Þjóðviljinn - 23.12.1962, Page 6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 23. desember 1952
6 SÍÐA
Jólagjafír
Þegar Oli og Sigga komu
inn frá því að leika sér. var
rökkur í húsinu og engin leið
að kveikja, því rafmagnið var
bilað.
Þá settust þau inn í stofu
og fóru að tala um jólin og
jólagjafirnar.
— Ég óska mér að fá
dúkku, sem getur lokað aug-
unum og sagt mamma, —
sagði Sigga.
— En ég vil allra helzt fá
flugvél, sem hægt er að draga
upp, og getur flogið lengi án
þess að stoppa, — sagði Óli.
Svona töluðu þau lengi sam-
an í rökkrinu.
Allt í einu stóð fyrir fram-
an þau gamall maður, klædd-
ur í þykka úlpu og ullarvettl-
inga. Hvíta skeggið hans náði
alveg niður á maga.
— Komið þið sæl, börnin
góð, sagði hann.
— Hver ert þú? spurðu
bæði bömin í einu.
— Ég er Jólamánuðurinn,
sagði karlinn og brosti bak
við stóra hvíta skeggið.
— Hvar áttu heima? spurði
Óli.
— Eg á heima hjá Vetri kon-
ungi, þar snjór og svell, norð-
urljós og stjörnur, og margt
fleira skemmtilegt. —
— Ertu að koma með jóla-
gjafirnar til okkar? — spurði
Sigga.
Ónei, það væri nú heldur
fljótt. ég er að heimsækja
börnin í bænum og athuga
hvað ég á helzt að senda
hverju og einu í jólagjöf. —
Óli og Sigga flýttu sér að
segja honum hvað þau lang-
aði mest að fá.
— Það ættu að verða ein-
hver ráð með það. — sagði
Jólamánuður. — En hvað
HVER ER ÉG?
Ég er í flestum skipum.
Mér er oft kastað í vatn.
Ég er búinn tii úr járni.
Er ég björgunarbátur?
Er ég akkeri?
Eða er ég sjóskáti?
Ég er með hvítt brjóst.
Ég gef kafað.
Ég hef sundfit á milli
tánna.
Er ég mörgæs?
Er ég hafmey?
Eða er ég kannski ráð-
herra?
finnst ykkur að ég ætti helzt
að gefa litlu fátæku telp-
unni hérna í kjallaranum,
henni Kötlu litiu? —
— Ég held að það væri bezt
að gefa henni hlýja kápu,
hún fær gamlan kjól af mér
fyrir jólakjól, en hún fær á-
reiðanlega enga kápu. —
sagði Sigga.
— Á hún brúðu sem lok-
ar augunum og. segir
mamma? spurði Jólamánuð-
ur.
— Nei auðvitað ekki. —
svaraði Sigga. — Pabbi henn-
ar er dáinn og mamma henn-
ar er ein að vinna fyrir
henni og bróður hennar,
bessvegna gefum við henni
gamlan kjól af mér. En hún
á eina gamla brúðu, hún er
reyndar orðin svolítið ljót, en
henni finnst samt gaman að
henni. —
Jólamánuður sat og hugs-
aði sig um, eins og hann væri
í hálfgerðum vandræðum.
— Æ, þetta er ósköp erf-
itt. — sagði hann, — sum
börnin í þessum bæ eiga alla
hluti, og vilja þó alltaf meira.
En svo eru önnur, sem eiga
ekkert, og þora varla að óska
sér neins, af því að þau eru
hrædd um að fá enga ósk
uppfyllta. En mig langar að
sjá öll börn glöð á jólunum.
Getið þið hjálpað mér að
ráða fram úr þessu? —
Börnin hugsuðu sig um.
