Þjóðviljinn - 09.12.1962, Síða 10
Júníregn
Framhald af 9. síðu.
Hafði hann efni á þessu?
Efni! Hélt hún kannaki
liann hefði stolið þessu?
Nei.
Jæja, hvað þá.
Hún kyssti hann framaní
börnunum, sem einnig voru
dösuð yfir gjöfum hans.
4.
Og júnídagarnir liðu grænir
og sólríkir og anganfullir.
Heyskapurinn hafði gengið
íádæma vel.
Hlaðan var full upp í mæni
og hey í stakki úti.
Túnið var aftur orðið loðið.
Það var nú meiri grózkan
i jörðinni.
Dag og dag skrapp hann á
£lot. Það voru að vísu engir
hafróðrar, en þau þraut sjald-
an soðningu.
Svo kom bréf.
Það var frá manninum.
Hann átti að ganga undir
ttppskurð.
Það var hættulegur upp-
íkurður, en óhjákvæmilegur.
Henni sást ekki bregða.
Þetta var ekki annað og
meira hún hafði búizt við.
Það varð að taka því.
Kannski tekst þetta vel. Þeir
voru svo fjandi klárir með
hnífinn fyrir sunnan.
Hann verður aldrei sami og
áður. Það var kannski skömm
frá að segja, hún hafði stund-
um hugsað sæUa væri að
deyja en lifa við örkuml.
Um nóttina kom hún til
hans.
Hann varð feginn komu
hennar, var svefns vamað.
Það lagði svo sterka angan
af jörðinni inn um opinn
gluggan.
Gróandinn var í algleymi.
Það hafði verið h'kt ástatt
með hcina.
Hann hliðraði til fyrir
henni.
Hún var í náttkjól einum
áttta.
A efUr lágu þau hljóð í
mjúku rökkrinu með söng
•feturlnnar í hlustunum.
5.
Sumarið hélt áfram að ríkja
og hlíðin uppundan bænum
blánaði af berjum.
Það Skiptust á skin og skúr-
lr, á milli þess var loftið
blátt og tært.
Þetta var einstök tíð, berin
fuUþroskuð í júlí og ungviði
á hverjum kvisti.
Um ’.eigar kom kaupstaða-
fólkið á bílum með koppa og
kirnur, sparibúið og háleitt.
Þetta var ungt fólk, piltar
og stúlkur.
Þá ómaði hlíðin af hlátrum
og vegurinn rauk í þurrkin-
um.
Það sótti á hann óeirð.
Hann varð hyskinn við
sláttinn, studdist oft og lengi
fram á orfið, flenntum nösum,
og svaraði út í hött ef hún
yrti á hann.
En þegar helgarnar voru
liönar, varð hann aftur eins
og hann átti að sér að vera.
Nú væri ekki amaiegt að
korna í berjamó.
Þá skruppu þau upp f hlíð-
ina með bömin, lögðust fyr-
ir í lynginu, tíndu í sig og
urðu berjabiá.
Þetta voru góö kvöld, ang-
anfull og söngur í náttúrunni.
Þá iétu þau börnin um sig
sjálf, völdu sér djúpa laut og
elskuðust undir angandi
kjarrinu.
Við erum eins og dýrin á
mörkinni, sagði hún stundum
þegar atlot þeirra voru villt-
ust. Guð ef bömin kæmu nú
að okkúr.
En það var engin hætta,
berin voru svo sæt og þrosk-
uð.
Stundum brugðu þau á leik,
eltu hvort annað með hríslu
á lofti og bárnseðlið sem
hafði blundað í þeim var vak-
ið. Þá fengu börnin að vera
með og þessi fjögur böm
hlupu og ærsluðust í lynginu.
Þetta voru dásamlegir dag-
ar.
En svo kom Vtur bréf að
sunnan.
Hann fylgdist með lestri
hennar út um gluggann og
sá ekki betur það þyrmdi yf-
ir hana.
Hafði hún fengið slæmar
fréttir?
Hún leit upp úr lestrinum.
Uppskurðurinn hafði
heppnazt.
Vildi hann lesa?
Þetta var ósköp venjulegt
bréf, handstirt og dálítið
hljóðvillt, þrungið heimþrá,
ásamt kvörtunum, stuttum
bréfum og fáum í seinni tíð.
Hún brenndi bréfið.
Hún hélt ekki upp á bréf,
það söfnuðust bara að þeim
pöddur og ryk.
Nei, hann var ekki slopp-
inn. Heilsuhælið, það yrði ár,
minnsta kosti ár.
6.
Það rigndi nokkur dægur
og háin spratt úr sér.
Svo kom aftur sólskin og
bjartviðri.
Þá tóku þau til óspiltra
mála við heyskapinn.
Hún var hreinasta ham-
hleypa með orfið, sló hann
hvað eftir annað í hólma og
ljáirnir hvissuðu og grasið
féll í múga.
