Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 6
/ 6 SlÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1962 I Nú þurfa menn ekki að verða sköllóttir _..............I á ný, ef stutt er síðan þeir misstu hárið. Þegar skallinn er orðinn | Sænskur skurðlæknir, Lars Engstrand, segist hafa fundið upp nýja aðferð til að koma í veg fyrir, að menn verði sköllóttir. Ef hárið L„„... er ! ! Náungji eins og þessi, sem hcíur góðan hárvöxt fram á gagnaugum, missir yfirleitt ekki hárið. Lesandinn þckkir hann Iiklcga, hinn hárfagra — Yul Brynner. Engstrand nefnir aðferð sína „róttæka skurðaðgerð á hársverði". Hversvegna verða konur ekki sköllóttar — að- eins karlmenn? Sænski lækn- irinn svarar spurningunni þannig: 90% af hárleysi karl- manna stafar af því, að blóð- rásin að hársverðinum hefur stíflazt. Allir menn eru fæddir með sinahimnu um- hverfis heilabúið. En á karl- mönnum hafa kynhormón þau áhrif á sinahimnuna eft- ir 18 ára aldur, að hún þykknar, skorpnar og harðn- ar. Breytingin er mjög mis- hröð hjá mönnum, en hin aukna spenna í sinahimnunni veldur því yfirleitt, að smá- æðarar í hársverðinum herp- ast saman og jafnvel lokast alveg. Kennedy í engri hættu Það er dálítið merkilegt, segir Engström, að þeir menn missa yfirleitt ekki hárið, sem hafa góðan hárvöxt við gagnaugun í átt til augna- brúnanna, t.d. Kennedy, Bandaríkjaforseti. Þetta staf- ar af því að blóðið kemst auðveldlega að hársverðinum, vegna þess að smáæðarnar milli eyma og augna eru fleiri. Hár, sem er utan við sinahimnuna, þ. e. á hliðum og hnakka, fejlur yfirleitt ekki af mönnum. Skurðaðgerð Engstrands er í rauninni aðeins fullkomnun á áður þekktum aðferðum, sem miðast við að koma í veg fyrir áhrif sinahimnunn- ar á blóðstrauminn. Skorinn er 1,5 sm langur skurður efst á enninu og þar kemst lækn- irinn að himnunni. Hún er síðan klofin margvíslega og losuð frá ennissvæðinu, en blóð tekur að renna á ný um smáæðarnar. Sjúklingurinn er deyfður á enni fyrir aðgerðina, sem tekur aðeins 45 mínútur, og skurðlæknirinn fullyrðir jafn- framt, að hálfu ári eft'ir að- gerðina séu öll ör horfin af enni sjúklingsins. Menn fá um það bil 20—50% af eðli- legum harvexti og arangurmn fer að miklu leyti eftir því, hve gamall skallinn er orð- / . , í’ ’£\M hjónarúm Nýlega kom á markaðinn erlendis bandarísk tegund af hjónarúmum, sem vakið hefur mikla athygli og umtal. Rekkjan hvílir á tveim raf- knúnum vélum, sem breyta liigun hennar cftir óskum þeirra, sem í henni hvíla. Stúlkan á myndinni hcldur á f jarstýristækinu, sem stjórnar rekkjunni. Þekktur skalli á Vesturlönd- um. — Eisenhowcr, fyrrum Bandaríkjaforseti. Þekktur skalli úr austri — Kústjoff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Hætluleg eituref ni í appelsínuberki i Neytendasamtökin í Noregi hafa tilkynnt, að efni sem notuð eru til að koma í veg fyrir, að appelsínur og sítrónur mygli, geti verið stór- háskaleg fyrir börn og sjúklinga. Sérstaklega er varað við ávaxtasafa og mauki úr appel- sínuberki. Kommúnistaflokkur USA kallaður fyrir rétt Hinn 11. desember síðast lið- inn kom Kommúnislaflokkur Bandaríkjanna fyrir rétt í Was- hington ákærður fyrir að hafa látið hjá líða að skrá sig hjá dómsmálaráðuneytinu sem er- indreki (agent) Sovétríkjanna. Þar með hófst ný lota í bar- áttunni, sem staðið hefur í tólf ár milli flokksins og Banda- ríkjastjórnar. Kommúnistaflokkurinn hefur aldrei verið bannaður beinlínis, en foringjum hans hefur verið haldið í fangelsi árum saman og stöðugar ofsóknir hafa lengstum lamað starfsemi hans. Ákæran gegn flokknum er nú byggð á því, samkvæmt upp- lýsingum dómsmálaráðherrans, Roberts F. Kennedy, að flokk- urinn hafi ekki verið bannaður með lögum frá 1950 um niður- rifsstarfsemi, sem oftast eru nefnd öryggislögin, en hins