Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1962, Blaðsíða 3
T-augawtegur 22. desember I9S2 SlOA 3 Forseti Allsherjarþingsins Fátæku eiga rétt á hærra hráefnaverði! NEW YORK 21/12 — Forseti Allsherjar- þingsins, Zafrullah Khan, veitti auðvaldsríkj- unum og nýlendustefnunni alvarlega áminn- ingu í kveðjuræðu sinni í dag með því að benda á, að fátæku, vanþróuðu löndin í heim- inum þarfnast ekki fyrst og fremst gjafafjár úr hendi þeirra ríku, heldur hins, að hráefnin séu keypt á sanngjörnu verði. Forseti Ailsherjarþings SÞ, Zafrullah Khan frá Pakistan, hélt kveðj.uræðu sína í dag og skQraði eindregið á þjóðir heims. ins að hefja viðtæka baráttu gegn þrem mestu óvinum mann- kynsins: fáfræði, hungri og sjúkdómum. „Heimsþróunin er senn kom- im á það stig, að allar þjóðir hafa hlotið sjálfstæði," sagði Zafrullah Khas, „en við megum ekki gleyma þeirri staðreynd, að mannkynið getur ekki haldið á- fram að lifa undir þeim að- stæðum, að aðeins fjórði hluti þess fái nægan mat en þrír fjórðu hlutar svelti, að aðeins fjórði hver maður sé við fulla heilsu, en hinir séu meir eða minna sjúkir, að aðeins tíundi hluti mannkynsins geti hagnýtt sér ávöxt þekkingarinnar og vís- ■ Myndin er af Skybolt-flugskeyti, en þeim er skotið í mark úr flugvélum, sem flytja þau á lcið. indanna, meðan níu tíundu hlutar mannanna híma í myrkviði fáfræðinnar.“ Zafrullah Khan sagði, að árið sem er að líða hefði einkennzt mjög af hinum miklu framförum í vanþróuðu löndunum, og benti á, að fátæku þjóðimar legðu nú minni áherzlu á fjárhagslega og tæknilega hjálp, en krefðust þess í stað jafnréttis í viðskiptum þjóða og réttlætis. Fátæku, óiðn- væddu þjóðirnar framleiða nær eingöngu hráefni til útflutnings, og sagði Zafrullah, að þessar þjóðir krefðust þess að fá hærra og sanngjamara verð fyrir vör- ur sínar svo að þær fengju nokkurn hluta af verðmætinu, sem sköpuð væru úr hráefhun- um. Og hann lagði áherzlu á, að fátæku löndin væru ekki með þessu að biðja um ölmusu af borði þeirra ríku heldur krefð- ust þau þess sem sanngjamt væri. f ræðu sinn gat forsetinn þess, að Allsherjarþing SÞ hefði sam- þykkt að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um verzlunar. og við- skiptamál á næsta ári. Eins og komið liefur fram i fréttum greiddu Bandaríkin, Bretland og fleiri auðvaldsríki atkvæði gegn tillögunnl um alþjóðlega við- skiptaráðstefnu og báru það fyrir sig, að of stuttur tími væri ti' að undirbúa hana. Hér er þó annð og meira á bak við, enda er verðlag hráefnanna raunveru- Iega stórpólitískt mál. Nýkoloníalisminn, arftaki gömlu nýlendustefnunnar, er ein- mitt í því fólglnn, að auðvalds- ríkin hafa búið um sig í fyrri p v- Iendum, sem þau liafa „gefið sjálfstæði“ Þar hafa þau sett upp fyrirtæki, sem selja ódýr hráefni til auðvaldslandanna, og þar er varan fullunnin. en síð- an seld aftur á margföldu verði. S- Italir og Frakkar fá Pólaris- Bretar ems oi WASHINGTON LONDON 21/12 — Sam- komulag hefur nú tekizt milli MacMillans og Kennedys um að Bretar fái Polariseldflaugar í stað Skyboltflugskeytanna, en jafnframt virðast Bandaríkjamenn ætla að láta Frakka og Itali hafa sams konar eldflaugar. Fundum þeirra Kennedys og Macmillans er lokið og varð nið- urstaðan sú, sem flestir væntu, að Bretar áttu ekki annan kost en að þiggja boð Bandaríkja- manna um Polariseldflaugar í stað Skybolteldflauganna. Þessi úrslit málsins eru að sjálfsögðu mikill ósigur fyrir Breta, sem sjá nú ekki fram á að gela komið sér upp eigin kjamorku- her næstu árin. Talið er, að byggingu kafbáta og annars út- búnaðar fyrir Polariseldflaugam- ar verði tæplega lokið fyrr en 1967, og þá má vænta þess, að hemaðartækni hafi fleygt svo fram, að slík vopn verði talin