Þjóðviljinn - 01.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1962, Blaðsíða 1
BONN 30/11 — Aðförin að vesturþýzka vikuritinu Der Spiegel sem runnin var undan rifjum Franz- Josef Strauss landvamaráðherra hefur orðið hon- um sjálfum að falli. Eftir fjögurra klukkustunda fund sem hann átti með helztu leiðtogum Kristi- lega flokksins í Bajern, en hann er sjálfur formað- ur hans, tilkynnti hann í dag að hann léti laust embætti sitt í ríkisstjórninni og myndi ekki sækj- ast eftir öðru í þeirri nýju stjórn sem Adenauer er nú að reyna að mynda. Engum kemur til hugar að Strauss hafi tekið þessa ákvörð- un ótilneyddur, en augljóst var orðið að meirihlutastjóm myndi ekki verða mynduð í V-Þýzka- landi, ef Strauss yrði ekki við kröfum samsta.tjsflokks Kristi- legra demókrata, Frjálsra demó- krataflokksins, að segja af sér embætti. Sú krafa var hins veg- ar sprottin af afskiptum Strauss af Spiegelmálinu, einkum þeim að hann lét hermálafulltrúa sinn í Madrid hlutast til um að blaða- maður sá, Conrad Ahlers, sem skrifað hafði greinina í Der Spiegel, sem landráðamálið hef- Sáratreg ersíldin Síldveiði var sáratreg \ fyrri- nótt. Síldin stendur djúpt, kemst ekki nema upp á 20 faðma og er mjög stygg og dreifir sér strax þegar keyrt er yfir hana. Veiðiveður var ekki gott, vest- an kaldi; og munu einhverjir bátar hafa rifið næturnar. Þjóðviljanum er kunnugt um veiði þessara báta: Akranes: Höfrungur II. 250 tunnur, Siprún 116, Anna 115, Skírnir 85. Reykjavík: Hafrún 300 Sig- urður B.iarnason 250, Ásgeir 100, Hallveig Fróðadóttir 100, Helga 50 Sigurfari 50 Keflavík: Víðir II. 500, Berg- vik 200. Jón Guðmundsson 50 til 60 tunnur. með Frjálsum demókrötum. Sennilegt er talið að Strauss hafi tekið þann kost nú að víkja úr embætti í þeirri von að með þvi móti gefist honum síðar betra færi á að ná til sín stjómartaum- unum í Bonn. Sú stjórn sem Ad- enauer er nú að reyna að mynda (formlegar sarrmingaviðræður stjómarflokkanna munu hefjast á mánudaginn), mun ekki verða langlif, a.m.k. er það talið nær fullvíst, að Adenauer verði að víkja úr stjórnarforustunni á næsta ári og jafnvel skömmu eft- ir áramótin. Þá er talið sennilegast að Ger- hard Schröder, núverandi utan- ríkisráðherra, muni taka við for- ystunni, en Strauss mun þá hugsa gott til glóðarinnar að komast í embætti utanríkisráðherra. Kvenfélag sósíalista Kvenfélag sósíalista heldur félagsfund n.k. þriðjudagskvöld. Dagskrá fundarins verður til- kynnt í blaðinu á morgun, sunnudag. Verzlanir loka á hádegi í dag ir Kaupmannasamtökin og ? Verzlunarmannafél. Reykja- í víkur hafa beðið Þjóðvilj- ? ann að vekja athygli les- ; enda sinna á lokunartíma ? sölubúða í desember. S 1 DAG, laugardaginn 1. ? desember, er verzlunum ? lokað klukkan 12 á hádegi. ? 8. des. er lokað kl. 6 síðd. ? 15 desember er lokað kl. S 10 að kvöldi. ? 22. desember er opið til í miðnættis. ? 29. desember er lokað kl. | 1 síðdegis (13). | Aðfangadag jóla og gaml- ? ? ársdag er sölubúðum lokað j 5 kl. 12 á hádegi. ? | Aðra daga loka sölubúðir - S á sama tíma og venjulega. S % % WWWWWVA'VWWWWVWWVVWVWWWW Sökklssr steyptír Stór byggingarkrani er risinn upp í húsgrunninum mikla miili Hverfisgötu og Hringbrautar, Rauðarárstígs og Skúlagötu. Það eru Verklegar framkvæmdir h.f. sem þarna hafa með höndum steypuvinnu og eru þessa dag- ana að ganga frá grunnsökklum hins mikla stórhýsis, sem reist verður á lóðinni. Húsið verður sem kunnugt er aðalaðsetur lög- reglunnar hér í borg í framtíð- inni; þctta verður í senn lög- reglustöð og fangelsS, hús rann- sóknarlögreglu og sakadóms. Samkvæmt upplýsingum Sigur- jóns Sigurðssonar lögreglustjóra verður byggingin um 26 þús. rúmmetrar og skipt í þrjár álm- ur sem hver um sig cr nálægt 500 fermetrar að grunnfleti. — Tvær álmanna verða tveggja hæða, auk kjallara, sú þriðja sem austust verður, 4 hæðir og kjall- ari. Ætlunin er að húsið verði fokhelt innan hálfs þriðja árs — og ekki steypt upp I áföngum. — Á myndinni sér yfir bygging- arsvæðið og gnæfir kraninn mikli yfir. (Ljósmynd Þjóðv. A.K.). Eldur í herbergi í blindraheimilinu I fyrrinótt kom upp éldur i herbergi í Blindraheimilinu að Bjarkargötu 8. 