Þjóðviljinn - 05.12.1962, Page 2
SÍÐA 2
ÞJÖÐVILJINN
Miðvikudagur 5. dasember 1962
Þorlákshöfn er unglingurinn meðal íslenzkra
athafnaplássa. Hún er þó þegar orðin allmikil út-
gerðarstöð og fiskverkunarþorp, auk þess að vera
uppskipunarhöfn og dreifingarmiðstöð fyrir Suð-
urland. í sumar hafa verið undirbúnar stórfram-
kvæmdir í hafnargerð, og þegar höfnin er komin,
má búast við að þarna vaxi athafnabær risa-
skrefum.
Bátar I Þorlákshöfn. Miftin eru svo að segja viö bæjardyrnar.
Milli auðugra miða
og blómlegra sveita
Árið 1954 hefst bygging í-
búðahúsa í Þorlákshöfn. Svo
ungt er þetta vel og snyrtilega
byggða þorp. Það þótti þá
djarft spil að setjast að og
byggja hús á þeim stað, en nú
er eftirspum eftir húsnæði af-
ar mikil og lóðaumsóknir
xnargar. Fyrst og fremst er
þetta því að þakka, að mikil
velmegun er á staðnum vegna
auðugra fiskimiða, er liggja
svo gott sem við bæjardymar.
Meitillinn h.f. er aðalatvinnu-
fyrirtækið í Þorlákshöfn, en
í því eiga samvinnufélögin
bróðurpartinn. Aður en bygg-
ingu hraðfrystihússins lauk í
vertíðarlok 1960, var eingöngu
verkaður saltfiskur og skreið.
Atvinna var þá mikil framan
af ári og fram eftir hausti, en
rénaði síðan til vertíðar. Með
tilkomu hins nýtízkulega hrað-
frystihúss varð hrein bylting í
atvinnulífi staðarins. Atvinna
varð meiri og jafnari en áður
var, konur og börn gátu nú
unnið við humarverkun allt
sumarið, tekjur urðu öruggari
og meiri. Árið 1961 greiddi
Meitill h.f. 8 milljónir króna í
laun, en fyrstu níu mánuði
þessa árs voru pr— -tdar 11 millj
í vinnulaun. Ni. , ,arfa allt að
150 manns hjá fyrirtækinu,
þegar flest er. Auk hraðfrysti-
húss rekur Meitillinn beina-
mjölsverksmiðju, lýsisbræðslu
og saltfiskverkun og 5 bátar
eru gerðir út af félaginu. Út-
flutningsverðmæti fyrstu níu
mánuði 1962 nemur 37 millj.
króna. Humarveiðin varð á
þessu ári 220 tonn. Að lokinni
humarvertíð hófust svo drag-
"hótaveiðamar og voru þær
stundaðar fram að mánaðar-
mótum okt.-nóv. Afli varð
sæmilegur.
Upp vex hafnarbær
Ljóst er af því, sem að fram-
an er sagt, að Þorlákshöfn. er
þegar orðinn allmikill útgerðar-
og fiskverkunarbær. En hún er
meira; hún er líka mikil upp-
skipunarhöfn og dreifingarmið-
stöð fyrir Suðurlandsundir-
lendið. Samband íslenzkra sam-
vinnúfélaga á þar stóra vöru-
skemmu og fóðurblöndunar-
stöð og Kaupfélag Ámesinga
rekur stóra og nítízkulega kjör-
búð. Hún var opnuð á síðast-
liðnu hausti eftir gagngerar
breytingar, verzlunarplássið
hafði verið aukið um helming;
er nú u.þ.b. 250 fermetrar. Allt
sement, sem K.Á. selur, er flutt
til Þorlákshafnar og síðan
dreift þaðan um Suðurlands-
undirlendið. Sama er að segja
um timbur þriggja kaupfélaga,
Ámesinga, Rangæinga og
Skaptfellinga; því er skipað
upp í Þorlákshöfn og dreift
þaðan. Vegna þess eru skipa-
komur tíðar. Hér vex upp
hafnarbær.
