Þjóðviljinn - 01.12.1962, Side 9

Þjóðviljinn - 01.12.1962, Side 9
Lausardagur 1. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 i Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — Snati og slökkviliðið Það var slökkvistöð rétt hjá þar sem Bóbó átti heima, og þar var stór hundur. sem hét Snati. Hann var flekk- óttur á lit, hvítur og svartur. Greyið hann Snati var svo latur og værukær. að slökkvi- liðsmennirnir kölluðu hann aldrei annað en svefnpurkuna. Haon lá nefnilega oftast og svaf allan liðlangan daginn fyrir framan slökvistöðina. Þegar stóra brunabjallan hringdi svo glumdi í öllu. sneri Snati sér bara á hina hliðina og hélt áfram að hrjóta “ins og ekkert hefði í skorizt. Hann nennti eiginlega aldrei að vaka nema þegar Bóbó kom að leika sér við hann Þá hljóp hann um allt op gelti og lék á alls odrU. Snati n« Bóbó voru miög góðir vln- ir Einn daginn. þegar aU>r slökkviliðsmennirnir sátu og voru að tefla skák. byrjaði brunabjalian allt í einu að hringja. Gline-giing-gló. Mennirnir fleygðu frá sér taflinu og fóru í slökkviliðs- fötin sín — Komdu, svefnpurka, kall- aði foringinn til Snata. — 'Stattu nú upp og komdu með okkur, þú getur vel hjálpað okkur að slökkva e’dinn En Snati leit bara á hann syfjuðum augum. s?ðan hélt hann áfram að sofa. — Blessaðir verið þið ekki að tala við hann. sagði bíl- stjórinn. hann nennir hvort sem er ekki að hreyfa sig. Svo brunaði brunabillinn af stað á fleygiferð með alla slökkvfnflsmennina. En Snati lokaði augunum og lét fara vel um sig. letinginn sá arna Allt í einu vaknaði hann við einhverja óveniulega lykt Kkrist brunalvkt. Hann opn- aði vinstra augað og sá að bað lagði reyk úr t.uskuhrúgu rétt hiá körfunni hans. Snati rauk á fætur og h’.jóp út að dyrunum og gelti eins hátt og hann gat. En slökkviliðs- mennirnir vnru. aHir í burtu svo enginn heyrði til hans. Þá hljóp hann út og gelti, en það var enginn maður sjáán- legur. .Rétt i.þessu kopi,.Bóbp; hejm, úr skólanum, Snati hljóp á móti honum og glefsaði í erm- ina hans til þess að reyna að fá hann til að koma með sér. Bóbó hélt að Snatí væri bara að leika sér og sagði: — Nei, Snati minn, ég þarf fyrst að fara heim með skóla- töskuna mina, svo skal ég koma og leika við þig. En þá tók hann eftir þvi að það lagði reyk út um dyrn- ar á slökkvistöðinni. Hann flýtti sér þangað inn. náði i fötu og fyliti hana af vatni, en Snati sýndi honum hvar eldurinn átti upptök sín. Bóbó tókst að slökkva eldinn. og síðan bar hann rjúkandi tuskuhrúguna út, til þess að vera viss um að hvergi leynd- ist eldsneisti eftir. því þá gat húsið brunnið til kaldra kola. Þegar slökkviliðsmennirn- ir komu loksins aftur eftir að hafa slökkt sinn eld, sáu þeir Bóbó og Sná.ta. fýrir utan slökkvistöðina. Þeir höfðu báðir fundið sér gamlar ein- kennishúfur, og sátu nú þarna hreyknir á svipinn. — Hvað eruð þið að gera hér? spurði foringinn. — Við erum líka í slökkvi- liðinu, sagði Bóbó. — Það kviknaði í slökkvistöðinni meðan þið voruð í burtu, Snati tók eftir því og lét mig vita, siðan slökkti ég eldinn, Og þið skuluð aldrei oftar kalla Snata svefnpurku, því hann sefur sannarlega ekki þegar eitthvað reynir á. Snati sat og dinglaði róf- unni af ánægju. Hann hafði líka ástæðu til að vera glað- ur, því þar sem hann sat barna með einkennishúfuna á. ská á höfðinu, var hann alveg eins og het.ia sem unnið hef- ur mikið afrek. A laxveiðum Alli, Palli og Erlingur fóru á Iaxaveiðar. Þeir köstuðu út færunum sínum og voru i miklum veiðihug. En þeir mösuðu svo mikið og hlógu að þéir gættu þess ekki að færin flæktúst öll saman. Þegar þeir drógu færin ujpp, kom í ljós að einn