Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 7
ÞjóBin þarf frnmsækna stjórn
semstyðst við vinnandi stéttir
og allt frjálshuga fólk
Þrír fulltrúar á flokksþinginu. Frá vinstri: Haukur Helgason, Sigurður Thoroddsen og Ragnar
Ólafsson.
Fulltrúar á flokksþinginu spjalla saman i fundarhléi. Frá vinstri: Oddbergur Eiríksson Njarð-
vík, Stefán O. Magnússon Reykjavík og Þóroddur Guðmundsson Siglufirði. Myndirnar tók A. K.
I.
Sú framvinda, er orðið hefur
í efnahags-. og stjómmálum síð-
an 12. þing S.A.S. var haldið í
marz 1960, hefur staðfest 'á
skilgreiningu, er þá var sett
fram í stjómmálaályktun
þingsins.
Afturhaldssamasti hluti ís-
lenzks auðvalds hefur staðið
að hatramari árásum á lífs-
kjör almennings en gerðar
hafa verið síðan á tímum gerð-
ardómslaganna 1942. Hann hef-
ur ráðið ríkisvaldinu og beitt
því ósvífnar en nokkru sinni
fyrr til að skapa auðmönnum
gróða og efnahagsleg völd og
til að þjarma að samtökum og
stofnunum vinnandi fólks í
landinu.
Segja má, að þetta tímabil
einkennist af síauknu v.aldi ís-
lenzkrar auðstéttar í efnahags-
málum og gjörræðislegri beit-
ingu ríkisvaldsins til að efla
það sem mest.
Greinilegast kom þessi sam-
tvinnun hins pólitíska og efna-
hagslega valds auðstéttarinnar
fram í bráðabirgðalögunum 2.
ágúst 1961, er Alþingi var svipt
gengisskráningarvaldinu og
stjórnarskráin þar rheð brotin,
en bankastjórar Landsban’ans
síðan látnir misbeita valdi sínu
til að lækka gengið um 13%,
þótt engin efnahagsleg rök
væru fyrir því. Og allt var
þetta gert til að ræna verkalýð-
inn aftur þeim kjarabótum
(12—13% kauphækkun) er
honum hafði tekizt að knýja
fram í mánaðarverkfalli við
harðsvírað atvinnurekendavald.
Á þennan hátt tókst auðstétt-
inni að hrifsa til sín aftur á
brem mánuðum allan ávinning-
'nn af fórnfrekri verkfallsbar-
■ttu alþýðunnar.
íðizt á kiörin
r samtökin
Verkalýðssamtökin svöruðu
essari árás á hagsmuni sína
'eð að knýja fram
—18% kauphækkun í maí
962. Auðmannastéttin áræddi
í ekki í bili að svara á sama
átt og áður vegna bæjar-
iórnar- og þingkosninga
S2 og ’63, en stefnir sýnilega
ið því að gera það að kosn-
ngum loknum, ef hún heldur
•’öldum.
Þótt verkalýðsstéttin hafi
barizt hart og sigrað í verk-
allsátökunum 1961 og 1962,
hefur hún þó ekki náð til sín
'ullum helmingshlut þess kaup-
máttar, sem hún var rænd, ef
miðað er við árið 1959. og að-
eins þriðjungi miðað við janú-
irmánuð þess árs (kaupmátt.ir
’makaups 1959 var 99 og er þá
'945 100. Lægst komst hann
-iður í 83. en hækkaði eftir
júníverkfallið 1961 upp í l»l og
hefur ekki orðið hærri/síðan,
því í árslok 1961 var hann aft-
ur kominn niður í 83).
En auðstéttin hefur ekki látið
sér nægja að skcrða kjör og
rétt verkalýðs og allrar alþýðu
með bráðabirgðalögum, gengis-
fellingum og skipulagðri verð-
bólgu og að lækka kaup sjó-
manna með gerðardómi, hún
leitast við í æ ríkara mæli að
grafa undan hagsmunasamtök-
um almennings innan frá, og
þá fyrst og fremst verkalýðs-
samtökunum. Einkum hafa at-
vinnurekendur óspart beitt
hinu pólitíska tæki sínu, Sjálf-
stæðisflokknum í þessu skyni
og reynt að sundra þannig
eðlilegri samstöðu launþega um
brýnustu hagsmunamál sín.
Jafnframt hafa ýmsir formad-
endur auðstéttarinnar kveðið
upp úr með það að afnema
þurfi verkfallsréttinn eða
skerða stprum frá því, sem nú
er — og sú hætta hefur sýnt
sig í raun, að ríkisvaldið taki
að beita dómsstólaaðgerðum og
öðru gjörræði til að sviota
verkalýðshreyfinguna sjálfsá-
kvörðunarrétti sínum og öðrum
réttindum, sem hún hefur á-
unnið sér í hálfrar aldar bar-
áttu.
Af öllu þcssu cr ljóst, að það
er brýnasta verkcfni vcrkalýðs
og annarra launþcga að binda
enda á einræðistilburði og vald-
niðslu núverandi ráðamanna og
samcinast um að svipta auð-
mannastétlina ríkisvaldinu.
