Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 10
I l 10 SÍÐA ÞJÓÐVILJÍNN GWEN BRISTOW: w I HAMINGJU LEIT Sumarið 1844 lauk Garnet Cameron burtfararprófi frá Sér- ekóla ungfrú Wayne fyrir ung- ar stúlkur. í>að var heimavistar- skóli á sveitasetri í ofanverðu Manhattan og Garnet hafði stundað þar nám í fjögur ár. Við skólauppsögnina fékk hún þrenn verðlaun: í tónlist, reið- mennsku og framkomu. Garnet var átján og hálfs árs. Hún var með svart hár og það var svo slétt og skínandi að það sýndist blátt í sólskini. Augun voru grá og bráhárin löng og svört og vangamir svo rjóðir, að fólk bar henni iðulega á brýn að hún málaði sig. Þótt hún væri svona litrík. var hún alls ekki fríð. Til þess var andlitið of stórskorið. ennið o.f ferhymt, hakan of sterkleg og varirnar of þykkar og rauðar. En líkami hermar var stinnur og grann- vaxinn. hún var grönn um mitt- ið og fötin fóru svo afbragðs vel að vöxturinn fékk fyllilega notið sín. í þá daga huidu kjói- amir konur frá hálsi að ökla. en blússan var eins og hún væri steypt á hana og pilsið var hæfi- lega skáskorið til að undirstrika hið granna mitti án þess að vera svo vítt að það hindr.aði yndis- þokka í hreyfingum. Garn.et hafði mjög fallegar hreyfingar. Á skólanum hafði hún á hverj- um degi gengið upp og niður hririgstiga með bók á höfðinu. Hún var hraust og heilbrigð. það var hægt að sjá á henni. og hún hafði mikinn áhuga á lífinu. Gamet vildi gjaman fá að vita allt um alla hluti. Hún hafði ekki yfir neinu að kvarta nema Því að lífið hafði gætt han,a svo lítllli þekkingu. Hún sagði sjalðan neitt. slíkt unphátt. Gamet hafði verið vel upp alin í svo mörg ár, að hún vissi að enginn hafðj áhuga á skoðunum ungrar stúlku. Garnet átti heima í Union Square í New York. f Union Square stóðu húsin umhverfis skemmtigarð. þar sem gosbrunn- ur seytlaði allan daginn. Börn skoppuðu gjörðum undir trján- um og konur og karlar gengu á gangstígunum. Hvort sem var um hásumar eða trén stóðu nak- in að vetrarlagi og gluggarnir roðnuðu í lampaljósinu, hafði Union Square á sér blæ velmeg- unar. Allir gátu séð að þetta var fín gata og þar bjó fínt fólk Faðir Garnetar var Horace Cameron, varabankastjóri í banka í Wall Street. Móðir henn- ar var töfrandi kona. sem til þessa hafði lifað mjög notalegu lífi og gerði ráð fyrir að það vrði svo eftirleiðis. 'Gamet átti tvo yngri bræður, Horace yngri og Malcolm. sem gengu í latínu- skóla sem bjuggu piltana undir Columbiaháskólann. Þetta var myndarieg fjölskylda, vel siðuð og fáguð í athæfi. Þegar Garnet fékk verðlaun sín og hneigði sig kurteislega við skólauppsögnina hjá ungfrú Wayne, sögðu vinkon- ur móðurinnar, að hún væri fyr- irmynd ungra stúlkna. Eða hún þefði verið það. ef hún hefði ekki haft þesga sterku liti og hún hefði gjarnan mátt hafa fín- legri andlitsdrætti. En hún var að minnsta kosti indæl stúlkn og á því var enginn vafi, að hún fengi gott gjaforð. Þeg.ar Gamet kom helm um kvöldið. lagði hún prófvottorðin ■sín niður í kommóðuskúffu. Hún lokaði skúffunni og stundi af feginleik. Skóladagarnir voru á enda. Eftir nokkrar vikur — þeg- ar hún væri búin að fá nóg af viðeigandi fötum — átti hún að fara í leyfi með foreldrum sín- um til Rockaway strandar. Þau áttu að búa á fínu hóteli og hitta sæg af fólki og hún þurfti