úrelt. LIMA 21/12 — Flutningabíll með 29 farþegum ók út af veginum í fjallaskarði í Ayacucho í Perú í gær. Allir sem vom í bílnum létu lífið nema yngzti farþeginn. komabarn. Mikilverðast við ókvörðun Bandaríkjamanna í Skyboltmál- inu er, að nú vilja þeir slíta samvinnun við Breta í kjarn- orkumálum, sem staðið hefur síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Aðstoð Breta við smíði atóm- vopna í styrjöldinni leiddi til þess, að þeir fengu einir Evr- ópuþjóða að fylgjast með fram- vindu kjamorkumála í USA. Nú telja Bandaríkjamenn tíma til kominn að Bretar setjist á bekk með öðrum Evrópuþjóðum án sérréttinda og njóti sömu kjara og t.d. ítalir og Frakkar. Vit- að er, að ítalir munu fá Polar- iseldflaugar innan skamms, enda fréttist það í dag, að þeir hefðu þegar reynt þau, og fréttaritarar í Washington telja sig vita með vissu, að Frökkum hafi verið boðnar Polariseldflaugar. Lundúnablaðið The Daily Ex- press segir í dag, að aðaltil- gangur Bandaríkjamanna með Skyboltmálinu sé að sýna de Gaulle, forseta Frakklands, að ekkert sérsamband sé milli Bandaríkjanna og Bretlands og þeir muni koma fram við Breta héðan í frá á sama hátt og önnur Evrópuveldi. Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, kom til Bahamaeyja í aag og snæddi kvöldverð ásamt þeim Kennedy og Macmillan. Hann mun halda viðræðijm sín- um áfram við brezka forsætis- ráðherrann, eftir að Bandaríkja- forseti er farinn heim á leið. Aðalumræðuefnið er innganga Breta í Efnahagsbandalag Evr- ópu. Hráefnaverðið er ákveðið af auð- valdslöndunum og því er haldið niðri eins og unnt er. Ríkidæmi Bandaríkjanna er reist á slíku arðráni í Rómönsku Amcríku og evrópska auðvldið hefur smám saman verið að koma upp þessu kerfi um alla Asíu og Afriku í samvinnu við bandaríska einok- unarhringi, Það er því engin tilviljun, að smáríkin í Asiu og Afríku hafa haft forystu um það í samvinnu við sósíalisku ríkin, að alþjóðleg ráðstefna yrði lialdin um hráefnaverðið, en forysturíki auðvaldsins hafa borizt hatrammlega gegn því. Auk þessa má minna á, að auðvaldsríkin með Bandaríkin í fararbroddi hafa mikið reynt að auglýsa örlæti sitt og miklar fjárfúlgur hafa verið veittar til fátækra þjóða á s'imistu árum. En smáþjóðirr- "'’fa bent á, að ekki þarf að ' ka hráefna- verðið nema um nokkur prósent til að vega upp á móti allri þeirri fjárhagsaðsjoð, sem van- þróuðum löndum hefur verið látin í té. Zafrullah Khan var ákaflega hylltur á Allsherjarþinginu að ræðu sinni lokinni og fjöjmargir sendifulltrúar tóku til máls til að þakka honum fyrir þessa brýnu ábendingu. Báðar þessar myndir eru frá Rómönsku Amcríku, sú efri frá Guaíe- mala og sú neðri frá Venezuela. Nokkrir bandarískir einokunar- hringir, United Fruit, Standard Oil o.fl. eru allsráðandi í þessum löndum og eiga yfir 90% af öllum framleiðslu tækjum. Wall Street ákveður hráefnaverðið og Hvíta húsið sér um, að innlendum lepp- um sé haldið við stjómvölinn. Efri myndin minnir á þá stað- reynd, að landið er auðugt, en íbúarnir eiga ekkert. Neðri myndin sýnir lúxusvillur milljóneranna í Venzuela. Þingmenn í Kongó: Giezenga úr fangeisinu! Burt með sendimenn USA! LEOPOLDVILLE 21/12 — Kongóska þingið hefur samþykkt að krefjast þess, að Antoine Gizenga, foringi þeirra sem fylgt hafa stefnu Lumumba, fyrrum forsætisráðherra, verði tafarlaust leystur úr haldi. Stjórnarandstæð- ingar hafa einnig krafizt þess, að mótmælt verði afskiptum Bandaríkjamanna að Kongó- málinu. Mona Lisa í Ameriku WASHINGTON 21/12 — Mál- verkið fræga af Monu Lisu var í fyrsta sinn í sögunni til sýnis í Bandaríkjunum á blaðamanna- fundi í Washington í dag. Mál- verkið var flutt í alúminíum- kassa yfir Atlanzhaf til að verja það loftlagsbreytingum, en