Þjóðviljinn - 22.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1963, Blaðsíða 12
i Ási í Bæ biður að heilsa jatómskáldum og bankastjórum I I Ég náði rétt aðeins tali' af Ása í Bæ áður en Herjólfur fór frá Vestmanneyjum á þriðjudagskvöldjð. Ásj hafði verið á sjó allan daginn og kom ekki að fyrr en seint og síðarmeir, án þess að hafa fundið það sem hanri var að leita að, — loðnu. Hann var tiltölulega kátur, þrátt fyrir mótlæti síðustu daga og vikna. — Blessaður vertu, það þýð- ir ekkert að tala við mig núna. Þetta er enginn tími. Ég gæti náttúrulega logið þig fullan, ef við hefðum nógan tíma. — Þú ert innfæddur hér? — Já, ég er einn af þess- um góðu klassísku og hef allt- af búið hér, stússað í ýmsu, þó aðallega á sjó, en líka dálítið á skrifstofu. Annars hef ég verið í öllum and- skotanum: ritstjóri, leikari, söngvari, rithöfundur, kokkur, skipstjóri, háseti á trillu í mörg ár og skáld í léttum tóni, orkt gamanvísur og kviðlinga. — Manstu hvenær lagjð „Vertu sæl mey“ varð til? — Já, ég orkti textann og bjó til lagið úti á sjó árið 1941. Ég var að koma úr róðri á trillu. — Ertu ekki ánægður með gengi þess? — Ja mér er alveg sama. Ég vissi alltaf að þetta var ágætt hjá mér og það hefur alltaf gengið meira og minna. — Þú spilar á harmoniku? — Nei. Guði sé lof. Bara lauslega á gítar. — Einhverntíma las ég að þú hefðir oft haft hjá þér skáld og undarlega menn a bátnum? — Atómskáld eru ekkj und- arlegri en annað fólk og ég gæti sagt þér margar sögur því til sönnunar, en þá missirðu af skipinu. Ég skal samt segja þér eina af Steinari Sigurjónssyni skáldi. Hann kom hingað til Eyja og vann hér um tíma sem prentari. Honum þykir gott brennivín pg einhvemtíma datt hon- um í hug að heimsækja prest- inn og tók kunningja sinn með sér. Séra Halldór Kolbeins er hinn mesti höfðingi heim að sækja og var lagt á borðið af fínasta postulínssteíli frú- arinnar. Skáldið og bakarinn helltu útí hjá sér af nestinu o% skáldið las upp prósa eft- ir sig. Að því loknu vill hann fá að heyra álit klerks- ins, en sá gefur lítið útá. Steinar stendur þá upp, þríf- ur í dúkinn á borðinu og helljr öllu postulíninu niður á gólf. Þá stendur prestur- inn upp og segir: Nú veit ég að þú ert skáld og komdu með meira postulín mamma! Og ég get sagt þér það, að atómskáld eru sízt lakari fiskmenn en annað fólk og aldrei hef ég haft eins kapp- mikinn mann á skaki og Steinar Sigurjónsson skáld. — En eru skáldin þá eins fiskin og annað fólk? — Það held ég sé nú upp og ofan, upp til hópa eru þeir ekki lakari en aðrir. Annars get ég sagt þér dálítið um fiskimennskuna. Eftir að nyl- onið kom til sögunnar er miklu minni munur á mönn- um en áður. Áður fyrr fór það mikið eftir því sem menn höfðu í höndunum. Hver dútlaði með sínar græjur og hafði sjtt lag, en nú eru al’ir með það sama, énda er mun- urinn orðinn miklu minni. Ég var einu sinni með karii einum á skaki. Við stóðum í ! 1 Föstudagur 22. febrúar 1963 — 28. árgangur — 44. tölublað. Listasafnstillögunni vísai til borgarráis ÁSI í BÆ vitlausum fiski og vorum með sérstaka króka, sem við höfð- um notað um tíma, allir nema karlinn. Nú vildi svo til að hann varð uppiskroppa með sína og lét ég hann hafa af mínum. Hann rennir og fær ekkert. Þá hefur hann uppi og segir: Búið hjá mér í dag* 1! Ég gerði mig ekki ánægðan með þau málalok og hefur sjálfur uppi og skipti um á færunum. Hnýf.,i mína króka á hans faeri og hans á mitf Nógur fiskur á bæði færin. Svona var þetta skrítið. Svo er náttúrulega ekki ai- veg sama hvar er verið á bátnum. Það fer nefnilega ekki jafnvel á allstaðar. — Nú verðum við líklega að hætta Ási, því skipið fer eftir kortér. Þú biður nátt- úrlega að heilsa suður? — Já ég bið að heilsa at- ómskáldunum vinum mínum og svo bankastjórunum. — G.O. Barnaheimilið