Svo sagði Óli: — Ef ég bið
ekki um flugvél og Sigga
hættir við að biðja um dýra
fina brúðu, þá gætirðu gef-
ið Kötlu litlu eitthvað reglu-
lega fallegt í jólagjöf. Þú gæt-
ir gefið okkur eitthvað smá-
vegis, myndabækur eða eitt-
hvað þessháttar. —
— Já, sagði Sigga, það væri
ágætt ráð. —
— Þið eruð góð börn, —
sagði Jólamánuður, — Sumir
segja mér að börnin nú á
dögum séu heimtufrek og
eigingjörn, en se_m þetur fer
• er það vitleysa, Ég held bara
að börnin nú á dögum séu
ennþá betri en í gamla daga.
Og það get ég sagt ykkur að
þið fáið areiðanlega skemmti-
leg jól. Ég ætla að biðja Vet-
ur gamla konung að senda
SVONA GBRUM VIÐ...
ykkur snjó, mjaliahvítan
jólasnjó yfir allt, svo það
verði reglulega jólalegt. Hann
gerir það fyrir mig ef vel
liggur á honum. — Mamma
kom inn i stofu og kveikti
Ijós. Börnin spruttu á fætur.
— Mamma, hvar er Jóla-
Lag: Göngum við í kringum
Svona gerum við þegar við förum í sleðaferð,
förum í sleðaferð, förum í sleðaferð.
Svona gerum við þegar við förum i sleðaferð,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við þegar bílar bruna hjá
bílar bruna hjá, bílar bruna hjá.
Svona gerum við þegar bílar bruna hjá,
snemma á þriðjudagsmorgni.
Svona gerum við þegar við beygjum fyrir horn,
beygjum fyrir horn, beygjum fyrir horn.
Svona gerum við þegar við beygjum fyrir horn,
snemma á miðvikudagsmorgni.
Svona gerum við þegar við komum á brekkubrún,
komum á brekkubrún, komum á brekkubrún.
Svona gerum við þegar við komum á brekkubrún,
snemma á fimmtudagsmorgni.
Höldum okkur fast svo við hendumst ekki af
hendumst ekki af, hendumst ckki af.
Höldum okkur fast svo við hendumst ekki af,
snemma á föstudagsmorgni.
Gaman er á slcða ef brekkan er brött og há,
brekkan brött og há, brekkan brött og há.
Gaman er á sleða ef brekkan er brött og há,
snemma á Iaugardagsmorgni.
Svona gerum við þegar við höldum heim á leiið
höldum heim á Ieið, höldum heim á leið.
Svona gerum við þegar við höldum heim á leið,
snemma á sunnudagsmorgni.
(Úr norsku.)
mánuður, hann var hérna rétt
áðan. —
Mamma hló. — Jólamánuð-
ur hlýtur að vera á næstu
grösum. Finnið þið ekki bök-
unarlyktina úr eldhúsinu. Nú
er búið að gera við rafmagn-
ið, svo ég get haldið áfram
að baka. Komið þið nú fram
að hjálpa mér svo ég verði
fljótari. Börnin létu ekki
segja sér það tvisvar. '
En á leiðinni fram í eld-
hús voru þau að velta því
fyrir sér hvort þau hefði bara
verið að dreyma. — U. E.
Hraðmót T af If élagsins
Hið svonefnda „Hraðmót
Taflfélags Reykjavíkur“ hófst
23. nóvember og iauk 2. des-
ember. Fór það fram í Sjó-
mannaskólanum. Keppendur
voru 28 og voru tefldar 5 um-
forðir eftir Monradkerfi.
Líklega hefur mót þetta farið
framhjá mörgum, því litlar
fréttir munu hafa farið af því
í bæjarblöðunum.
Þar munu þá hafa gerzt
engu ómerkari hlutir en þeir,
Jón Hálfdánarson
sem stundum var stillt á
framstu síðu í áður nefndum
blöðum meðan á mótinu stóð.
Er því helzt svo að sjá sem
blaðamennimir hefi ekki þekki
sinn vitjunartíma.
