Þjóðviljinn - 22.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. febrúar 1963 GWEN BRISTOW: V I HAMINGJU LEIT Ég tek sjálf ábyrgðina. Johny. — — Jæja, — svaraði hann ró- lega. Florinda geispaði. — Já, en ég get ekki hugsað um þetta núna. Ég er svo þreytt að mig verkj- ar í allan kroppinn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef staðið á sviði heilt kvöld án pásu. Góða nótt, John. — — Góða nótt, frú Grove. — — Heyrið mig, Johnny, hætt- ið þessari hálfvitalegu kurteisi. — Frú — er titill sem fer mér ekki vel. — Hann brosti enn. — Eins og þér viljið. Góða nótt, Florinda. — Hann fór. Florinda læsti dyr- unum á eftir honum. Dögum saman hitti Gamet naumast Florindu. Hún sá hana á götunni ásamt Penrose og Silky og fleiri Califomíu-kaup- mönnum, en Florinda veifaði bara án þess að stanza. Gamet sá ekkert bóla á Bartlett. Þeir sem komu til Olivers, sögðu að Bartlett léti varla sjá sig utan dyra. Þeir spáðu því að þetta yrði síðasta ferðin hans til Santa Fe. Héðan af kysi hann sjálf- sagt heldur að vera í St. Louis. þar sem allir litu upp til hans. Þeir hlógu að Barett. Þeir héldu því fram, að Florinda hefði ekki getað slegið ryki í augu þeim, nei, ónei. Allir sem töluðu um Florindu gáfu í skyn, að þá hefði grunað hvernig í öllu lá. Þeir höfðu auðvitað ekki viljað segja neitt, en strax og þeir sáu hana höfðu þeir séð að hún var engin venjuleg dyggðadrós, sem hafði verið tæld til að flýja. Svei attan, það höfðu allir getað séð nema aulinn hann Bartlett. Þegar Garnet heyrði þá tala svona, varð hún að fara inn í svefnherbergið og grúfa sig nið- ur í handklæði, svo að þeir tækju ekki eftir hvað hún hló. Hún hafði ekki vitað það fyrr, að karlmenn gátu verið alveg eins héralegir og stelpur í kvennaskóla, þegar þeir höfðu verið nógu lengi kvenmanns- lausir. John kom oft til að tala við Oliver, en hann minntist aldrei á Florindu. John talaði sjaldan um annað en viðskipti. Tíu dögum eftir að Florinda hafði leikið listir sínar á Fonda, þess að hann þurfti ekki að standa við hið höfðinglega til- boð. Florinda gekk til Johns sem Silky brosti þakklátlega vegna kom Oliver heim síðdegis til að sækja listann yfir vörubirgðirn- ar. — Ég var að frétta að Flor- inda ætlaði með til Californíu, — sagði hann við Garnet. Garnet var ekki vitund hissa, en hún sagði: — Hvernig ætlar hún að komast þangað? — — Þeir segja að hún ætli að fylgjast með Penrose. — — Penrose? En hvers vegna í ósköpunum hefur hún valið Penrose? — — Ég veit það ekki. Ég veit ekki einu sinni hvers vegna hún vill fara með. — Oliver tók kladdann og gekk til dyra. — Kannski segir hún þér það. Ég kem í kvöldmatinn. — Oliver fór aftur niður í verzl- un sína og Gamet settist við borðið. Hún ætlaði að Ijúka við bréf sem hún var að skrifa foreldrum sínum. Reynolds ætlaði að taka það með sér til baka og póstleggja það í Missouri. En það var erf- itt að einbeita huganum að bréfaskriftunum. Gamet skar sér nýjan fjöðurstaf og horfði á blaðið. Foreldrar hennar voru bezta fólk í heimi, en það var svo margt sem hún gat alls ekki skrifað þeim. Hún hafði lýst landslaginu og vísundaveiðunum og húsunum í Santa Fe. En hún var sannfærð um að þau gætu ekki skilið þetat um Florindu eða karlmennina sem hún kynnt- ist hér. Hún var farin að fá ónotalegt hugboð um, að það yrði erfitt að hegða sér eins og hefðarkona þegar hún kæmi heim næsta ár. Hún varð fegin þegar barið var að dymm og hún spratt á fætur himinlifandi, þegar hún sá Florindu koma inn. Florinda sagðist ætla að sækja silfur- hnappana sem Bartlett hafði gefið henni. Gamet hafði engan minnsta óhuga á