Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 1 Ávarp SVERRIS KRISTJÁNSSONAR á ársháfiS MÁLS OG MENNINGAR ÍSLANDI LEIÐIST Stuttu fyrir miðja síðustu öld varð einum frægasta stjórn- málamanni Frakka þetta að orði: Frakklandi leiðist! Svo sem kunnugt er eru Frakkar örlyndir menn, og nokkru eftir að þessi orð voru töluð gerðu þeir byltingu og steyptu stjóm- inni. Það gerðist í febrúar- mánuði 1848, stuttu síðar kom- ust aðrar þjóðir Evrópu að þeirri niðurstöðu, að þeim leidd- ist líka, og þær gerðu byltingu í sínum heimalöndum, jafnvel Dönum leiddist svo lífið. að þeir gerðu byltingu í Kaup- mannahöfn, og Jón Sigurðsson spurði Jens bróður sinn að því í bréfi um vorið, hvort við Is- lendingar ætluðum ekki að gera byltingu og sagðist raunar bú- ast við henni með næsta pósti. Fyrir réttum tveimur vikum vakti Lesbók Morgunblaðsins reykvíska lesendur af værum svefni á sunnudagsmorguninn með þessum kveinstöfum: Æ, hvað allt er leiðinlegt! Þetta vein neðan úr djúpum Morg- unblaðsins kom frá einum aðai- ritstjóra þess og fagurkera, Sig- urði A. Magnússyni, sem sér um æðri menningu hins íslenzka stórblaðs. Það hlýtur eitthvað að vera rotið í ríki Viðreisnar- innar þegar slíkar stunur heyr- ast frá Morgunblaðshöllinni við Aðalstræti. Það hlýtur eitthvað að vera að, þegar málgagn Mammons talar um „kæfandi lognmollu peningadýrðarinnar“ eins og fagurkerinn komst að orði. Svo mjög þrúgar lífsleið- inn þessa listam^nnssál Morg- unblaðsins, að andlegar hrær- ingar „í sjálfu höfuðvirki kommúnismans, Sovétríkjun- um“ .... „hljöta að vekja manni forvitni og jafnvel öf- und“, eins og hann orðar þetta í hugleiðingum sínum um leið- indin á Islandi. Það virðist sem sagt engum blöðum um það að flettá: íslandi leiðist. Og nú er febrúar nýbyrjaður. Munum við Islendingar varpa af okk- ur lífsleiðanum með frískri bylt- ingu áður en sá mánuður eraii- ur? Mun Sigurður A. Magnús- son, ritstjóri og fagurkeri Morg- unblaðsins, standa á götuvígi í Austurstræti og hrópa: Niður með lognmolluna, lágkúruna og peningadýrðina! Burt með þús- undkallana í heilabúinu og krónupeningana í augnatóftun- um! Lifi byltingin! Mun allt þetta gerast nú í febrúar? Nei. Það mun ekki gerast ts- lendingar munu halda áfram að láta sér Ieiðast. Þeir munu halda áfram að grípa ti) staupsins eða pillunnar til þess að gera sér nokkum dagamun í lífsleiðanum. Menn munu halda áfram að leita á fund séra Láru og séra Sveins og fá enn nýja sönnun fyrir tilvist annars og skemmtilegra lífs hinu megin við huluna. Og Sig- urður A. Magnússon? Mun hann reisa uppreisnarfánn á götuvíginu í Austurstræti og láta hann blakta stoltlega í næðingi þorrans? Nei. Hann mun sitja í heitri ritstjómar- skrifstofu og skrifa leiðara í Moargunblaðið um það, að Við- reisnin hafi nú loks skapað ís- lenzku krónunni svo mikla virðingu í útlöndum að ferða- menn geti skipt henni i erlenda mynt í bönkum Vestursins Annað mun ekki gerast eftir ánginstarópið. sem kvað við innan úr Morgunblaðshöllinni fyrir tveim vikum. Og mér er til efs, að fanginn. sem þar er geymdur, muni oftar senda peningadýrðinni á íslandi