Þjóðviljinn - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: eldsvo.ði héma í grennd. — Hún hló. Nei, nei. Skemmtið yður nú vel, sagði hún glaðlega. Svo lagði hún tólið á. — Það er kraftaverk að hann skuli ekki vera dauður, urraði Jed. — Þú ert ljóta fíflið! — Er hann það ekki? sagði Nell viðutan. Hún fór inn í herbergi númer 809. Næstum vélrænt og varfærn- islega fór Jed að þreifa á höfði Eddies. Strítt hárið var þurrt viðkomu. Hann bægði frá sér hinum ruglingslegu hugsunum og einbeitti huganum að þessu eina. Það var ómögulegt að kom- ast að raun um hve mikið hann hafði meiðzt, en það biæddi að minnsta kosti ekki úr honum. Varlega rétti hann úr líkama Eddies. Hann lyfti honum upp Og dró hann yfir þröskuldinn og inn í baðherbergið, náði í þykku baðmottuna og lagði hana var- lega undir höfuð honum. Hann tók handklæði og vætti það. Hann þvoði varlega ennið, aug- un, vangana. Eddie virtist anda eðlilega... dálítið bungt, en þó ekki mjög. Jed fannst slagæðin tiltölulega róleg. Hann var auðvitað al- veg meðvitundarlaus, en kannski. Hann leit allt í einu upp. Bunný grét ekki lengur. Skyndileg þögn eftir hin skelfi- legu hljóð. orsakaði beinlínis sveiflur í loftinu. Jed sat enn á hækjum — án þess að hreyfa sig. Taumur af köldum svita rann niður hálsinn á honum og flibbinn drakk hann f sig. , Rut gekk hægt og tígulega út úr símaklefanum. — Skemmt- ið yður reglulega vel. Setningin hélt áfram að óma fyrir eyrum hennar. Þetta var ekki alveg rétta kjörorðið fyrir svona kvöld! Þetta sigurkvöld! Kvöld sem alltaf myndi geymast í minningunnL Jafnvel núna. svona stuttu á eftir, fann hún á sér að hún átti eftir að rifja það upp aftur og aftur ........... hún myndi finna kökkinn í hálsi Sér, þegar Pétur reis á fætur. 'hvemig hjartað steyptist koll- hnís þegar hann tók til máls. Finna hvemig það sló með hreykni, vegna þess að hún vissi fljótlega að allir þessir kurteisu áheyrendur fundu til samúðar með þessum manni, sem hafði hafið mál sitt dálitið feimnn og taugaóstyrkur, næstum eins og hann vildi biðjast afsökunar á sjálfum sér. Og svo hafði Pétur fengið á- hugc á efninu. Alli. fundu það. í fyrstu höfðu setningamar ver- ið málfræðilega réttar, langar og skipulegar. En eftir því sem á- huginn vaknaði hafði málfræðin vikið fyrir efninu og að lokum hafði Pétur verið kominn í ess- ið sitt ... talað beint frá hjart- anu um það sem hann hafði vit á og trúði á. Fólk hafði snúið sér að ho.n- um, vegna þess að það gat ekki annað. Það varð að hlusta á hann. Hann var enn glaður og reif- ur og nú uppskar hann laun sin. Nú, þegar ræðunni var lokið, nú þegar verið var að fjarlægja borðin af gólfinu og hljómsveitin var að hefja leikinn, stóð fólk í smáhópum og hann var miðdep- illinn í stærsta hópnum. Já, Pétur uppskar hrós og heiður fyrir kvöldið og ef til vill ennþá meira. Ef til vill eitt- hvað ennþá þýðingarmeira! Gæti það verið, hugsuðu bæði Pétur og Rut, að einhver myndi geyma í huga sér og rifjaði síðar upp að minnsta kosti örlítinn hluta af því sem hann hafði sagt? Þetta hafði verið sigur! En umræðumar hrósyrðin —■ allt þetta skemmtilega og ánægju- lega gæti haldið áfram tímunum saman. Rut kreppti hnefana, svo að rauðu neglumar skárust inn i lófana. Bunný var sofandi. Það hafði stúlkan sagt. Allt hafði gengið ágætlega. Stúlkan hafði sagt það En Rut stóð titrandi i gang- inum innan um aj}a speglana o.g hún vissi innst í hjarta sínu. að það gekk ekki ágætlega. — Láttu sú ekki eins og flón, sagði hún við spegilmynd sina. — vertu ekki svona taugaveikl- uð! Eyðileggðu nú ekki allt sam- an! Pétur sneri sér að henni og hún veifaði hendinni glaðlega til að gefa til kynna að allt væri í bezta lagi. Það hlaut að vera það. En það var eins og þetta hefði alls ekki verið sama stúlkan sem hún talaði við. Jú, það hafði verið sama röddin. En ekki sama framkoman. Stúlkan sem hún hafði rétt í þessu verið að tala við í símann, hafði hvorki ver- ið sljóleg né niðurdregin! Hún hafði ekki verið nógu aulaleg! Hún hafði verið of örugg! Og .... of hressileg! Og alltof yfirlætisleg, næstum eins og hún hefði sagt: — Farið nú bara út að skemmta yður, frú Jones, svona einu sinni. en verið ekki að skipta yður af mér. — Vertu ekki svona vitlaus, sagði Rut aftur við sjálfa sig. — Ætlarðu að fara að eyðileggja þetta mikla kvöld hans Péturs með þessum héraskap þínum? Hvað gengur eiginlega