silfurhnöppunum. Hún spurði: — Florinda, er það satt að þú ætlir að koma með til Califom- íu? — — Já, vina min, það er satt. — Florinda settist á bekkinn. — Ertu fegin því? — — Auðvitað cr ég fegin því! Segðu mér frá því. Bað Penrose þig að koma með sér? — Florinda brosti: — Hann held- ur það. — — Hvað áttu við? — — Jú, sjáðu til, hann hefur starað á mig kringlóttum aug- um síðan hann sá mig fyrst hér í þessari stofu. Og þegar ég los- aði mig við Bartlett, fór ég að stara á hann líka. Meira þurfti ekki til. — — En geðjast þér að honum? — — Tja. hann er ekki svo af- leitur. Hann er svo nautheimsk- ur að það er auðvelt að lynda við hann og honum finnst ég dásamleg. Hann hefur aldrei farið neitt heimanaf búgarðin- um nema hingað og hann er svo himinfallinn yfir að eiga leikkonu frá New York fyrir vinkonu, að hann getur naum- ast talið múldýrin sín. — Augu Florindu urðu dálítið stríðnisleg þegar hún leit á Gamet og bætti við: — Silky Van Dorn er svo guðs- feginn, vina mín. — — Feginn? Hvers vegna þá? — — Jú, sjáðu til, hann heldur að hann hafi átt sökina á öllu saman með því að tala af sér. Og hann var dauðhræddur um að ég kæmi æðandi til hans og segði: — Þú komst mér í þessi vandræði, og nú verður þú aö sjá um mig. — Silky geðjast ágætlega að mér, en hann vill ekki sjá um aðra en sjálfan sig. En hann hefur svo mikið sam- vizkubit. Hann kom til mín daginn eft- ir, hann var skelfilega móralsk- ur og sagði mér, að ef ég kæm- ist ekki til Missouri aftur, skyldi hann sjá til þess að ég kæmist klakklaust til Califomíu. Ég sagði, að þetta væri allt í bezta lagi og ég bjargaði mér ágæt- lega sjálf. Hann var guðsfeginn og hrósaði mér hástöfum fyrir staðfestu mína. Það er miklu betra svona. Hann veit sínu viti, og þá vil ég heldur að hann hafi álit á mér fyrir skapstyrk en útlitið eitt. — Gamet vissi ekki hvað hún átti að segja um allt þetta. Hún var að hugsa um framtíðina: — Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur í Califomíu? — spurði hún. — Það hef ég enga hugmynd um. Ef mér fellur ekki þar, get ég farið aftur til Bandaríkjanna næsta ár. En ég vona að ég þrífist vel þar. — Hún tók fjöð- urstaf Garnetar og strauk hon- um um vangann — Mig lang- ar ekkert til Bandaríkjanna aft- ur, Garnet, — sagði hqn alvar- leg. — Ertu ennþá hrædd við Reese? — spurði Garnet. — Ekki beinlínis. Þær gáldra- ofsóknir geta ekki staðið enda- laust. — Florinda leit niður og fitlaði við pennann — En — ég get svo sem sagt þér eins og er. Þegar ég fór frá Bandaríkj- unum, var ætlun mín að koma aftur. Mér flaug ekki í hug, að ég hefði möguleika á að kom- ast til Califomíu. En því meira sem ég hugsaði um ferðina til baka, því ógeðfelldari þótti mér hún. — Hún talaði lágt og hægt. Gam- et greip ekki fram í fyrir henni. Florinda hélt áfram: — Þú manst að í New Orleans sagði ég þér, að dálítið hefði komið fyrir mig sem ég vildi ógjarnan hugsa um. Ég vildi helzt komast sem lengst burt frá því. New Orleans var skárri en New York. En það var þó ekki nógu langt. Það voru Bandaríkin ennþá. En þarna í Californíu er þetta allt öðru vísi. Ekkert verður til að minna mig á það sem gerðist áður en ég kom hingað. Ég get byrjað upp á nýtt. — Hún brosti. — Skilurðu þetta, elskan? — — Já, — sagði Garnet. — Ég held það. — Hún mundi að Oliver hafði sagt henni að flestir Ameríkanar í Californíu hefðu farið þangað, vegna þess að þeir vildu komast burt frá einhverju í sínu eigin landi. Hún hugsaði um John sem þagði algerlega um allt sem viðkom framtíðinni. Jafnvel Oliver sem hafði þekkt hann í fimm ár, vissi ekki hvers vegna John hafði farið frá