Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 12
Verzlanir opnar til miðnættis — rakarar loka 9 1 dag, laugardaginn 22. desem- ber, eru sölubúðir opnar til kl. 12 á miðnætti. Hakastofur eru opnar til kl. 9 í kvöld. Títé i Ungverjalandi BEDGRAD 21/12 — Forseti Júgóslavíu, Josep Titó, er á heimleið frá Moskvu og kom við í; Budapest í dag. Forseti og forsætisráðherra Ungverjalands tóku á móti honum á járnbraut- arstöðinni og áttu við hann stutt- ar viðræður, Fréttaritarar í Belgrad telja. að sambúð Júgó- slava og Sovétríkjanna muni enn bat,na á næstunni, eftir heimsókn Títós, enda þótt talið sé víst, að Júgóslavía muni h-alda hlutleysisstefnu sinni í hernaðarátökum og standa á- fram utan við herbandalög. Titó sagði við komuna til Budapest, að ummæli Krústjoffs um alþjóðaástandið sýndu. að hon-um væri umhugað, að nokk- uð slaknaði á spennunni í átök- um .austurs og vesturs. Júgó- slavía er sannfærð um, sagði Tító, að Sovétríkin æskja friðar og vilja finna leið til lausnar hinum háskalegu vandamálum. Frásögn sú sem Alþýðublaðið birti í gær af merkilegum og háskalegum æfintýrum Guð- mundar í. Guðmundssonar í Paris hefur vakið mikla hrifn- ingu meðal almennings. Frásögn in hefur líka vakið upp ýmsar hugleiðingar; þannig gerir Austri allýtarlega grein fyrir skoðun sinni á málinu á ann- arri síðu blaðsins í dag. Enn- fremur var hringt til blaðsins seint í gærkvöldi og okkur til- kynnt um tilorðningu eftirfar- andi vísu: Þessi mikla Frakklandsferð fengi góðan endi yrði líka umtalsverð ef þeir stælu Gvendi. Kjörelœma- keppni K jördæmakcppnin; Austurland 61% Reykjavík 56% Norðurland, vestra 51% Reykjaneskjördæmi 47% Vesturland 45% Vestfirðir 37% Norðurland, eystra 33% Suðuriand 31% Þannig standa sk'ilin til happdrætisins yfir allt Iandið eins og komið var inn í bækur í gærmorgun. En þarna koma ekki fram skil, sem eru póstlögð og eru á leiðinni. Heildar- tölur eru allt of lágar og ættu að verða hvatning til margra, sem hafa ennþá miða undir höndum að bregðast hart við og póst- leggja sitt eftir þessa lesn- ingu. Gerum öll skil og eflum málgagn okkar til stórra á- taka á næstu mánuðum. Laugardagur 22. desember 1962 — 27. árgangur — 281. tölublað. I Anægjulegir endnrf undir mikinn drykk, segir Jónk’ Kristófer. Það fer náttúrulega9 eftir því hvað kúnnarnir eru‘ margir. ! H II Það er skemmtilegur söfn- uður mættur til messu hjá kaffiguðnum niðri á Skála. Þar var Jón Kristófer, sem hefur sagt frá og Jónas Árnason, sem hefur skráð söguna. Og þar var mættur Ölafsvíkur-Kalli, sem kemur albnikið við sögu I bókinni um Syndina lævísa og lipra eins og margir muna. Hann er nýkominn heim — kom fyrir þrem dögum, hafði siglt á sænskum dalli síðan í vor. Ert þú, Karl, jafn ánægður með bókina og þessir tveir menn,? spyrjum við. Jónas mótmælir þessum staðhæfingum; þeir Jón hafi ekki einu sinni verið spurð- ir álits. En Karl svarar: Ég hef aldrei skemmt mér jafnvel og við lestur þessarar bókar. Ég varð að leggja hana frá mér öðru hvoru, ég hló svo mik- ið. Hvort þeir hafi log,ið nokkru á mig? Nei, blessað- ur vertu, öðru nær. Þetta eru