Þjóðviljinn - 05.12.1962, Síða 1
Frd Þorldkshöfn
Miðvikudagur 5. desember 1962 — 27. árgangur — 267. tölublað.
Hækkað rafmagnsverð
rætt í borgarstjórn
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem hald-
inn verður á morgun verður m.a. til umræðu frum-
varp til breytingar á gjaldskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Samkvæmt frumvarpinu mun gjald-
skráin hækka að meðaltali um 6,7% frá því sem
nú er en hækkun á einstökum liðum gjaldskrárinn-
ar nokkuð breytileg.
5
dagar
Eftiir fimm (laga verður
dregið um þriðja aukavinn-
ing í Skyndihappdrætti
Þjóðviljans og er það 25
til 30 daga ferð með SlS
skipi til Evrópu. En það
borgar sig að gera skil sem
fyrst, þar sem aðeins er
dregið úr scldum miðum.
í dag er skrifstofa happ-
drættisins opin á Þórsgötu
1, frá kl. 10 til 12 og 1 til
7. Símar 22396 og 19113.
Auk þess skyldu menn
athuga miða sína gaum-
gæfilcga og leita að númer
4012 og 68353, en það eru
númerin á fyrsta og öðr-
um aukavinningi.
Parísarstúdeai
skrifar un
Hershöfðingjann
og kosnitigarnar
Síða
HÆKKUN rafmagnsgjaida fyrir
Iýsingu verður að meðaltali
um nálega 6% eða frá 5,55%
upp i 6,19% á einstökum
gjaldaliðum.
HÆKKUN á rafmagni til al-
mennrar heimilisnotkunar
verður nokkru minni eða frá
3,07% upp í 4,00% á einstök-
um gjaldaliðum þessa flokks.
HÆKKUN á rafmagnsgjaldi fyr-
ir vélar er aftur á móti- tals-
vert hærri eða frá 9,37%
Sjópróf
í dag
Um fátt hefur verið
meira talað síðustu dag-
ana en Esju-strandið, og
enn eru menn gáttaðir.
Sjópróf munu hef jast
hjá borgardómara í
Reykjavík kl. 2 í dag, svo
að vonandi verður hægt
að seðja forvitni manna
með einhverju snarli á
morgun.
hækkun á almennu gjaldi upp
í 20—21% á einstökum liðum.
HÆKKUN á rafmagni til hitun-
ar verður hins vegar frá
5,36% upp í 13,63% á ein-
stökum liðum.
UM FRAMKVÆMD þessara
hækkana eru þau ákvæði í
frumvarpinu að fyrsta og ann-
an mánuð eftir gildistöku lag-
anna verður innheimt eftir
gömlu gjaldskránni með stig-
hækkandi álagi, unz fullri
hækkun verður náð á þriðja
mánuði.
BÚAST MÁ VIÐ að miklar um-
ræður verði um þessa raf-
magnshækkun og að hún sæti
mikilli andspyrnu í borgar-
stjórn.
Þetta er gamli bærinn í Þorlákshöfn. Þegar maður sér hann, dettur manni árabátur og brim-
róður í hug — — — tákn hins gamla tíma,
Veiði bezt í Kolluál
Veiði var misjöfn hjá síldar-
bátunum í fyrrinótt. Sumir fengu
ágætan afla, en aðrir lítið eða
ekkert. Aðalveiðisvæðið var í
Kolluál og þar fékkst ágætis
sfld.
• Til Reykjavíkur komu
gær 21 bátur með um 10 þús.
tunnur. Afli var sem hér segir
(áætlaður); Halldór Jónsson 1400,
Stapafell 1000, Skarðsvík 700,
Hafþór 600, Akraborg 600, Guð-
mundur Þórðarson 550, Jón á
Stapa 550, Reynir VE 500, Stein-
unn 500, Seley 500, Sólrún 450,
Amkell 350, Bjöm Jónsson 300,
Gjafar 400, Hannes lóðs 150,
Helga 100, Ölafur Bekkur 100,
Helgi Flóventsson 100, Pétur
Sigurðsson 250, Sigurður Bjarna-
son 70.
