Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1962 Nýmæli á döfinni Skíða - Reykjav. - Bergen - Glasgow í ráði er að reykvísk- ir skíðamenn taki þátt í borgakeppni þriggja borga í marzmánuði n. k. Það eru Reykjavík — Bergen — Glasgow sem ætlunin er að keppi í Solfon, sem er nýr skíðastaður skammt frá Bergen. Borgakeppni hefur farið fram milli Bergen og Glasgow við- stöðulítið síðan 1936, en nú hef- ur Reykjavík verið boðið að bætast í hópinn. Skíðaráð Reykjavíkur hefur áhuga á að taka þessu boði, en skíðasam- tökin eiga við fjárhagsörðug- leíka að etja, og það er óhjá- kvæmilega kostnaðarsamt að að senda hóp í slíkt keppnisferða lag. Gott áform. Það er ekki að efa að slík ; keppni gæti örvað skíðaíþrótt- j ina hér. íslenzkt skíöafólk hef- J ur of sjaldan fengið að spreyta sig í keppnl við álíka sterk? erlenda aðila. Norðmenn hafa án efa yfir-1 höndina í keppni sem þessari. Skotar munu eiga allgóða skíða-^" menn, en ekkl er ólíklegt að íslenzkir skíðamenn gætu lát- ið að sér kveða í keppni við þessa aðila í svigi og bruni. . . en fjárhagserfiðleikar Skíðaráð Reykjayíkur hefur begar hafið undirbúning að því að reyna að tryggja fjárhags- lega möguleika fyrir þessa keppni. Firmakeppni verður skipulögð í vetur, og verður hún stærri í sniðum en und- anfarið, og vonandi munu fyr- irtæki borgarinnar styrkja þá ágætu starfsemi í vaxandi mæli. Reynt verður að fjölga fyrir- tækjum í keppninni, og verð- ur hún að líkindum háð í á- föngum og byrjar milli jóla og nýárs, ef skíðafæri verður. Sundmót Ægis Hreinskilinn skíðakappi Allir eru // VI Það var mikill frægðarljómi um austur- jrfska skíðakappann Toni Sailer fyrir nokkrum árum. Sex ár eru liðin síðan hann vann sína stærstu sigra á vetrar-olympíuleikunum í Cortina. Nú er hann 27 ára gamall og orðinn vel þekktur leikari — bæði í kvikmyndum og á leiksviði. Fátt mun nú vera eftir í fari Toni Sailers sem minnir á skíðaheimsmeistarann Toni Sailer. í kvaða ljósi sér þessi ungi leikari nú feril sinn sem afreksmaður í skíðakeppni? Fyrir skömmu skýrði hann frá áliti sfnu í blaðaviðtali. Einbeþni „Erfiðleikarnir voru þessir: Ég hlaut að keppa að sigri hvað sem það kostaði — og samt mátti ég alls ekki hugsa um það!“ Þetta álítur Toni Sailer vera það erfiðasta og flókn- asta við skíðakeppni í alpa- greinum. Þessi brennandi ákafi í sigur og um leið nauðsynin á því að hugsa ekki um hann. Þessu má líkja við reiknings- vél: Maður slær hverja tölu VVVVVVVVVVWVVVWVVVVVVWWWVVVVVVWVV'' í Á skíði I um helginalf | Nú er skíðasnjórinn kom- J | inn aftur, og borgarbúar ? geta glaðzt yfir því að fá ; tækifæri til að skrcppa á ; skíði og váðra af sér borg- ; arrykiö. S Um helgina skipuleggja ; skíðafélögin ferðir í alla t skfðaskálana. Lagt vcrður ; | af stað kl. 2 s.d. á morgun, ; ; iaugardag, og kl. 10 f.h. og í ; kl 1 eh á sunnudag. ; ; Það er gott skíðafæri. ; I Skíðakapparnir munu í ; hugsa sér gott til glóðarinn- ; ; ar og ungir og gamlir ættu ; | að nofæra sér hann og iðka ; | holla og skemmtilega í- ; ; þrótt. * WWWVWWWWWV'WWVWVWWVWWWW' fyrir sig og má ekki hugsa um ' annáð’ ‘á ‘ méðan', “þÖt't'' í mánni brenni áhuginn fyrir því að út- koman verði. rétt, en um það| má ekki hugsa því þá geturj maður gert skyssu við einstaka talnaliði. Þannig er það í skíða- keppni. Maður veröur á hverju augnabliki að einbeita sér að vandanum sem