Þjóðviljinn - 05.12.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. desember 1962
ÞJÓÐVILJINN
Stöðva verður eyðingu 1“^!nJir
byggða á Vestfjörðum
ÞINCSIÁ ÞJÓÐVIL|ANS
Hannibal Valdimarsson
flytur þingsályktunartillögu
um aðstoð við Snæfjalla-
hrepp í Norður-ísafjarðar-
sýslu til varnar eyðingu
byggðar. Tillagan er svo-
hljóðandi: — Alþingi álykt-
ar að leggja fyrir ríkisstjórn-
ina að gera þegar ráðstafan-
ir, er verða mættu til
að stöðva frekari eyðingu
byggða en orðin er í Norð-
ur-Isafjarðarsýslu. — Tvö
sveitarfélög norðan ísafjarð-
ardjúps liaja þegar lagzt í eyði, og veltur á miklu, að
jaðarbyggðin, sem nú er, Snæfjallahreppur, fái þá upp-
örvun og aðstoð frá ríkisins hendi, að frekari eyðing verði
stöðvuð, áður en það er um seinan.
Meðal ráðstafana, er til greina gætu komið af ríkisins
hendi í þessu skyni, vœri t.d.:
1. Sérstök fjárveiting til virkjunar Mýrarár fyrir all-
an hreppinn.
2. Tenging sveitarfélagsins á nœsta ári við akvegakerfi
landsins með brú á jökulvatnið Mórillu í Kaldalóni.
3. Dýpkun innsiglingar á Æðeyjarhöfn.
4. Ferjubryggja á Mýri af þeirri gerð og stærð, að vœnt-
anlegur Djúpbátur, sem nú er í smíðum, geti örugg-
lega athafnað sig við hana.
Náið samráð um þessar og aðrar aðgerðir í mdlinu sé
i hvívetna haft við hreppsnefnd Snœfjallahrepps“.
eyðingu byggðar í Snæfjalla-
hreppi og aðstoða það fólk, sem
þar berst fyrir tilveru sinni
og lýkur greinargerðinni á eft-
farandi orðum:
„Flutningsmaður þessarar til-
lögu telur mikils um vert, að
myndarlegt átak fáist gert án
tafar af hendi ríkisins til að
hjálpa hinu dugmikla fólki,
sem byggir Snæfjallahrepp, í
hetjulegri baráttu þess til að
veita viðnám gegn enn frekari
eyðingu byggðar en þegar er
orðin i Norður-lsafjarðarsýslu.
Vil ég bví heita á háttvirta
alþingsmenn að samþykkja til-
löguna."
Fundir voru í gær i báðum
deildum Alþingis, en stóðu stutt
yfir. 1 efri deild var aðeins
tékin fyrir atkvæðagreiðsla um
frumvarp til laga um aðstoð
við vegagerð á Vestfjörðum og
Austurlandi. Málinu var vísað
til ríkisstjórnarinnar með 10
atkv. gegn 8, samkvæmt rök-
studdri dagskrá, sem fulltrúar
ríkisstjómarinnar höfðu borið
fram.
1 neðri deild fór fram önnur
umræða um frumvarp til laga
um öryggisráðstafanir gegn
geislavirkum efnum. Heilbrigð-
is- og félagsmálanefnd mælti
með samþykkt frumvarpsins
með smávægilegum breyting-
um„ en síðan var málið af-
greitt til 3. umræðu. — Þá fór
fram 3. umræða um bráða-
birgðabreyting og framlenging
nokkurra laga og var það mál
afgreitt sem lög frá Alþingi.
Rannsókn aiferða
við upphitun húsa
'■v ;
■ 'fe-V ■ <4-
i
I greinargerð fyrir tillögunni
er á það minnt, að þau ótíð-
indi hafa verið að gerast á und-
anförnum árum, að byggð hef-
ur lagzt í eyði í Sléttuhreppi.
Grunnavíkurhreppi og ytri
hluta Snæfjallahrepps.
Flutningsmaður telur, að
nauðsynleg sé aðstoð hins op-
inbera á þann hátt sem gert eí
ráð fyrir í tillögunni til þess
að stemma stigu við frekari
t
>Moskvitch
I
t
i
t
!
!
1 dag er það MOSKVITCH
Hann er vel þekktur á göt-
uni borgarinnar og víðar um
landið. Og að sjálfsögðu einn
af þcim bílum sem hægt er
að velja um í SKYNDIIIAPP-
DRÆTTI ÞJÓÐVILJANS.
