. október, og var Osvald kominn á staðinn þann 5. nóvember, þegar farið var að draga úr gosinu. En svo heppilega vildi til að um þessar mundir magnaðist eldurinn; var hraunið mjög þunnt og rann hratt (allt að 3—4 m á sekúndu) en einmitt af slíku rennsli myndast helluhraun. Slíkt rennsli er sjaldgæft fyrirbæri, Kúbumyndin sýnd í Stjörnu- bíói í dag Vegna fjölda áskorana verður hin margumtalaða Kúbumynd „Eyjan logar“ sýnd í Stjörnu- bíði kl. 3 í dag. Myndin var sýnd á hinum geysifjöl- menna fundi um Kúbumálið í Háskólabíói fyrir skömmu og hlaut óskipt lof fundarmanna. Þetta er heimildarkvikmynd gerð af hinum fræga kvik- myndagerðarmanni Karmen. — ÆFR. þekkist helzt hér og á Havæ — og nú gafst í fyrsta skipti tæki- færi til að festa slíkar aðfarir á filmu. Sýningartími þessarar myndar er um fimmtán mínútur. Sigurð- ur Þórarinsson hefur tekið sam- an skilmerkilegan texta við myndina. Hún er þannig byggð að fyrst segir nokkuð frá öskju og hegðun hennar í fortíð og nú- tíð. Síðan er gosinu lýst. Þetta er mjög fallegt gos og Os- valdi Knudsen tekst líka ágæt- lega að koma því til skila. Það er margt líkt með eldgosum og nútímamyndlist. Magnús Blöndal Jóhannsson hefur samið tónlist við myndina. Hann flokkar hana undir konkret músík og nefndi hvað til hennar þurfti. Hún kemur og ágætlega heim við þessar glæsilegu nátt- úruhamfarir sem myndin lýsir, túlkar skemmtilega bæði öskur jarðarinnar og fjörugan púka- dans eldsins. Eldgos virðast þannig ekki aðeins náskyld nú- tímamyndlist heldur og tónlist ungra manna. Allir þeir sem að mjmdinni standa hafa vandað sig og geta verið ánægðir með árangurinn. Myndin verður sýnd næstkom- andi þriðjudag á fundi Ferðafé- lagsins, sem haldinn verður í til- efni 35 ára afmælis félagsins. Óráðið er um ,aðrar sýningar. Hjónavígslur voru 1337 árið 1961, aðeins einni fleiri en árið 1956, hinsvegar fer lögskilnuðum stöðugt fjölgandi, urðu 167 á ár- inu. Alls fæddust á árinu 4647 börn (þar af 71 andvana), 1171 þess- ara barna voru óskilgetin, eða nærri f jórðungur. Þetta er lægsta fæðingartala þessara 6 ára (1956—1961). 1248 dauðsföll urðu á fullorðnu fólki eða stálpuðu, en 89 böm dóu á 1. aldursári. Árið 1961 taldi Reykjavíkur- borg 73,388 íbúa, síðan koma kaupstaðirnir Akureyri með 8957, Hafnarfjörður með 7310, Kópavogur með 6681 og Kefla- vík með 4852. 1 þrem kaupstöð- um hefur íbúum fækkað frá ár- inu 1960, Isafirði, Siglufirði og Seyðisfirði, sem er eins og áður minnsti kaupstaðurinn með að- eins 742 íbúa. Alls bjuggu 121,124 í kaupstöðunum. I sýslunum var mannfjöldinn 58,934 og hafði fjölgað um rúml. 600 frá fyrra ári. Mannflest var Árnessýsla með 6985 íbúa, þá Gullbringusýsla með 5536 en samanlagður mannfjöldi í Gull- bringu- og Kjósarsýslum var 8216, Suður-Múlasýsla er 3. í röðinni með 4426 íbúa. Heldur hefur fækkað í nokkrum sýsl- anna en óverulega og fjölgunin dreifist á margar sýslur, lítið á hverja. luðunniéhannes- son form. Sósíal- istafél. Kópavofs Aðalfundur Sósíalistafélags Kópavogs var haldinn í Þing- hól 8. nóv. sl. í stjórn voru kosnir Auðunn Jóhannesson for- maður, Ingjaldur Rögnvaldsson varaformaður, Björn Kristjáns- son gjaldkeri, Böðvar Guð- laugsson ritari, Olafur Jónsson vararitari. Varamenn voru kosn- ir Karl Einarsson og Karl Sæ- mundsson. 1 kauptúnum og þorpum með 200 íbúa og þar yfir bjuggu 24,304. Flestir á Selfossi 1810, 1434 á Seltjamamesi og 1318 í Njarðvíkum. Þorlákshöfn var með slétta 200 og hafði fjölgað þar frá fyrra ári um 30. 