Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1963, Blaðsíða 3
&a«sardag«r 5. J-anísar J®68 *— 28. -árssftasr “> œiasaift*—-———* ' ■ ■".■...... ...........................—'•'■ ■"■ 1 ...............■■■■■'■■—-sibá-^ Sjálfstæðisöflin urðu á eitt sátt f fyrrinótt tókst samkomulag milli þeirra fjög-- urra flokka á Lögþinginu í Færeyjum sem fastast standa vörð um sjálfstæði færeysku þjóðarinnar og er með því lokið forráðum dansklundaðra stjórnmálamanna úr Sambandsflokknum og flokki sósíaldemókrata. Þjóðveldisflokkurinn, sá flokkur sem lengst vill ganga í aðskilnaði frá Danmörku hefur með þessari stjórnarmyndun unnið eftir- minnilegan sigur og formaður hans, Erlendur Pat- ursson, er nú orðinn varalögmaður Færeyja. Hin nýja landsstjóm er l»ann- ið skipuð að Hákon Ðjurhus frá Fólkaflokknum er lögrmaður (for- sætisráðherra) og fer jafnframt með félagsmái, Erlendur Paturs- son er varalögmaður og fer með fjármál og alvinnumál, og jþar með sérstaklega sjávarútvegsmál, Karsten Hoydal einnig frá Fjóð- veldisflokknum annast landbún- aðar- og viðskiptamál og Niels Winther Poulsen frá Sjálfsstjórn- arflokknum fer með mennta- mál. Þjóðveldisflokkurinn hefur þannig tvo af fjórum landsstjóm- armönnum og þá sem hafa á hendi veigamestu málin. Víðtæk ocr róttæk stefnuskrá Þjóðviljinn hringdi í Erlend Patursson í gærkvöld og fékk hjá honum eftirfarandi vitneskju um stefnumið og starfsáaetlun hinnar nýju- landsstjórnar: — f fyrsta lagi krefjumst við breytinga á þeim stjórnarlögum sem Danir hafa sett okkur, þannig að við munum ekki við- urkenna neina milliríkjasamn- inga og engin lög sem Lögþing- ið hefur ekki samþykkt. Danir munu þannig ekki geta þvingað upp á okkur nýjum landhelgis- samningum við Breta sem við sættum okkur ekki við. Við mun- um áskilia okkur neitunarvald. Réttur til eigin milli- ríkjasamninga — Þá krefjumst við þess, sagði Erlendur. að í málum, sem varða hgsmuni okkar Færeyinga fá- um við rétt til að semja upp á eigin spýtur, bæði við önnur ríki og ríkjasamsteypur. Við ættum bannig að get.a tekið upn samn- inga við t.d. íslendinga eða Norð- menn eða Efnahagsbandalag Evrópu án þess að spyrja Dani. Ennfremur munum við áskilja okkur rétt til að eiga fulltrúa í þeim milliríkjaviðræðum sem Danir eiga aðild að. eins og t-d. samningunum við EBE. Færeyskur þegnréttur — I>á munum vlð krefjast sérstaks þegnréttar fyrir Færcy- inga og mun sá einn geta öðlazt hann sem fæddur er í Færeyj- um af færeyskum foreldrum. Enginn gætl fengið þann rétt nema hann kynni færeyska tungu og teldi sig að öðru leyti Færeying og Færeyjar sitt föð- urland. — 1 fjórða lagi krefjumst við að allir færeyskir þegnar fái sérstakt færeyskt vegabréf. Danskan skal víkja — 1 fimmta lagi munum við stefna að því að færeyska taki algerlega við af dönsku. Þannig munum við krefjast þess að öllum opinberum stoínunum verðí gert skylt að bera fram mál sitt. munnlega sem skrif- lega, á færeysku ef Færeying- ur á í hlut. — 1 sjötta lagi viljum vSð að færeysld C" ’ ” fji fulla viður- kenningu bæði utan lands og innan og að lokum munum við beita okkur gegn því að nokkur færeyskur maður sitji á þingi Dana. Nýskipan í atvinnu - málum — Þetta eru þau mál sem ser- staklega varða samskipti okkar við Dani og samstarfsflokkarn- ir fjórir hafa orðið sammála um sameiginlega afstöðu í. En auk þess er í stefnuskrá hinnar nýju landsstjómar gert ráð fyrir miklum nýjungum í atvinnumál- um, á gerbreytingu atvinnuhátta sem hafi tvennt í för með sér: Annarsvegar að hráefhið sem landsmenn afla, fiskurinn, sé nýtt í landinu sjálfu á hag- kvæman hátt en ekki flutt út öðrum til gróða og í öðru lagi að fiskiflotanum sé haldið úti og fiskimönnum