• Hjá Akranesbátum var
veiðin heldur treg, en nokkrir
þeirra fengu þó sfld. Hæstir voru
Haraldur með 400 t. og Skímir
með 350.
• í Keflavík voru þeir
aflahasstir Hilmir með 650 t.
og Ingiber Ólaísson með 6—700.
Nokkrir voru með 2—300 tunnur,
en sumir fengu ekkert.
1 gær, var útlit fyrir brælu
á miðunum og komu flestir bát-
anna inn, hvort sem fengið höfðu
síld eða ekkí
Hver er hæstur?
Ævinlega eru menn dálítið
spenntir á hverri vertíð, að vita
hver er aflahæstur í það og það
sinnið og þó frekar hver er með
mestan heildarafla. Ekki vitum
við nákvæmlega, hver er afla-
hæstur á þessari síldarvertíð,
en tveir koma til greina. Höfr-
ungur II. var um helgina bú-
inn að fá 6250 tunnur og var
þá örugglega í efsta sæti. Skip-
stjóri er Garðar Finnsson. Hall-
dór Jónsson hafði i gær feng-
ið samtals um 6400 tunnur. Með
hann er kornungur maður, Leif-
ur sonur Halldór Jónssonar, sem
á bátinn. Hann á einnig tvo
aðra síldarbáta, Jón á Stapa og
Efndir „viðreisnar" — loforðanna
'í
Steinunni, og em synir hans
með þá líka. Leifur er yngstur
þeirra bræðra og hefur gengið
sérstaklega vel.
--------en nú er hann ISðinn
og hér er sá nýi: Hraðfrysti-
hús Mcitilsins og vöruskemma
SlS í baksýn. Fleiri myndir
og grcin um Þorlákshöfn eru
Síðu 0
Jolasöfnun Mæðrastyrks-
nefndar er að hef jast
!
Eins og kunnugt er Iagði
„viðreisnarstjórnin" 8% við-
bótarsöluskatt á vörur og
þjónustu um leið og „við-
reisnin" hófst. Voru færð
þau rök fyrir þeirri ráðstöf-
un, að „viðreisnin" gekk ekki
í gildi fyrr en komið var
nokkuð fram á árið 1960, og
fastir tekjustofnar hcnnar því
rýrari en ella. Jafnframt hét
stjórnin því hátíðlega, að
þessi viðbótarsöluskattur
skyldi aðcins í gildi hafður
tiil ársloka 1960.
En þessi viðbótarsöluskatt-
ur hefur samt sem áður jafn-
an verið framlengdur ár frá
ári, þrátt fyrir margendur-
teknar yfirlýsingar stjórnar-
flokkanna um að „viðreisn-
in“ gengi eins og í sögu. Og
ríkisstjórnin bar fram frum-
varp um framlengingu skatts-
ins fyrir næsta ár á þessu
þingi, eins og komið hefur
fram í þingfréttum Þjóðvilj-
ans.
1 gær var þessi viðbótar-
söluskattur enn ^amþykktur
fyrir næsta ár af stjórnar-
liðinu á Alþingi, þegar stjórn-
arfrumvarp um bráðabirgða-
breyting og framlenging nokk-
urra laga var afgreitt sem
Iög frá neðri deild. Þingmcnn
stjórnarflokkanna hafa reynt
að komast hjá, að fclla enn
einn dóm um efndir „við-
reisnar“-Ioforðanna með sam-
þykkt þessa frumvarps og
hafa sætt lagi að vera sem
flestir fjarverandi við at-
kvæðagreiðslur um það. í
gær voru svo margir þing-
menn stjórnarflokkanna fjar-
verandi (þ.á.m. ráðherrar) að
forscti varð að viðhafa nafna-
kall til þess að fá nægilega
þátttöku í atlcvæðagreiðslu,
svo að unnt væri að afgreiða
frumvarpið. Var það þannig
samþykkt að lokum með 20
samhljóða atkvæðum, en 10
þingmcnn grciddu ekki at-
kvæði, og 10 voru f jarvcrandi.