1 Reykjavík eru konur í nokkrum meirihluta, í öðrum kaupstöðum í naumum minni- hluta, en í sýslunum eru kon- ur 3348 færri en karlmenn. Veld- ur þar líklega mestu kven- mannsleysið í sveitunum. i sagt um Svein Bjömsson a8 hann sé feiminn við að nota liti í þessum neðansjávarfanta- síum. Alls ekki. Sveinn sýndi síðast í Lista- mannaskálanum árið 1960, en síðan hefur hann stundum fest upp myndir á Mokka. Annars sakar ekki að rifja það upp að hann var togarasjómaður þeg- ar það kom allt í einu jrfir hann árið 1949 að mála myndir, Svo málaði hann úti á sjó í þrjú ár, og fyrstu sýningu sína hélt hann 1954. Árið 1956 hélt hann til Danmerkur, var þar í eitt ár við Listaakademíið, brá sér síðan til Italíu. Sýningin verður opin daglega kl. 2—10 a.m.k. alla næstu viku. Svanur heldur Sveinn Björnsson. est viðskipti við Bretkmd og USA 21/11. — Nýlega er komin undri þak tveggja hæða stór- bygging sem Kaupfélag Vopnfirðinga hefur í smíðum. Þar á að verða vörugeymsla á neðri hæð, en mjólkursam- lag á efri. Gert er ráð fyrir, að samiagið taki til starfa a næsta sumri. Afkoma fjárbænda er mjög slæm, og hefur „viðreisnin" komið sérlega hart niður á þeim. Svo virðist sem Bretland og Bandaríidn séu mestu viðskipta- lönd okkar í dag. Bretland cr í fyrsta sæti hvað útflutning snertir, næstir koma Banda- ríkjamenn, Sovétmenn eru í 3ja sæti og V-Þjóðverjar í 4. Sví- þjóð og ftalía koma næst. Mest er flutt inn frá Banda- ríkjunum, Bretar eru þar í öðru sæti, V-Þjóðverjar í 3ja, Sovét- ríkin í 4. næst koma svo Dan- mörk og Noregur. Af einstökum vörutegundum er mest flutt út af frystum fisk- flökum næstmest af síldarmjöli, síldarlýsi er í 3ja sæti, ísfiskur í f jórða s. en síld er mest að magni en neðarlega hvað verðmæti snertir. Saltsíld, saltfiskur og skreið virðast vera verðmætustu vörutegundirnar ef freðfiskurinn er frátalinn. Mestur innflutningur (miðað við krónutölu) hefur verið á eldsneyti, smurolíum og skyld- um vörum, þá flutningatækjum, Álnavara er í 3ja sæti og vélar aðrar en rafmagnsvélar í 4. sæti. Alls hefur innflutningurinn á tímabilinu jan, — sept. í ár numið 2.614,978,0000 krónur. Út- flutningur á sama tímabili var kr. 2.513,021,0000. Lúðrasveitin Svanur fer aðra skólatónleikaför sína austur fyr- ir fjall um helgina. Fyrri tón- leikamir voru haldnir að Hlíð- ardalsskóla í ölfusi, en að þessu sinni verða þeir að Laugardals- skóla á morgun. Hljómsveit- in mun leitast við að velja verk- efni við hæfi skólafólksins. Hljómsveitin hefur nú starfað í 32 ár. Starfandi meðlimir hljómsveitarinnar eru nú 25. Stjómandi hljómsveitarinnar er Jón G. Þórarinsson. ara iifmælis FUK Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík minnist þess, að 40 ár ero liðin frá stofnun Félags imgra kommúnista, með kvöldvöku í i félagsheimili sínu Tjamargötu 20 í kvöld kl 9. | Dagskrá: 1. Ræða, Hendrik Ottósson, fyrsti formaður FUK. 2. Upplestur. Þorsteinn frá Hamri og Dagur Sig- urðarson lesa upp úr ljóð- um sínum. Svavar Gests- son les ljóð eldri höfunda. 3. Kvikmynd: Beitiskipið Potemkin. 4. Söngur. I ÆFR. Övirðing við verka- fólk utan af landi Meðal fulltrúa á Alþýðu- sambandsþingi er Arnór Kristjánsson frá Húsavík. Hann leit inn á ritstjómar- skrifstofur Þjóðviljans í gær og sagði að fulltrúarnir utan af landi væru mjög reiðir framferði minnihlutans ó þinginu: —Við sem komum utan af landi höfum lagt á okkur löng ferðalög og ærna fyrir- höfn til þess að sækja heild- arþing verklýðssamtakanna og ræða þar alvarleg vanda- mál. En þessir menn, sem virðast vera sendir af ríkis- stjómarflokkunum til þess að eyðileggja þingið, eyddu fyrir okkur fjórum dögum í pex, persónulegar svívirðingar og pólitískar langlokur út af málum sem hægt hefði verið að afgreiða á einni dagstund. Við, fulltrúarnir utan af landi, teljum þessa framkomu óvirðingu við okkar; það get- ur verið að Óskar Hallgríms- son, Pétur Sigurðsson og Eggert Þorsteinsson hafi ekk- ert þarfara við tímann að gera en að koma í veg fyrir málefnalegar umræður á Al- þýðusambandsþingi, en okkur, verkafólki utan af landi, er tíminn dýrmætur og þau mál- efni mikilvæg sem Alþýðu- sambandsþing er kvatt sam- an til þess að fjalla um.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.