Þá þarf verkalýðsstéttin í æ
ríkara mæli að tengja og sam-
tvinna stjórnmálabaráttu sína
við baráttuna fyrir hærra kaupi
og bættum kjörum. Og öll al-
þýða, allir launþegar, hvar í
flokki sem þeir standa, verða
a£ slá skjaldborg um verka-
lýðssamtökin til að vemda
sjálfstæði þeirra og réttindi
gegn ásókn atvinnurekenda-
vaidsins og efla þau til varnar
og sóknar.
Beinist að ójöfnuði
Stefna ríkisstjórnárinnar hef-
ur öll beinzt að því að koma á
nýrri eigna- og tekjuskiptingu
: landinu og skapa ný valda-
hlutföll, gera þá ríku ríkari og
hina snauðu snauðari, þá vold-
ugu valdameiri. Þessi stefna
hefur ekki aðeins bitnað á
\ erkalýðnum heldur öllum
launþegum, bændum og milli-
stéttum bæjanna. Með gengis-
lækkun og skipulagðri verð-
bólgu hefur ríkisvaldið þrengt
svo að hag ýmissa starfsstétta,
að þær hafa risið upp. Kennarar
og læknar sem og aðrir opin-
berir starfsmenn hafa krafizt
bættra kjara. Bændur hafa
gerzt æ óánægðari með kjör
sín, enda hafa ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar í landbúnaðar-
málum. einkum vaxtaokrið og
lánsfjárstefnan, reynzt þeim
þungar í skauti. Og hefur dreg-
ið úr framkvæmdum í svéitum
og lífskjör bænda versnað.
1 húsnæðismálum hefur
stefna ríkisstjórnarinnar valdið
öngþveiti. Vaxtaokrið, ástæðu-
laus útlánaminnkun bankanna,
ásamt stórauknum byggingar-
kostnaði hafa dregið stórkost-
lega úr íbúðabyggingum. Og hef-
ur þetta allt þrengt svo að því
alþýðufólki, sem heíur verið að
brjótast í að koma þaki yfir
höfuð sér, að því reynist æ tor-
sóttara að halda áfram bygg-
ingarframkvæmdum eða halda
húseignum sinum. (Byggingar-
kostnaður við 320 rúmmetra
íbúð hefur samkv. Hagtíðind-
um hækkað úr 350 þús. kr. 1957
upp í 522 þús. kr. 1962, eða um
172 þús. kr. Árið 1957 var byrj-
að á 1610 íbúðum á Islandi, en
1961 aðeins á 770 íbúðum. Árið
1957 var lokið við 935 íbúðir í
..Reykjavjk, hæsta tala full-
gerðra íbúða, 1961 aðeins 541).
Evrópumet í
vinnuþrælkun
Stefna auðstéttarinnar ís-
lenzku hefur yfirleitt valdið
þrengingum hjá öllu vinnandi
fólki. Hún hefur að vísu ekki
enn leitt til atvinnuleysis, sem
er rökrétt afleiðing hennar og
fyrirhugað var af hagfræðing-
um stjómarinnar. Ný tækni í
síldveiðum og góðar gæftir
hafa hindrað það. En ríkis-
stjórninni hefur tekizt að
lækka raunverulegt tímakaup
og' lengja vinnudag alls starf-
andl fólks í landinu, og heíur
þannig rænt það þeim tóm-
stundum, sem ætlaðar voru til
hvíldar, félagsmála og mennt-
unar. Almenningur hefur
neyðzt til að bæta sér upp
launaránið rneð síaukinni yf-
irvinnu, svo að áunnin réttindi
um 8 stunda vinnudag, orlof
og helgarfrí eru nú orðin lítið
meira en pappírsgögn. Enda
svo komið, að lengstur vinnu-
þrældómur er á Islandi allra
landa í Evrópu.
Þá hefur það komið enn
skýrar í ljós en áður, hver
fjötur yfirráð íslenzks auðvalds
yfir framleiðslutækjum lands-
ins, bönkum og ríkisvaldi er
orðinn á þróun atvinnulífsins og
hagnýtingu framleiðslunnar.
Allur togaraflotinn var stöðv-
aður í 4 mánuði, sumir í 1—2
ár. Fiskibátar hafa verið stöðv-
aðir á vertíð hvað eftir annað
og óstjórn hefur ríkt um hag-
i nýtingu hins mikla síldar-
magns, sem hægt hefði verið
bæði að salta og flaka í miklu
stærri stíl en gert var. Freð-
fiskframleiðslan hefur og
minnkað (úr 85 þús. smál. 1958
niður í 60 þús. 1961). Sýnir
þetta allt, hvílíkt tjón þjóðar-
búið bíður í minni framleiðslu-
verðmætum vegn.a rangrar og
ofstækisfullrar stefnu í uVan-
ríkisviðskiptum og fjandskapar
gegn því að taka upp áætlunar-
búskap, sem kæmi m.a. á stór-
felldri fullvinnslu hér innan-
lands á afurðum sjávarútvegs
og landbúnaðar.