Sigurvegarar á Hraðmótinu
urðu tveir ungir men, þeir Jón
Hálfdánarson og Bragi Krist-
jánsson. Hlutu þeir 4% vinn-
ing hvor. voru taplausir. Jón
er aðeins 15 ára að aldri, en
Bragi 17, svo þeir hafa naum-
lega slitið barnsskónum ennþá
Verður því að telja þennan
árangur þeirra frábæran. I 3.
—4. sæti komu þeir Magnús
Sólmundarson og Gísli Péturs-
son með 4 vinninga hvor. Þeir
munu rétt rösklega tvítugir að
aidri og gefa báðir mjög góð-
ar vonir. Nr. 5—6 urðu þeir
Geirlaugur Magnússon og
Haukur Angantýsson með 3y2
vinning hvor. Með frammistöðu
sinni vinnur Geirlaugur það
einstaka afrek að „stökkva
yfir“ 1. flokk, þ. e. hann var
annars flokks maður (pro
forma a.m.k.), áður en mótið
hófst, en var orðinn meistari
að því loknu. Þetta er áþekkur
leiðarstyttir og ef gagnfræða-
nemi stykki yfir menntaskóla
upp í háskóla, og hlýtur að
þurfa fádæma snarræði til.
Geirlaugur er ný stjama á
himni og logar skært.
Haukur Angantýsson er
jafnaldri Jóns Hálfdánarsonar.
Hann skortir enn leikni Jóns,
en er ákaflega þolgóður og hef-
ur góða skapgerð til að tefla.
Er því full ástæða til að spá
honum frama.
Ýmsir frægir meistarar komu
svo fyrir neðan þá 6 menn.
sem hér hafa verið taldir.
Má þar nefna þá Olympiu-
fara Björn Þorsteinsson og Jón
Kristinsson. Ennfremur garpa
eins og Sigurð Jónsson, Jó-
hann Sigurjónsson, Jóhann
Þóri Jónsson, Þbrstein Skúlason,
Björn Víking, Egil Valgeirsson
og fleiri. Má af þesari laus-
legu uptalningu sjá, að mann-
fall hiefur orðið mikið.
Slík skákmót sem þetta eru
ágæt til tilbreytingar. Þó verö-
ur að telja móti þessu alltof
þröngan stakk skorinn með 5
umferðum. 7—9 umferðir sýn-
ast lágmark.
Það mun gleðja skákunnend-
ur um heim allan, að svo er
að sjá sem Michail Tal, fyrr-
verandi heimsmeistari, sé nú
að ná góðri heilsu eftir krank-
leika þann sem þjáði hann á
Kandidatamótinu í vor. A Ol-
ympíumótinu í Búlgaríu var
hann harður í horn að taka,
og hann ku hafa staðið sig
mjög vel framan af á 30. skák-
þingi Sovétríkjanna, sem nú
stendur yfir. Eru því góðar
horfur á því, að hinn ungi af-
reksmaður eígi eftir að gleðja
augu vor enn um mörg ókom-
in ár með snilld ainni.
Eftirfarandi skák frá Olymp-
íumótinu í Búlgaríu styrkir að
minnsta kosti verulega rökin
fyrir því. að enn sé Tal Tal.
Hvítt: Tal.
Svart: Barcza (Ungverjal.)
FRÖNSK VÖRN.
1. e4, e6 2. d4, d5 3. Rc3,
En mestu varðar þó, að menn
komi saman og tefli og æfi
sig.
Á móti þessu kom enn
gleggra fram en áður. hve við
eigum marga mannvænlega
unga skákmenn. En sú
vitneskja er ekki nóg. Við
verðum að hlúa að þessum
efnivið, veita hohum ýtrustu
þroskamöguleika, sem við eig-
um ráð á. Við eigum ekki að
vera hlutlausir áhorfendur held-
ur leggja hönd á plóginn og
yrkja þann jarðveg enn betur,
sem risafururnar eru sprottnar
úr. Þá gæti vel svo farið að
við ættum tylft stórmeistara
um næstu aldamót.