Þau drukku kaffi í slægj-
unni og bömin sem höfðu
leikið að skeljum í hlaðvarp-
anum kcmu til að fá sér bita
með þeim.
Það var þennan dag, sem
þeir heiðruðu þau með komu
sinni, oddvitinn og hrepp-
stjórinn.
Þeir komu eins og skuggar
úr heiðríkjunni, sögðu gúda
og voru þungbrýnir og heimt-
uðu konuna á eintal.
Þeir voru drjúga stund með
hana, slógu út höndum og
pötuðu, og henni var brugðið
að samtalinu loknu.
Hvað vildu séffarnir henni?
O, sosum ekkeit.
Eitthvað hefur það verið.
Ég sé það á þér. Var það útaf
mér?
Já.
Ef ég er fyrir þessum pilt-
um, get ég farið.
Þú ert ekki fyrir neinum.
Hvað kom þeim þá þetta
við? Þáði hún af hrepp?
Einhverju þóttust þeir vera
að sletta í mig.
Þau luku hánni um kvöldið.
Daginn eftir var brakandi
þurrkur.
Þau risu árla úr rekkju,
slógu úr múgunum og nátt-
fallið tók fljótt af.
Þau höfðu ákveðið að fara
í útilegu.
Fjallið var svo ríkt af grös-
um og öðrum kjarnjurtum og
svo voru það berin til sultu
og saftgerðar.
Það var hreinasti óþarfi að
kaupa þetta glundur með allt
berjalandið f kring.
Haustið var á næstu grös-
um.
Það gat komið fyrr en varði.
Það var í þeim áköf tilhlökk-
un.
Þau skyldu aldeilis hafa
það huggulegt. Lfklegast var
bezt að leggjast úr fyrir ai-
vöru.
O, ætli þeim yrði skota-
skuld að nasa okkur uppi.
Þeir eru þefvfsir þessir odd-
vitar.
Við lifum bara af okkar,
sagði hún.
Það er engum frjálst að
leggjast út fyrir alvöru, jafn-
vel þó þeir steli ekki.
En þú vinur, þú ert nú
hálfgerður útilegumaður,
sagði hún og glettist með
heyvisk.
Ekki meðan ég er hjá þér
elskan.
Þetta var asa þurrkur og
töðugjöldin viku síðar.
Daginn eftir héldu þau á
fjallið með tjald og vistir.
Það var glatt í þeim.
Þetta skyldi verða útilega í
lagi.
Hún vissi af ágæcUin tjald-
stað, þar var gnægð berja og
vatn, sem þau gætu buslað í.
Það veitti sannarlega ekki
af að skola sig.
Þetta hafði verið mesta oúl.
Þau tjölduðu um kvöldið.
Það voru álftir á vatninu
með unga.
Þau hringgengu vatnið,
fleyttu kerlingar Og gerðu að-
súg að álftunum.
Það var liðið á nóttu beg-
ar þau gengu til náða og
bömin löngu sofnuð.
Daginn eftir böðuðu þau
sig í vatninu og léku sér í
lynginu.
Það hafði orðið minna af
berjatínslunni en til var ætl-
azt.
Álftahjónin höfðu horfið
um nóttina, aðeins nokkrar
fjaðrir flutu á vatninu.
Um kvöldið tóku þau sam-
an tjald og vistir.
Útilegunni var lokið.
Það var galsi í þeim þegar
þau komu heim.
Þau hlógu og könkuðust.
Þetta 'höfðu verið dásam-
legir dagar.
Þau sáu ekki ljósið í glugg-
anum og urðu einskis vör fyrr
en þau opnuðu hurðina.
Það sat maður við borðið*
fölur maður og veimiltítuleg-
ur.
Sæl.
Galsi hennar hljóðnaði.
Þú-þú kominn.
Já, það er sem þér sýnist*
ég er kominn.
Hann stóð hægt á faetur*
minntist við hana og bömin.
Er þetta pilturinn, sem var
hér í sumar? spurði hann.
Það var fallega gert af hon-
um að hjálpa þér.
Sæll góði minn. Þú verður
ekki feitur af kaupinu hér.
Blessaður vertu, ég þarf
ekkert kaup.
Hann hafði þvælzt hingað
af togaranum. Þetta hafði
verið ósköp notalegt sumar,
eitt það notalegasta sem hann
hafði lifað, nógur matur og
aljt í þessu fína.
Kaup! Nei, hann skyldl
ekki hafa áhyggjur út af því.
Hann yrði ekki lengi að koma
sér í djobb. Hann gæti meira
að segja farið strax.
Það leið stuna frá brjósti
konunnar.
Hún hafði ekkert að leggja
tll málanna, sat þama föl og
hnípin og blámi augna henn-
ar hafði dökknað og kólnað.
Magnús Jóhannsson
Hafnamesl.
10) — ÞJÓÐVILJINN