Virginíu. Hún hugsaði um Texas, sem hafði aldrei sagt vinum sínum hvað hann hét réttu nafni og drakk auk þess óskaplega á köflum. Og nú myndi Florinda baétast i hópinn, fela örin sín undir fínu hönzkunum og dylja sár sín bakvið glaðværan hlátur. Þær sögðu ekkert stundarkorn. Seinna spurði Garnet: — Hefurðu séð Bartlett? — — Nei, vina mín, og ég býst I ekki við að sjá hann heldur. Hann fer úr bænum eins fljótt og hann getur. Hann bíður ekki eftir aðallestinni. Hann vill ekki hitta nokkurn mann. — — Þú veizt það, Florinda, að þú varst ekki sérlega góð við Bartlett. — — Áttirðu von á, að ég yrði það? — — Ég hélt að þú myndir gera hann að athlægi fyrir öllum kaupmönnunum. — — Fari það kolað, — sagði Florinda. — Ef hann hefði haft vit á að hlæja að sjálfum sér, í stað *þess að reyna að kjálka- brjóta mig, hefði ekki nokkur maður hlegið að honum. Ég var reglulega fegin að hann barði mig. Sem snöggvast var ég hrædd um að hann ætlaði ekki að gera það. En þegar hann gerði það, urðu allir hinir svo göfug- lyndir vegna þess að hann hafði beitt mig ofbeldi, að þeir sner- ust allir á sveif með mér. Karl- menn vilja að konur geri þá að höfðingjum í hjarta sínu, án þess að þær krefjist að þeir sanni að svo sé. — Hún reis á fætur. — Heyrðu, Garnet, það er orðið framorðið. Ég verð að fara að töfra Penrose. Get ég fengið silfurhnappana? — Garnet tók silfurhnappana uppúr saumakörfunni. — Ætl- arðu að skila Bartlett þeim aft- ur? — — Skila þeim aftur? Nei, öðru nær, ég ætla að sauma þá í kjól- inn minn. Af hverju ætti ég að skila þeim aftur? — — Nei — ég hélt bara. — — Almáttugur — þú mátt ekki vera svona barnaleg, — sagði Florinda. — Þeir eru úr ekta silfri. — Hún tók hnappana og kvaddi. Þegar Garnet var orðin ein, hélt hún áfram með bréfið . — . . . Eftir tvo eða þrjá daga leggjum við af stað héðan til Californíu. Oliver segir að við komum á ranchóið hans ná- lægt 1. nóvember. Ég er við ágæta heilsu. Oliver er bezti 11 eiginmaður sem hægt er að hugsa sér og ég er dæmalaust hamingjusöm. Ég bið að heilsa strákunum. ... — Hún hristi höfuðið. Þetta var langt bréf. En henni fannst sem hún hefði ekki minnzt á neitt af því þýðingarmesta sem komið hafði fyrir hana, síðan hún fór frá New York. Hún óskaði þess að hún gæti talað við foreldrana í stað þess að skrifa þeim. Hún vildi óska að hún gæti sagt þeim frá hinni kynlegu þögn Olivers þegar Charles bar á góma og spyrja þau. hvort þau skildu það bet- ur en hún. En, nei og aftur nei, sagði hún skelkuð við sjálfa sig. Það væri skammarlega ó- viðeigandi. Ef hún hefði hugboð um að Oliver væri veiklyndur á einhvern hátt, þá var það skylda hennar að þegja um það. Hún skrifaði nafn sitt undir Jæja, svo að þetta er golf. Við lærðum nú að skilmast í gamla daga. Það er nú ekki talin hag- sýni hér. Langar þig til þess að hitt» eina. Ufff Ekki hagsýnt eða hvað? Einvígi, herra minn. SKOTTA Það er engin furða, þó að vélin fari ekki af stað. Þú hefur gleymt að setja kveikjuna á. Geðverndarfélag íslands hyggst auka starfsemi sína Stjórn Geðverndarfélags ís- lands hélt fund með blaðamönn- um í gær og skýrði þeim frá markmiðum félagsins og starf- semi. Félagið var stofnað 1949 í sam- bandi við fertugsafmæli Lækna- félags Reykjavíkur og var til- gangur þess að sameina alla þá er hefðu áhuga á málefnum er varða geðheilbrigði, vekja al- menning og stjómarvöld til auk- ins skilnings á mikilvægi geð- heilbrigði, fræða um varðveizlu hennar. Félagið var ekki fjöl- mennt, en vann um skeið gott upplýsinga- og -fræðslustarf und- ir forystu Helga Tómassonar, en hann var formaður félagsins til dauðadags. Þegar