Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 2
2 SlBA Bón- orði svarað Margt hefur bent til þess að undanförnu að verið sé að hnýta leyniþræði milli Fram- sóknarf'.okksins og stjórnar- flokkanna, Hafa stjómarflokk- amir lýst því opinberlegra að þeir hafi komið sér upp „öfl- ugum samtökum" innan Framsóknar í sambandi við Varðberg, og þessir Varðbergs- menn hafa nú vaxandi áhrif í forustu Framsóknar. Stjórn- arflokkarnir hafg skipulagt þess fimmtuherdeild sína vegna þess að þeir sjá fram á að missa meirihlutann í naestu kosningum og vilja þá fá að nota Framsóknarflokk- inn sem liðsauka. Þessi tilgangur kom skýrt fram í áramótagrein Bjarna Benediktssonar. formann' Sjáifstæðisflokksins. Hann sagði þar berum orðum: „Eo ef svc færi, að núverandi stjómarfiokkar hefðu ekki nægilegan meirihluta til að stjóma einir eftir kosningar i sumar með hverium aetla Framséknarmenn þá að vinna’ Mundu beir hverfa frá sín~i vinotre hiali og taka upp skynsamlega stjómar- stefnu? Eða mundu þeir gera ómögulegt að mynda lögmæta þingræðisstjórn, eins og á ár- unum 1942—1944?“ Bjami lætur sér þannig ekki til hugar koma að Framsókn standi að vinstristjórn, enda segir hann að „vinstra hjal“ Framsóknarforingjanna stafi af því einu „að þeír viljl á fölskum forsendum ná kjós- endum frá kommúnistum“. Tíminn prentar í gær upp þessi ummæli Bjama með miklum fögnuði og svarar játandi um hæl; „Það leynir sér sem sagt ekki. að það er fylgisaukning Framsóknar- flokksins. sem Bjarni óttast. Hann óttast að fram hjá Framsóknarflokknum verði ekki komizt við stjórnarmynd- anir“. Bjarni Benediktsson hefur semsé þegar borið upp bón- orðið og Framsókn bregzt þegar við, ekki eins og sið- prúð sveitastúlka sem þarf að hugsa sig um andspænis ást- leitnum karlmanni, heldur sem gamalreynd gleðikona sem grípur kaupskaplnn um lelð og hann býðst. — Austri. - Þiéwaww Laugardagu-r 5. j«RÚar 1963 en Þetta eru börnin á Baróns- borg. Við opnuðum hurðina með varúð og stillingu, því jóla- trésskemmtunin var í fulium gangi. Unga fólkið leit á okk- ur með eðlilegri forvitni: hvort var þar kominn sjálfur jóiasveinninn? Það var kannske von að spurt væri — svona vorum við á svipinn. Og síðan hófst þessi eilífi jóladans aftur, hann var stig- inn af þrótti og innilegri þátttöku. Og scngurinn, mað- ur lifandi: Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól . . . Okkur er næst að halda að jólatrésskemmtanir hafi tckið miklum framförum síð- an í gamla daga. Það fannst okkur að minnsta kosti þarna á Barónsborg. Og við skulum Iíka vona að jólasveinninn liafi komið i tæka tíð (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Skólastúlkur, sem eign- uð.ugtjjörn, exu Qrðnar„sy.a margar í Englandi, að stofnaðir hafa verið sér- stakir skólar fyrir þær í London. í Englandi eru öll börn skólaskyld til 15 ára aldurs. Mæðurnar ungu eru yfirleitt á aldrinum frá 13 til 15 ára og dvelja á heimavist skólans með börnin. Skóli þessi var fyrst settur á stofn fyrir rúmu ári og er hann starfræktur af borgaryf- irvöldum Lundúna og kirkju- félögum í sameiningu. Níu mán- uðum eftir að skólinn var opn- aður voru þar 24 stúlkur við nám. Heimavistin er um leið eins konar bamasjúkrahús og vöggustofa, en þær stúlkur sem telja sig ekki geta alið upp böm sín fá aðstoð við að ko.ma þeim til kjörforeldra, sem vilja taka við þeim. Fjöldi mæðra undir 16 ára aldri fer stöðugt vaxandi í Englandi og fæðingar utan hjónabands hafa einnig orðið mjög algengur seinasta áratug- inn. f opinberri skýrslu, sem nýlega var lögð fram, er lýst yfir, að kynlífssiðgæði