flutningur þess til Bandaríkj- anna hefur verið gagnrýndur nokkuð í Frakklandi, og voru menn hræddir um, að Mona Lisa yrði fyrir áfalli á leiðinni. Kongóska þingið samþykkti í dag að skora á ríkisstjómina að leysa Antoine Giezenga, fyrrum varaforsætisráðherra úr haldi. Lumumba, fyrsti forsætis- ráðherra Kongó, sem lét lífið f baráttu sinni við nýkoloníalism- ann, skipaði Giezenga eftirmann sinn. Giezenga tók þó aldrei við embætti forsætisráðherra, enda höfðu leppar vesturveldanna 51! völd í Leopoldville og flestir helztu áhrifamenn í flokki Lum- umba höfðu verið teknir af lífi. Giezenga stjórnaði norðaustur hluta Kongó frá Stanleyville, þar til hann fór til Leopoldville til að taka við embætti varafor- sætisráðherra, sem honum hafði verið boðið. Nokkru síðar var hann handtekinn. Bandaríkjastjóm hefur sent nefnd hemaðarsérfræðinga til Kongó og hefur sú ákvörðun vak- ið undrun og reiði í Leopold- ville. Stjórnarandstæðingar á Kongóþingi hafa skorað á ríkis- stjórnina að mótmæla komu Bandaríkjamanna. Bandaríkja- menn segjast nú vilja aðstoða Sameinuðu þjóðirnar við að sam- eina Kongó og steypa auðvalds- leppnum Tsjombe í Katanga af stóli. Stefna þeirra í Kongómál- inu er nú í algerri mótsögn við stefnu Breta og Frakka, sem mesta sök eiga á því ásamt Belg- um, að Tsjombe hefur hingað þetta með öllum tiltækum ráð- um, og má af þessum ummæl- um sjá, að afskipti þeirra af Kongómálinu er af pólitfskum sérhagsmunum sprottin. Talsmaður franska utanrikis- ráðuneytisins lýsti því yfir í dag, að Frökkum væri ekki kunnugt um, að Kongó stafaði nokkur hætta af Sovétríkjunum! til borið sigur af hólmi í viðureign sinni við SÞ. Banda- rikjamenn munu hafa séð, hve gífurlegar óvinsældir Vesturveld- in hafa aflað sér í Afríku og Asíu með framkomu sinni í Kongó og vilja nú beita meiri lagni, og var þetta mál eitt helzta umræðuefni þeirra Kenne- dys og Macmillans á Bahamaeyj- um. Andstæðingar Tsjombes í Kongó og víðar hefðu áreiðanlega fagn- að þeirri ákvörðun Bandaríkja- manna að styðja í verki sam- einingu Kongó, ef ekki værí löngu orðið ljóst, að annar og ógöfugri tilgangur liggur að baki þessari breyttu stefnu Bandaríkjastjómar. 'Tsjombe er orðinn svo alræmdur auðvalds- leppur í augum heimsins, að engin stjómarvöld vilja nú tala máli hans, og Bandaríkjamenn telja því hyggilegra að beita fyr- ir sig ríkisstjóminni í Leopold- ville til að viðhalda fjárhags- legum hagsmunum sínum. Stjóm- málafréttaritarar benda á, að talsmenn USA hafa ekki rök- stutt stefnu stjórnarinnar und anfama daga með þvi að steypa verði Tsjombe af stóli, heldur með hinu, að Sovétríkin hyggist ná fótfestu í Kongó og ætli sér að nota landið til að efla áhrif sín í Afríku. Bandaríkjamenn segja, að koma vattl í veg fyrir Real Madríd 60 ára MADRID 14/12 — Spánska í- þróttafélagið fræga, Real Mad- rid, er 60 ára um þessar mund- ir. I tilefni þessara tímamóta hefur verið opnuð sýning á 1053 verðmætum bikurum og öðrum verðlaunagripum, sem félagið hefur unnið. Þes^ sýn- ing er i húsi listafélagsins í höfuðborg Spánar. Hátíðarsamkoma fór fram við opnun sýningarinnar, og var hún sett af forseta Real Mad- rid, en hann heitir Augustin Munoz Grandes. Þama var sýnd kvikmyndin „Saga bikaranna fimm“. Sýn- ir hún úrslitaleikinn í öll fimm skiptin sem Real Madrid vann Evrópubikarkeppnina. Real Madrid vann það einstaka af- rek að vinna Evraópubikar- inn fimm ár í röð, en nú er það portúgalska liðið Benifica í Lissabon, sem hefur bundið enda á sigurgöngu Spánverj- anna. I 60 ára sögu sinni hefur Real Madrid háð samtals 1366 leiki. Af þeim hefur félagið unnið 794, 219 hefur lokið með jafntefli, en 353 hafa tapazt. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.