Þjóðviljinn - 30.11.1962, Blaðsíða 12
Gæsir
og
endur
Gæsaílokliur hcfur gert slg
heimakominn í borgarlandinu
undanfarnar vikur og nagaö
grasstrá þar sem til hefur
náðst. Nýræktarflötin vestan
v'ið gamla íþróttavöllinn á Mel
unum hefur til skamms tíma
staðið hvanngrænn, enda gæs-
unum þótt hún girnilcg og þar
hefur að undanförnu oft mátt
sjá um 50 þcssara stæðilegu
fugla á beit. Nú þegar snjór
er yfir öllu halda gæsirnar
sig á vökum í Tjörninni, inn-
an um andahópinn, eins og
sjá má á myndinni. (Ljósmynd
Þjóðv. A. K ).
Um 700
manna
landlið
Sjóm.félagi Reykjavíkur
í blaði starfandj sjómanna, Sjómannablaðinu,
sem nýkomið er út, er vakin athygli á því regin-
hneyksli, að á meðlimaskrá Sjómannafélags
Reykjavíkur eru hafðir sem fullgildir félagsmenn
um 700 menn úr öðrum starfsstéttum, þar á með-
al dómarar, bankamenn, gulísmiðir, skósmiðir,
bændur, bílstjórar, dyraverðir, Ijósmyndarar og
lögregluþjónar!
1 grein, þar sem vítt er að
þetta fólk, landliðið, sem sjó-
menn nefna svo, skuli ár eftir
ár hafa úrslitaáhrif á kosningar
í félaginu, svo sem stjómarkosn-
ingar og kosningar á Alþýðu-
sambandsþing, segir svo m.a.:
„Meðlimaskrá Sjómannafélags
Reykjavíkur er með þeim end-
emum að slíks finnast varla
dæmi, hundruð manna sem eng-
an siðferðilegan rétt eiga til veru
í félaginu njóta þar fullra fé-
lagsréttinda. Lítið sýnishorn af
þessari einstasðu meðlimaskrá
fer hér á eftir.
328 menn, er vinna verka-
mannavinnu og hafa gert um
árabil.
75 stýrimenn
' Rafv. Reykjavíkur
fær iántökuheimild
34 vélstjórar og vélgæzlu-
menn
34 skipstjórar
29 verkstjórar, meðlimir i
Verkstjórafélagi Islands
20 biístjórar
14 verzlunarmenn
9 fisksalar
8 múrarar
7 forstjórar
5 bændur
7 trésmiðir
5 húsverðir
3 pípulagningarmenn
3 vatnsmenn
2 innheimtumenn
2 gullsmiðir
2 hafnsögumenn
2 lögregluþjónar
1 viðbót við þetta eiga svo
eftirtaldar atvinnustéttir sinn
fulltrúa hver í stéttarfélagi sjó-
manna hér í Reykjavík: Ljós-
myndarar, bifvélavirkjar, járn-
smiðir, rafvirkjar, bólstrarar,
skósmiðir, rithöfundar, dómarar,
garðyrkjumenn, bankamenn, toll-
þjónar, kennarar, kaupmenn,
húsgagnasmiðir, útvarpsvirkjar,
vagnasmiðir, lögfræðingar, út-
gerðarmenn, skífulagningameist-
arar, strætisvagnastjórar, beykir-
ar.
Sjálfsagt munu einhverjir sem
þetta lesa, halda að farið sé með
staðleysur, svo ótrúleg er þessi
upptalning, en því miður er hér
um blákaldan veruleika að ræða.
Tala þessara manna sem taldir
eru hér að framan er meira en
þriðjungur af meðlimum félags-
ins, menn sem hafa aðstöðu ,til
að mæta á fundum félagsins og
taka ákvarðanir í fjarveru sjó-
manna. Þetta eru men"ivn;" -m:
kumpánarnir Jón og Pétur Sig-
urðssynir eiga að þakka völd sín
í Sjómannafélaginu, því við
hverjar kosningar er þessum
mönnum smalað á kjörstað til
að greiða atkvæði, ekki með
hagsmuni sjómanna fyrir augum,
heldur af pólitískri þægð“.
Föstudagur 30, nóvember 1962 — 27. árgangur — 263. tölublað.
Nýtt, fjölbreytt
hefti af Rétti
Efni nýs heftis Réttar, tíma-
rits um þjóðfélagsmál, þ.e. 5.—6.
hefti 1962, er hið fjölbreyttasta.
Aðalgrein þessa heftis ritar
Einar Olgeirsson alþingismaður
og nefnir „Nokkur úrræði okk-
ar“. Gerir hann þar nokkra
grein fyrir þeim úrræðum sem
sósíalistar benda á til lausnar
á vandamálum efnahagslífsins.
