Þjóðviljinn - 09.12.1962, Side 3

Þjóðviljinn - 09.12.1962, Side 3
KONGULOIN SEM TROLLREIÐ ITALIU Hvað lögun og hreyíingar snertir líkist hún venjulegri móakönguló, en hún er stærri, sterkari og litskreytt á svo sérkennilegan hátt, að ekki verður um villzt. Fram- hlutinn er reykgrár að o.fan- verðu með dökkum lengdar- : rákum, köntuðum, fram með hliðunum. Á afturhlutanum tekur fyrst við þríhymdur blettur, en síðan sex svart- ar þverrákir á ljósgráum Ileti. Bakhlutinn er áberandi, dökk-appelsínugulur með breiðri, flauelssvartri þver. rák. Að ofanverðu eru fæt- urnir brúnleitir, en að neðan svartir með skjannahvítum rákum. Þetta hljómar þurrt eins og hver önnur vísindaleg upp- talning, en slík eru fyrstu kynni okkar af itölsku köng- ulónni — tarantúlunni. Náttúrufræðilegar stað- reyndir hafa þó ekki aflað kvikindi þessu þeirrar frægð- ar. sem raunin er, heldur hitt, að öldum saman hefur fólk álitið tarantúla-eitrið hið skaðvænlegasta mönnum. Hún er þekkt um gervalla ítalíu, oð því fer fjarri, að hún eigi lýðhylli að fagna, en einkum verður hennar vart í suðaust- urhéruðum landsins, á hinum frjósömn sléttum Apúlíu. BITIÐ Sá sem óvitandi var þitinn af tarantúlu gat fyrst í stað hughreyst sig með því, að um meinlaust býflugnabit væri að ræða. En eftir fáein- ar klukkustundir tóku sívax- andi kvalir af allan vafa. Blóðrásin varð fyrir hraðari eiturverkunum og heiftarlegri en eftir eiturslöngubit. Sjúk- lingurinn fékk ofsahita, and- arteppu, ógleði og átti erfitt ;með að mæla. auk þess sem ifram komu önnur einkenni þess. að hann hefði orðið fyrir tarantúlubiti Augnaráð hans varð í senn starandi og æðislegt, og frá andliti hans breiddist svarblár litarhátt- ur köfnunarinnar um allan skrokkinn. Þegar hér var komið sögu mætti ætla að læknishjálpar væri leitað. En . á frumstæðri ftalíu 15. aldar voru læknar og sjúkrahús ó- : þekkt fyrirbæri. Aðsto.ð sú. sem um var að ræða. var í senn einkennileg og ,af þjóðlegum hjátrúarrót- um runnin. Sjúklingurinn var borinn inn í næsta byggt ból, en á meðan voru hraðboðar sendir eftir hljóðfæraleikur- um sveitarinnar. Læknisað- gerðin, sem með góðum vilja er í hæsta lagi hægt að kalla taugafræðilega, var í því fólgin að leika á fiðlu. horn og einskonar flautu eitthvert það lag, sem álitið var hæfa skapgerð hins sjúka tij heilsu- bótar. Meðan á þessu gekk fór allt að óskum. Brátt tók sjúklingurinn að draga and- ann léttar. Það dró úr kæf- verki næst, að maður, sem áður var haldinn megnustu líkams- og sálarkvölum, gat á svo stuttum tíma jafnað sig til fulls og gengið á brott án þess að bera nokkur sjáanleg ummerki hins erfiða sjúkdóms, er hann hafði sigr- azt á.