er næstur. Ef maður leyfir sér að víkja hug- anum að sigurvoninni í lokin, þá er voðinn vís í svig- eða brunkeppni. örlítil eftirgjöf á einbeitingunni að augnabliks- vandanum býður hættunni helm. í keppni hugsaði ég ein- göngu um klettinn sem var næstur, um vandasamt hlið sem blasti við, um íshelluna framundan, um varhugaverða brekku sem ég var að steypast niður í. Mig langaði til að hugsa um sigurinn sem blasti við, en ég vissi að ég myndi tapa ef ég slakaði á einbeitr- inni“. Yfir strikið „Ákafinn í sigur fylgdi manni alltaf eins og laumufarþegi", segir Toni Saller núna. Og hann segir ennfremur að oft hafl þessi ákafi kostað sig sigurinn. Alltaf þegar hann var ákafastur í að sigra — hvað sem það kostaði — þá tapaði hann. „Hanakambs-keppnin" er sönnun fyrir kenningunni mini“, segir Saller. Mitt fjall, minn Hanakambur, skíðaland fyrir mig, og allir sögðu við mig: Þetta verður keppni fyrir þig!“ Mér fannst að þetta hlyti að verða mín keppni, en sigur- inn kom aldrei í minn hlut.“ „Leyndardómurinn“ Það er mjög algengt að fólk haldi að afreksmenn í íþrótt- um hafi einhvern töfralykil í fórum sínum, en þannig reynir almenningur að skýra yfirburði þeirra. Oft er þetta ekki fjarri lagi. Afreksmenn hafa oft eigin- leika eða hagkvæm ráð til að bera sem þeim Ánnst hjálpa sér í keppni. Toni Sailer er að því spurður í hverju leyndardóm- ,ur árangurs hans sé fólginn. „Það var ákaft eintal hugans | fyrir keppni", segir Sailer. „Það hringsólaði alltaf um sama kjarnann. Það var ósk, bæn skipun, særing og allt að því grátbænalestur. Toni Sailer tal- aði við Toni Sailer: Farðu j hægt Toni, heyrðu Toni, ’iú1 skalt fara þér hægt. skildu mig, i Toni, hægt, hægt“. Og Toni j Sailer viðurkennir nú; „Alltaf þegar ég fór of hratt — ætlaði mér um of — þá fór illa, ég féll og tapaði. Þetta er raunar ekkert leynd- armál. Margir keppendur hafa áreiðanlega svipaða sögu að segja, þótt ekki hafi eintal sál- arinnar ákallað þá jafn einarð- lega til einbeitni. Og margur keppandinn hefur sömu sögu að segja um það. að viljinn Guða. Gislason jafnaði Isi.metið í 50 m. baksundi Sundmót Sundfélagsins Ægis fór fram í Sundhöllinni á miðvikudagskvöldið, og voru þátttakendur frá 7 félögum. Skíðamaðurinn Toni Sailer. hafi farið fram úr getunni. Þeir hafa farið cf hratt og tap- að. Otti „Varstu aldrei hræddur fyr- ir keppni?“, er Toni Sailer spurður. „Allir eru hræddir. Ef þeir viðurkenna það ekki, þá er það aðeins vegna þess að þeir skammast sín. Maður óskar þess að keppninni yerði aflýst. Maður þráir það meira að segja oft að snjórinn hafi fært all- ar skíðabrautir í kaf“, segir kappinn í hreinskilni. Toni Sailer álítur snjöllustu samtíðarmenn sína í alpa- greinunum vera ítalann Zeno Colo, Norðmanninn Stein Erik- sen Dg Austurríkismanninn Christian Prawda. Áður en sundið hófst ávarp- aði Ari Guðmundsson gesti, og minntist Sigurgeirs Guðjóns- sonar sem lézt af slysförum ný- lega, en hann var mikill sund- áhugamaðuf. Hann var félaoi í KR og tók um langt skeið þátt í einstaklingssundi og síð- ar í sundknattleik. Sigurgeir var um langt skeið mjög virk- ur í sundmálum almennt, og boðinn og búinn að gera það sem sem honum var falið. Bað Ari Sundhallargesti að rísa úr sætum sínum til virð- ingar við hinn látna sundá- hugamann, og stóðu allir þögl- ir um stund. Sundmót þetta var ekki str- lega stórt í sniðum, og