Þjóðviljinn - 30.12.1962, Page 1

Þjóðviljinn - 30.12.1962, Page 1
Gleðilegt nýtt ár! Sunnudagur 30. desember 1962 — 27. árgangur — 285. tölublað. Síldveiðin í gœr 50 þúsund af stóru f fyrrinótt var enn dágóð síldveiði, þriðja sólar- hringinn í röð. Munu 56 skip hafa fengið hátt í 50 þús. tunnur. Veiðin var misjöfn, sumir voru með ágætan afla. Skipin voru á stóru svæði, sum á svipuðum slóðum og áður, önnur norður undir Jökultungu, í Jökuldjúpi og Kolluál. Sjómenn kvarta undan miklum straumi, hafa nokkrir rifið nætur sínar af hans völdum. Til Reykjavíkur komu í gær 20 bátar með nær 19 þús. tunnur. Gjafar 1450, Reynir 1100, Ólafur Magnússon EA 1300, Þorlákur 200, Hallveig Fróðadóttir 1800, Sigurður Bjarnason 2000, Guð- mundur Þórðarson 800, Ásgeir 650, Sæfari BA 1150, Hafþór 600, Akraborg 1200, Halldór Jónsson 1150, Jón á Stapa 700, Hafrún 1100, Sólrún 600, Svanur 400, Marz 350, Björn Jónsson 1100, Helgi Flóventsson 600, Stein- grímur trölli 1000, Guðbjörg landaði í Kópavogi 500 tunnum. Á Akrancsi lönduðu 10 bátar: Skírnir 1800, Haraldur 900, Nátt- fari 500, Keilir 650, Fiskaskagi 350, Höfrungur 350, Sigrún 450, Ólafur Magnússon AK 300, Sæ- fari AK 250, Anna 350. I Hafnarfirði var Þjóðviljanum kunnugt um, að lönduðu 5 bát- ar í gær: Eldborg 2000, Auðunn 2000, Fákur 1000, Héðinn 500, Álftanes 500, Ingiber Ólafsson 1400. Til Keflavíkur komu í gær 11 bátar: Ámi Þorkelsson 550, Árni Geir 250, Bergvík 180, Eldey §| 1000, Guðfinnur 800, Hildur 550, Jón Finnsson 800, Jón Guð- mundsson 800, Kópur 800, Manni 700, Jónas Jónatansson 400, Von- in var með 1600 tunnur og fór með aflann til Vestmannaeyja. Auk þessa var Þjóðvfiljanum kunnugt um afla þessara Suður- nesjabáta: Freyja 100, Hrafn Sveinbjarnarson 800, Sigfús Bergmann 450, Þorbjöm 700. I Keflavík má heita löndunar- stopp í bræðslu; ekki teknar nema 150 tunnur af bát. A fundi borgarráðs Reykja- víkur í fyrradag, var endanlega gengið frá úthlutun borgaríbúða við Alftamýri. Varð niðurstaðan sú, að þrjú sambýlishús, sem þar eru í smíðum með samtals 96 ibúðum, voru tekin til út- hlutunar í stað þess að áform- að var að úthluta 2 húsum með 64 íbúðum. Fjórða húsinu, sem er með 32 íbúðum og skcmmst á veg komið var hinsvegar ekki úthlutað. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá sóttu samtals 380 fjöl- skyldur um þessar borgaríbúðir við Álftamýri. íbúðirnar eru byggðar til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði og fylgir 220 þús. kr. lán hverri 2ja herbergja íbúð og 240 þús. kr. lán 3ja herbergja íbúð. Útborgun í 2ja 55 banaslys á liðnu árí Á árinu sem er að líða urðu banaslys hér á landi alls 55, íimm færri en árið 1961. Flest slysin urðu á sjó, alls drukknuðu 35. Þar af fórust 17 með skipum, 8 féllu útbyrðis og 10 drukknuðu við land eða í ám og vötnum. Banaslys af völdum umferðar urðu 11 talsins. Flugslys varð einum manni að bana, þrír létust af völdum þruna og tvö dauða- slys urðu á vinnustað. herbergja íbúðunum er 58 þús kr. en í 3ja herbergja íbúðun- um 98 þús. kr. Stærri íbúðirn- ar eru 72 talsins, en þær minni 24. íbúðimar eru seldar til- búnar undir tréverk. Af þeim sem úthlutun