veg- ar „sé í lögum þessum ákveðið, að flokkurinn skuli teljast kommúnistisk samtök, sem stjórnað sé frá Sovétríkjunum“ og þess vegna verði hann að láta skrá sig í dómsmálaráöu- neytinu. Gus Hall, sem ráðuneytið segir aðalritara kommúnista- flokksins, sagði við réttarhöld- in, að „ákæran væri brot á stjómarskná landsins, því að bandarísk alþýða fengi ekki að ráða stefnu sinni“. Hann bætti við: „Þetta er í fyrsta sinn í sögu okkar, sem stjómmála- flokkur er kallaður fyrir rétt og ákærður“. Ef flokkurinn verður dæmd- ur, verður refsingin 10.000 doll- ara sekt fyrir hvem dag sem líður, án þcss að flokkurinn sé skráður, þ.e. nöfn og heimilis- föng flokksmanna lögð fram ásamt skjölum um framkvæmd- ir og íjármál flokksins. Dómsmálaráðuneytið reyndi í fyrsta sinn árið 1950 að þvinga komm únistaflokkinn til að láta skrá sig. Málinu var þá vísað til hæstaréttar og hefur síðan staðið í látlausu þófi um málið. I fyrrahaust neitaði hæstirétt- ur að viðurkenna ákvörðun, sem tekin hafði verið með hlið- sjón af lögunum frá 1950. Kennedy dómsmálaráðherra gaf þá flokknum og meðlimum hans frest til að láta skrá sig sem útsendara Sovétríkjanna. En fresturinn rann út, án þess að flokkurinn eða flokksmenn- irnir hlýddu skipun ráðherr- ans. Nú er málið komið fyrir dómstólana og verður forvitni- legt að fylgjast með, hvort Kennedystjórninni tekst endan- lega að ganga milli bols og höfuðs á hinum lífseiga Kommúnistaflokki Bandarikj- Aðvörun n./sku neytenda- samtakanna til almennings er byggð á skýrslu forstöðumanns heilsufræðistofnunarinnar við Óslóarháskóla, próf. dr. med. Haakon Natvig. Segir hann, að flestar sítrónur og appel- sínur, sem seldar séu í Noregi, hafi komizt í snertingu við úifcnyl eða skyld efni og þess vegna sé sérstök ástæða til að vara almenning við að nota börkinn af slíkum sítrónum og appelsínum í ávaxtadrykki eða glómauk (appelsínumarmelaði), „Alveg sérstaklega ber að var- ast að gefa sjúklingum eða börnum slíkan mat“, segir próf- essor Natvig. • .= . * Efnið difenyl er hvítt, kryst- allað duft, sem leysist upp í olíum og feiti en ekki vatni. Það er benzolefnasamband og lyktar líkt og penol — eins konar sjúkrahúslykt, en ekki er víst, að lyktin finnist af berkinum. Difenyl er fyrst og fremst notað í pappírinn, sem sítrónur og appelsínur eru geymdar í, en nokkurt magn af efninu fer yfirleitt inn í börk- inn úr pappírnum. Hins vegar er talið, að efnið komist ekki inn i aldinsafann. 1 skýrslu prófessorsins er sér- Nýjar fréftir WASHINGTON — Bandarískur sambandsdómstóll kvað upp þann úrskurð sl. þriðjudag að kommúnistafloklcur USA hafi brotið lögin, sem skylda út- scndara til að láta skrá sig scm slíka. Flokkurinn var dæmdur til að greiða 120.000 dollara í sekt (um 5 milljónir ísl. króna). Lögfræðingur flokksins scgir, að dóminum muni verða áfrýjað. Vindharpa til minningar um JEAN SIBELIUS Sibeliusfélagið í Finnlandi hefur lengi haft á prjónunum að reisa tónskáldinu minnis- merki í Sibeliusargarðinum í Helsinki. 1 fyrra var auglýst samkeppni um gerð minnis- merkisins, og meðal þeirra teikninga, sem keyptar voru, var geysimikil „vindharpa“ í abstrakt stíl, gerð úr ryðfrium stálrörum af finnsku listakon- unni og myndhöggvaranum Eila Hiltunen. Miklar umræður urðu um tillögu Hiltunen, og þeir sem aðhylltust hina vanabundnu nöggmyndagerð voru þeirrar skoðunar að slíkt minnismerki væri mjög óviðeigandi. Þessum átökum í Sibiliusarfélaginu lauk loks með að ákveðið var að efna til nýrrar samkeppni. Og enn fóru leikar svo, að alþjóðleg dómnefnd valdi til- lögu Eila Hiltunen. Nú er allt í óvissu um, hvað Sibiliusar- félagið tekur til bragðs eða hvort það fellst á, að hin trölls- lega vindharpa verði reist, en hún á að vera tæpir níu metr- ar á lengd og rúmir tíu metrar á