Rf6
(Þeir, sem eru hrifnir af sem
mestum taflflækjum, leika
gjaman 3.-------Bb4).
4. Bg5, dxe4 5. Rxe4, Rb—d7
6. Rxf6t, Rxf6 7. Rf3. Be7
(Þessi ieikur svarts er ekki
sem nákvæmastur. Betra er að
leika 7. — — c5. Þannig lék
Petrosjan gegn Tal í Curacao.
Eftir biskupsleik svarts, fær
hvítur of mikið frjálsræði með
leikjaval).
8. Bd3, c5 9. De2!
(Nú þekkjum við handbragð-
ið. Tal fórnar peði um stund-
arsakir í sóknarskyni).
9. -----cxd4 10. 0—0—0, a6
(Barcza vogar ekki að hróka,
og var það þó sennilega bezti
varnarleikurinn. Hann mun
hafa óttast 11. h4, en eftir
þann leik hótar Tal að drepa
á f6, fórna síðan biskup á h7
og skáka þar næst með ridd-
ara á g5. En eftir 11. h4 í of-
annefndu afbrigði á svartur
leikinn 11. — — Da5, sem
virðist hindra bráðasta voðann
og hótar auk þess peðinu á
a2. Eftir 12. Bxf6, Bxf6, þá
stenzt ekki fómin á h7: 13.
Bxh7t, Kxh7 14. Rg5f, Kg8
15. Dh5, Df5, og svartur bjaxg-
ast).
11. Ilh—el!
(Þessum leik er einkum ætl-
að að hindra, að svartur losi
um sig með — — Rd5. Ef
nú 11. — — Rd5, þá kæmi
12. Bxe7, Dxe7 13. De5, og er
þá svartur illa á vegi staddur
því 13. — — 0—0 strandar á
14. Dxd5).
11--------Bd7
(Betra sýnist enn að hróka).
12. Rxd4, Da5
(Á þennan drottningarleik
treysti Barcza. 12. — — 0—0
var ófullnægjandi vegna 13.
Rf5. T.d. 13. — — Bb4 14.
Rxg7!, Kxg7 15. De5! og hvít-
ur vinnur).
13. Rf5!
(Enn er þessi leikur mjög
óþægilegur svörtum).
13.--------h6 14. Rxg7t, KfK
15. Bxf6, Bxf6
Hvítt: Tal
ABCDEFGH
Svart: Barcza
16. Bc4!
(Þessi leikur hrekur áætlun
svarts. Barcza hafði helzt
reiknað með 16. Rh5, en þá
á hann dágóða vörn í 16.--------
Dxa2 17. Rxf6, Dalt 18. Kd2,
Da5f þvínæst — — Dg5t og
Dxf6 o. s. frv.
En eftir leik hvíts virðist
svartur ekki eiga neina full-i
nægjandi vöm).
16.------Dg5t
(Síðasta björgunartilraunin).1
17. Kbl, Bb5 18. Bxb5, Dxg7?
(Þessi leikur flýtir mjög fyr*
ir úrslitunum. Bezt var 18. —
— Kxg7, þótt hvítur eigi' péði
meira og ljómandi stöðu eftir'
19 Bd3).
19. Ba4, b5
(19. — — Bxb2 strandaði á.
20. De4, hótandi bæði skák áí
b4 og peðinu á b7).
20. Bb3, Bxb2 21. De4! He8’
22. Db4t, Kg8 23. He3
(Nú fær svartur ekki lenguri
forðað liðstapi).
23.------Kh7 23. Hg3, De5
25. f4, De2 26. Kxb2, a5
(26. — — Dxdl strandar á
27. De4t, f5, 28. Db7t og hvítur
mátar).
27. Hd7!
Verðugur endir á snjallri
skák. Barcza gafst upp.
Stuðzt að mestu við skýr-
ingar eftir Paul Keres.
Ritstjóri:
Sveinn
Kristinsson
Tal á batavegi