Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1962 Snýr baki við klassiskri tónlist til að leika djass Einn kunnasti píanósnill- ingur yngri kynslóðarinnar, hinn 32 ára gamli Austur- ríkismaður Friedrich Gulda, hefur stofnað í hættu al- þjóðlegum orðstír sínum sem túlkara klassískra tón- verka í því skyni að ,.hætta að verða safnvörður úreltr- ar tónlistar á tímum djass- ins“, eins og hann orðar það sjálfur. Gulda sem heíur síðustu sext- án getið sér mikið orð sem túlk- andi Bachs og Beethovens víða um heim hefur sagt upp samn- ingum sem hann hafði gert um hljómleikahald á þessu ári og næsta í mörgum löndum, m.a. á íslandi, í Argentínu, Israel Spáni, Italíu, Austurríki og Þýzkalandi. Hann ætlar fram- vegis einvörðungu að gera það sem hann telur að „allir píanó- leikarar af minni kynslóð myndu helzt kjósa, ef þeir hefðu aðeins kjark til þess": Leika djass. „Flestir ungir klassískir tón- listarmenn", segir Gulda, „taka ekki djassinn fram yfir klass- íska tónlist aðeins vegna sjálfs- blekkingar, fordildar eða mak- ræðis, því að lélegasti túlkandi Beethovens er meira metinn en bezti djasstónlistarmaður". Eftir að Gulda hafði, a.m.k. fyrst um sinn, leikið síðasta klassíska verkið, G-dúr konsert Beethovens, á tónlistarhátíðinni í Vestur-Berlín og hlotið mik- ið lof fyrir, sagði hann að hann ætlaði ekki framar að „láta aka sér í gullnum barokkvagni til auðfenginna sigra“. Hann bætti hins vegar við: „Ég er engan veginn viss um að verða snjall djasstónlistarmaður. En ég myndi þó a.m.k. vera réttu megin. Það er betra en árang- ursríkt líf sem byggist á blekk- ingu“. Gulda hefur lagt stund á djass alla tíð síðan hann hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni ungra píanóleikara í Genf 1946, þá sextán ára gamall. Þá þeg- ar stóð hugur hans til djass- ins, en hann hélt þó tryggð við klassíska tónlist. En hann notaði hvert tækifæri til að kynnast djass, fyrst sem áheyr- andi, en tók þó brátt að leika með djasshljómsveitum í frí- stundum sínum. Á djasshátíðinni í Newport 1956 kom hann í fyrsta sinn fram á djasstónleikum og hlaut þá mikið lof fyrir leik sinn. Samt var það ekki fyrr en í marz s.l. sem hgnn tók þá á- kvörðun að snúa baki við klassísku tónlistinni.- Hann seg- ir: „Þrátt fyrir hin miklu rómantísku tónskáld hefur hinni svonefndu sígildu tónlist stöðugt hrakað frá því að Beethoven var uppi. Jafnvel snjallasta tónskáld samtímans hlýtur að bregðast, ef það læt- ur binda sig á klafa úreltra hugmynda. Þess vegna þýðir það ekkert að leika verk eftir Krenek eða Orff“. Djassinn er að áliti Gulda tónlist okkar tíma. arftaki hinnar klassísku og forklass- Gulda leikur djass. Hvað um íslendinga? Hægri-umferð á vegum í Svíþjóð eftir 5 ár Flest lönd í heiminum hafa hægri-umferð á þjóðvegum. Svíar og íslendingar eru auk Breta meðal fárra undantekninga í þessu efni. Það er mjög athyglisvert fyrir Svíar loks ákveðnir að hægri umferð. Svíar hafa lengi verið að hugsa um að breyta til hægri umferðar á vegum úti, enda veldur það margskonar vand- ræðum og slysum í Svíþjóð árlega, að allar nágrannaþjóð- irnar aka á hægri kanti veg- anna en Svíar á þeim vinstri. Þrátt fyrir fjöldamörg aðvör- unarspjöld eru stöðugt að verða slys við landamærin af þessum sökum, og margir útlendingar veigra sér við að aka um land ið, óvanir vinstri akstri. Árið 1955 átti að láta til skarar skríða og breyta til, en kostnaðurinn óx mönnum í augum. Þá var samþykkt að láta fara fram þjóðaralkvæða- greiðslu