tón- inn. Morgunblaðið hefur fyrr kunnað að þegja þegar hún Skálholtskirkja brann. Ég efast ekki um að hinum ungu listamönnum. sem verða að fylla opnur Morgunbiaðsins dag hvern. finnist tilveran hálf- gert hundalíf. Oftar en ekki lekur lífsleiðinn úr penna þeirra þegar sízt skyldi og þeim er gert jafnvel að skrifa af bjartsýni um Viðreisnina og hin stóru og góðu afrek rikis- stjórnarinnar. En víst er um það, að til eru íslendingar og þeir ekki fáir, sem neita að klæðast hinum svarta tízkulit lífsleiðans, og meðal þeirra er maðurinn sem flutti erindi hér á undan mér, Kristinn And- résson. Þar er nú ekki hinn fúllyndi lífsleiði, ekki hið fcílinda bölsýni. Þar er maður þessum mönnum lífsjátandi boð- skap bóka okkar. Þeir koma ekki til okkar af sjálfsdáðum, við verðum að leita þá uppi, fara á fund þeirra, vekja áhuga þeirra á list hins skráða orðs, lífga aftur hina fornu bókelsku íslenzku alþýðunnar. Til þess að svo verði þurfum við ekki að slaka á bókmenntakröfum né drekka úr hófsporinu. í þeim efnum verður Mál og menning að vera trú þcixri skoðun, sem Fyrirsögnin á Lesbókargreininni og teikningin sem greininni fylgdi. sem stýrir sinni kænu með ör- yggi hins sjóvana farmanns og óttast ekki úfið haf. Þegar hann stóð hér áðan í ræðustólnum og sagði sögu Máls og menn- ingar síðasta afdarfjórðunginn, þá skildist bæði mér og öðrum, að hér hefur ekki lítið afrek verið unnið og mörgum sem hér eru inni staddir verður talið það til afböt- , unar á degi dómsins að eiga nokkura aðild að þessu afreki. Því að þetta er margra manna verk, þótt hins beri ekki að dyljast, að Kristinn Andrésson hefur sjálfur oftast orðið að bera þyngstu byrðarnar og á- hyggjurnar af útgáfustarfsemi þessa félagsskapar. Það var stofnað til Máls og menningar þegar heimskreppa virtist ætla að verða efnahagslegt tilveru- form mannanna um aldur og ævi. Félagið komst til þroska I heimsstyrjöld og köldu stríði, það hefur sem sagt sjaldan átt góðu atlæti að fagna í upp- vextinum. En það hefur ekki látið kúgast af kreppum, styrj- öldum né lífsleiða, hitt er öllu heldur að það hlaut bjartsýnina í vöggugjöf og það hyggst ekki draga þann fána niður meðan lífið blaktir í brjósti þess. Mál og menning hefur frá upphafi verið gætt þeirri bjargföstu trú á gildi bókarinnar, gildi and- ans, að góð bók beri að lokum sinn ávöxt þótt ekki sjáist þess strax merki í bókhaldinu. Og undir fána bessarar bjartsýni verður Mál og menning að sigla hin næstu ár annars aldar- fjórðugsins sem fram undan er En við vitum það öll, að við siglum ekki án byrs. Byrinn — það er samúð alþýðunnar og skilningur á ætlunarverki Máls og menningar. Við verðum á næstu árum f miklu ríkara mæli en áður að efla iarðsam- bandið við íslenzka alþýðu. finna sjómanninn. verkamann- inn og bóndann að máli. flytia Jón Sigurðsson túlkaði fyrir réttum hundrað árum, að maður eigi ekki að bjóða ís- lenzkri alþýðu bókmenntalegan hænsnamat, heldur án „smá- munalegs ótta gefa alþýðunni heilbrigða og kröftuga, en ekki barnalega og útvatnaða lesn- ingu“. Ef Máli og menningu tekst nú á næstu árum að festa rætur á