hógværir menn og sannorðir. Þar er líka kominn Rún- ólfur Pétursson og beimr umræðum að eilífum við- fangsefnum. Skyggn maður sá vel hífaðann sjómann úti á Granda og varð að orði: Þetta er eins og fljótandi hót- el. Á manninum sátu fjórar eilífðarverur og allar fullar. Já ég hef tekiið eftir því að mcnn þola misjafnlega Runólfur þakkar Jóni við- talið við andskotann í bókinni. jv Jón segir að Jónas beri af^ því alla ábyrgð, en Jónas seg-^ ir að þetta sé einföld skrá-H setniing á reynslu kynslóðanna fe Og það er farið nánar út ® í þessa sálma. Runólfur harm-b ar það, að nú er hvorki sósí-™ alismi né heimspeki í brenni-B víninu lengur. Það er alvcgj voðalegt að vita til þess hvaðag fólk drekkur nú á dögum. J Já, segir Jón Kristófer, —B mér fyndist mjög kvíðvæn-jj legt að fara á fyllirí núna; B ég veit ekki um hvað það|| ætti eiginlega að snúast. Það var fitjað upp á «m-| ræðum um guð og gildi hans^ fyrir mannfólkið. En Jón vark því miður önnum kafinn, það™ er ekki svo Títið sem ráðsmað- B urinn í Víðinesi þarf að út-sj rétta. Hinsvegar er ekki ó-■ líklegt að þessir kappar hitt-J ist bráðlega aftur og leysi þáB þau vandamál sem eftirj kunna að vera. (Ljósm. Þjóð.B G. O.) * UNDANRARNA DAGA hefur verið suðaustan átt um land allt, leiðindaveður sunnan og Jélasöngvar í Tjarnarbæ Á morgun, Þorláksmessu, kl. 2, e.h., verða Jólasöngvar fluttir í Tjamarbæ á vegum Æskulýðs- nefndar Þjóðkirkjunnar og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Ávörp flytja þeir, séra Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur og séra Ölafur Skúlason, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Lúðrasveitin Svanur mun leika jólalög, og kórar úr kvenna- skólanum og Unglingadeild Mið- bæjarskólans munu syngja. ★ Einnig verður almennur söng- ur, og verða þá kynnt ýms jóla- lög. Jón G. Þórarinsson, söng- stjóri mun stjórna bæði hljóm- sveit, kórsöng og almennum söng. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. vestan, eins og jafnan í út- synningi; gengið á með hörð- um hríðaréljum, veðurhæð 8—10 vindstig í éljunum, hiti um frostmark. Þetta veður- Iag náði allt frá Mýrdal og vestur og norður um í Húna- flóa. Á Norðausturlandinu hefur aftur á móti verið gæðaveð- ur, bjart í lofti og úrkomu- laust, frá Austurlandi og norður og vestur um í Eyja- fjörð. VEÐURSTOFAN spáði í gæi þeim breytingum á veðrinu, að hann gengi í dag til suð- austanáttar mcð hlákublota um allt land. En ekki mun hlákan standa lengi við, því búizt er við, að hann gangi í suðvestrið aftur í nótt og verði svipað veður á Þorláks- messu og verið hefur undan- farið. ... og vegirmr 1 gær fengum við upplýsingar hjá Vegagerð ríkisins um færð á nokkrum fjölförnustu vegun- um. 4.U STURLEIÐIN (um Þrengslin hélzt fær í gær, en talsverður snjór var á kaflanum frá Sandskeiði að Austurveginum nýja. MVALFJARÐARLEIÐ var fær. HOLTAVÖRÐUHEIÐI tepptist í fyrrinótt, opnaðist aftur sið- degis í gær, þó aðeins fyrir stóra bíla. ÞAR FYRIR NORÐAN á leið- ínni til Akureyrar og austur í Þingeyjarsýslur voru allir fjallvegir færir, enda miklu skaplegra veður þar en