um málið, og svo fór. að kjósendur létu budduna ráða og 85% þeirra kusu að halda vinstri-umferð. Lögregluyfir- völd og vegasérfræðingar voru auðvitað mjög óánægðir með þessi málalok, og margir töldu íslendinga, að nú eru breyta til og taka upp fráleitt að láta almenning skera úr í svo sérfræðilegu máli. Hægri umferð kostar 400 milljónir. Nú hefur málið verið tekið upp að nýju, og hefur sam- göngumálaráðherrann skýrt frá því, að stefnt sé að því að innleiða hægri-umferð vorið 1967. Mikill meirihluti þing- manna mun fylgjandi þessu. og allir virðast nú vera orðn- ir sammála um, að hinn al- menni kjósandi fái hér engu að ráða, nema einn þingmaður sósíaldemókrata, sem vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Umferðarbreytingin er enn sem fyrr spurning um peninga. Talið er, að það muni kosta um 3500 milljónir ísl. króna fyrir Svía að innleiða hægri umferð. Mest eru útgjöldin við breytingar á stýris- og hurðar- útbúnaði allra strætisvagna, en það er talið munu kosta upp undir 1500 milljónir ísl. króna, og nýtt sporvagnakerfi mun kosta um 500 milljónir. Annar kostnaður er: Vegaskilti, járn- brautir, benzínstöðvar, upplýs- ingar og áróður o.fl. Enn hefur ekki verið ákveð- ið, hvernig greiða skuli allan þennan kostnað, en talið er að fjármálaráðherrann vilji alls ekki bæta honum inn á fjárlög- in og auka beinu skattana. Því er nú aðallega rætt um, að benzín verði hækkað um nokkra aura og aukinn verði skattur á bifreiðum. Hvað gera íslendingar? Islendingar eru svo óheppnir að vera meðal þeirra fáu þjóða í heiminum, er búa við vinstri- umferð. Þegar rætt var um þessi mál á Alþingi íslendinga á fyrstu árum aldarinnar, hvort ákveða skyldi með lögum um- ferð til hægri eða vinstri, voru þingmenn ekki á eitt sáttir. Vildu sumir ákveða hægri um- ferð, en aðrir bentu á það, að á Islandi sætu konur þannig í söðli, að þær stigju út í um- ferðina, þegar þær renndu sér nf hesti, ef um hægri umfer' væri að ræða, en hins veg." Framhald á 8. síðu. ísku tónlistar: „I djassinum er ekki um eftiröpun að ræða. Á hverjum degi eru frumflutt 500 eða kannski 1000 ný djass- verk. Þar er unnið skapandi starf, þar er samkeppnin hörð, hungur og erfið lífsbarátta, þjóðíélagsleg niðurlæging er hlutskipti djasstónlistarmanna. Engin verndarhönd ríkisvalds- ins skýlir þeim sem standa sig illa“. En hann segir líka: „Ég veit að ég mun að vísu þjóna lé- legri tónlist en Beethoven skóp, en ég mun þó að minnsta kosti vera í þjónustu lifandi tónlist- ar“. Og Gulda hefur síður en svo snúið baki við hinni klassísku tónlist til þess að auðgast á því. Hann getur tæplega gert sér vonir um að hafa mikið upp úr djassleik sínum. nema þá kannski fyrsta kas/ið með- an frægð hans sem klassísks tónlistarmanns lifir. Hins veg- ar afsalar hann sér miklum tekjum með því ac) segja upp samningum um hljómleika. Árs- tekjur hans hafa verið áætl- aðar hálf þriðja milljón króna. Gulda loikur Beethoven. Engin vissa fyrir því aö postafenlyfið sé skaðlegt — Postafen-málið er annars eðlis en thalidomid-harm- leikurinn og menn mega um fram allt ekki gera of mik- ið úr því. Frekari rannsóknir verða nú gerðar til að kanna hvort grunurinn um að postafen geti valdið vansköpun- un á börnum í móðurkviði hefur við nokkuð að styðjast. Það er sænski læknirinn Jan Winberg, dósent við háskólann í Gautaborg, sem fyrstur var- aði við notkun sjóveikilyfsins, sem segir þetta í viðtali við danska blaðið Information, en sem kunnugt er hefur aðvör- •un