Þjóðviljinn - 23.12.1962, Qupperneq 12
S jJr
I
12 SlÐA
ÞJÓÐYILJINN
Sunnudagur 23. desember 1962
C/eðileg jól! Breiðfirðingabúð.
Gleðtteg jól! Brauðgerðin, Barmahlíð 8.
Gleðtteg jól! Borðstofan h.f., Hafnarstræti 17.
Gleðtteg jóH Bústaðabúðin, Hólmgarði 34.
Gleðtteg jól! Bifreiðastöðin Bæjarleiðir.
Gleðileg jól! Belgjagerðin h.f. — Skjólfatagerðin.
Gleðtteg jól! Björnsbakarí.
Gleðtteg jól! Hótel Vík.
G/eðtteg jótt Axminster — Gólfteppaverksmiðja.
Gleðtteg jótt Billiardstofan, Klapparstíg 26.
Gleðtteg jótt Bátanaust h.f. við Elliðaárvog.
Gleðtteg jótt Efnagerðin Valur, Fossvogsbletti 42.
Gleðtteg jótt Bílasala Guðmundar, Bergþórugötu 3. ■■
Gleðtteg jótt Blikksmiðjan Vogur, Kópavogi.
Gleðtteg jótt Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 19832.
Gleðtteg jótt Bifreiðasalan, Borgartúni 1.
Gleðtteg jótt Blikksmiðjan Glófaxi, sími 34236.
Gleðtteg jótt Heildverzlun Ásbjörns Ólafssonar.
Gleðtteg jótt 1 Verzlunin ÁSA, Skólavörðustíg 17.
Gleðtteg jótt Verzlunin Ásbyrgi, Laugavegi 139 — sími 13161.
Kúskerpisskotta
fær blóðgjöf
Um aldamót bjó sá maður á
Gili í Öxnadal, sem nú er í
eyði), sem Magnús hét Magn-
ússon, þess er sagt var að
rekið hefði níu tryppi skag-
firzk í gjá eina á Gilshjalla
og fórust þau þar öll og mun
sú sögm skráð.
Gil stendur undir hrikalegu
ár- eða lækjargili sem klýfur
fjallið þverbratt. Til norðurs
skyggir mikil skriða á allt út-
sýni og er bærinn Varmavatns-
hólar norðan skriðunnar.
Nú bar það við undir rökk-
ur einn dag á jólaföstu síðla,
að Magnús yngri kemur frá
gegningum, en fjárhúsin voru
í túnfætinum, og gekk hann
upp túnið og studdist við
sporreku — tréreku jám-
brydda. Hjam var á og gott
gangfæri, Sér nú Magnús að
utan skriðuna kemur stelpu-^
skjáta og hleypur við fót; hugði
Magnús að þar kæmi Anna á
Varmavatnshólum sem þá var
á tíunda ári. Magnús var smá-
glettinn og herðir nú gönguna
að verða á undan henni heim
á hlaðið, en þegar þangað kom
bar bæinp fyrir heimgötuna,
svo hann gengur út fyrir bæ-
inn, Brá honum þá í brún,
því í stað Önnu, sem hann
hugði á ferð, húkir Kúskerpis-
skotta þar undir bæjarvegg
þarfa sinna QS g'lennir nú
glyrnur á Magnús og gerði sig
til alls búna.
Magnús var orðlagður hörku-
og hvatleiksmaður, og verður
honum það fyrir að hann reið-
ir til höggs rekuna, en við
það snýr Skotta undan og
rennur suður túnið, og fylgdi
Magnús henni eftir allt að
Sörlhóli rétt norðan Lurka-
steins og gat slæmt til hennar
með rekunni við og við, og
skiidi svo með þeim að Magn-
úsi virtist Skotta hverfa til
heiðarinnar °g sneri hann því
heim að Gili
f Bakkaseli, fremsta bænum
í dalnum, bjó þá Vigdis hómó-
pati og var ráðsmaður hjá
henni Sigurður snari — og man
ég þau bæði allvel. Vinnu-
stúlku hafði Vigdís sem mig
minnir héti Guðrún.
Nú var það í rökkrinu þetta
kvöid að konumar hölluðu sér
að vanda. en Sigurður var á
beitarhúsum, sem þá voru á
Öxnadalsheiði rétt hjá Tjald-
hólum undan Kajdbaksdal, og
var ókominn.
