Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 12
útibú orgar Þannig lítur Wð nýja útibú Borgarbókasafnsins út að inn- anverðu. Á myndinni er Páll ra Jónsson bókavörður. — (Ljós- J mynd Þjóðv. A.K.). - ★ - ókasafnsins opna Opnað hefur verið nýtt útibú Borgarbókasafns Reykja- víkur í Heimunum, nánar tiltekið Sólheimum 27. Við- staddir opnunina voru borgarfulltrúar, borgarstjóri, Guðmundur Hagalín, bókafulltrúi ríkisins og fleiri gestir. Þetta er fyrsta bókasafnshúsið sem reist er í borginni. Þau orð voru látin falla, að ef viðstaddir væru ung- lingar úr næstu húsum þyrftu þeir ekki að efast um hvar þeir myndu halda sig, a.m.k. næstu dag.a. Þetta voru eðli- leg ummæli: hið nýja bóka- safnshús er snoturt og vist- legt, skemmtilega innréttað. Það er 215 fermetrar að stærð. Það hefur nú til starfs- ins um 9000 bindi, þar af eru 3500 bindi í barnadeild. Þar verða starfræktar útlánsdeild- ir fyrir fullorðna og böm og þar að aukj allrúmgóð les- sto.fa fyrir börn. í því hverfi sem þessi deild borgarbóka- safnsins þjónar búa nú um 12 þúsund roanns; þar hafði verið sett upp útibú árið 1948, en það var í mjög ófullnægj- andi húsnæði (15 ferm.) og hafði fjögur þúsund binda bókakost til afnota. í ræðu, fluttri við opnun- ina sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri að bygging safns- ins hefði á sínum tíma verið boðin út öll í einu lagi, og tek- ið tilboði því sem lægst var, en það var frá byggingarfé- laginu Brú og hljóðaði upp á 1860 þúsund króna heildar- kostoað. Byggt var eftir teikn- ingu Gunnars Hansonar. Framkvæmdir við bygginguna hófust í nóvember 1961. Borgarstjóri minntist einn- ig nokkuð á sögu og starf- semi Borgarbókasafnsins. Það ætti nú 83 þúsund bindi og hefði lánað út 216 þúsund bindi á síðasta starfsári. Safnið verður fertugt 19. apríl næstkomandi, og væri sérlega ánægjulegt að þvi bættist nú svo ágætt húsnæði. Einnig drap hann á bað, að aðalhúsnæði safnsins í Þing- holtsstræti væri ófullnægj- k andi, kvað hafa komið til mála að byggja við það, sem k þó hefði reynzt óráðlegt. Yrði P því seinna að reisa nýtt aðal- H bókasafn á öðrum stað — en jj, auðsjáanlega vildi borgarstjóri ^ ekki gefa mönnum mikla von k um að það yrði gert i náinni B frámtíð. k Helgi Briem, fyrrum sendi- J herra, tók til máls og talaði | fyrir hönd íbúa hverfisins: w vonaði að bókasafnið yrði B skilningstré í þeim ágæta h garði sem æskilegt væri að prýddi þetta nýja og fjöl- h menna hverfi. Þakkaði hann ™ borgarstjóm framtakið. Enn- fe fremur talaði Guðmundur G. J Hagalín. bókafulltrúi ríkisins: ■ hann lét í ljós þá skoðun, að | þetta útibú borgarbókasafns- | ins væri fyrsta húsið í land- k* inu sem reist væri þannig að H fullnægði öllum þeim kröfum fe, sem gerðar yrðu til starfsemi ^ almenningsbókasafna. Einrælissinnar fara hrakfarir Bandarísku herforingjarnir sem eru Diem einræðisherra í Suður-Víetoam til aðstoðar við að berja niður þjóðfrelsisbaráttu landsmanna hafa látið i ljós að sjaldan hafi stjórnarhersveitim- ar beðið jafn herfilega ósigra sem undanfarna daga. Meira en 100 menn hafa fallið eða særzt í liði þeirra, þar á meðal hafa þrír Bandaríkjamenn fallið en átta særzt. Bandaríska utanríkisráðuneyt- i ðhefur ennfremur tilkynnt að skotoir hafi verið niður tólf af hinum 120 koptum sem Banda- ríkin létu einræðisstjórninni í té fyrir um það bil ári til að vinna á frelsissinnum úr lofti. Róleg óramót á Húsavík HÚSAVÍK 4/1 — Árið kvaddi