hæð. staklega bent á, að böm séu annars vegar mjög sólgin í gló- mauk, appelsínudrykki og jafn- vel eintóman börk, en hins vegar þoli þau miklu verr en fullorðnir ýmis konar eiturefni. Af þessari ástæðu er bannað með lögum í V-Þýzkalandi að dreifa appelsínum og öðrum þeim ávöxtum, sem komizt hafa í snertingu við difenyl, nema sérstaklega sé tekið fram á umbúðunum, að ekki megi borða börkinn eða nota hann til matargerðar. Prófessor Natvig segir þó, að þegar búið sé til 'glómauk eða ávaxtadrykkir úr appelsínum, skipti það mestu máli, hvort notaður sé eingöngu börkurinn eða allur ávöxturinn. Difenyl- innihald glómauksins eða á- vaxtadrykkjarins verður ekki hættulega mikið ef notaður er hvort tveggja börkurinn og ald- inkjötið. Þessar uppiýsingar hljóta að vekja nokkra athygli. Difenyl er vafalaust notað til að verja þær appelsínur myglu, sem seldar eru til íslands eins og til norskra kaupenda. Og er nokkurrar varúðar gætt hjá ís- lenzkum verksmiðjum, sem framlciða ávaxtamauk og app- elsínudrykki? Hér er á fcrðinni mál, sem skrifstofa landlæknis og Neytendasamtökin hljóta að Iáta til sín taka. Erlend at:5félö éiga um sjöttung norsks iínaiar Rúm 15 prósent eða um sjöttungur norsks iönaðar var í árslok 1960 í höndum út- lendinga. Þá var allt hlutafé í norska iönaðinum samtals um tveir milljarðar norskra króna og af því voru 310 millj. í cigu útlendinga. Hlutafjár- eign þeiirra í norskum fyrir- tækjum cr þó cnn hærra, eða samtals 516 milljónir norskra króna. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem einn af kennurun- um við hagfræðingadeiíd Oslóarháskóla, Leif Johansen. hefur gert, en þær eru birtar í riti sem hann gaf út í síð- ustu viku um athuganir sínar. Eins og vænta mátti eru það bandarísk auðfélög sem eiga mestan part þess hluta- fjár sem er í eign útlendinga. eða samtals 134 milljónir norskra króna. Þamæst koma brezk félög með 113 milljónir króna, þá frönsk með 87 millj., síðan sænsk 45 milljónir, belg- ísk og lúxemborgsk með 30 mllljónir, svissnesk með 21 milljón, dönsk með 10 millj- ónir, en 20 milljónir skipt- ast á mllli hlutafjáreigenda i öðrum löndum. Johansen segl ir þó að þessi skipting gefi ekki alveg rétta mynd. Oft sé það svo a5 hið er- lenda félag sem á norsk hlutá- bréf sé í rauninni i eigu ann- ars erlends félags í öðru landi og ef þetta sé tekið með i reikninginn verði hlutut bandarískra auðfélaga mikl- um mun stærri en hann virð- ist vera. Mörg bandarísk auð- félög og reyndar einnig auð- félög í öðrum löndum eigi þannig dótturfélög í Sviss sem að nafninu til eru skrifuð fyr- ir hlutabréfunum. Mcst í kemískum iðnaði Hið erlenda fjármagn er einkum í kemíska iðnaðinum eða samtals 193 milljónir kr. Það hefur einkum leitað til þeirra iðngreina sem eiga af- komu sína undir útflutningi, en jafnframt er í þeim iðn- greinum mest um stórfyrir- tæki. Johansen bendir ennfremur á að náið samband sé oft á milli hinna erlendu auðfé- laga, svo að áhrif þeirra inn- an norsks atvinnulífs séu enn meiri en tölurnar um hluta- fjáreignina gefa til kynna. Þau hafi með sér, ýmist leynt eða ljóst, samvinnu á alþjóða- mælikvarða og skipti þannig með sér mörkuðum eða séu bundin samningum um verð- lagningu. Vaxandi áhrif erlcndra auðfélaga Dagbladet í Osló sem skýr- ir frá þessum niðurstöðum Johansens bendir á að öll rök hnígi að því að ítök erlendra auðhringa í norsku atvinnu- lífi fari nú vaxandi, og nefn- ir blaðið f því sambandi kaup svissneska auðhringsins Nestlé’s á næststærsta hrað- frystifyrirtæki Noregs, Findus, en þau kaup hafa verið mjög gagnrýnd. Hættan á að erlend auðfélög leggi undir sig norsk iðnfyrirtæki muni líka magn- ast um allan helming, ef Nor- egur gerist aðili að Efnahags- bandalagi Evrópu. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.