í Rey á að fá aukið landrými Á fundi borgarstjórnar í gær flutti Adda Bára Sigfúsdóttir tillögu um aukið landrými fyrir barnaheimilið að Reykjahlíð og nokkrar aðrar úr- bætur á málum þess. Sem vænta mátti fékkst borgarstjórnaríhaldið ekki til þess að samþykkja tillöguna en í Ijós kom við umræðurnar um hana að einhver skriður mun nú loks vera kominn á undirbúning að úrbótum í þessu efni og er þess að vænta, að þetta mál verði látið hafa skjótan framgang. I framsöguræðu fyrir tillögu sinni minnti Adda Bára á, að hún hefði áður lagt það til i borgarstjórn, að skipuð yrði sér- stök nefnd til þess að fara með málefni barnaheimilanna því það væri ekki eðlilegt, að Fræðslu- skrifstofan ein hefði á höndum umsjón þeirra án þess að hafa neinn ráðgefandi aðila sér við hlið. Sagði Adda Bára, að þessi tillaga sín hefði verið óþörf, ef slík skipan hefði verið komin á. Hún væri hins vegar flutt til þess að bæta úr því sem vanrækt hefði verið um árabil. Adda Bára ræddi síðan ein- 6taka liði tillögu sinnar en hún er birt í heild á 1. síðu blaðsins í dag. Varðandi 1. lið hennar Bráðkvadcfw" Guðlaugur Bjamason hú-> gagnabólstrari Miðstræti 5 Reykjavík varð bráðkvaddn .i verkstæði sínu í gær. Hann v,,r rœkinn maður. benti hún á, að í Reykjahlíð væru mest drengir og væri ekki gott, að þeir væru aldir upp ein- göngu undir handleiðslu kven- fólks. Við heimilið þyrfti að vera karlmaður er gæti sinnt drengjunum og leiðbeint þeim, t.d. við smíðar o.fl. Að vísu væri ráðsmaður á heimilinu, en hann hefði verið ráðinn að því, er það var í Kumbaravogi og þá til þess að gæta kúa en ekki bama. Síðan hefði bamaheimilið verið flutt að Reykjahlíð svo og ráðs- maðurinn en ekki kýrnar og hefði hann nú ekki annað verk- efni á heimilinu en að annast ínnkaup í bænum. Gagnrýndi hún harðlega þann hátt á rekstri bamaheimilisins að hafa ráðs- manninn þar áfram eftir að verkenfi handa honum væru ekki lengur fyrir hendi. Þá snéri Adda máli sínu að landleysi heimilisins. Það hefði ekkert landrými til afnota, þótt borgin ætti landið sem það stendur á. Hefur Garðyrkjustöðin landið til afnota og taldi Adda Bára, að hún yrði að víkja fyr- ir þörfum heimilisins. Loks benti Adda Bára á þá staðreynd, að barnaheimiljð hef- ur enga útjgeymslu, þótt fullt sé af skúrum rétt við húsið. Þannjg er engin aðstaða til þess að þurrka þvott innanhúss og einnig vantar geymslur fyrir t. d. reiðhjól drengjanna. Hefur forstöðukonan orðið að grípa til þess að taka föndurstofu er innréttuð var í kjallaranum fyr- ir þurrkherbergi og geymslu. Garðyrkjustöðin hefði hins veg- ar allá skúran-a nema hvað ráðs- maðurinn hefði einhverja þeirra til eigin nota Birgir ísleifur Gunnarsson taldi það óvenjulega aðferð að segja föstum starfsmanni borg- arinnar uþp starfj á þann hátt sem .gert er ráð f.vrir í tillög- unni Væri venja að það væri ekki gert nemg eftir tillögu for- stöðumanna viðkomandi stofn- ana. Þá skýrðj hann svo frá. að í janúar s.l. hefði borgarstjóri falið fræðslustjóra borgarritara og borgarverkfræðjngi að at- huga um aukið landrými fyrjr barnaheimiiið og ætti að girða af reit í kringum búsið til af- nota fyrir bað Qg síðar yrði unnið að þvi að skipuleggia svæðið í heild. Ennfremur skýrði hann frá því. að sömu mönnum hefði verið falið að gera ráð- stafanir til bess að barnaheim- ilið fengi afnot af skúrunum. Lagði _hann tij að fyrsta Hð til- lögu Öddu Báru yrði vísað tjl Framhald á 5. síðu. Fyrir skömmu cr lokið bridgekcppni Tafl- og bridgcklúbbsins og varð svcit Tryggva Gísiasonar sigurvegari í meistaraflokki. Þótti það vel af sér vikið, því að þessi sama sveit sigraði fyrr í vetur í keppni 1. flokks TBR. Bridgespil- ararnir cru, frá vinstri: Ólafur Magnússon, Ólafur Guttormsson, Tryggvi Gísla- son, Magnús Ingimarsson og Guðlaugur Nielsen. Á myndina vantar Pál Bergs- son. — Ljósm. Bj. Bj. Eins og frá er sagt á 1. síðu blaðsins í dag flutti Guðmundur Vig- fússon á borgarstjórnar- fundi í gær tillögu um að hafinn verði undirbún- ingur að byggingu Lista- safns Reykjavíkur, „er verði minnisvarði um stofnun lýðveldis á ís- landi 17. júní 1944.