okkur með blíðu og auðri jörð, og var það brennt út á tveimur stöðum með veglegum brennum og tilheyrandi flugeldaskothríð Og sprengingum. Dansleikir voru á tveimur stöðum um kvöldið; Nokkuð bar á ölvun, en allt fór þó tiltöluleg?. friðsamlega fram. Á nýársdag snjóaði lítillega og er nú alhvít jörð hér, stillur og töluvert frost. — Kvenfélagið heldur sína árlegu barnaskemmt- im á morgua. Fornleg vinnubrögð við útskipun urinn ekki bílheldur SIGLUFIRÐI 2/11 — Milli jóla og nýárs komu allmörg skip hingað til að lesta síldarafurðir. Það má til tíðinda telja að einn daginn, þegar útskipun á síldarmjöli átti að hefjast í er- lent skip við hafnargarð þann, sem Öldubrjótur nefnist, komu í ljós veilur í garðinum. Neituðu þá bílstjórarnir, sem áttu að flytja mjölið að skipshlið, að aka fram garðinn, nema til kæmi sérstök trygging frá ráða- mönnum. þar sem þeir ábyrgð- ust skemmdir á bílum þeirra. Engin slík trygging fékkst og varð þess vegna að fsera skipið inn að hafnarbryggjunni, og var það lestað þar. Hér er um að ræða sama hafnargarðinn og umtalaður var í fréttum á sínum tíma, en snemma í nóvember sl. brast þessl sama bryggja undan Iitlum löndunarkrana með þeim afleið- ingum, að stjórnandi hans meidd- ist alvarlega. Þá upplýstist þ®5 að bæ'jarstjórinn á Siglufirði hafði-vaTwækt- að Iá*a fara fram viðgerð á garðinum, eins og bæj- arstjóm hafði samþykkt fyrir ári. Á gamlársdag kom Arnarfell- ið hingað til að taka galtsíld. Var ætlunin að það yrði lestað við hafnarbryggjuna. Það reyndist þó ekki unnt. þar var annað skip fyrir og var ekki nægilegt dýpi u.m fjöruna, þar sem Arnarfell- inu var lagt að. Þá var skipið fært að Öldubrjótnum. En þá sat við það sama með bílstjórana: þeir neituðu að aka fram á garðinn. Var því sá héttor hafð- ur á, að tunnurnar voru teknar af bílunum við enda garðsins og þeim síðan velt fram að skip- inu. Þykja mörgum Siglfirðing- um þessi vinnubrögð ærið forn- leg við síldarútskipun. Það er til marks um ónýti þessarar umtöluðu útskipunar- bryggju, að þegar lestarhlerarn- ir úr Amarfelli voru hífðir í land. myndaðist geil í uppfyll- inguna. þar sem þeir voru lagð- ir niður. H B Laugardagur 5. janúar 1963 — 28. árgangur — 3. tölublað. Skip og bryggja skemmdust 1 fyrrakvöld vildi til það öhapp á Flateyri, að flutningaskipið Lagarfoss rakst á bryggjuna á staðnum. Skemmdist bryggjan mikið og einnig stefni skipsins og kom að því dálítill leki. Járnþil er í bryggjunni á Flat- eyri. Rakst stefni skipsins í ann- að hom hennar og reif frá nokk- ur járn úr þilinu. Varð þar eftir mikið gap í bryggjunni. Það var þó lán í óláni. að þegar þiljárn- in á þessum stað vóru hömruð niður, rifnuðu nokkur þeirra neðantil, og var því sett vara- þil fyrir innan. Bjargaði það þvi að uppfyllingin í bryggjunni rynni út. En viðgerð á bryggjunnl mun verða mjög dýr, auk þess sem þessi löskun kemur sér illa fyrir bátana á staðnum. Lagar- foss hélt til ísafjarðar, þar sem viðgerð átti að fara fram. Landsbanki Islands opnar í dag nýtt ítibú á Húsavík HÚSAVÍK 4/1 — Landsbanki Is- Iands opnar útibú hér á staðn- um á morgun og hefur það full- komin réttindi. Útibúið, sem telst hafa starfað frá áramótum, verð- Ur til húsa á sama stað og Spari- sjóður Húsavíkur var áður, Garðarsbraut 17, en Landsbank- inn yfirtekur nú alla starfsemi hans. í dag voru staddir hér Baldvin Jónsson, formaður bankaráðs, Steingrímur Steinþórsson banka- ráðsfulltrúi og Svanbjöm