Baðstofan í Bakkaseli var
þriggja stafgólfa og þrjú rúm-
in. svaf sinn í hverju rúm-
inu. Nú hafði Guðrún rétt ó-
festan svefninn, þegar henni
verður litið til baðstofudyra.
Sér hún þá andlit ófa-gurt
teygja sig yflr hurðina. sem
var skellihurð og nokkur rifa
efst. Skipti nú engum togum
að Skotta, sem þarna var kom-
in, er í baðstofunni og grípur
um háls Guðrúriar. en svo dró
úr henni allan mátt að ekki
gat hún kallað til Vigdísar
sem hún sá þó gjörla í næsta
rúmi.
Heyrir nú Vigdís þar sem
hún lá vakandi, að eitthvað
korrar i Guðrúnu. Snrar hún
sér þá fram úr og tekur tll
Guðrúnar. En við það sleppti
Skotta takinu og hvarf frá,
enda var Vigdís þeirrar nátt-
úru að slíkar ókindur bekktust
ekki til við hana.
Sagði Guðrún nú sína sögu,
og sáust kverkatökin þá glöggt
og kom út marið blóð, en Vig-
dis átti kröftug og fjölgræðandi
heimabúin meðöl og fékk Guð-
rún því skjótan bata.
Víkur nú sögunni þil Sig-
urðar snara að hann kom af
beitarhúsum og bar rjúpna-
kippu um öxl. Nokkurt snjófæri
mánaskin á, og var slóðin auð-
rakin. Sér nú Sigurður að
flygsa nokkur kemur eftir slóð-
inni og ber hratt yfir. Ekki
vildi Sigurður víkja slóðina
fyrir ódáminum sem hann
þekkti nú að var Kúskerpis-
skotta. Veltir hann því af sér
rjúpnakyppunni, þrífur byss-
una, miðar Qg skaut og sýnd-
ist honum þá Skotta hverfa í
eldglæringum. Stingur hann þá
byssuhólknum í kippuna á ný
og heldur áfram í slóðinni
heim að Bakkaseli.
Þegar nú fréttum af tburð-
um þessum sló saman í daln-
um, vitnaðist að Skotta — sem
á þessum árum var orðin
frekar mannfælin — hafði
komizt í blóðföt á Þverbrekku
i Öxnadal J skemmu þar á
hlaðinu, og sást ekki í þeim
blóðdropi þegar að var kom-
ið.
En við þessa blóðgjöf magn-
aðist Skotta eins og hér hef-
ur verið frá sagt.
Munnmælasaga.
T.E.
Aldar-
háttur
Þá gengu þeir fram
fyrir herra sinn og konung
að taka við heiðurstáknum
sinum
úr hendi hans:
skínandi björtum drekafánum
fagurhljómandi bjöllum
þungum eirslegnum hertýjum
— n'iöfim sem Ijómuðu
af náðarsól.
Hann leiddi þá fram
fyrir áa sína uppljómaða
þeir færðu fórnir
al nreinu lijana
til að öðlast langlífi
og eilífa vernd.
Hvílíkur feikna sjóður
allskonar blessunar!
Æruprýddir og voldugir
eru slíkir þjóðböfðingjar
í frægðarljóma þeirra
er framtíð vor tryggð.
(Eftir gömlu kínversku
ljóði 1200—600 f. Kr.).
HBB
Gleðtteg jótt Litróf, Veghúsastíg 9.
G/eðtteg jótt H. Jónsson & Co. — Bílamarkaðurinn, Brautarholti 22.
Gleðileg jótt Vatnsvirkinn h.f., Skipholti L
Gleðtteg jótt Verzlun Péturs Kristjánssonar h.f., Ásvallagötu 19.
Gleðileg jótt Vélsmiðja Sigurðar Einarssonar, Mjölnisholti 14.
Gleðtteg jótt Vinnufatabúðin, Laugavegi 76.
Gleðileg jótt Verzlunin Edinborg. — Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar.
Gleðtteg jótt Víkingur h.f. — Svanur h.f.
Gleðileg jótt Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar.
Gleðtteg jótt Hnotan h.f., Þórsgötu 1.
Gleðtteg jótt Vélsmiðjan Steðji h.f.
Gleðileg jótt • Hraðfrystistöðin i Reykjavík.
Félag járniðnaðarmanna
óskar 'éttum félögum sínum
og öðrum velunnurum
GleðHegra jóla
B'í
i
4