Byggingar og bátar
Olíufélagið h.f. er nú að
ljúka við byggingu á nýjum
1000 lesta geymi fyrir gasolíu.
Fyrir var á staðnum 575 lesta
geymir. Frá birgðastöð þessari
er gasolíu dreift um Ámes- og
Rangárvallasýslu og allt aust-
ur í Skaptafellssýslu.
Trésmíðaverkstæði er nýtek-
ið til starfa og bygging er haf-
in á vélaverkstæði. Að þessu
sem öðru standa ungir og dug-
miklir menn.
Fiskverkunarhús Guðmundar
og Friðriks var og stækkað um
helming á liðnu sumri.
Ibúðarhús í smíðum eru 22
og eru þau mislangt á veg
komin.
Stórt barnaskólahús hefur
verið tekið í notkun fullbúið,
nema að utan. Félagslíf hefur
verið mikið, en húsnæðisvand-
ræði standa því fyrir þrifum.
Auk Meitilsbáta hafa verið
gerðir út héðan Friðrik Sigurðs-
son, sem Hafnames h.f. á,
og Faxi, sem Sigurður Guð-
mundsson og fleiri áttu, en
hann hefur nú verið seldur og
Guðbjörg GK keypt í staðinn.
Hafnames h.f. er nú að láta
byggja 80 lesta bát og er hann
væntanlegur í vertíðarlok eða
byrjun sumarsfldveiða. Auk
heimabáta lögðu fjölmargir
bátar upp á s.l. vetrarvertíð og
einnig í sumar.
Höfnin
Hafnarbygging og hafnarbæt-
i | mm 11 __
Leik-
þáttur
Fyrir nokkru skýrði Morg-
unblaðið frá því í stórri fyr-
irsögn að Eiríki Kristóferssyni
hefði verið „siglt“ til Eng-
lands. Þótti þá mörgum ný-
stárlegur farkostur hafa bætzt
i íslenzka flotann, en nú er
ko.mið í Ijós að hann á raun-
ar öllu heldur heima á flota-
deild tundurduflaslæðara í
Skotlandi, þar sem Barrie
Anderson skipherra ræður
rikjum, en mörgum mun
minnisstætt að Anderson þessi
varð alræmdur fyrir fólsku í
verki og dólgshátt í orði með-
an Bretar stunduðu sjóhem-
að sinn á íslandsmiðum. Hafa
stjórnarblöðin haft það mjög
á orði að með þvi að ,,sigla“
Eiríki Krlstóferssyni til Eng-
lands sé verið að vekia upp
forna hofmennsku. líkt og
írá er greint i riddarasögum.
þar sem menn hneigðu sig
hver fyrir öðrum af mikilli
stimamýkt eftir að þeir höfðu
árangurslaust reynt að ráða
hver annan af dögum.
En nú er komið í ljós að
hér er ekki um neina nútíma-
útgáfu á riddarasögum að
ræða Morgunblaðið skýrir
í gær frá þvi í einkaskeyti
hvað gerzt hafi þegar Ander-
son veitti islenzka farkostin-
um viðtöku: „Ekki höfðu þeir
ræðzt við i fimm minútur
þegar leyndarmál beirra kom
í Ijós Meðan ríkisstjórnir
þeirra beggja deildu um lög-
fræðileg atriði fiskstríðsins.
leystu Eiríkur Kristófersson
og Barrie Anderson ágrein-
ingsatriði milli brezku togar-
anna og íslenzku varðskip-
anna á staðnum yfir bolla af
kaffi“ Og Anderson skin-
herra lýsir þessu enn nánar
fyrir fréttamanni Morgun-
blaðsins: . Smám saman vönd-
umst við á að kalla hvo’-
annan unn í talstöð og mæb
okkur mót yfir bo’la nf kaff-
Ég sagði ekki Whitehai’
(brezku yfirvöldunum) frá
þessu og Kristófersson skip-
herra lét ekki íslenzk yfir-
völd vita. Þegar vandamál
urðu óyfirstíganleg og ekki
mögulegt að visa þeim til rik-
isstjórna okkar, gripum við
til okkar eigin ráða og gerð-
um munnlegan einkasamning.