“ „UNO TARANTATO“ Sjúklingurinn losnaði að því er virtist við eituráhrif tarantúlu-btsins, en eigi að síður bar hann menjar þess ævilangt. Ári eftir æsidans- Kirkjan leit dansæðið illu auga. Þarna sést hvernig synda- selir hrapa í glötunarfenið, en dyggðugir komast heilu og höldnu yfir torfærubrúna með biskuplegri leiðsögn. ingunni. Síðan tóku fingur, hendur og höfuð smám sam- an að hreyfast í takt við hljómlistina. Skyndilega reis sjúklingurinn á fætur. í fyrstu voru skref hans reik- ul, en brátt var hann farinn að taka þátt í einskonar dá- leiðslu-hringdansj með fett- um og brettum, ásamt við- stöddum. Með logheita sól suðursins yfir höfði sér — eins og furðulostinn áhorf- anda að þessum látum — sveittist fórnarlambið svo., að taumarnir runnu- um brúnan skrokk hans. en við það jókst hlutfallslega vellíðans hans, En enn leið langur timi — oft nokkrir dagar — við æð- islegan dans rneð örstuttum hvíldum, unz lækningin var orðin staðreynd. Sjónarvottur hefur skráð, fullur lotningar, eitthvað á þá leið, „að það hljóti að teljast ganga krafta- inn var ný hitabylgja skoll- in yfir sléttur Apúlíu. En löngu áður hefur sjúkdómur mannsins gert vart við sig aftur með taugaveiklunarein- kennum á líkama hans, enda þótt slík köst séu ósambæri- leg við fyrstu eituráhrifin. Hann var nú orðinn ,.Uno Tarantato", brjóstumkennan- leg manntegund, en hópur slíkra fór vaxandi frá ári til árs og varð að þo!a margs- konar likamlegar og andleg- ar raunir. Þegar tímar liðu, tóku fleiri og fleiri þátt i æðis- dönsunum, sem álitið var, að haldið gætu sjúkdóminum í skefjum. En jafnhliða því, sem tryllingsathafnir þessar fara að fá á sig hefðbundinn og skipulegan blæ, koma ný atriði smám saman til skjal- anna, sem jafnvel útþynna og taka við af hinum fyrri. Frá fyrstu tíð virðist sjúkdómur- ■ inn einkum hafa leitað á karl- menn, en frásagnir frá 16. öld sýna, að einnig konur eru famar að taka þátt i rok- spretti danslækninganna. Tveim itölskum rannsak- endum málsins kemur ekkt allskostar saman um það, hver orsökin var til þátttöku kvenfólksins. Annar þeirra, Baglivi, heldur því fram, að fjöldi kvenna hafi gert sér upp sjúkdóminn til þess þann- ig að veita sér lystilega upp- bót á fremur tilbreytingar- laust hversdagslífið í sveit- inni. Kollegi hans, Boccane, hefur hið fagra kyn ekki grunað um svo mikla græsku, heldur bendir á þann stóra möguleika, að tarantúlan hafi átt það til að leynast í fell- ingarikum fatnaði kvenna. En þangað gat fleira leit- að, ef svo. bar undir. Eftir að kvenkynið fer að taka þátt í dansathöfnunum, þróast þær brátt upp í hrein svall- samkvæmi sem ekki gefa hið minnsta eftir drykkjuveizlum Rómverja til forna. Frásagan af þeim hundrað konum. sem þungaðar urðu á einni og sömu nóttu í fimmhundruð manna gleðskap af þessu tagi, má þó kannski teljast óvenju „frjósamt" dæmi. INNAN VIÐ KLAUSTURMÚRANA Jafnframt þvi sem almenn- ingur, sótti lækningu og fró- Un i dansathafnirnar, náðl illur aþúi tarantismans smám saman einnig tökum á hinni fáguðu yfirstétt. en að sjálf- sögðu gekk það guðlasti næst að blanda þannig geði við ör- eigalýðinn. Þrátt fyrir ,.þann blygðunarroða sem hlaut að hylja hverrar heiðarlegrar og siðavandrar fjölskyldu ásýnd, þá er einhver hennar megin- stoð gaf sig tarantúlunnar gjálifum og ósiðlegum hreyfi- máta á vald“, tók dansinni brátt að duna í salarkynnum stórbændanna bak við vendi- lega læsta gluggahlera Enn alvarlegra varð ástand- ið, þegar köngurlóin réðst inn Framhald á bls. 14. — ÞJÓÐVILJINN (3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.