alþýðuheimilunum á landinu þá mun henni ekki verða neitt að vanefnum og hún mun standa af sér alla storma. Og þá kann jafnvel svo að fara, að þessi þjóð, sem er svo seinþreytt til vandræða hristi af sér leiðindin í sínum febrúar. Og hver veit nema að fanginn i Morgunblaðshöllinni höggvi þá af sér herfjötur lífs- leiðans, skipi sér á götuvígið í Austurstræti og hrópi: Niður með lognmolluna. lágkúruna og peningadýrðina! Burt með þúsundkallana í heilabúinu og krónupeningana í augnatóftun- um! Lifi byltingin! OKKAR Á MILLI Æ þessi pólitík Hvaö er pólitík? Samkvæmt fomgrísk- unni, en þaöan er þetta marghrjáöa orð runniö, merkir þaó ríkisstjórn- fræöi og ratmar einnig stjórnlist. En því meir sem málefni ríkisins þok- uðust yfir á almennan vettvang færöist merking orðsins yfir á hverskon- ar hlutdeild, skoöana- túlkun eöa umræöur snertandi þau málefni. Við íslendingar tölum vanalega um stjórnmál, þjóðmál eöa jafnvel sam- félagsmál þegar við not- um ekki sjálft hiö upp- runalega, erlenda orö. Eftir því sem þjóöfélags- kerfið veröur margbrotn- ara fjölgar hinum ýmsu sérþáttum þjóömálanna. Það er talaö um fjár- málapólitík, bændapóli- pólitík, samvinnupólitík, félagsmálapólitík, menn- ingarpólitík og svo fram- vegis. Nú skyldi mað'ur ætla aö málefni og stjórnar- hættir þjóðfélagsins væru sérhverjum þegni þess hiö brýnasta áhugamál og umhugsunarefni — og það þeim mun fremur sem afskipti ríkisvaldsins af lífskjörum hans og menningarkosti verða fjölslungnari. Þaö kemur því nokkuö spánskt fyrir sjónir aö drjúgur hluti háttvirtra kjósenda skuli færast í ham tortryggni og jafnvel megnustu fyr- irlitningar þegar vikiö er að þjóömálum. Eg vil ekki koma nálægt neinni pólitík, segir einn. Þaö er búið aö gera allt aö póli- tík, segir annar. Þessi pólitík er aö fara meö allt til fjandans, segir sá þriðji. Þetta er sannarlega ekki efnileg afstaöa í nú- tímaþjóðfélagi, þar sem ætlazt er til, að þegnarnir njóti ekki einungis lýö- ræðislegra réttinda, held- ur hreint og beint skapi þau sjálfir án afláts og varöveiti þau síöan eins og sjáaldur auga síns. Hvernig getur staöiö á slíkum* ósköpum? Á maöur að halda að svo mikill hluti þjóðar- innar kæri sig kollóttan um þróunarhætti og framtíöarstefnu samfé- lagsins? Getur þaö átt sér staö aö hann sé allsendis áhugalaus og þar af leiö- andi ófær um að gegna þeirri skyldu sem þegn- réttur hans leggur hon- um á heröar? Þaö yröi of langt mál aö kryfja slíkar spurningar til verulegs mergjar. Nátt- úrlega þarf ekki aö fara í neinar grafgötur um þaö, aö ekki eru allir til þess hneigöir eöa hæfir aö taka beinan þátt í sjálfri stjórnarstarfsemi rík- isins. Hinsvegar ætti þorri þegnanna aö vera þess umkominn að gera sér nokkra grein fyrir megindráttum þjóömál- anna á hverjum tíma og hasla sér völl samkvæmt því. Annars hlýtur eitt- hvað aö vera bogiö viö félagslegt uppeldi þeirra eða umhverfi, nema hvorttveggja sé. Ýmsar mismunandi á- stæöur geta auövitað valdiö þeirri óbeit manna á pólitík sem drepiö hef- ur veriö á. Orsökin getur 1 stöku tilfellum veriö ein- bert skilningsleysi eöa kæruleysi. Hitt mun þó