Þjóðviljinn - 23.12.1962, Síða 1
Sunnudagur 23. desember 1962 — 27. árgangur — 282. tölublað.
LISTASÁL MED
SILFURBÚID HÁR
„Tónlistin er eina listin“ — Jón í Möðrudal við orgel sitt.
• Frá æsku hefur hann þeyst á gæðingum um óravíðáttur öræfanna og
barizt einn við hríðar og myrkur vetrarins í hvítri auðninni — og ætíð
sigrað.
• Tvítugur byrjaði hann að læra hljóðfæraleik, fimmtugur hóf hann
fiðluleik og áttræður að leika á flautu — og til hinzta dags mun lista-
mannseðlið loga í sál hans.
• En hann er fyrst og fremst höfðingi, mikill höfðingi, sem hverjum
manni hefur viljað go'tt gera, hús hans hefur staðið öllum opið, háum
sem lágum, en þó fyrst og fremst þeim er þurft hafa aðstoðar og greiða-
semi.
Þannig ritar Jón í Möðrudal nafn sitt — með höfðaletri.
„Löngu er þekkt um allan
Islands sal
aðalsnafnið: Jón í Möðrudal.
Listasál með silfurbúið hár.
— Svona minning lifir þús-
und ár.”
Nístingskaldar regnhryðjurn-
ar renna saman við rökkrið og
sökkva Jökuldalsheiðinni í
sorta. Fyrrum bjó fólk hér til
beggja handa. Þama norður á
öldóttri sléttunni sem nú sökkv-
ist í regnið ólust upp í lágum
kofa menn er síðar urðu nafn-
kunnir í tveimur heimsálfum.
Brátt þeytir stormurinn á okk-
ur löðrinu af Sænautavatni.
Sunnan þess standa enn bæjar-
veggir. Svo skammt er síðan
lifað var innan þeirra veggja
að ég man ljóshærðan dreng
er þar átti heima. — Við för-
um norðan í Sænautafellinu, á-
fram niður í Kollseyrudal, yfir
Lindará, en þá er Möðrudals-
fjallgörðunum náð: nýfallinn
sumarsnjór undir öllum börð-
um, fast við veginn. Svo tekur
náttmyrkrið völdin.
Það er enn ljós í afgreiðslu-
skúrnum á hlaðinu í Möðrudal.
Ungur maður þar, sonarsonur
Jóns í Möðrudal, kveðst geta
hýst mig. Á þessum tíma sól-
arhrings væri ég þakklátur fyr-
ir teppi til að fleygja yfir mig,
en fólkið hér er á annarri skoð-
un: í hvítt rúm skal ég hátta.
Fálagi minn, er ók mér lands-
hornamanni yfir Fjöllin, er enn
úti að bjástra: hleður bíl sinn
með varningi annars sem hér
er strandaður; — svo ekur hann
einn í myrkrinu austur yfir
Fjöllin í nótt.
Að morgni er enn kaldur
regnslitringur, Iierðubreið hul-
in í sorta, jafnvel eldstrýtum-
ar í átt að Jökulsá vafðar
gráma; engin sóldýrð á Fjöllum
í dag. Og þá heyri ég til hans
úti, mannsins er ég var kom-
inn til að finna: Jóns í Möðru-
dal, og við það rifjast upp fyr-
ir mér fyrsta koman hingað,
endur fyrir löngu. Þá komum
við tveir förumenn þramm-
andi norðan af Fjöllum. Ofan
úr Vegarskarðinu að sjá lá
áln fyrir neðan sem silfurband
Kirkjan í Möðrudal. Jón Stefánsson lagði ekki aðeins hvern stein í grunn hennar og garðinn
umhverfis, heldur smíðaði hann og búnað hennar og málaði altaristöfluna.
í tunglsskininu: útflennt og
krapbólgin. Og það hafa frá-
leitt verið hetjulegir menn er
stauluðust austur sandinn á
svellstokknum fótum. En brátt
birtist bærinn í jaðri sandsins
í björtu tunglsskini og innan
stundar höfðu okkur verið
færðir hlýir, þurrir sokkar,
heitt kaffi og matur, — og
bóndinn hóf að leika fyrir okk-
ur á fiðlu.