“ Þar sem framsöguræða Guð- mundar fyrir tillögunni verður birt í blaðinu í heild einhvern næstu daga verður efni hennar aðeins stuttlega rakið hér. Benti Guðmundur á, að vel færi á því, að höfuðborgin minntist lýð- veldisstofnunarinnar á þennan hátt. Jafnframt minnti hann á hve hörmulega við búum á þessu sviði í dag. I borginni er ekki til nein listasafnsbygging og enginn frambærilegur sýning- arsalur þar sem listamenn geta sýnt verk sín almenningi. Eina almenna húsið til slíkra sýn- inga er Listamannaskálinn sem orðinn er gersamlega ónothæfur. Guðmundur ræddi síðan hug- mynd þá er í tillögu hans felst og minnti á að þetta mál hefur áður verið til umræðu í borgar- ráði. Drap hann síðan á tillög- ur listaverkanefndar Reykjavík- ur frá 1959, er lagði til, að bær- inn veitti árlega ákveðna upp- hæð til kaupa á listaverkum. Leitað yrði eftir úrvalsmyndum hjá listamönnum til sýningar í safninu ákveðinn tíma _og síð- an keypti safnið nokk'rar af myndunum. Með þessu móti gæf- ist listamönnunum kostur á að kynna almenningi verk sín og jafnframt fengi safnið strax álit- legan stofn listaverka til sýning- ar án óhæfilegs kostnaðar. Sagði Guðmundur, að þessi hugmynd hefði fengið góðar undirtektir ungra listamanna og lagði til að þessi háttur yrði hafður á við stofnun safnsins. Einnig minnti hann á, að rætt hefði verið um að velja væntanlegri safnbyggingu stað á opnu svæði á Laugarási. Borgarstjóri kvað svo ráð fyr- ir gert, að í væntanlegu ráð- húsi yrði 500 fermetra skáli þar sem hengja ætti upp málverk og ennfremur yrði þar minni sýningarsalur. Sagði hann, að nú væri verið að ganga frá til- löguuppdráttum að ráðhúsinu og taldi, að réttara væri að leggja áherzlu á byggingu þess fyrst og þá úrbót nægja í bili í lista- safnsmálunum. Einnig benti hann á að heppilegt myndi að tengja saman byggingu t.d. borg- arleikhúss og listasafns eða sýn- ingarsalar, sem Félag myndlist- armanna hefur sótt um lóð und- ir á Klambratúni og listasafns. Þó kvaðst hann ekki í sjálfu sér andvígur hugmyndinni una listasafnsbyggingu á Laugarásn- um er tími væri til kominn að byggja framtíðar listasafn. Flutti hann síðan á þessum forsendum Framhald á 2. síðu. Upplagið þraut STARFSVAL, fjórða újgáfa bókarinnar Hvað viltu verða? eftjr Ólaf Gunnarsson, er ný- komin út, aukin og endurbætt. Bókin kqm út á mánudaginn, en í gær, fimmtudag, frétti Þjóðviljinn að upplagið. 1200 eintök, væri þrotið 'njá forlagi. Er þetta óvenju ör sala nýrrar bókar. iallmifejpanfanir ^reyma fi! 1.1. ★ Fuliyrða má þegar, að að- sókn verður mikil að „pressu- ballinu" í hinum nýju veizlu- sölum Sögu annan laugardag, 2. marz, því að aðgöngumiða- panfanir hafa streymt til Blaða- mannafélagsins síðustu tvo dag:- ana, en eins og áður hefur ver- ið skýrt frá er þessi fagnaður ekki einungis ætlaður blaða- mönnum og gestum þeirra heldur opinn öllum almenningi. ★ Gunnar Gunnarsson rit- höfundur flytur ræðu undir mat- borðum, en auk þess mun Svala Nielsen syngja einsöng og Krist- inn Hallsson fara með nýja skopkviðlinga. Dansað verður fram eftir nóttunni. 4r Svala Niclsen er taRn ein efnilegasta söngkonan sem fram hefur komið hér síðustu árin. Hún hefur sungið í Þjóðleikhúss. kómum síðustu árin og var um skeið við söngnám á ftalju. í vetur söng hún eitt aðalhlut- verkið í óperu Menottis „Amahl og næturgestirnir“, sem Musica Nova flutti í Tjarnarbæ, og vakti þá mikla athygli. í « 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.