— Og nú heldur „viðreisn-
in“ áfram að „blómgast",
meðan stöðugt fækkar að
sama skapi efndum þeirra
fögru loforða, sem gcfin voru
við upphaf hcnnar.
Um þessar mundir er jólasöfn.
un Mæðrastyrksnefndar að hefj-
ast. Mæðrastyrksnefnd hóf starf-
semi sína árið 1928 og hcfur jóla-
söfnunin frá upphafi vcrið einn
liðurinn í starfsemi nefndarinn-
ar.
Segja má, að starfsemi nefnd-
arinnar sé þríþætt. 1 fyrsta lagi
vinnur hún að ýmis konar rétt-
arbótum fyrir konur og hefur af
þeim sökum opna skrifstofu allt
árið um kring. í öðru lagi er
styrktarstarfsemi eins og jóla-
söfnunin og loks er I þriðja lagi
sumarstarfið, en nefndin starf-
rækir sem kunnugt er hvíldar-
heimili á sumrin fyrir mæður
með böm.
1 fyrstu jólasöfnun I.Iæðra-
styrksnefndar árið 1928 söfnuð-
ust um 120 krónur en í fyrra-
vetur söfnuðust alls 131 þús. kr.
fyrir jólin auk fatagjafa og út-
hlutaði nefndin þá jólaglaðningi
til 700 til 800 heimila. Þeir sem
njóta hjálpar frá nefndinni fyr-
ir jólin eru gamlar konur, ein-
stæðar mæður, ekkjur og fyrir-
vinnulaus heimili og er úthlutað
bæði mat og peningum auk
fatagjafanna, en þær hafa
Mæðrastyrksnefnd og Vetrar-
hjálpin annazt sameiginlega und-
anfarin ár. Verður fatagjöfum
veitt móttaka að Ingólfsstræti 4
frá 7. þ.m. kl. 2—6 síðdegis
daglega.
Aðaltekjur sínar hefur Mæðra-
styrksnefnd af gjöfum frá verzl-
unum og fyrirtækjum, bæði pen-
ingum og vörum, og einnig ber-
ast henni margar gjafir frá ein-
staklingum. Flytur nefndin öllum
þessum aðilum beztu þakkir sítí-
ar.
Nefndin biður alla þá er óska
eftir styrk frá henni fyrir jólin
að senda umsóknir til hennar
bréflega eða símleiðis, og einnig
biður hún fólk að benda á þá,
sem það telur að njóta ættu
styrks, því að margir sem þurf-
andi eru koma sér ekki að því
að sækja sjálfir. Gjöfum og um-
sóknum um styrk er veitt mót-
taka á skrifstofu nefndarinnar
að Njálsgötu 3, sími 14349. Verð-
ur skrifstofan opin daglega kl.
10.30 til 18 frá og með 7. þ.m.
Leggur nefndin áherzlu á, að
bæði gjafir og umsóknir berist
sem allra fyrst, því að það létt-
ir mjög störf nefndarinnar.
Aðilar að Mæðrastyrksnefnd
eru 19 félög og vinna fulltrúar
allra félaganna í nefndinni að
söfnunarstarfinu. Formaður
nefndarinnar er frú Jónína Guð-
mundsdóttir en auk hennar
skipa þessar konur úthlutunar-
nefndina: Jóhanna Stefánsdóttir,
Guðfinna Jóhannsdóttir, Ásta
Bjömsdóttir, Unnur Skúladóttir
og Guðrún Snæbjömsdóttir.
Tvö umferðarslys
í gærmorgun
Um kl. 8 í gærmorgun varð
77 ára gamall maður, Ámi Guð-
mundsson, Rauðarárstíg 9, fyrir
bifhjóli á Borgartúni á móts við
Höfðaborg. Kastaðist hann í göt-
Framhald á 12. síðu.
Adenauer biðlar
demókrata!
til sósial-
Sjá síðu 0
4