Afturhaldsstjórnin íslenzka
hefur reynzt ófær um að hag-
nýta gæði landsins og fram-
leiðslugetu til nokkurrar hlítar,
en mænt því fastar til erlendra
auðfélaga og haft við orð að
veita þeim aðstöðu og sérrétt-
indi í íslenzku atvin.iulifi.
Hún hefur stjórnað landinu
með hagsmuni tiltölulega fá-
mennrar auðklíku fyrir augum,
gegn verkalýð landsins og öll-
um þorra launþega, gegn hags-
munum bænda og annarra
smáframlciðenda. Það er því
kominn tími tii, að þcssar stétt-
ir taki höndum saman til að
hnekkja vaidi afturhaldssam-
asta hluta auðstéttarinnar,
svipta hann og erlenda bak-
hjarla hans umráðum yfir rík-
isvaldinu og stjórna landinu til
hagsmuna fyrlr vinnandi fóik.
II.
Framtíð þjóðarinnar
í veði
Síðsumars 1961 dró þá bliku
á loft, sem boðar íslenzkri þjóð
geigvænlegri pólitíska hættu
en áður hefur að henni steðjað.
En það er sú hætta, er stafar
af hugsanlegri og ráðgerðri inn-
göngu í Efnahagsbandalag Ev-
rópu. (E.B.E.).
Efnahagsbandalag Evrópu er
einskonar nýtt ríki, stórveldi
auðhringa Vestur-Evrópu undir
forystu auðdrottnanna þýzku. 1
þessu stórveldi er ætlunin að
sameina um 300 milljónir
manna, steypa saman í eitt
þeim þjóðrikjum, sem smám-
saman risu á legg upp úr
sundrungu lénsaldar, og vakn-
andi og framsækin borgara-
stétt átti drjúgan þátt í að
skapa. Og tilgangurinn er að
efla þannig auðvald Evrópu
sem mest má verða gegn
verkalýðshreyfingunni í Vest-
ur-Evrópu, gegn nýlendunum
og nýfrjálsu ríkjunum, gegn
ríkjum sósíalismans og að
nokkru gagnvart Bandaríkjum
Norður-Ameriku. 1 Efnahags-
bandalaginu ráða auðhringamir
þegar öllu í efnahagsmálum, og
það alræði færist í vaxanúi
mæli yfir á stjómmálasviðið.
Ríkisstjóm Vestur-Þýzkalands
fær á sig æ meiri einræðissvirx,
svo sem bannið á kommúnista-
flokknum og ýmsum öðmm
róttækum samtökum vottar —
sem og vaxandi ofsóknir gegn
verkalýðshreyfingunni. I
Frakklandi hefur þingræði í
venjulegu formi verið stór-
skert og hætta á að persónu-
legt alræðisvald de Gaulle geti
reynzt undanfari fasisma.
Innganga ísiands í Efnahags-
bandalagið myndi því grafa
undan öllu lýðræði og þjóð-
frclsi i landinu og stofna þióð-
erni voru og fullvcldi í bráðan
voða. Henni fylgir réttur er-
lcnds auðvalds til fjárfestingar
á Islandi, réttur feil þess að
flytja inn erlendt vinnuafl og
til að nytja ísl. auðlindir, eins
og vatnsafl, pandhelgi, jafn-
framt því sem æðsta valdi
í málcfnum þjóðarinnar er af-
salað til erlendra stofnana. Allt
jafngildir þetta endalokum þess
sjálfstæðis, scm oss íslendinga
drcymdi um öldum saman og
barizt var fyrir kynslóð eftir
kynslóð, unz sigur loks vannst.
Ekki skyldu menn heldur
treysta því, að hægt sé að
sneiða hjá hættunni með ein-
hverskonar aukaaðild. Sár
reynsla hefur kennt oss, að
engu er treystandi, sem upphaf-
lega cr kallað undantekningar-
ákvæði cða sérstaða — og þvl
Ijóst, að hverskonar aðild að
E.B.E. felur í sér fyllstu hættu
fyrir sjálfstæði vort og þjóð-
erni. Og liggur framtíð þjóð-
arinnar við, að íslenzkir vald-
hafar fái enga heimild til
samninga við E.B.E. um neins-
konar aðild.
Mikilvægrasta
verkefnið
Sósíalistaflokkurinn og Al-
þýðubandalagið hófu óðar bar-
áttuna gegn E.B.E. er þessa
bliku dró á loft. A.S.Í. tók þeg-
ar afstöðu gegn inngöngu Is-
lands í bandalagið, og víðtæk
hreyfing myndaðist gegn þess-
ari innlimunarhættu í Sam-
tökum hemámsandstæðinga og
víðar.
Ýmsir forystumenn áhrua-
mikilla samtaka með þjóðinni
risu upp og tóku höndum sam-
an um að vekja athygli á hætt-
unni, og varð af því eftirtekt-
arverður árangur, ekki sízt
Framhald á 10. síðu.
v
i *
t