meðal æskumanna sé í mikilli áftur- för. Betri lífskjör hafa haft það í för með sér, að unglingar þroskast fyrr, en jafnframt verða þeir að dvelja lengur í skólum. lll enskar stúlkur á aldrinum 13—14 ára urðu mæð- ur á seinasta ári. Fjöldi óskilgetinna bama vex þó með enn meiri hraða. Sam- kvæmt skýrslum frá heilbrigð- ismálastjórninn er áttundá hvert barn í London fætt utan hjónabands. „Sautjánda brúðan“ í síðasta sinn. „Sautjánda brúðan" og er það 18. sýning Ieiksins. Myndin er af Jóni Sigurbjörnssyni og Róbert Arnfinnssyni í hlutverkum sínum, en þeár hafa hlotið mjðg Iofsamlega dóma fyrir túlkun sína á hinum erfiðu hlutverkum i þessum leik. Skóli/ London fyrír ungar stúlkur með m © S.R. - Kosningarnar Aflahrota hjá landliðinu Flokksbræður og samherjar gerðardómsráðherrans Emiis Jónssonar í Sjómannafélagi Reykjavíkur róa nú ákaft i landliði sínu til að fá það á kjörstað og kjósa þar stjórn f félagi, sem það ætti fyrir löngu að vera komið úr. Um síðustu helgi var mik- il aflahrota hjá landliðsmönn- um og fara hér á eftir nöfn nokkurra þeirra „sjómanna", sem þá komu til þess að gegna landliðsskyldum sínum við Jón Sigurðsson og Pétur Sigurðsson. Finnbogi Gíslason, 3. stýn- maður á Gullfossi. Baldvin Jónsson, Kassagerð Reykjavíkur. Böðvar Magnússon, vagna- smiður í 20—30 ár. Sigurður Jónsson, rukkari hjá Rafveitunni. Gunnar Ó. Kristófersson, vatnsmaður við Hafnarfjarð- arhöfn um margra ára skeið. Agnar Ólafsson, forstjóri Raftækni h.f. Laugaveg 163. Kristján Ebenesarson, beykir. Jón Kolbeinsson, útkastari í Alþýðuhúsinu. Ragnar Halldórsson, verzl- unarmaður í Valver Lauga- vegi 48. Ólafur Þorkelsson, vörubil- stjóri á RE 347. Erlendur Einarsson, hefur ekki verið á sjó í 30 ár, síð- ast hjá Rafveitunni. Eyjólfur Árnason, fyrrver- andi rukkari hjá Alþýðu- flokknum. Guðmundur Guðlaugsson. vörubílstjóri hjá Nathan oe Olsen í 30 ár. Guðni Halldórsson, múrari í tvo áratugi. Guðni Ingvarsson, hjá Af- urðasölu SlS í fjölda ára. Gústav B. Einarsson, vakt- maður í Faxa a.m.k. sl. 10 ár. Halldór Símonarson, hjá Hampiðjunni, ekki á sjó í tvo áratugi Jens Stefánsson, hjá Kaffi- brennslu O. Johnsen og Kaab- er í fjölda ár. Jón Árnason, fyrrverandi fisksali. Magnús Magnússon, hefur unnið hjá Reykjavíkurbæ yf- ir 30 ár. Þorvaldur Ármannsson, bíl- stjóri hjá Stálsmiðjunni, starfsmaður þess fyrirtækis síðan 1940. ★ Hvemig lízt ykkur á, starf- andi sjómenn? Finnst ykkur það rétt að láta þessa menn og aðra slíka í sjö hundruð manna landliði núverandi stjórnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur ráða því hverjir eru trúnaðarmenn ykkar í félagsstjóm og til þess settir að gæta hagsmuna ykkar! Munið að blöð gerðardóms- flokkanna tveggja vilja ólm að Jón Sigurðsson og Pétur Sigurðsson ráði stjóm Sjó- mannafélagsins. Hvers vegna haldið þið að Morgunblaðið vilji endilega að þeir stjórni S jómannaf élaginu ? Starfandi sjómenn. Látið ykkar ekki eftir liggja! Sýn- ið að þið séuð sjálfir fænr um að velja félagi ykkar stjóm. Listi starfandi sjó- manna er B-listi. f dag (laug- ardag) er kosið kl. 10—12 f.h I frétt frá Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund segir, að í árs- lok 1962 hafi vistmenn á heim- ilinu verið alls 318, þar af 241 kona og 77 karlar. Á sama tima voru vistmenn að Asi í Hvera- gerði 28, 17 konur og 11 karlar. 1 árslok voru vistmenn á Grund einum fleiri en í árs- byrjun 1962. Á árinu dóu 67 vistmenn og 57 fluttu burt af lieimilinu en í þeirra stað komu 125 nýir vistmenn. BÚÐIN KLAPPARSTÍG 26.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.