líktist meira unglingasundmóti. því unglingasundin voru í miklum meirihluta Kemur það raunar ekkí neitt á óvart, bví fátt er um þátttakendur sem komnir eru upp úr unglingaflokkunum. i.uufiÍJI ic.unr?' nKrtrrrnf í Guðmundur á mettíma Guðmundur Gíslason er sem fyrr í sérflokki, og vann það „frek að synda 50 m baksund á mettíma, 30.9 en það met á i.ann sjálfur. Aftur á móti var tími hans á 100 m skriðsundinu ekki sérlega góður miðað við fyrri afrek. Hörður Finnsson virtíst ekki sérlega vel upp- lagður að þessu sinni. Var því haldið fram af sund- fróðum mönnum að sundlau 'in væri ekki vel undir það búin að halda í henni mót, hún væri 29 gráðu heit, sem er alltof Ungverjinn Laszlo Papp mun vera einn snjallasti hnefaleik- ari Evrópu, og sá þeirra sem mest er á dagskrá núna. Hann sótti Evrópumeistaratitilinn í millivigt í greipar Danans Chr. Christensen fyrir fáein- um árum. Nú fyrir skömmu varði hann titil sinn gegn Frakkanum Hippolyte Annex og rotaði hann f 9. lotu. Áð- ur hafði Annex unnið 38 kappleiki í röð. Papp á sér langa og merkilega sögu sem hnefaleikari. Hann hefur þrisvar sinnum unnið gull- verðlaun á olympíuleikunum — 1948, 1952 og 1956. Þetta er fátítt afrek. Síðan gerð- ist hann atvinnumaður ár- ið 1957. Hann er orðinn 38 ára gamall. Næst mun hann verja titil sinn gegn Skot- anum John „Cowboy" Mc- Cormack í marzmánuði. Papp hefur tilkynnt að hann muni draga sig i hlé að þeim leik lokum og hætta óvenjulega löngum keppnisferli. Á brezku samveldisleikun- um í Perth í Ástralíu hefur enn verið sett tvö heimsmet f sundi. L. Lundgrove frá Englandi settí heimsmet í 220 yarda baksundi kvenna — 2.35,2 mín. Hún átti sjálf eldra metið, sem var 4/10 sek. lakara. Sveit Ástralíu setti heimsmet í 4x110 yarda boð- sundi frjáls aðferð. Tíminn var 3.43,9 mín. Laszlo Papp. utan úr heimi Guðmundur Gíslason. mikill hiti fyrir kepnnisfólk. og svo hitt að ekki var nógu hátt i í henni, eða svo að öllum öld- um skolaði til baka til truflun- ar fyrir sundfólkið. Hrafnhildur Guðmundsdóttir synti í aðeins einú sundi að þessu sinni og vann það með miklum yfirburðum, en það var 100 m bringusund kvenna. Var það eina kvennasundið á mót- inu, og gefur það til kynna að ekki sé um auðugan garð að gresja hvað snertir sundkonur. Efnilegir unglingar I bringusundi telpna var góð þátttaka og eru þar vissulega efnilegar stúlkur ef þær halda áfram. Það sund vann Kolbrún Guðmundsdóttir, og í öðru sæti varð Matthildur Guðmundsdótt- ir, og er þar sennilega á ferð- inni gott efni. í skriðsundi drengja var einnig góð þátttaka og var úr- slitaspretturinn. eins og svo oft áður milli Guðmundar Þ. Harð- arsonar og Davíðs Valgarðsson- ar, og félagi Guðmundar bland- aði sér svolítið í þessi loka- átök. Annars átti Ægir 6 kepp- endur í þessum hópi en kepp- endur voru alls 13. Það var líka athyglisvert að drengjasveit Ægis var þriðja í 4x50 m skriðsundi karla. eða á undan sveitum KR og Hafn- arfjarðar. Virðist sem Ægir sé að fá upp unga menn sem geti tekið upp merki Æeí.s f- fram- tíðinni. Nöfn þessara efnilegu ungu manna Ægis eru: Guðberg Kristinsson, Hilmar Sigurðsson, Jóhann Héðinsson og Guð- mundur Þ. Haröarson. Hins vegar vann ÍR boðsund- ið með nokkrum yiirburðum. Framhald á bls. 8 Verzlunin Laugaveg 45,B - sími 24636 Skipholti 21 - Sími 24676

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.