fyrir sunnan og vestan. illlATTABREKKA hefur senni- lega lokazt í fyrrinótt, en ætl- unin var að moka hana í dag. KERLINGASKARÐ á Snæfells- nesi var fært, en FRÓÐÁRHEIÐI aðeins stórum bílum, en hana á að ryðja í dag, og ÚTNESVEGUR að Hellisheiði er sömuleiðls aðeins fær stórum bílum. Um kl. 23.30 í gærkvöld mun- aði litlu að stórslys yrði á Skúlagötu á milli Vitastígs og Barónsstigs vegna glannafengins aksturs. Fimm ungir piltar óku inn Skúlagötu á Chevorletbifreið árgerð 1952 á ofsahraða. Allt í einu missti ökumaðurinn stjórn- ina á bifreiðinni og lenti hún á Ijósastaur með þeim afleiðingum, að einn piltanna hrökk út og kastaðist í götuna en slapp þó ó- meiddur. Bifreiðin rann siðan á- fram um 100 metra og stað- næmdist svo tæpt á götubrún- inni, að hún vó salt í vindhvið- unum og má furðulegt heita, að hún skyldi ekki stingast fram af og í sjóinn. Enginn piltanna meiddist í árekstrinum við Ijósa- staurinn. Þeir voru allir ó- drukknir og engin hálka var á götunni, þegar óliappúð vildi tiL Ný bók Cuðmundar Böðvarssonar Ein bók sem líkleg er til að lifa af „bókaflóðið" kom út í gær, og verður eflaust mörguin kært Iesefni um jólin Það er ný Ijóðabók eftir GUÐMUND BÖÐVARSSON. Bókin heitir Saltkorn í mold, og við fljóta yfirsýn virðist það vera samfelldur ljóðabálkur um látna menn og örlög þeirra. Skáldið þykist statt í grafreit, Hundrað eintök af bókinni eru tölusett og árituð af höfundi og fást hjá útgefanda. ! jkeppnin Guðmundur Böðvarsson. slaldrar við leiðin, og segir sögu þeirra er þar liggja neðar moldu. Þetta er óvenjufalleg þók að öllum ytri búnaði. Hún er prent- uð í Hólum h.f. og útgefandi er Bókfellsútgáfan. BUENOS AIRES 21/12 — Lög- reglan í La Banda í Argentínu segist hafa afhjúpað nýtt sam- særi gegn ríkisstjórninni og hef- ur fangelsað um 30 kommúnista og róttæka vinstrimenn. KAIRO 21/12 — Þrír egypzkir ríkisborgarar voru teknir af lífi í dag. Þeir höfðu verið dæmdir fyrir njósnir í þágu Israels- manna. 15. delld: Selás og Smá- lönd 86% 1. deild: Vesturbær 80% 5. deild: Norðurmýri 83% 11. deild: Smáíbúðahverfi, vestann 76% 9. deiild: Kleppsholt 74% 10. dcild: Rauðárholt 66% 14. deild: Ilerskálakamp- ur 65% 4. deild a: Þingholtin 64% 3. deild: Skerjafjörður og Grímsstaðaholt 64% 4. deild b: Skuggahverfi 60% 8. deild a: Teigamir 60% 10. deild a: Ileimamír 56% 6. deild: Hlíðarnar 54% 8. deild b: Lækimir 53% 13. deild: Blesugróf 50% 2. dcild: Melarnir, Skjólin og Seltjarnames 48% 12. deild: Sogamýri og Gerðin 43% Um mliðan dag í gær stóðu þannig skil til happ- drættisins hér í bænum. Þetta er síðasta skrá, sem birt verður fyrir jól, en lokatölur birtast í fyrsta blaði eftir hátíðina. Stór stökk hafa gerzt hjá mörgum og verulegur skriður er kominn á söl- una, en dagurinn í dag og á morgun eru síðustu dagar happdrættisins og verður þá þrautreynt, hvemig málin standa. Aðeins tveir dagar til stefnu. Gerum öll skil þessa tvo síðustu daga. I ! I Dregið á morgun —gerið öll skil strax í dag Opið á Þórsgötu 1 til kl. 12 á miðnœtti. Aðeins peningar - Enginn miði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.