ekki framar að hugsa um kvenna- skóla ungfrú Wayne. Loksins var hún orðin fullorðin og hún var viss um að eitthvað skemmtilegt kæmi fyrir hana. En það gerðist ekki neitt fyrst í stað. Hún fékk tvö hjónabandstil- boð. sem hún hafnaði báðum eins fljótt og hún gat. Fyrra bónorðið kom frá ungum manni sem hún hafði kynnzt um sum- arið við Rockaway strönd. Hann var vel ættaður, en Garnet þótti hann svo heimskur, að það hefði þurft að loka hann einhvers staðar inni af eintómri samúð. Eins og endranær sagði hún ekki það sem henni var i hug. Móðir hennar hafði kennt henni að hafna bónorði á notalegan og snyrtilegan hátt, og þegar hún hryggbraut unga manninn fannst honum sem Garnet myndi minn- ast hans með ánægju meðan hún lifði. Hitt bónorðið átti sér stað í september. þegar hún var aft- ur komin til New York. Ungi maðurinn hét Henry Trellen. Foreldrunum þótti miður að hún skyldi ekki taka honum, því a.ð þetta var framúrskarandi ráða- hagur. Henry Trellen var for- ríkur og einkabarn. Hann bjó með móður sinni sem var ekkja. í dimmu, dýrindis húsi við Bleecker stræti. Húsið minnti Gamet á grafhýsi, móðir Henrys minnti hana á marmaraengil á legsteini og Henry sjálfur þótti henni skelfing leiðinlegur. Henni fannst hún gæti eins lokað sig inni í kirkjugarði það sem hún ætti eftir ólifað eins og að gift- ast honum. Hún sagði þetta ekki. Hún sagði að eftir langa yfirvegun hefði hún komizt að þeirri niðurstöðu að hún elskaði hann ekki. Foreldrarnir iétu það gott heita. Þau höfðu gifzt af ást og vildu að hún gerðj slíkt hið sama. Hún hafði timann fyrir sér og móðirin gætti þess að hún fengi mörg tækifæri til að hitta unga menn sem hún gæti valið úr. Gamet elskaði foreldra sína. því þetta var gott fólk. Hana langaði t,il að gera þeim til geðs. En hún hafði andstyggð á ungu mönnunum. sem kallaðir voru góð mannsefni. Þeir voru oft fríðir og stundum ríkir, en alltaf voru þeir leiðinlegir. Þeir voru svo úttroðnir af góðum siðum að það var engu líkara en ungu stúlkurnar væru ekki manneskj- ur. Þegar þeir töluðu var einna líkast þvi að einhver ímynduð hula væri milli kynjanna. svo að karlar og konur sæju ekki hvort annað greinilega. Gamet dansaði við þá og daðraði við þá, ogþað gerði hún Ijómandi vel, en hún hafði hreint enga ánægju af því. Henni þótfi ekkert gam- an að segja eitt og meina allt annað. Aðferðir þær sem ungu stúlkumar notuðu til að ná sér í eiginmenn — hvískur, höfuð- hristingar og blak með augna- hárunum, þóttu henni skelfilega hvimleiðar. Hún gat gert slíkt hið sama, en hún hafði ekki á- huga á þvi og hún varð leið á því. Auðvitað urðu ungar stúlkur að eiga sér riddara. en Gamet hélt að einhvers staðar í heimin- um hlyti að vera til ungur mað- ur sem gæti talað við hana eins og skynsemi gædda vem sem lifði í sama heimi og hann. Hún sagði við sjálfa sig að slíkur maður hlyti að vera til. Kannski var hann meira að segja til í New York. En þótt hún hefði átt heima í New York alla sina ævi. vissi hún ekki sérlega mikið um borg- ina. Gamet var oft að hugsa um þetta um haustið. þegar hún stóð við gluggann og horfði á trén í Union Square, sem glóðu rauð í októbernæðingnum. New York — þessi fiöruga og spenn- andi borg og hún fékk ekkert að sjá af henni! Það voru svo margir staðir í New York sem hún