Þjóðviljinn - 01.12.1962, Side 6
6 SIÐA
ÞJOÐ.VILJINN
Laugardagur .1, desembex 196'z
Atvlnnulaus
í 18 mánuði
fyrirfer sér
Hann hafði verið atvinnulaus
í átján mánuði. Hann átti eng-
an að. öllum stóð á sama um
hann. Það var ekki lengur þörf
fyrir hann í þessum heimi.
Hann klifraði upp í 75 metra
háan brúarboga og þar bjóst
hann til að stytta sér aldur,
segja skilið við þennan heim,
sem löngu hafði snúið við hon-
um baki. Menn komu auga á
hann og óðar voru ljósmyndar-
ar og sjónvarparar komnir á
vettvang. Heimurinn hafði allt
í einu fengið áhuga á honum.
Menn reyndu að telja honum
hughvarf, en hann bað um það
eitt að fá að vera í friði síðustu
mínúturnar sem hann væri í
þessum heimi. Og síðan steypti
hann sér fram af brúarbogan-
um. Hann hét Joseph Slavin.
Hann var sextugur að aldri.
Hann var einn af fjórum millj-
ónum atvinnuleysingja í góss-
enlandi auðvaldsins, Banda-
ríkjunum.
Ný refsilöggjöf í Svíþjóf
Hertar refsingar fyrir kynferðisbrot, þannig
fangelsi fyrir eiginmann er nauðgar konu sinni
Sænska þingið hefur sam- um tekinn, myndi mannfélags-
byggingin hrynja til grunna.
þykkt allvíðtækar breyt-
ingar á refsilöggjöf lands-
ins og fór þar að mestu eft-
ir tillögum ríkisstjórnarinn-
ar sem settar voru fram
eftir áratugalanga endur-
skoðun á löggjöfinni. Hin
nýja refsilöggjöf mun
ganga í gildi þegar nauð-
synlegar breytingar hafa
verið gerðar á öðrum lög-
um til samræmis við hana
og er búizt við að það verði<j>
1. janúar 1965. Af umtöluð-
um og umdeildum breyting-
um á löggjöfinni má nefna
ákvæði sem herða refsingu
þeirra karlmanna sem koma
fram vilja sínum við kon-
ur með valdi (þeim er gef-
ið nafnið „kvinnofridstör-
are“, ,,kvennafriðrofi“),
vændismiðlara, viðskipta-
vina ungra vændiskvenna,
bílþjófa, klámsala og fjár-
hættuspilara.
Til „kvennafriðrofa" eru einn-
ig taldir þeir eiginmenn sem
taka konur sínar nauðugar og
urðu heitar deilur á þingi um
þetta nýmæli, sem segir að
dæma megi slíka menn í fang-
elsi. Ein af konunum á sænska
þinginu, frú Sjöberg, mælti fast
gegn þessu ákvæði og kvaðst
harma hve langt væri gengið til
jafnaðar milli kynjanna. Eigin-
maðurinn yrði að hafa óskertan
rétt til konu sinnar, sagði frú
Sjöberg. Þannig heíði það ætíð
verið og þetta væri grundvöllur
þess mannfélags sem við byggj-
um í. Ef sá réttur væri af hon-
Ef þetta ákvæði yrði samþykkt
mætti eiga von á því, sagði frú-
in, að eiginkona svaraði skamm-
arorðum kokkálaðs bónda síns:
„Bölvuð hóran þín“, með því að
hreyta í hann: „Saurugi nauðg-
arinn þinn“, og hafa til þess
fulla stoð í lögum. En þingmenn
tóku ekki tillit til aðvörunar
frúarinnar, heldur samþykktu
þetta ákvæði hinnar nýju refsi-
löggjafar. Svo að sænskir eigin-
menn vita nú á hverju þeir geta
átt von, ef þeir fara ekki vel að
konum sínum.
Strangari ákvæði
kynferðisafbrota
1 hinni nýju löggjöf eru
strangari ákvæði varðandi ýms
Rynferðisafbrot en voru í hinni
gömlu. Þannig hafa verið þyngd-
ar verulega refsingar fyrir
vændismiðlun. Melludólgar geta
átt á hættu allt að sex ára fang-
elsi. Einnig aðrir sem hagnast
á vændislifnaði, t.d. með því að
leigja húsnæði til slíks, eiga
fangelsisdóm yfir höfði sér.
Nýtt er það ákvæði £ löggjöf-
inni sem heimilar allt að sex
mánaða fangelsisrefsingu handa
þeim sem kaupir sér kyn-
mök við stúlkur innan átján ára
aldurs. Sé um kynvillu að ræða
er aldurstakmarkið 21 ár.
Skottulæknar sem eyða fóstr-
um geta átt von á tveggja ára
fangelsi. Kona sem sjálf eyðir
fóstri sínu getur sloppið við alla
refsingu, ef hún hefur sér eitt-
hvað til málsbóta.