Einar ritar einnig greinina ,.Ár
mikilla minninga", en af öðru
efni má geta þessa. Kvæði eru
eftir Jóhannes úr. Kötlum (Ní-
undi nóvember) og Stein Stein-
arr (Verkamaður). „Sósialisminn
og aiheimurinn" nefnist grein
eftir V. Smoljanski. Leslie Mo.rr-
is, einn höfuðleiðtogi Kommún-
istaflokks Kanada. á greinina:
„Alþýðuhreyfing Kanada og
verkefni hennar“. Þá er greinin
„Barátta alþýðunnar á Kýpur
fyrir frelsi og félagslegum fram-
förum“ eftir Ezekias Papaioannu,
aðalritara Framfaraflokks al-
þýðunnar á Kýpur (AKEL).
..Efnaðinaður í Þýzkalandi",
grein eftir Þorstein Friðjónsson.
Ólafur Jensson læknir skrifar:
„Læknisþjónustan og sjúkra-
tryggingar“. Enn má telja grein-
ina „Nýjar aðferðir í nýlendu-
málum og Brezka heimsveldið”
eftir R. Palme Dutt, einn af
Dró lekan bá!
1 gærmorgun kom mikill leki
að vélbátnum Hrefnu RE-186,
þar sem hann var á línuveiðum
skammt frá Eldey. Varðskipið
Þór kom bátverjum til hjálpar
og tókst að stöðva lekann að
mestu. Var báturinn síðan dreg-
inn til Reykjavíkur.
forystumönnum
únistaflokksins.
bókafréttir og
greinar.
brezka Komm-
Þá er Víðsjá,
margar smærri
Hafskip hf. semur
um smíði á skipi
Hinn 13. nóv. sl. undirrituðu
Gísli Gíslason, stórkaupmaður,
formaður stjórnar og Sigurður
Njálsson, framkvæmdastj. samn-
ing við skipasmíðastöðina D. W.
Kremer Sohn, -.lmshom Vestur-
Þýzkalandi, um smíði á flutn-
ingaskipi fyrir félagið.
Stærð skipsins er 1750 smá-
lestir og á það að afhendast í
ágústmánuði 1963.
Fyrri skip félagsins, m.s. ,Laxá*
og m.s. ,Rangá‘ voru einnig
byggð hjá sömu skipasmíðastöð.
(Hirðusamir
jj þorskor
k Ef gerður væri Hstl yfir
9 þá hluti, sem fundizt hafa
L í fiskmögum, yrði það mik-
H ill skemmtilestur. Norskur
h fiskimaður, sem var að
9 vciðum undan strönd Finn-
L merkur veiddi nýlega þorsk,
9 sem hafði glcypt munn-
fe hörpu. Á þessum sömu
“ slóðum hafa veiðzt fiskar,
sem hafa gieypt spil,
brjóstahaldara og sálma-
bók og í Bieringshafi hef-
ur veiðzt þorskur mcð hníf
í maganum.
Fjármálaráðherra fór
að ná í kosningalánið
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, undirrit-
aði í gær í London saúining við Hambros-banka
um kosningalán ríkisstjórnarinnar. Hefur áður
verið skýrt frá þessu máli hér í blaðinu í sam-
bandi við umræður um það á Alþingi.
Á fundi borgarráðs
Reykjavíkur á þriðju-
daginn var samþykkt að
veita Rafmagnsveitu
Reykjavíkur heimild til
að taka 2,8 millj. króna
lán í Svisslandi til kaupa
á vélum í viðbót þá sem
gera á við varastöðina
við Elliðaár.
NorðmeRn unnu
V-Þjóðverj<E
Osló — Sl. sunnudag sigraði
Noregur Vestur-Þýzkaland í
landskeppni í handknattleik.
Leikurinn fór fram í Osló og
úrslitin urðu 17:14 (í hálfleik
8:7). Kvennalandslið landanna
kepptu einnig sama. dag, og
unnu þýzku stúlkumar • með
9:4 (í hálfleik 4:3).
Her er um að ræþa lán til a.
m. k. 5 ára með 5*/2% ársvöxt-
um og er það tekið hjá Union
Bank í Sviss.
Stöðin verður stækkuð um
11.500 kílóvött. Afgreiðslufrestur
a rafalnum sem um er að ræða
og smíðaður er í Sviss er tæp
tvö ár, þannig að gert er ráð
fyrir að þessi viðbót komist í
gagnið árið 1965. Kostnaður við
þessa stækkun er áætlaður um
65 millj. króna.