hluvu eru aðeins 11 fjölskyldur úr hcrskálum, 24 fjölskyldur cru úr leiguhúsnæði borgarsjóðs (Höfðaborg, Bjarnaborg, Skúlagötuhúsum, Bergþóru- götuhúsum o.s.frv.) og 61 fjölskylda úr öðru hcilsu- spillandi húsnæði eða léleg- um íbúðum eða þá á algerum hrakhólum með húsnæði. Hvað fjölskyldustærð snertir skiptast þeir, er íbúðimar hlutu þannig: 3 eru með 8 manns í heimili, 16 með 7 manns, 24 með 6 manns, 30 með 5 manns, 14 með 4 og 9 með 3 í heim- ili. Afhendingartími íbúðanna er áætlaður þannig: Fyrsta húsið með 32 íbúðum er tilbúið nú þegar, annað einnig með 32 í- búðum á að verða tilbúið 1. febrúar n.k. og það þriðja einnig með 32 íbúðum er áætlað að verði til um mánaðamótin marz apríl. Á morgun er gamlárs- dagur og í dag kemur út síðasta blað Þjóðviljans á þessu ári. Árið sem nú er á enda hefur verið merk- isár í sögu Þjóðviljans, blaðið hefur stækkað mik- ið í broti og efni þess aukizt að fjölbreytni, véla- kostur prentsmiðjunnar hefur verið aukinn og endurnýjaður og húsnæði hennar bætt. Allar þessar endurbætur hafa kostað stórt átak og mikið fé og hafa lesendur blaðsins og allir velunnarar veitt því ómetanlegan stuðning með framlögum sínum bæði stórum og smáum. Án skilnings þeirra og fórn- fýsi hefði þessu marki ekki verið náð. Vill Þjóð- viljinn nota tækifærið á þessum tímamótum til þess að færa öllum þeim sem hafa stutt hann með ráðum og dáð, bæði nú og fyrr, alúðarþakkir um leið og hann óskar þeim og landsmönnum öllum gleði- legs nýs árs og farsæld- ar í framtíðinni. ★ í desember hefur oft verið umhleypingasamt. Það hafa skipzt á frost og hríðar, hlýviðri og regn, stormar og stillur. Þessa kuldalegu mynd, sem fylgir hér með, tók ljósmyndari Þjóöviljans í Hljómskálagarðinum eftir eitt hretið af fannbarinni höggmynd er þar stendur, listaverkinu Maður og kona eftir Tove Ólafsson. Hún á að minna okkur á, að oft hefur á undanförn- um árum og áratugum nætt svalt um íslenzkan verkalýð og málsvara hans í lífsbaráttunni, Þjóð- viljann. Þrátt fyrir það skulum við eins og maður- inn og konan á myndinni bera höfuðið hátt, horfa einörð og djörf til nýja ársins og framtíðarinnar því að einhugur og órofa samstaða fólksins, karla og kvenna, mun vinna sigur að lokum á öllum þeim erfiðleikum sem framund- an bíða. Gleðilegt nýtt ár! — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Vinninpar í Skyndihepp- drættl Þjóðviljans komu á eftirtalin númer: 55088 — Land-Rover eða bifreið eftir eigin vali 7557 — Góðhestur með hnakk og belzli 61833 — Sófasett frá Hús- gagnaverzl. Austurbæjar 45987 — Normende segul- bandstæki 8335 — Normendc utvarps- tæki kr. 4.400 53122 — sama 70704 — sama 70531 — Normende ferða- tæki kr. 3.600 79670 41644 sama sama Vinninganna sé vitjað í skrifstofu happdrættisins að Þórsgötu 1, símar 19113 og 22396. ★ Ósóttir aukavinningar eru: 68353 — Vegghúsgögn frá Axel EyjólfsSyni 76162 — Ferð til Evrópu með SÍS-skipi. Þjóðviljinn þakkar öllum sem stutt hafa að ánægju- ríkum framgangi þessa happdrættis og óskar þeim gleðilegs árs með þökkum fyrir það sem er að líða. VINNINGS NÚMERIN $

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.