Kona sem deyðir nýfætt barn
sitt verður ekki dæmd fyrir
morð, heldur dráp, og refsingin
'r mildari en iyrir venjulegf
manndráp.
Friðhelgi heimilisins
Harðar er tekið á því en í
fyrri lögum að friðhelgi heimil-
isins sé rofin. Ryðjist menn að
ástæðulausu og í heimildarleysi
inn á annars heimili eða vinnu-
stað getur það kostað tveggja
ára fangelsi, ef um gróft brot
er að ræða.
Dæma má þann sem brýtur
gegn almennu siðgæði með
klámi, hvort sem er í formi rit-
aðs máls eða myndar, og bæði
höfundinn og þann sem breið-
ir úr klámverkið, í allt að sex
mánaða fangelsi. Sömu refsingu
geta þeir átt von á sem standa
fyrir fjárhættuspili eða leyfa
það í húsnæði sem þeir ráða yf-
ir. Fjárhættuspilaramir sjálfir
fá aðeins sektir.
/
„Kommúnista-
vörur" brenndar í
Bandarílcjunum
í Bandaríkjunum hefur
sig nú mjög í frammi félags-
skapur nokkur sem sett hef-
ur sér það markmið að
koma í veg fyrir öll við-
skipfi víð sósíalistísku ríkin
með því að hræða viðskipta-
vini frá þeim smásöluverzl-
unum sem selja vörur sem
þaðan koma, „kommúnista-
vörur“, og hefur honum að
sögn orðið talsvert ágengt.
Bandaríska vikublaðið News-
week segir frá starfsemi þessa
félagsskapar og er greinilegt af
frásögninni að blaðið er lítið
hrifið af honum.
Upphafsmaður samtakanna
er skottulæknir einn frá Mi'ámi,
Jerome D. Harold að nafni,
sem hefur sett sér það mark-
mið að bannlýsa allar þjóð-
hættulegar „kommúnistavörur",
hvort sem um er að ræða
pólskt svínakjöt, þýzkt jóla-
trésskraut, júgóslavneskar tága-
körfur, rússnesk loðskinn eða
Tágakörfubrennan í Fort Wayne.
!
í
Sýning á abstrakt-
verkum í Moskvu
í mánudaginn var opnuð i
I\ Moskvu sýning á 80
abstraktmálverkum eftir á5
listamenn. öll hafa verkin
orðið til á síðustu tveim árum
og Moskvufréttaritari Stock-
holms Tidningen, sem var
viðstaddur þennan mikla at-
burð telur að þau standist
flest hæstu kröfur á alþjóð-
legum mælikvarða.
Mest ber á verkum mynd-
höggvarans Emst Néízvéstnís,
ágæts listamanns sem lítið
hefur verið sýndur áður. 1
viðtali við blaðamenn lagði
hann sérstaka áherzlu á að sú
abstraktlist sem hér væri sýnd
ætti sér rætur í rússneskri
hefð er ætti upphaf sitt i
Chagall. Malévítsj og Kan-
dinskí. Néízvéstní vakti líka
athygli á því, að meirihluti
þeirra sem ættu verk á sýn-
ingunni væru konur: „Þær
hafa alltaf tilfinningu fyrir
hinu rétta, hinu ekta“, sagði
hann. Myndhöggvara þessum
hefur stundum verið líkt við
Henry Moore, en sjálfum
honum gremst slíkur saman-
burður, segist vera í andstöðu
við Moore.
Meðal listaverka sem eink-
um er tekið eftir eru stór
abstraktmálverk, þar sem
gjarnan er notazt við úrklipp-
ur úr blöðum (Prövdu) og
er höfundur þeirra Véra
Préobrazjénskja 24 ára gam-
all listamaður, Jankelévítsj,
vekur og mikla athygli með
fimm síðustu myndum sínum,
sem hann kallar „Atómstöð-
in“. Hann hefur málað í fjög-
ur ár, dáist að Klee og hefur
áður tekið þátt í einkasýn-
ingu í Moskvuháskóla.
Það er tekið fram að bessi
sýning er opinber og þar með
hafa stjórnarvöld viðurkennt
tilverurétt abstraktlistar. Við
slíkum tíðindum hefur v„rið
búizt alllengi, abstraktiist
hefur lengi verið að þreyía
fyrir sér, en hefur lítið sézt
oninberlega nema á sviði list-
ðnaðar. Allmikið hefur verið
um abstraktlistaverk í hein.a-
húsum, og ekki óalgengt að
ýmsir þekktir vísindamenn
hafi styrkt unga listamenn til
að vinna sjálfstr tt. Þess má
einnig geta að í vor féllu
ýmsir af helztu afturhalds-
mönnunum í kosningu til
stjómar listamannasan.tak-
anna í Moskvu, og þótti það
auðvitað góðs viti.
Listamenn hafa einnig
komið því til leiðar, að 10.
desember verður opnuð í
Tredjakofasafninu í Moskvu
sýning á æskuverkum nokk-
urra brautryöjenda í mynd-
list, fæddra í Rússlandi
þeirra Kandínskís, Chagalís
og Malévítsj. Myndir þessar
hafa ekki verið sýndar áður.