tryggð slík kjör að þeir uni sér á sjónum. Tólf mílna landhelgi — Þá hafa stjómarflokkarnir orðið ásáttir um að þegar samn- ingur sá sem Danir gerðu við Breta um sex og sex mílna land- helgi fellur úr gildii 23. apríl næstkomandi, vcrði tekin upp óskoruð tólf mílna landhclgi við Færeyjar með beinum grunnlín- um og verði það gert einhliða með útgáfu reglugerðar án nokkurra samninga. Þá er ítrek- uð full samstaða um samþykkt Lögþingsins frá árinu 1958 um að Færeyingar áskilji sér rétt til að ráða einir yfir öllu land- grunninu við Færeyjar. Félagsmál, skólamál — I stefnuskrá stjómarflokk- anna er gert ráð fyrir ýmsum félagslegum umbótum, fullkomn- um almannatryggingum sem fái fé beint úr landsjóði, en sjúkra- samlög verði lögð niður og nef- skattar til þeirra. Stjómarflokk- amir hafa einnig á stefnuskrá sinni að koma á almennu líf- tryggingakerfi í Færeyjum, stofna byggingasjóði og koma öðrum hagsmunamálum alþýðu manna fram. — Þá gerum við þá kröfu að skólar í Færeyjum verði miðað- ir við þarfir og óskir Færey- inga, og að kennslubækur allar verði á færeysku. Við munum vinna að því að komið verði upp vísi að háskóla í Færeyjum, þar sem kennd verði fyrst og fremst færeysk tunga og saga Færeyinga. Lögþingið eiga lokaorðið — Varðandi Efnahagsbandalag- Evrópu og samninga þá sem nú standa fyrir dyrum milli þess og Dana munum við kerfjast þess að Lögþingið eigi þar lokaorðið að því leyti sem slíkir samningar kunna að ná til Fær- eyinga og að verkalýðshreyfing- in fái að fylgjast með öllum gangi xnála. Stöðv Hpping hervir^a — Þá að þan Iög sem þing Dana hefur sam- þykkt um dauðarefsingu við landráðutn verði ógilt í Færeyj- um, einnig þau dönsku lög scm heimila að Færeyingur sé tek- inn til herþjónustu, dveljist hann í Danmörku. — 1 samræmi við þær kröfur er sú að hætt verði byggingu þeirra hernaðarmannvirkja sem nú eru að rísa í Færeyjum (Lor- anstöðin skammt frá Þórshöfn). „Miðar í rétta átt" Af því sem hér hefur verið talið má sjá að það er bæði víðtæk og róttæk stefnuskrá sem hin nýja landsstjórn Færeyinga hefur sett sér og stiklaði Er- lendur þó á stóru. Þegar hann ' er spurður að lokum hvað hon- um finnist um hina nýju stjóm og stefnuskrá hennar svarar hann: Þó að við höfum ekki feng- ið allt það fram sem við vildum, þó að við verðum enn um sinn að geyma höfuðkröfu okkar um algeran aðskilnað frá Dönum og stofnun sjálfstæðs færeysks lýð- veldis, finnst okkur að þetta samkomulag miði í rétta átt. Það felur í sér þá nýskipun í atvinnumálum sem við höfum jafnan lagt höfuðáherzlu á og miðar að því að lyfta af okkur Færeyingum nýlenduoki þess fólks sem framleiðir hráefni handa öðrum. Með þeirri ger- breytingu atvinnuhátta sem við stefnum að viljum við bæði tryggja verkalýðinn gegn kjara- skerðingu og búa í haginn fyrir stórbætt kjör hans. En ekki telj- um við það síður mikilvægt að nú eru horfur á því að við Fær- eyingar eignumst menntastofnun, okkar eigið lærdómssetur, segir sjálfstæðisforingi Færeyinga, Er- lendur Paturson, að lokum. ás. ■ « jk kjk h berst einræðisstjóm Ngo Dinh Diems af miklu offorsi gegn þjóð 1 ©llOUl ” tf llslalSÍlli sinni, en útsendarar bandarisku heimsvaldasinnanna stjórna hem- aðarframkvæmdum. Ofbeldismennirnir smala bændafólkinu í svonefnd „hernaðarleg þorp“, þ.e.a.s. fangabúöir. Fyrst eru þeirra eigin þorp brennd til kaldra kola — og konumar og bömin á mynd- inni horfa á hús sín fuðra upp áður en þau verða rekin af stað. Sameinuðu þjóðirnar sækja fram í Kongó! SALISBXJRY, LONDON og LEOPOLDVILLE 4/1. — í dag börðust hermenn Sameinuðu þjóðanna og Tsjombe-liðar meðfram þjóðveginum milli Jod- otville og Kolwesi í Katanga. Kolwesi er nú eina borgin í fylkinu sem