Enn sem fyrr er gestkvæmt
í Möðrudal, en loks göngum
við einir til kirkju og Jón sezt
við orgelið. Á eftir tökum við
tal saman.
— Æ, blaðamenn hafa svo
vitlaust eftir manni.... Nei,
kommúnistar eru ekki verri en
aðrir. Það er verst við komm-
únista að þeir eru ekki nógir
jafnaðarmenn. Ef þeir jafna
kjörin og auðæfin eru þeir góö-
ir; þá er ég með þeim. — Það
er ekkert vit í því að nokkrir
menn eigi heiminn .
Og talið heldur áfram og
kemur víða við.
— Prestar! Hvað heldurðu að
þeir, ómenntaðir mannræflar,
bjargi sálinni! Hvað heldurðu
að þeir viti um það sem eng-
inn maður hefur nokkru sinni
vitað um; það hefur aldrei
nokkur prestur vitað neitt um
annað líf.... Nei, ég trúi ekki
á helvíti. Ég afneita helvíti al-
gerlega.
(Jón í Möðrudal mun samt
ekki afneita öðru lífi þótt hann
afneiti helvíti, því til sönnun-
ar segir hann mér söguna af
konunni sem vitjaði hans til
að smíða utan um sig.)
— Pólitíkin! Einu sinni komu
hingað menn og voru að kiða
sér upp Við mig í þeim til-
gangi að fá mig til að kjósa
— hver sinn flokk. Ég sagðist
skyldi kjósa hvem flokkinn
sem væri ef einhver þessara
manna gæti uppfyllt 5 skilyrði:
1. Að vera eins mikill listamað-
ur og Kjarval. 2. Eins vel
menntaður andlega og líkam-
lega og Magnús Jónsson próf-
essor. 3. Eins mikið skáld og
rithöfundur og sr. Sigurður
Einarsson. 4. Að kunna sálm-
inn og lagið: I dag er fæddur
frelsarinn. 5. Og loks að kunna
Faðir vor. Þegar kom að síð-
asta skilyrðinu sprungu þeir —
og fóru út. í næstu kosningum
komu enn til mín 3 menn sömu
erinda. Ég kvaðst skyldu kjósa
flokk þess er gæti reynt sig
við mig í tónfræði. Og enn
fóru þeir árangurslaust.
— Það er mjög gestkvæmt
hjá þér, Jón.
— Já, hingað kemur fjöldi
manna, allskonar fólk, lista-
menn og miklir höfðingjar, öðl-
ingsmenn og uppskafningar.
Einu sinni þegar ég kom út
stóð hér niðri á hlaði feitur
maður bísperrtur. Ég fór að
tala við gestinn.
— Hver var sá?
— Þetta var Einar ríki. Hann
var svo sperrtur og merkileg-
ur svo ég spurði hann hvaða
forteikn ges-dúr og es-moll
hefðu.
— Og hverju svaraði hann?
— Hann bara gapti og gleypti
vind.
Svo langan aldur hefur Jón
1 Möðrudal þeyst á ólmumgæð-
ingum um víðáttur öræfanna,
hlaupið eftir bökum trylltra ó-
temja er í rétt var komið, tek-
ið á móti hröktum mönnum í
hríðum og myrkri, leikið á fiðlu
fyrir höfðingja og húsgangs-
menn og málað frelsara mann-
kynsins og sál fjallanna, að
hann er fyrir löngu orðinn
þjóðsagnapersóna. — En var-
lega skyldu menn trúa skilningi
sumra túrista á Jóni í Möðru-
dal. Það komu og fóru gestir
þessa dagstund er ég dvaldi í
Möðrudal. Og þá þóttist ég sjá
tvo Jóna Stefánssyni: Þann Jón
er ræddi í einlægni og alvöru
í einrúmi, og hinn Jóninn er
á augabragði brá yfir sig leik-
kufli, leiddi gesti í kirkju og
hóf að syngja. Gegnum þá
grímu virtist hann lesa hugsan-
ir og innræti gesta sinna líkt
og síður í opinni bók.
— Þó ég hafi gist hjá þér,
Jón, þá veit ég lítið um þig,
segðu mér eitthvað af búskap
þínum hér.
— Æ, ég hef sagt blaðamönn-
um þetta allt áður. Þetta er
ekkert merkilegt.