Málverk eftir Kandínskí (1914).
tékkneskan kristal, í Banda-
ríkjunum.
Hann stofnaði þá nefnd ,sem
hann gaf heiti eitthvað á þessa
leið „Nefnd til að vara við
komu kommúnistísks vamings
í búðirnar“. Þetta var í janúar
s.l. og þó ekki sé lengra síðan
hefur iðja hins þjóðholla
skottulæknis þegar borið á-
rangur. Ýms önnur samtök
þjóðhollra kristinna og and-
kommúnistískra Bandaríkja-
manna, svo sem John Birch-fé-
lagið og Krossfarar Krists,
gengu í lið með hinum skelegga
málsvara frjálsra amerískra
svínslæra og brátt náði herferð
þeirra yfir öll Bandaríkin.
Þar sem bannað er í banda-
rískum lögum að hafa uppi á-
róður gegn kaupmönnum og
leggja að íólki að verzla ekki
við þá og þungar refsingar
liggja við slíkum atvinnurógi,
þá hafa verndarar þjóðholls
varnings orðið að beita öðrum
vopnum. Þar kom þeim í góðar
þarfir hinn móðursjúki komm-
únistaótti sem landlægur er i
Bandaríkjunum, einkum þó i
minni bæjum. Þegar vitnast
um að einhver varningur frá
sósíalistísku ríkjunum sé á
boðstólum í verzlunum (og það
er víða, því að Bandaríkin eiga
nokkur viðskipti við þau flest),
þá íara erindrekar hinna þjóð-
hollu af stað og lauma að við-
skiptamönnum verzlunarinnar
spjöldum með áletrunum eins
og þessari: „Kaupið ævinlega
kommúnistiskar þrælabúðavör-
ur í þessari verzlun“,
Félagsskapur nokkur í Fort
Wayne í Indiana, „Young Am-
ericans for Freedom", uppgiitv-
aði 200 júgóslavneskar tága-
körfur í kjörbúð einni. Hann
fór á stúfana og fékk forstjóra
iyrirtækisins sem átti þessa
kjörbúð og margar fleiri til að
halda körfubrennu og var sjálf-
ur borgarstjórinn fenginn til að
halda ræðu við það tækifæri.
Árvökulir borgarar í Columbus
í Georgia fengu því ráðið að
borgarstjórnin samþykkti að
hver sá kaupmaður sem seldi
kommúnistískan varning skyldi
þurfa að kaupa sér sérstakt
verzlunarleyfi fyrir þúsund
dollara.
Þessi andróður gegn komm-
únistískum vamingi hefur sem
áður segir borið þó nokkum
árangur. Þannig hætti kjör-
búðakeðja í Chicago við að
selja þjóðhættulegar tágakörf-
ur og herðatré og sjálfur Wool-
worth-hringurinn (um 3.000
verzlanir) varð að láta í minni
pokann og hætta að selja vam-
ing af þessu tagi.
En þess em líka dæmi að
kaupmenn hafa látið móður-
sýkisvaðalinn sér sem vind um
eyrun þjóta. Forstjóri hins mikla
verzlunarhúss í New York,
Vlacy’s Strauss, sa^ðist ekki
burfa að hlýða John Birch-
mönnum í einu né neinu.
Sumir kaupmenn hafa líka
orðið þess varir að hatursáróð-
urinn ber allt annan en tilætl-
aðan árangur. Haft er eftir
einum þeirra: „Þótt undarlegt
megi virðast, sel ég núna meira
af þessum vamingi en nokkru
sinni fyrr“.
Það væri því líklega hæpið
- fyrir Vísis-menn og félaga að
hvetja til þess að teknar yrðu
upp hér á landi aðferðir
skottulæknisins frá Miami.
\A/WVWWWVWWWA<WAAAAAAA/WWV\AAAAAA
Versta
refsingin í
? _t Versta refsingin var ekki í
S sú að verða að greiða skaða-J
; bætur eða vera dreginn fyrir;
í rétt. Langtum verra var '
í taugaáfallið, sem fylgdi þvi
í að láta lögreglubíl aka fram-
$ úr sér á venjulegum vegi
í með 210 km hraða!
; Þessa athugasemd hafa
; margir gert af þeim 140
í skellinöðrueigendum, sem;
: undanfarinn mánuð hafa 5
• verið teknir fastir fyrir of;
• hraðan akstur á ákveðinni?
' íeið í úthverfi Lundúnaborg- S
; ar. Það er leynilögreglan;
; Scotland Yard með sportbíl-|
: ana sina, Daimler „SP 250“, £
» sem hefur valið þessa aðferð;
»til að setja ofan í við unga |
; ökuþóra á tungumáli, sem|
; þeir skilja. ;
vvwwwvwvwwwwwwwwwvwwww
i
i