Tsjombe hefur enn tangar- liald á. Dr. Ralph Bunche, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt í dag til Leopoldville og hyggst hann ræða við sendimenn samtakanna um frekari aðgerðir í Katanga. <$> Útvarpsfréttir frá Salisbury berma að tvær brýr hafi verið sprengdar í loft upp í bardög- unum í dag. Önnur þeirra var jámbrautarbrú 32 kílómetra frá Jadotville en hin bílbrú 24 kílómetrum lengra í burtu. Lít- ur því út fyrir að Hð Sameinuðu þjóðanna sæki fram í átt til Kolwezi. Hermenn Sameinuðu þjóðanna hafa JadotviHe á sínu valdi og vinna að því að styrkja sig í sessi. I dag komu þeir í veg íyrir að flokki Tsjombe-liða tækist að vinna skemmdarverk á opinberum byggingum í borg- inni. Sögusagnir eru á kreiki um að herforingjar Sameinuðu, þjóð- anna í Katanga hafi gengið lengra en æðstu menn samtak- anna óska og tekið JadotviHe í heimildarleysi. Ralph Bunche vararframkvæmdastjóri, sem í dag var staddur í London á Gegn kjsrnavopnum. Hvarvetna í heiminum magnast andstaða almenn- ings gegn tilraunnm með kjamavopn. Enda þótt borgirnar klæðist jólaskartinu má fólk ekki gleyma þeirri ógn sem því stafar af gjöreyðingartækjunum. Friðarsinnar í Hclsinki efndu því til mób mælaaðgcrða fjnrlr fáeinum dögnm, gengu um borgina og höfðu kröfnr sínar á Iofti. A myndinni sést meðal annarra Carl Iversen prófessor, en hann er einn af frcmstn forystumönnum I friðar- hreyfingunni finnskn. leið til LeopoldviUe, sagði að rétt væri að hemaðaraðgerðim- ar hefðu ekki verið nægilega samræmdar. Hinsvegar neitaði hann að umboðsmenn samtak- anna hefðu vitandi vits brotið gegn fyrirmælum. 1 höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna hefur því sömuleiðis verið neitað að herforingjar hafi gengið lengra en efni stóðu tiL Þaðan berast einnig þær fréttir að herhð sam- takanna hafi ekki í hyggju aö sækja lengra fram í átt til Kol- wesi þar sem Tsjombe og menn hans láta fyrir berast. Sendinefnd Katanga í Brussel sendi í dag út yfirlýsingu sem undrrituð er af Tsjombe „for- seta“. Hvetur Tsjombe Katanga- búa til að vera tilbúna til bar- áttu þar til yfir lýkur. Kveðst hann berjast fyrir réttlæti og muni málstaður sinn sigra að lokum. Segir hann að málstað- ur Katanga sé málstaður allr- ai Afríku. Fer hann hrakleg- um orðum um Sameinuðu þjóð- imar, „hin svokölluðu friðar- samtök“ sem vila ekki fyrir sér að brytja niður óbreytta borg- ara. Bandaríkjastjóm skoraði í dag á Tsjombe að láta af niðurrifs- stefnu sinni, hindra skemmdar- verk og eyðileggingu á iðnað- axmannvirkjum í Katanga og beita sér ekki gegn áætlun CT Þants um endursameiningu Kongós. Sjónvarpshnettir- nir komnir í lag NEW YORK 4/1. — 1 gær fór bandaríski sjónvarpshnötturinn Telstar í gang öllum að óvörum eftir 43 daga dauðadá. Ekki minni furðu þykir það sæta að í dag tók hinn sjónvarpshnött- urinn, Relay, viðbragð, en sá hcfur verið næstum óvirkur alla tíð frá því hann var sendur á loft hinn 13. desember. Vísindamenn sendu í dag tví- vegis sjónvarpsmyndir gegnum Relay, fyrst innan Bandaríkjanna og síðar yfir Atlanzhafið. Þykja sendingar þessar hafa tekizt með ógætum. Relay var sendur á loft 20 dög- um eftir að Telstar varð óvirk- ur. Geimsksotið heppnaðist vel og bundu menn miklar vonir við hnöttinn. Þegar Relay voru síð- an send merki ^varaði hann að vísu en mun daufar en búizt hafði verið við. Var augljóst að sólarrafhlöður hnattarins voru úr lagi færðar og hættu því Bandaríkjamenn við að senda sjónvarpsmyndir til Evrópu með aðstoð hnattarins. Talið er að geislun í hiirún- geimnum hafi truflað tæki þau í hnöttunum sem opna og loka fyrir senditækin samkvæmt merkjum frá jörðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.