— Þeir hafa ekki verið ég,
þeirra lesendur ekki mínir les-
endur. Hve lengi hefur þú bú-
ið í Möðrudal?
— Ég hef búið hérna síðan
1919, en ég byrjaði búskap á
Fjöllum 1903.
— Hvar og hvenær ertu
fæddur?
— Ég er fæddur á Ljósa-
vatni 22. febrúar 1880. Fluttist
þaðan 16 vikna. Giftist 23 ja
ára. Fór fyrst að búa í Víðidal
á Fjöllum, var þar 2 ár, þá 1
ár í Möðrudal, fór síðan austur
á Dal (Jökuldal) að Amórs-
stöðum, síðan í Rangalón í
Jökuldalsheiði. Flutti svo enn
í Víðidal og bjó þar 8 ár. Hér
hef ég búið óslitið í 43 ár.
— Þú hefur þá búið í rétt
60 ár?
— Já, og passað kindur í 75
ár, eða frá því ég var 8 ára
gamall. Það er langur tími í
snjóum, stormum og myrkri.
Allir jafnaldrar mínir eru fyrir
löngu dauðir, þótt þeir hafi átt
miklu betri ævi, léttara líf.
— Er ekki erfitt að vera fjár-
bóndi hér á Fjöllunum?
— Það er ekkert erfiðara að
eiga skepnur hér en annar-
staðar.
— Hefur þér ekki fundizt þú
vera einmana í fjárleitum hér
á öræfavíðernunum?
— Nei, ég finn ekki fyrir
víðáttunni í smalamennskum,
en
ég hef margoft lúinn labbað
leiðina heim að Möðrudal.
— Fórstu ungur að fást við
tónlist?
— Tvítugur byrjaði ég að
spila, lærði svolítið hjá Magn-
úsi Einarssyni organista á Ak-
ureyri. Var þá að læra söðla-
smíði líka, en ekki nema einn
vetur — og þó ekki heilan.
Síðan hef ég stundað söðla-
smíði og stunda hana enn af
kappi, gerði við 10 hnakka sl.
vetur, hef selt 7 hnakka og
er með 3 nýja.
— Og þú skerð líka út?
— Já, ég hef skorið út 80—
90 reglustrikur, bókahnífa,
brauðfjalir og handklæðabretti.
— Svo hirði ég mínar 80 kind-
ur, 3 kýr og 3 hesta eins og
aðrir menn.
Ég hef skorið þessa muni út
með höfðaletri, og gefið þá
flesta. Það er náttúrlega vit-
leysa að gefa þetta, það er
ekkert metið heldur er maður
hafður að háði fyrir.
— Þú virðist sjaldan sitja
auðum höndum, og nóg hefur
þú haft fyrir stafni þegar þú
byggðir kirkjuna, — hvenasa?
var það?
— Byggði kirkjuna 1949. Ég
gróf fyrir henni hátt í 3 álnir
og færði hvem stein í grunn-
inn. Ég smíðaði sjálfur allt í
kirkjuna og kostaði hana sjálf-
ur. Hún er raflýst.
Við gemm hlé á samtalinu
og horfum yfir grænt túnið,
svartan sandinn og fjöllin. Enn
eru þrjú bú í Möðrudal, en sL
vor fór einn bóndinn niður í
Egilsstaði. — Það myndi marg-
ur sakná vinar í stað ef svo
ætti að fara að Möðrudalur
færi í eyði. Svo snúum við
okkur aftur að Jóni í MöðrudaL
— Það hefur lengi verið fjöl-
mennt hér í Möðrudal?
— Þegar pabbi var að byggja
hérna voru hér 3 bú. Það voru
t. d. 7 Jónar hér þá og einir
3 Þorsteinar og 3 Stefánar. Þá
var kvikt hér í Möðrudal! Allt
timbrið var flutt frá Vopna-
firði á 30—40 hestum. Það
voru myndarlegar lestarferðir 1
þá daga. Það var alltaf flutt á
20 hestum úr kaupstað hingað.
Vorið 1930 var flutt héðan ull
á 30 hestum.
— Þið hafið verið birgir af
hestum héma?
— Þeir komust upp í 50 hest-
amir héma þegar þeir voru
flestir.
Framhald á 2. síðu.
Heimsókn til höfðingjans á Fjöllum
" \
** v
i