Guðmundur Gíslason íor-
stjóra Bifreiða- og Landbún-
aðarvéla h.f. leyfði okkur
góðfúslega að hafa þetta eftir
sér um bílinn:
„MOSKVITCH M-407 er
rúmgóð fjögurra mjnna bif-
reið, sem reynst hefur mjög
vel á erfiðum íslenzkum veg-
um. — Það er hátt undiir bif-
reiðina, — Hún er búin gorm-
um að framan, en fjöðrum að
aftan og eru höggdeyfar sér-
staklega stcrkir, enda gerðir
fyrir akgtur á misjöfnum
vegum. — Vélin cr 4S hest-
afla toppventlavél og er benz-
íneyðsla 7—8 lítrar á 100
km. — Gírkassinn er fjögurra
hraða synchroniseraður. —
Rafkerfið er 12 volta og
mjög vandað, enda auðvelt
að ræsa bifreiðina þó kalt
sé í veðri.
Fjölbreytt úrval varahluta
er ávallt fyrirliggjandi á
hagstæðu verði“.
!
!
!
Björn Jónsson og Lúðvík Jósefsson
hafa lagt fram eftirfarandi þingsálykt-
unartillögu um rannsókn á aðferðum til
upphitunar húsa: — „Alþingi ályktar að
kjósa fimm manna nefnd til að rannsaka
til hlítar stofn- og rekstrarkostnað sem
og framtíðarmöguleika þeirra aðferða, sem
tíðkaðar eru hérlendis við upphitun húsa,
með sérstöku tilliti til þess, hvort ekki sé
þjóðhagslega rétt og einnig hagkvæmast
fyrir viðkomandi aðila — ekki sízt í dreif-
býlinu — að stefna að því í sambandi við
vatnsaflsvirkjanir næstu áratugi að hita
hús hérlendis með raforku“.
Tillögunni fylgir löng og ýt-
arleg greinargerð, þar sem
greint er frá orkuneyzlu Is-
lendinga hin síðari ár. Til upp-
hitunar húsa hafa einkum ver-
ið notaðar fjórar aðferðir hér-
lendis: 1. Upphitun með kol-
um, 2. Upphitun með olíu, 3.
Upphitun með jarðhita og 4.
Upphitun með rafmagni.
Flutningsmenn tillögunnar
benda á, að rannsaka þurfi,
hvort ekki sé hagkvæmt að
nýta orku landsins í þessum
tilgangi og segja m.a. í grein-
argerð sinni fyrir tillögunni:
„Flutningsmenn þessarar
þingsályktunartillögu eru þeirr-
ar skoðunar, að í framtíðinni
munum við Islendingar þurfa
að byggja á innlendri orku til
upphitunar húsa, en að notkun
hinnar erlendu orku, aðallega
olíu, fari dvínandi, bæði af því
að framleiðslu hennar eru tak-
mörk sett og af beinum fjár-
hags- og hagkvæmnisástæðum.
Innlendu orkutegundimar eru
tvær, jarðhiti og rafmagn. Nýt-
ing jarðhitans til upphitunar
hérlendis er mjög staðbundin,
en órannsakað er meíi öllu
hversu mikill þáttur jarþhitinn
gæti orðið í sambandi við fram-
tíðarlausn þessa vandamáls á
landsmælikvarða. Meðal ann-
ars er enn ósvarað þeirri spum-
ingu, hvort' ekki sé hagkvæmt
að framleiða rafmagn með
jarðhitanum. Um raforkuna eru
menn ekki sammála. Sumir
sérfræðingar halda þvi fram.
að raforkan sé svo dýr, að úti-
lokað sé að framleiða hana til
^ . __ + m < / c<i i i M* ^ loKSö S€ 30 iramieioa nana u.
Þdð er margur goour íarkostur sem sa neppm 1 bkynainapparætn j upphitunar húsa. Þó halda aðr-
Þjóðviljans getur valið um eítir 23. desember. — já, og óðum styttist j ir fram. að iik notkun rafork-
tíminn bingað til að sá dagur rennur upp. Það er því ráð að kaupa j
miða sem íyrst. — Svo og íyrir útsölumenn að gera fljót og greið skil, |
svo ekki þurfi að standa a að birta vinningana begar þar að kemur. j|
Skyndihappdrætti
Pjóöviljans
.1
unnar eigi fyllilega rétt á sér,
a.m.k. að vissu marki samhliða
iðnaðar- og heimilisnotkuninni.
og jafnframt .að hún sé fylli-
lega samkeppnisfær við olíu i
þessari notkun, sé miðað við
svipað verð á raforkunni og
til iðnaðar. En um þetta meg-
um við ekki vera í neinum
vafa. Þetta þarf að rannsaka
ýtarl. með tilraunum og glöggri
skýrslugerð (statistik) og
samanburði á stofn- og rekstr-
arkostnaði þessara hitunarað-
ferða. Að því stefnir þi»g*6-
lyktunartillagan".