dr. Helgi lézt lagðist starfsemi félagsins að mestu niður. I fyrra hófust nokkrir áhuga- menn ásamt stjórn félagsins handa um að endurreisa það. 20. nóv. var haldinn aðalfundur, og kosin ný stjóm. Hana skipa: Kristinn Bjömsson sálfræðingur (formaður), Benedikt Tómasson (varaformaður), frú Áslaug Siv- ertsen, frú Jóhanna Baldvins- dóttir, Tómas Helgason prófess-'®' or, Sigurður Björnsson sálfræö- ingur og Grímur Magnússon læknir. Kristinn Bjömsson benti á það, að á síðari árum' hafa ver- ið stofnuð félög til styrktar viss- um hópum sjúklinga og öryrkja (Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, Styrktarfélag vangefinna o.fl.). En ekkert slíkt félag hef- ur verið starfandi, er ynni að málum geð- og taugasjúklinga. Og vona þeir er að geðverndar- málum standa, að það geti orðið þessum sjúklingum til styrktar á hliðstæðan hátt og önnur félög eru vissum hópum sjúklinga. Verkefnin eru mörg. Eitt af því sem félagið hyggst beita sér fyrir er stofnun endurþjálfunar- heimilis fyrir geðsjúklinga til að greiða þeim leið út í þjóðlífið aftur. Þá væri einnig æskilegt að koma upp leiðbeiningarstöð er fólk gæti snúið sér til í sam- bandi við vandamál er upp kunna að koma og meðferð vinna að annarri fræðslu, m.n. þeirra. Einnig þurfi félagið að til þess að vinna bug á fordóm- um manna, tengdum geðsjúk- dómum og geðlækningum. Stjórn Geðverndunarfélagsins álítur að sá þáttur heilbrigðis- mála sem lýtur að lækningu og endurþjálfun geðsjúklinga hafi dregizt aftur úr hér á landi. Tómas Helgason benti á það, að sjúkrarými fyrir geðsjúklinga er mjög takmarkað — á Kleppi eru nú talin 240 pláss en þar dvelja að jafnaði 270; þar að auki eru um 35 rúm á Farsóttarhúsinu. En til að fullnægja þörfum þyrfti um 500 rúm. Þá hefur málum þeirra, sem eru öryrkj- ar af völdum geðsjúkdóma verið lítið sinnt til þessa — og er þó um fjölmennan hóp að ræða eða um 25% allra öryrkja á íslandi, á að gizka 750 manns. Það kom einnig fram í þessu sambandi að gera má ráð fyrir því að um 1% þjóðarinnar á hverjum tíma sé alvarlega geðveikt fólk. Það var og tekið fram, að vissulega hefði lítið félag ekki bolmagn til að ráða við svo al- varlegt vandamál og skortur á sjúkrarými — slíkt er aðeins á færi ríkisvaldsins. En geðvemd- arfélagið vill stuðla að því eftir megni að úr þessu verði bætt í framtíðinni. Gengi félagsins og þar með möguleikar þess til að starfa eru háðir því hvem hljóm- grunn það fær hjá almenningi. Eitt af fyrstu verkefnum þess nú er að safna nýjum félagsmönn- um — og æskir það þess að sem flestir áhugamenn um þessi mál taki þátt í störfum þess, eink- um hefur það áhuga á sam- starfi við fyrrverandi sjúklinga og aðstandendur þeirra. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. þ.m. þ.e. í kvöld í 1. kennslustofu háskólans kl. 8.30 e.h. Offítan Framhald af 8. síðu. sem því eru oftast gefin: — Megraðu þígí Borðaðu minna! Það eina sem þarf er sterkur vilji! Og rétt aðferð. Það er auðvitað satt að fleiri hitaeiningar í fæðunni en lík- aminn notar leiða smátt og smátt til fitu. Og ætli maður að megra sig verður á einn eða annan hátt að eyða fleiri hita- einingum en borðaðar eru. En eigi þetta fólk að hafa nokkra von um að heppnast megrunin, verður það að fá miklu betri upplýsingar og að- stoð. Ef til vill fyrst og fremst með útskýringu á hinum oft flóknu og erfiðu, persónulegu og þjóðfélagslegu vandamálum sem eru aðalorsakir offitunnar. B í L A - LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón. EINKAUMBOÐ Ásgeir Ólafsson. heildv. Vonarstræti 1? - Sími 11073.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.