Og þegar Kristófersson skip-
herra hafði á annað borð gef-
ið samþykki sitt. var það
sama og skuldbindingarskjal:
jafnvel þótt við höfum stund-
um orðið að samþykkja að
vera ósammála."
Landsmenn allir munu
minnast þess hvemig þeim
var innanbrjósts meðan Bret-
ar stunduðu ofbeldisverk sín
á fslandsmiðum. Þióðin fylgd-
ist með öndina í hálsinum
með ójafnri baráttu varðskip-
anna okkar og frægasta flota
heims. hvernig Bretar unnu
eitt ofbeldisverkið af öðru.
rændu islenzkum landhelgis-
gæzlumönnum. reyndu aftur
og aftur að sökkva varðskin-
um með allri áhöfn; o<r blöð-
in lýstu ummælum Eiriks
Kristóferssonar með serstakri
virðingu hvort sem hann
vitnáði i biblíuna eða s.iálfan
sig- þar var maður sem stóð
æðrulaus andspænis ofurefl-
inu og lét ekki hlut sinn i
neinu. En nú segir Morgun-
hlaðið að þetta bafi allt ver-
ið sett á svið eins og leik-
báttur, Barrie Anderson og
Eiríkur Kristófersson hafi
komið sér saman um allt
hlæjandi vfir kaffibollum án
bess að láta ríkisstiórnir sín-
aj. vita. hvað ba íslenzku
bióðina. Þeir hafi meira að
seeia sambykkt hvernig þeir
ættu að vera ósammála og
bá eflaust einnig hvaða bibl-
iugreinar þeir settu að nota
begar þeir þóttust, vera að
deila í leikbætti sinum Off
Anderson skioherra segir að
hvert orð Eiriks Kristófers-
sonar hafi staðið eins og
..skuldbindingarskial“ þótt
það eigi að sjálfsögðu ekki
við um þau orð sem íslenzk
HÖð og útvarpið höfðu eftir
Eiríki; enginn skyldi ætlast
til þess að lelkari verðl að
standa við það sem hann seg-
ir á sviðinu. — Austri
Hér er verið að byggja húsið, þar sem körin verða steypt í vetur. Næsta sumar verður svo
úr þeim geröur hafnargarður.
I sumar hafa verið fluttir til Þorlákshafnar íbúðarskálar fyrir starfsmenn Efrafalls.
ur er stærsta framfaramál íbú-
anna í Þorlákshöfn. Það var
mikið gleðiefni, að í sumar
hófust stórfelldar hafnarbætur.
sem til á að verja 50 milljón-
um króna.
Efrafall h.f. mun sjá um
verkið og hefur það að mestu
lokið öllum undirbúningi undir
stórfelldar framkvæmdir. I vet-
ur er ætlunin að steypa inn-
anhúss kör, sem fara eiga í
hafnargarðinn; í vor eiga að
vera tilbúin nokkur stykki.
sem þekja fullbreidd hafnar-
garðs og fimm metra fram.
Þessum körum er auðvelt að
koma fyrir og tekur jafnvel
ekki nema tvo daga að ganga
frá hverju fyrir sig.
Það er von og ósk sjómanna
og allra íbúa í Þorlákshöfn að
fullkomin höfn verði veruleiki.
Og vissa er fyrir því, að það
fé, sem í hana yrði lagt, mundi
ávaxta sig vel. Hrcinn.
Herra- og drengjavesti mm « ~ grjjcm,, _ m
peysur
stakir jakkar — amerískir og hol- lenzkir
herraföt — amerísk
sportúlpur — amerískar /B ÆM/. 'JÉk
leðurvesti
leðurjakkar
rúskinnsvesti
frakkar 1
fjölbreytt og glæsilegt úrval af "h.k ■>
ikyrtum — bindum — höttum ot?
"’öirgu fleiru til jólagjafa.
Verzl. Herraföt
Hafnarstræti 3.