SÍÐA 5
Otgefandi: Sameiningarflokkui alþýðu — Sósiailstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ölafsson.
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: Ivar H Jónsson. Jón Bjamason.
Ritstjóra. afgreiðsla. auglýsingar crer.tsmiðja: Skólavörðustfg 19,
Simi 17-500 (5 línur! 4skriftarveri* Kr 55 00 4 mánuði.
Ábyrgð
jy^orgunblaðið mínntist þess í gær á forsíðu að
fjögur ár voru liðin síðan Hermann Jónas-
son flutti á þingi ræðu sína um að vinstristjórn-
in hefði beðizt lausnar. Birtir blaðið ræðuna í
heild og ósjaldan hefur áður verið til hennar
vitnað, enda var framkoma Framsóknarforust-
unnar um þær mundir einhver fráleitustu stjórn-
málaafglöp sem hún hefur gert sig seka um.
Framsóknarflokkurinn krafðist þess þá, alger-
lega að ástæðulausu, að kaup launþega yrði
lækkað verulega og þegar verklýðssamtökin og
Alþýðubandalagið neituðu að fallast á þá kröfu
sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarsamvinn-
unni og opnaði þannig allar götur fyrir þeirri
íhaldssamfylkingu sem síðan hefur farið með
völd í landinu. Með framkomu sinni þá auglýsti
Framsóknarforustan í senn aftúrhaldssemi sína
í efnahagsmálum og pólitíska skammsýni sína,
og mættu ýmsir þeir sem nú festa trúnað á rót-
tæk ummæli Framsóknarleiðtoga minnast at-
hafna þeirra fyrir fjórum árum og hugleiða
Framsóknarkjörorðið forna: „Verkin tala“.
H« er misskilningur ef Morgunblaðið ímyndar
sér að það geti gert andlátsdag vinstristjórn-
arinnar og einhverjum gleðiatburði í huga al-
mennings. Atvinnurekendur, fjárplógsmenn og
stóreignaskattsgreiðendur munu að vísu minn-
ast þess dags með fögnuði og telja hann marka
tímamót í auðsöfnun sinni, en launþegar allir
viðurkenna að þeir bjuggu við mun betri kjör
í tíð vinstri stjórnarinnar en þeir gera nú, einn-
ig þeir, sem þá voru óánægðir með sinn hlut.
Enda er staðreyndin sú að verulegur hluti laun-
þega hefur enn þann dag í dag svipað tímakaup í
krónutölu og þegar vinstristjórnin fór frá, enda
þótt verðlag á vörum og þjónustu hafi síðan
hækkað um meira en tvo fimmtu. Alþýða manna
úti um land minnist þess einnig að vinstrist.jórn-
in upþrætti gersamlega atvinnuleysið sem áður
var þungbært vandamál í ýmsum landshlutum
og jók svo framleiðslutæki landsmanna að þjóð-
in mun lengi enn búa að þeim framkvæmdum.
Og íslandssagan mun geyma það afrek vinstri-
stjórnarinnar að stækka landhelgina í 12 mílur,
og ekki mun því heldur sleymt hveriir ^kertu
þann rétt sem landsmenn höfðu tryggt sér.
Jjað var auðvelt að gagnrýna margt í stefnu og
störfum vinstristjórnarinnar. En þær ríkis-
stjórnir sem síðan hafa starfað í landinu hafa
séð fyrir því að vinstri stjórnin hefur sífellt vax-
ið í hugum manna. allur samanburður hefur ver-
'ð henni í hag. Einmitt þessvegna ber vinstri-
mönnum að geyma vel í minni hverjir það voru
sem guggnuðu fyrir áróðri íhaldsins og sundruðu
samstarfinu með afturhaldssömum viðhorfum.
bví miður er ekkert sem bendir til þess að for-
usta Framsóknarflokksins hafi lært nokkuð af
afglöpum sínum fyrir fjórum árum; hún mun
enn sem fyrr læra bað eitt sem kjósendur kenna
henni í verki. — m.
j