mátti ekki heimsækja. svo margar götur sem hún mátti ekki ganga um. New York tútnaði út með miklum hraða Árið 1844 var þetta o.rðin 400.000 manna borg, íbúunum hafði fjölgað um 100 þúsund á tíu árum. Járnbraut lá til Fíladelfíu og önnur til White Plains og ferja gekk til Brooklyn á fimm minútna fresti og sporvagnar frá ráðhúsinu til Harlem á kortérs fresti. Þama voru ágæt almenningsbaðhús. þar sem hægt var fyrir 25 sent að fara i steypibað eða liggja í marmarakeri. Við Castle Garden. rétt við brúna frá Battaríinu voru tvær sundlaug- ar, fyrir kar’a og hin fyrir kon- ur. f skemmtigörðunum voru gos- brunnar og í New York var bezta brunalið í heimi. Broadway byrjaði við Batter- íið o-g lauk við fjórtándu götu. Ef gengið var þennan spöl,- mátti sjá alla frægustu staðina í New York. Fjörugasti hluti borgarinnar var City Hall Park. Ef gengið var upp Broadway í áttina að garðinum. fór maður framhjá Asto.r House til vinstri á hominu á Broadway og Vesey stræti. Astor House var glæsi- legasta hótel Ameríku. Það var fimm hæðir og hvítar tröppur lágu upp að útidyrunum milli hvítra súina Þvert yfir Broad- wav sást framhliðin á Barneys skilti með hafmeyjum og sjó- listasafninu. Á safninu var stórt ‘--Hr ti'wuj-tt ‘tuttni r—yi i fttt wtjjw+fictt-Tte1! \uttt-_mttn,\u ÖRUGGARI RÆSING 10% eldsneytis spamaður, H.F. EGILL ...VILHJAi-HSSHW Laugardagur 22. desember 1962 FRA STALSTÓLUM — BRAUTARHOLTI 4: Erum búnir að fá KRÓMUÐU ELDHOSSETTIN Tökum á móti pöntunum í dag og á morgun fyrir þá, sem vilja fá þau fyrir jól. SENDUM HEIM Seljum einnig KOLLA á kr. 150.00 og öTRAUBRETTI á kr. 350.00 meðan birgðir endast. BLOMAGRINDUR á kr. 340.00 SlMABORÐ á kr. 685.00 Athugið hversu verðið er hagkvæmt! STALSTÓLAR Brautarholti 4 Sími 36562 — Reykjavík. « Með því að kaupa Jélolcort Rauða Krossins styðjið þið Alsírsöfnunina. Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason. RAUÐI KROSS ISLANDS VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER— ctj <t oi w j Laugavegi 48. < ^ Við aðstoðum g yður við að m 'T gleðja börnin. VALVER Baldursgötu 39. g Sendum heim og í póstkröfu § um land allt. S VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER— Tilkynning Bankamir hafa opnar afgreiðslur fyrir hlaupareiknings- og sparisjóðsviðskipti laugardaginn 22. desember frá kl. 17.00 til kl. 20.00, auk venjulegs afgreiðslutímaj eins og hér segir: LANDSBANKINN: Austurbæjarútibú, Laugavegi 77, Langholtsútibú, Langholtsvegi 43, Vegamótaútibú, Laugavegi 15, Vesturbæjarútibú, Háskólabíói, við Hagatorg. BtJNAÐARBANKINN: Austurbæjarútibú, Laugavegi 114, Miðbæjarútibú, Laugavegi 3, Vesturbæjarútibú, Vesturgötu 52. 0TVECSBANK1NN: Sparlsjóðsdeild aðalbankans við Lækjartorg, títibú, Laugavegi 105. IÐNAÐARBANKINN: Lækjargötu 10. VERZLUN ARB ANKINN. Utlbú, Laugavegi 172. Auk þess verður tekið á móti fé af viðskiptamönnum til innleggs eða geymslu á sömu stöðum og ennfremur í Verzlunarbankanum við Bankastræti, frá kl. 0.30 til kl. 2.00 eftir miðnætti. Viðskiptamönnum aðalsetra bankanna skal sérstaklega bent á að hagnýta sér hidnnstu útibúanna á ofangreind- um afgreiðslutímum. LANDSBANKI ÍSLAk BCNAÐARBANKI ÍSlMh tJTVEGSBANKI ÍSLANDS, IÐNAÐARBANKI SSLANDS H/F, VERZLUNARBANKI ISLANDS H/F. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.