1 herberginu bjó einn maður og varð hann var við það um kL hálf þrjú jim nóttina að kviknað var í herberg- inu og kallaði þegar á hjálp. Talið er að kviknað hafi í út frá útvarpstæki og urðu all- miklar skemmdir á tækinu, legu- bekk og sængurfötum, einnig urðu nokkrar skemmdir á her- berginu sjálfu af bruna og reyk. Eldurinn var fljótt slökktur og breiddist hann ekkert út um húsið. Franz-Josef Strauss ur verið höfðað út af, væri hand- tekinn á'Spáni og sendur til V- Þýzkalands, þar sem fangelsi beið hans. Strauss reyndi fyrst lengi vel að þræta fyrir það að hann hefði átt nokkra hlutdeild í handtöku Ahlers, heldur reyndi hann að koma sökinni á aðra, en svo glopraðist upp úr honum í þing- ræðu, hvern þátt hann hafði átt í þessu máli. Frjálsir demókratar settu einn- ig fyrir sig að Strauss hafði lát- ið leyna dómsmálaráðherra þeirra, Stammberger, því að til stæði að handtaka ritstíóra Spiegels. En þótt aðförin að Der Spiegel hafi nú kostað Strauss ráðherra- embættið, er þarmeð ekki sagt, að stjórnmálaferill hans sé á enda. Hann hefur öflugan stuðn- ing í Kristilega flokknum í Baj- ern, en án þingmannanna frá Bajern geta Kristilegir demókrat- ar ekki myndað meirihlutastjór'' Yfirstjórn samtakanna tryggð næstu fjögur ár U Þant einróma kosinn framkvæmdastjóri S Þ NEW YORK 30/11 — Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í dag einróma Ú Þant í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hlaut hann 109 atkvæði, en einn fulltrúi sat hjá. Áður höfðu allir fulltrúamir ellefu í Öryggisráðinu mælt með kosningu Ú Þants. r>» f S“ Kosið er í dag klukkan 10—12 árdegis í skrif- stofu Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, en aðra virka daga klukkan 3 til 6 síðdegis. Kjörtímabil hans er til fimm ára, en það reiknast frá 3. nóv- ember í fyrra, þegar hann tók I við starfinu til bráðabirgða, eftir að Dag Hammarskjöld beið bana. Yíii-stjórn SÞ er þannig tryggð næstu fjögur árin. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að hækka laun framkvæmda- stjórans um 10.000 dollara á ári. Eins manns stjórn áfram Þegar U Þant tók við fram- kvæmdastjórastarfinu í fyrra, var ætlunin að hann gegndi því aðeins út kjörtímabil Hammar- skjölds, en því hefði- lokið 5. apríl næsta vor. Sovétstjómin lagði þá mikla áherzlu á að breytt yrði skipulagi á stjórn SÞ, þannig að tekið væri tillit til valdahlutfalla á alþjóðavettvangi. Hún lagði til að þrir jafnrétthá- ir framkvæmdastjórar yrðu ráðn- ir, einn frá sósíalistísku löndun- um, annar frá auðvaldslöndunum, en sá þriðji væri frá hlutlausu ríki, og skyldu allir hafa neit- unarvald. Sú tillaga hefur ekki náð fram að ganga og kemst að líkindum ekki á dagskrá aftur, fyrr en þá að loknu kjörtímabili Ú Þants. Hins vegar hefur fram- kvæmdastjórinn sér til ráðuneyt- is þrjá menn sem valdir eru eftir þeim reglum sem sovét- stjómin lagði til. Það ár sem Ú Þant hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra hefur hann áunnið sér mikið Kartöflur og kjöt hœkka Frá og með deginum í dag hækka kartöflur í verði um 25 aura kílóið og kindakjöt um 10 aura kg. Hækkunin er jöfn í heildsölu og smásölu. Er þetta ein af hinum föstu hækkunum á búvörum vegna geymslukostn- aðar. Ú Þant traust, og mun hin einróma kosn- ing hans nú ekki hvað sízt að þakka afskiptum hans af Kúbu- málinu, en hann átti mikinn þátt í því að afstýra þeirri hættu á heimsstyrjöld sem hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu leiddi yfir mannkynið. Honum var þá ómetanlegur stuðningur hlutlausu ríkjanna í Sameinuðu þjóðunum, enda sjálfur frá hlutlausu ríki. Hann sem nú er 54 ára að aldri hafði verið fulltrúi lands síns, Burma, hjá SÞ, þangað til hann tók við starfi framkvæmda- stjórans. Hann var kennari og blaðamaður áður en hann hóf afskipti af stjómmálum og var um skeið útvarpsstjóri í Burma. Opifi tíl klukkan fjögur í dag Skrifstofa happdrættisins á Þórsgötu 1 er opin í dag frá kl. 10 til 12 og 1 til 4 og er tekið á móti skilum þar. SKYNDIHAPPDRÆTTI ÞJÖÐVILJANS. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.