hafði veitt ál, annar hjól, og sá þriðji gamlan skó. Næst ætla þeir að tala minna og hugsa meira um veiðiskapinn. Það er svo sem auðvelt að sjá það á myndinni að færin era öll í einni flækju. Viljið þið hjálpa • þeim að finna út hvaða hlut hver fékk á öng- ulinn sinn? Gleraugun hans afa Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér, því gleraugunum gleymdl hann í glugganum hjá mér. Hann sér éi neitt á bréf né bók né blöðin, sem liann fær, hanþ fer í öfug fötin sín svo fólkið uppi hlær. Þótt biblíuna hafi hann, sem hæst f skápnum er hann finnur ekki augun sín og enga Ifnu sér. Á himnum stúlka engin er hjá afa, lík og ég ^ sem finni stafi fyrir hann og fylgi út á veg. Hann afi sögur sagði mér um svartán Skógarbjörn, sem ætti fylgsni úti’ skóg og æti stundum börn. Því birnir ætu óþekk börn, en ekki Nonna og mig, en þægu börnin þyrftu samt á þeim að vara sig. Ó, flýtt’ þér mamma og færðu mig í fína kjólinn minn svo verð ég eins og cngilbarn fer upp í himinninn. Og reistu stóra stigann upp og styð við himininn, svo geng ég upp með gler- augun, sem gleymdi hann afi minn. Frá lesendum Árni Hrólfsson sendir okkur mynd, sem sýnir líf og fjör á Tjörninni Kær.a Óskastund. Ég sendi þér mynd, sem ég hef teiknað. Mér finnst gam- an að lesa þig. Ég vpna að þú birtir myndina. Kær kveðja. Hinrik Halldórsson, Neskaup- stað (10 ára) — Myndin heit- ir Fyrirsætan. MATTI Á hverju kvöldi fór Matti á hjólinu sínu inn í borgina. Þar bragðaði hann á öllum ostunum, merkti þá siðan og sagði fyrir um hverju þyrfti að breyta. Og næsta dag kon' svo ostagerðarmaðurinn o" fylgdi ráðleggingum hans. Verzlunin varð meiri og meir' með degi hverjum. Fólkið París tók nú þessa °sta fram yfir al)" "-ðra. Kaor-ma’’—' varð að stækka búðina og hann hækkaði laun starfs- fólksins. 15. Kaupmanninn langaði mjög mikið að vita hvaða mús það væri, sem merkti ostana hans. — Hvers vegna lætur músin aldrei sjá sig? sagði hann við einkaritara sinn. — Ég á þessari mús velgengni mína að' þakka, og vildi gjarnan launa henhi'og sýna þakklæti .mitt.v . . / Hann skri.faði bréf, og ba^ músina að hitta sig. Bréfið skildi hann eftlr á borðinu hjá ostunum. Matti skrifaði honum annað bréf og sagðist heldur kjósa að vera óþekkt- ur. En kaupmaðurinn var ekki ánægður með þetta. Næsta dag lét hann einkaritarann skrlfa svohljóðandi bréf: — Kæra. ókunna mús. Ép hakka þér kær’.ega fvrlr að merkja ostana mlna. Mér þyk- ir leiðinlegt að geta ekki feng- ið að sjá þig, en það verður að vera eins og þú vilt. En af því ég veit að þér þykir ostur mesta sælgæti, ætla ég að biðja þig að taka eins mik- ið af osti og þú vilt héma í búðinni minni. Ég ætla líka að láta dálítið af brauðl og súkkulaði á ostaborðið. Þetta á að sýna þér þakklæti mitt. Með vinsemd og virðingu. Ostakaupmaðurinn. Þegar Matta sá þetta bréf varð hún himinlifandi. — Þú ert gáfaðasti músapabbi í öllu Frakklandi, sagði hún 16. Bíbí o.g Bóbó. Labbi og Lóa, Palli og Pála klifruðu öll upp í stólinn til pabba síns, og hrópuðu: — Þú ert áreiðanlega bezti og dugleg- asti músapabbi í öllum heim- inum. 17. Matti bað Gotta vin sinn að vera sér til aðstoðar i starfinu. Síðan fóru þeir alltaf saman í ostabúðina og merktu ostana af mikilli samvizku- semi. og leyndarmálið var vel geymt hjá þeim. Enginn fékk nokkru sinni að vita hvaða mýs það voru sem merktu ostana og gáfu góðu ráðin. En ef þið skylduð einhvem- tima koma til Parísar, og sjá- ið mús leita sér ætis í rusla- haug eða skúmaskoti, þá get- ið þið verið viss um að það er ekki Matti músahöfðingi, því hann á betri kosta völ. ENDIR.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.