hans orðið til þess áð bonn- uð hefur verið sala lyfsins. á Noröurlöndum nema þá gegn lyfseðli, en hér á landi; þar sem ekki hefur mátt selja lyf- ið nema gegn lyfseðli, þótt út af því muni reyndar hafa verið brugðið, hefur læknum verið ráðlegt að ávísa því ekki til bamshafandi kvenna. En jafnframt þessum ráð- stöfunum hefur verið á það bent, að engar sannanir séu fyrir skaðsemi lyfsins og ann- arra lyfja sömu tegundar. Belgíska fyrirtækið sem fram- leiðir postafen segir að ekkert hafi komið íram sem bendi til þess, að það sé skaðlegt. Aðspurður um þetta segir Winberg að hann telji ekki að nein sönnun liggi fyrir i mál- inu. Hins vegar sé ekki hægt að hafna þeirri tilgátu að sam- hengi sé milli neyzlu lyfsins og fæðingar vanskapaðra barna. Þó sé þegar ljóst að ef um slíkt samhengi sé að ræða, þá sé hættan á vansköpun miklu minni en stafaði af neyzlu thali domidsins. Og hann leggur jafnframt áherzlu á að í mörg- um þeim tilfellum þar sem grunur gat leikið á að neyzla postafens hefði valdið vansköp- unum hefðu þær verið svo litl- ar að hægt hefði verið að bæta úr þeirh :meö aðgér'ðutti, svo að börnin hlutu ekki varanleg mein. Sjö mæður af 101. Um rannsóknirnar sem leiddu af sér aðvörunina segir Win- berg, að þær hafi tekið til 101 móður sem ólu börn með van- skapaða beinagerð á tíman- um 1. janúar 1960 til 28. febrú- ar 1962. Af þeim höfðu sjö að eigin sögn tekið postafen á því skeiði meðgöngutímans sem kom heim við vansköpun- ina. Winberg hefur auk þess- ara kvenna haft upp á íimm öðrum sem ólu vansköpuð börn og höfðu tekið postafen á með- göngutímanum. Engin þessara mæðra hafði neytt thalidomids og aðrar hugsanlegar orsakir vansköpunarinnar hafa einnig verið útilokaðar, svo sem rönt- gengeislar eða hormónatöflur. Eftir eru þá postafen-töflurn- ar og nú verður reynt að ganga úr skugga um hvort þær eiga sökina, eða hvort leita verður hennar annars staðar. Umfangsmiklar rannsóknir. Þessar rannsóknir verða bæði mjög umfangsmiklar og tíma- frekar og endanlegrar niður- stöðu ekki að vænta í bráð. Bæði verða gerðar tilraunir á rannsóknarstofum, en auk þess munu allar konur sem lagð- ar eru á fæðingardeildir spít- alanna spurðar um öll þau lyf sem þær kunna að hafa neytt meðan þær gengu með barnið. Og gildir einu hvort þær fæða heilbrigð börn eða vansköpuð. Á þennan hátt ættu að fást samanburðargögn svo að skera mætti úr hvaða lyf, og þar er ekki einungis um postafen og skyld lyf að ræða, geta vald- ið vansköpunum. Lyfin sem varað er við. Á sama hátt og thalidomidið gekk undir fjölda nafna, er postafen aðeins eitt af mörg- um lyfjum (svonefndum anti- histamínum) sem bamshafandi konur eru varaðar við. Hér er að lokum skrá yfir nöfn þeirra lyfja sem danska heilbrigðis- málastjórnin hefur bannað sölu á nema gegn lyfseðlum: Postafen, Neptusan, Amidryl, Anautin, Cyklizin, Dramamine, Marzine, Meklozin, Coffinautin, Difenhydramin. Látia unglingana koma fiS mín urestunnn her a myndinni, séra Timothy Camp beil-Smith, í kirkju Heilags Ágústínusar skammt rá Bolton í Englandi sagt. Hann hefur sem a ðrir prestar, þarlendis sem hérlcndis, átt erfitt -íeð að fylla kirkju sína og hefur gripið tii þess bragðs að láta innrétta fyrir ærið fé næt- urklúbb í kjaiiara kirkjunnar þar sem ungviðið getur leikið sér — náttúrulega i þeirri von að það I verði auðveldara að fá það til að hlýða á guðsorð. Hvernig iízt prestunum okkar á hugmyndina? / , * » ( k * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.