Nýbyggingar sem nauðsynlegar
eru eiga að verða fullbúnar þeg-
ar rafallinn kemur til landsins.
Ortoding frá
bazsrnefnd Kven-
’ólags sósíalista
Bazar Kvenfélags sósíalista verð-
ur haldinn í Tjamargötu 20 ar)n-
an laugardag, 8. desember n.k.
Nýjar ahropnun-
artillögur Svía
GENF 28/11 — Fulltrúi Svía í
afvopnunarnefndinni í Genf lagði
í dag fram nýjar tillögur Svía
um bann við kjarnorkutilraun-
um. í tillögunni er gert ráð fyr-
ir, að mynduð verði óvilhöll
nefnd vísindamanna, er starfi.
þar til komið hefur verið á fót
alþjóðlegri eftirlitsstofnun. Um
leið og nefnd þessi verði skip-
uð verði hætt öllum tilraunum
með kjarnorkuvopn í andrúms-
loftinu, neðansjóvar °g úti í
himingeimnum, eins og gert
hafði verið ráð fyrir í samþykkt
hlutlausu- landanna Hvað við-
víkur kjarnorkutilraunum neðan-
jarðar vilja Svíar. að kjamorku-
veldin heiti því að slá þeim á
frest um stundrsakir. Vísinda-
nefndinni skal falið að fylgjast
með skýrslum um jarðhræring-
ar og ber nefndinni að vera
tæknilegur ráðunautur þrívelda-
nefndarinnar á ráðstefnunni.
• Lánið nemur sem kunn-
ugt er 240 millj. ísl. króna og
er til 26 ára. Vextir eru hins
vegar mjög háir, 614% á ári.
Ekki er enn búið að ákveða
skiptingu fjárins til einstakra
framkvæmda, en ríkisstjórnin
hugðist i upphafi gera það að
cigin geðþótta. Að lokum féllst
stjórnin þó á, að hafa samráð
við fjárveitinganefnd Alþingin
um úthlutun, en hins vegar var
þvi hafnað með öllu, að Al-
þingi ákvæði skiptingu láns-
fjárins með lögum eins og jafn-
an hefur tíðkazt með fram-
kvæmdalán sem þetta.
Hér fer á eftir tilkynning frá
fjármálaráðuneytinu sem blaðinu
barst seint í gær, um undirrit-
un lánssamningsins:
„í dag kl. 4 undirrituðu fjár-
málaráðherra Gunnar Thorodd-
sen og Mr. Charles Hambro
samning um, að Hambros Bank
Ltd. gefi út skuldabréfalán ís-
lenzka ríkisins að upphæð 2
millj. sterlingspunda með opin-
beru útboði á peningamarkaðin-
um í London. Útboðið mun verða
auglýst mánudaginn 3. desem-
ber og áskrift fara fram 6.
desember.
Lánstími er 26 ár og nafnvext-
ir 6V2% á ári. Útboðsgengi verð-
ur 97,5%, sem gefur 6,7% raun-
verulega vexti til lo.ka lánstím-
ans 31 desember 1988.
Lánið er samkvæmt útboðs-
skilmálum til frjálsrar róðstöf-
unar en verður skv. lögum frá
Alþingi 24. nóvember s.l. eink-
um varið til að efla útflutnings-
iðnað til hafnargerða. raforku-
framkvæmda og annarra fram
kvæmda. sem stuðla að aukn-
ingu þjóðarframleiðslunnar og
•^inldeyrisöflun.
Eftir undirskrift lánssamnings.
ins, en viðstaddir hana voru
Hendrik Sv. Björnsson, ambassa-
dor og dr. Jóhannes Nordal,
bankastjóri, var haldinn blaða
mannafundur. Var Þar frá því
skýrt, að þetta væri fyrsta er-
lenda skuldbréfalánið, sem boð-
ið hefur verið út í London síð-
an 1951, þegar frá eru talin út-
boð Samveldislandanna. Hms
vegar er búist við. að fleiri
lánsútboð verði leyfð á næst-
unni.“
Barni bjargað
fró eldsvoða
Um tíu-leytið í gærkvöld var
slökkviliðið í Reykjavík kvatt
að Litlu-Hlíð, en það hús stend-
ur við mót Sogavegar og Grens-
ásvegar. Þar hafði kviknað í
divani í litlu risherbergi. Slökkvi-
liðið slökkti eldinn skjótlega. í
herbergnu svaf nokkurra mán-
aða gamalt ungbarn. þegar eld-
urinn kom upp. en íbúar húss-
ins brugðu við því til bjargar
strax og eldsins varð vart og
varð baminu ekki að meini.
J
/
t
\
*
4