að þér? Hún tók sig á og gekk af stað. En innst i huga hennar óm- aði allan tímann; — Hvað er á seyði heima hjá Bunný? Hvað gengur að Bunný? Pétur var niðursokkinn í að útskýra eitthvað sem hann hufði ekki farið nógu ýtarlega útí í ræðu sinni. Karlmennimir um- hverfis hann stóðu reykjandi kinkuðu kolli og lögðu eitthvað til málanna: — ..... eins og ég sagði við hádegisverðnn í fyrra- dag. — eins og ég var að segja við hann Jóa ..... Helzt virtist sem þeir hefðu einmitt ; vik- unni sem leið eða í fyrradag hugsað á alveg samt hátt og Pétur Þeir höfðu á hikandi hátt sagt við einhvern vin hið sama og Pétur hafði verig að segja beim á bennan glögga og glæsi- lega hátt. t — Er allt í lagi. vfna mín? Pétur var vfirleitt næmur á það sem var að perast í hugarfylgsn- um Rutar. Oft og iðulega hafði hann fundið á sér hvað hún var að brjóta heilann um. En nú svaraði hún brosandi: — Það gengur ágætlega. Nell segir að allt sé í lagi. og Pétur heyrði ekki röddina í hugarfylgsnum hennar sem sagði: — En ég trúi bví ckki. — Það var ágætt. Hann þrýsti henni að sér og sneri nenni í hring. — Rut. má ég kynna herra Evans og herra Childs og herra Cunningham. — Sælir ..... sælir .... — Það er góður haus á mann- inum yðar, og mælskumaður er hann sannarlega, frú Jones. Ljómandi ræða. Alveg frábær. — Það fannst mér líka, sagði Rut. — Isabelþ komdu hingað. Má ég kynna ..... Konurnar skipt- ust á athugasemdum. — Hvað er hún dóttir yðar gömul. frú Jones? kurraði Isa- bell. — Bunný er níu ára. — Ó, mikið man ég vel þegar Sue var níu ára, sagði konan viðkvæmnislega. — Það er ynd- islegur aldur ... svo skemmti- legt tímabil. Rut brosti og augu hennar ljómuðu. Hún hafði bókstaflega ekki rödd til að svara þessu. 11. KAFLI Frú Parthenia Williams sagði: — Ég get bara ekkert að því gert ... — Uss. mamma sagði sonur hennar og lækkaði röddina, vegna þess að það var svo hljótt umhverfis þau. — Heyrðu mig nú ..... — Já, Jósep, ég get ekki ann- að ..... Hótel Majestic var með árun- um orðið að heimili gömlu O’ Harahjónanna í íbúðinni sem sneri að götunni. Nú var frú O’Hara orðin heilsuveil. Hún var ekki svo veik, að hún þyrfti hjúkrunarkonu. en á hinn bóg- inn þótti ekki þorandi að hún væri alein. Þess vegna kom frú Parthenia Williams til hennar á daginn, og þá sjaldan að O’Hara var úti. var hún langt fram á kvöld. Þegar svo bar undir, kom Jósep sonuT hennar alltaf og fylgdi henni heim. Þegar þau stóðu á hljóðum hótelganginum á 8. hæð, sagði Jósep: ■— Þú ættir ekki að skipta þér af þessu, mamma, þú veizt það vel. — Hann var hár og .grannvaxinn svertingi með hold- skarpt andlit. — Ég veit það sem ég veit, sagði móðir hans. Súkkulaðibrúnt andlitið á frú Williams var frá náttúrunnar hendi eins og skapað til að brosa; brosið var alltaf á næsta leiti. i kinnunum, umhverfis stóran munninn og í skærum augun- um. Hún fór alltaf sínu fram. Ekkert gat hindrað hana í að segja — Góðan daginn, í lyft- unni með mildri, hljómfagurr: rödd sinni. Hún virtist fá allar hugsanlegar upplýsingar gegnum hörundið og úti á göngunum sagði hún ef til vilí: — Fenguð þér gott i sjóinn, frú? Það gleð- ur mig sannarlega. Frú O’Hara. sem var sextiu og tveggja ára og fékk uggvæn-- leg svimaköst. hafði fundið frið við barminn á Partheníu. Hún hafði sagt við herra O’Hara að það væri eins og hún hefði í ellinni eignazt nýia móður, eftir um ANKI S LAN OPNAR í DAG ÚTIBÚ I HÚSI HÁSKÓLABÍÓS VIÐ HAGATORG VESTURBÆ JARÚ TIBÚ Aðvörun til foreldra í Kópovog! Samkvæmt lögreglusamþykkt Kópavogs er útivist bama yngri en 12 ára eftir kl. 8 að kvöldi bönnuð frá 1. okt. til 1. maí en eftir kl. 10 að kvöldi að sumrinu. Foreldrum ber að sjá um að ákvæðinu sé frarrtfylgt. LÖGREGLAN I KÓPAVOGI. 4 lögreglumannsstöður í Kópavogi eru lausar til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. desember 1962. Eyðublöð fást á skrifstofunni. BÆJARFÓGETINN I KÓPAVOGI. BÓKAÚTGÁFAN GEÐBÓT Útibúið mun annast sparisjóðs- og hlaupareikningsviðskipti. Það mun og háfa með höndum afgreiðslu og hverskonar fyrirgreiðslu vegna annarra útibúa bankans og aðal- bankans. • Sparibaukar ávallt fyrirliggjandi. o Leðurveski,hentug fyrir tékkhefti. • Sparisjóðshækur verða í litlu hroti, vélritaðar. Afgreiðslutími verður kl. 10—15 og kl. 17—18,30, nema á laugar- dögum kl. 10—12.30. Sími 11624. I * II fc SBANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.