oftast sönnu nær aö skiln- ingsleysið eöa kæruleys- iö eigi rót sína aö rekja til valdníöslu, blekkinga eöa vanrækslu þeirra sem kjörnir hafa veriö til að halda um „stjórnvöl þjóð- arskútunnar“. Fólki finnst einfaldlega að það hafi veriö svikið í tryggö- um. Þaðan stafar svo tor- tryggnin og fyrirlitning- in. Óprúttnir stjómmála- skúmar ala síðan gjarna á þessari óbeit, því það er einmitt vatn á þeirra myllu að fólkið veröi sem ruglaöast í ríminu, gefist loks upp viö aö hugsa, þaö sé alveg þýöingar- laust — allir þessir póli- tíkusar séu sömu svika- hrappamir. En á slíkri uppgjöf almennings flaut Hitler foröum upp valdastólinn í Þýzka- landi og hún hefur enn sem komiö er bjargað de Gaulle 1 Frakklandi. Hér á íslandi hnígur nú þróunin æ meir í þessa sömu átt. Hefur þó íslendingum aldrei riöið meira á aö reyna að átta sig á pólitíkinni, svo há- bölvuö sem hún er, þar sem segja má aö líf þeirra geti legiö við. Það er sem sé augljós staöreynd, að undanfama áratugi hef- ur þjóðin látiö þá atburöi viögangast á flestum svið- um lífs síns sem leitt geta til ófyrirsjáanlegs ófam- aðar ef ekki veröur þegar stungiö viö fótum. Og viðkvæöið hefur ævin- lega verið þaö sama: ég vil ekki koma nálægt neinni pólitík, þaö er bú- iö aö gera allt aö pólitík, þessi pólitík er aö fara meö allt til fjandans. Og svo er veriö aö veg- sama frelsiö og lýðræðið á íslandi daginn út og daginn inn. Er það þá frelsi að láta varpa hin- um helgustu landsrétt- indum á glæ án þess að hreyfa hönd eða fót? Og er það lýðræöi að varpa frá sér allri ábyrgð á málefnum þjóöfélagsins þegar þaö er í hættu statt? JU*1 í heimsókn hjá Solzjenítsín Kennari í eðlisfræði 1 janúar fór blaðamaöur frá sovézku fréttastofunni A.P.N. til borgarinnar Rjazan til að safna efni um og eiga viðtal við Alexander Solzjenítsín. höfund hinnar frægu bókar „Dagur úr ævi ívans Déníso- vítsj“, sem íjallar eins og kunn- ugt er um líf fanga í pólitísk- um fangabúðum í Sovétríkjun- um. Hér fer á eftir endursögn greinargerðar um þessa ferð sem birt var í Líteratúrnaja Rossía hinn 28. jan. sl. Solzjenítsín hefur verið eðlis- Blaðamaður ónáðar höfund unnar fræðikennari í Rjazan um nokk- urra ára skeið, en lét af því starfi síðast í desember í fyrra til að gefa sig allan að skáld- skap. Það fór mjög gott orð af honum sem kennara, en enginn af samstarfsmönnum hans hafði haft hugmynd um hæfileika hans til bókmennta- iðkana, í mesta lagi gátu þeir grunað hann um að vera að setja saman nýja kennslubók í eðlisfræði Hitt vissu þá fáir, að hann sýndi mikla hugkvæmni og ein- beitni til að spara sér tíima tii skrifta. Hann kom því svo fyr- ir að hann kenndi ekki nema 15 stundir á viku. Aldrei varð hann eftir í skólanum eftir kennslu, aldrei sat hann að ó- þörfu masi í kennarastofunni. Hann forðaðist einnig öll fund- arhöld sem hægt var að kom- ast hjá, og stundum átti hann það til að skjótast burt af fund- um, ef hann áleit að nærvera sín skipti ekki máli. Tómstundir Alexander Solzjenítsín er sagður maður fáorður og hóg- vær. Hann lítur hraustlega út, Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.