Frí- mannsson, bankastjóri, til þess að ganga að fullu frá þessum mál- um. I tilefni af opnun útibúsins gaf Landsbankinn áhaldasjóði Sjúkrahússins veglega gjöf, kr. 100.000,00. Starfsfólk við útibúið verður hið sama og var bjá Sparisjóði Húsavíkur. Áslaug Þorgrímsdótt- ir, Eysteinn Sigurðsson og Sig- urður P. Björnsson, sem verður útibússtjóri. Sigurður veitti Sparisjóðnum áður for.stöðu o.g fórst það starf prýðisvel sem og öll önnur störf, er bann hefur haft með höndum. Mun útibúinu vel borgið undir hans stjórn. Afgreiðslutími útibúsins verður frá 11—12 og 12,45—15,00 og er það nýmæli hér að hafa opið í Áframhaldandi ískönnnnarflng f í Grænlandi matartíma, en kemur sér vel fyrir fólk, sem er í fastri vinnu allan daginn. — Fréttaritari. Sveik út stérfé á gamlárskvöld Skömmu fyrir lokun á gaml- árskvöld gekk maður nokkur inn í aöalstöðvar Skandínavíska bankans í Gautaborg og gabb- aði 145.000 sænskar krónur út úr einum gjaldkeranum. Pening- ana taldi hann umhyggjusam- lega, stakk þeim í skjalamöppu sína og hvarf síöan á brott. Hrappurinn snéri sér til þess gjaldkera sem annast greiðslu á háum fjárhæðum og kynnli sig sem starfsmann bankans. Kvaðst hann hafa selt bankan- um 10 þúsund þrezk pund og vildi nú fá upphæðina greidda i sænskum peningum. Gjaldker- inn gein við flugunni og greiddi manninum tíu þúsund króna seðla og afganginn í hundrað krónu seðlum eins og maðurinn fór fram á. Svikin voru ekki upp- götvuð fyrr en bankinn opnaði 2. janúar. Nú hefur bankinn heitið 10 þúsund krónum fyrir upplýsing- ar sem leiða myndu til hand- töku þjófsins. 21. desember sl. var undirrit- aöur í Kaupmannahöfn samning- ur milli Konunglegu Grænlands- verzlunarinnar og Flugfélags Is- Iands um áframhaldandi iskönn- unarflug Flugfélagsins víð Græn- land og staðsetningu flugvélar og áhafnar í Grænlandi, en nú um áramótin voru liðin tvö ár frá því Flugfélagið tók að sér ís- könnunarflugið. Frá því ískönnunarflugið hófst hefur Skymasterflugvélin Sól- faxi annazt það verkefni, enda er hún búin sérstaklega mjög fullkominni ratsjá og leitartækj- um. Hefur flugvél og áhöfn haft aðsetur og bækistöð í Narssars- suaq. Auk ískönnunarflugsins ann- ast Sólfaxi önnur verkefni svo sem leit að skipum og bátum, ef óhöpp bera að höndum, og er ennfremur í flutningum milli Grænlands og íslands. Ný frímerki á 106 ára afmæli Þjéð- minjasafnsins 20. febrúar n.k. verða gefin út tvö ný frímerki í tilefni af 100 ára afmæli Þjóðminjasafns Islands. Merkin verða að verð- gildi kr. 4.00 og kr. 5.50, brún og græn að lit. Á 4 kr. merkinu verður mynd af Sigurði Guð- mundssyni málara, er var frum- kvöðull að stofnun safnsins og forstöðumaður þess fyrstu 11 ár- in Er myndin á merkinu gerð eítir sjálfsmynd Sigurðar. Á hinu merkinu verður sýndur Muti af myndskurði Valþjófs- staðahurðarinnar, einhvers merk- asta gripsins í eigu Þjóðminja- safnsins. Pantanir og greiðslur fyrir fyrstadagsumslög og frímerki sem eiga að afgreiðast á útgáfu- degi þurfa að hafa borizt Frí- merkjasölunni fyrir 1. febrúar n.k. Kosta fyrstadagsumslög póstsins kr. 2.00 en óáprentuð umslög kr. 1.00. 30 fórust RIO DE JANEIRO 5/1. — I dag hljóp flóð í Tiete-fljótið f fylkinu Sao Paolo í Brasilíu og braut brú. Um 40 menn voru staddir úti á brúnni er þetta gerðist og biðu að minnsta kosti 30 þeirra bana. Björgunarmenn hafa fundið tíu lík á fl''£t"1'^kkunum fyrir peðan brúna. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.