Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. marz 1963 TILKYNNING um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1963 samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjald. Hefur borgarstjóm ákveðið eftirfarandi gjald- skrá: 0,5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, nýlenduvöru- verzlun, kjöt- og fiskiðnaður, kjöt- og fisk- verzlun. 0,7% Verzlun, ó.t.a. 0,8% Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfustarfsemi. Út- gáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. 0,9% Iðnaður, ó.t.a., ritfangaverzlun, matsala, land- búnaður. 1,0% Rekstur farþega- og farmskipa, sérleyfisbif- reiðir, lyfja- og hreinlætisvöruverzlanir, smjörlíkisgerðir. 1,5% Verzlun með gleraugu, kvenhatta, sportvör-1 ur, skartgripi, hljóðfæri tóbak og sælgæti, kvikmyndahús sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkjagerðir, gull- og silfursmíði, hattasaumur, rakara- og hárgreiðslustofur, leirkerasmíði, ljósmyndun, myndskurður, fjöl- ritun, söluturnar og verzlanir opnar til kl. 23,30, sem greiða gjald fyrir kvöldsöluleyfi. 2,0% Hverskonar persónuleg þjónusta, listmuna- gerð, blómaverzlun, umboðsverzlun, fom- verzlun, barar, billiardstofur, sölutumar, og verzlanir opnar til kl. 23,30, svo og hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ó.t.a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin atygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignaskatts, en em aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, fyrir 15. marz n.k., sbr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í Reykjavík, en hafa með höndurp aðstöðugjaldsskylda starfsemi í 'öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skatt- stjóranum í Reykjavík sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldurtr þeirra er bundið-’þeárri 'Starf-' semi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavíkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starf- semi í Reykjavík, þurfa að skila til skattstjór- stjórans í þvi umdæmi, sem þeir eru heimilis- fastir, yfirliti um útgjöld sín vegna starfsem- innar í Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald- flokks skv. ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum einstökum gjald- flokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 15. marz n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið svo og skipting í gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Tekið skal fram, að hafi gjaldandi fengið sérstakan frest fram yfir 15. marz til að skila framtali til tekju- og eignarskatts, gildir sá frestur einnig um skil á fram- angreindum gögnum varðandi aðstöðugjald. Reykjavík, 28. febrúar 1963 SKATTSTJÓRINN 1 REYKJAVÍK. ÞJÓÐVBLJINN -------------------------——■ - ' — ----------- síða 3 Tugþúsundir munnu í verkföllum í Finnlundi HELSINKI 28/2 — Samtök finnskra ríkisstarfs- manna sendu í kvöld út skipun til félaga í sam- tökunum að hefja um miðnætti verkfall um allt land til stuðnings kröfunum um hærri laun. Verk- fallið nær til 73 þúsunda opinberra starfsmanna. Samningafundir stóðu yfir í allan dag milli deiluaðila, en ekki tókst að ná neinu sam- komulagi. Ríkisstjómin hafði í dag fund um launamálin og lagði síðan fram sáttatillögu, en henni var hafnað af öllum félögum ríkis- Meðal hinna handteknu er Georges Buscia sjóliðsforingi sem var tekinn fastur í París sl. föstudag ásamt bróður sín- um GiUes og fleiri mönnum sem hafa náin tengsl við leynisam- tökin OAS. Jafnframt var lagt ha’d á birgðir vopna og skot- færa og gögn sem sanna selct þeirra náðust einnig við hand- tökuna. Buscia sjóliðsforingi er nánast.i samstárfsmaðúr Rene Sergent fv. skipstjóra, sem almennt er álit- ið að muni taka við forystu OAS í Frakklandi sjálfu af Antoine Argoud hershöfðingja, sem var handtekinn fyrr í vik- unni. Franska lögreglan segir að Buscia hafi þegar viðurkennt Vara Austurríki við aðild að EBE MOSKVA 28/2 — SoVézka frétta stofan sendi í dag úf yfirlýsingu þess efnis að geri Austurríki sanming um að tengjast Efna- hagsbandalaginu, brjóti það í bága við þau ákvæði sem landið gekkst undir með friðarsamn_ ingnum 1955. Gerist Austurrríki aðili að EBE gengur það í bandalag við Nato- klíkuna sem er fjandsamleg Sov_ étríkjunum og öðrum sósíalist- ískum ríkjum. Tass lýsti yfjr að ekkert land þyrfti að halda að það gæti gengið 1 Efnahagsbandalagið og takmarkað aðild sína við efna_ hagsmál og komizt hjá pó'litísk- um hernaðarskyldum. Það er enginn vafi á að EBE ríkin munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tengja Austurríki Nato ef það gengur í bandalagið. starfsmanna, enda var hún lítið breytt frá þeirri tillögu sem yfirmaður stjómvaldadómstólsins, Reino Kuuskoski lagði fram fyrr í dag og var einnig hafnað. Verkfallið nær alls til um 73 þúsund ríkisstarfsmanna. Félag flutningastarfsmanna telur um 20 að hafa ætlað að myrða bæði Pompidou forsætisráðherra og innanríkisráðherrann Roger Frey. Hann hefur viðurkennt að hafa fengið skipun frá Argoud hershöfðingja og Rene Sergent um að ráða Pompidou og Frey af dögum og var morðið á Pompidou fyrirhugað er hann væri á leið frá kirkju í Orvilli- ers skammt frá París, þar sem hann á sveitasetur. Sergent er enn leitað af ’ögreglunni, en hann var í Belgíu er hann gaf skipunina um morðin. Lögregian handtók samsæris- mennina í íbúð eins þeirra, konu að nafni Marguerite Renoir, eft- ir tilvísan einhvers sem hringdi til lögreglunnar en vildi ekki segja til nafns. Einum sam- starfsmanna Buscia, de Rey- Vandebul, tókst að komast und- an lögreglunni. Sama dag og Buscia og hans menn voru handteknir ’eiddi önnur nafnlaus símahringing lög- regluna á spor Ungverjans Gyula Sari úr útlendingahersveitinni, sem er einn þeirra sem grun- aður er um þátttöku i bana- tilræðinu við de Gaulle forseta í fyrrahaust, og var hann einnig handtekinn. Fréttir frá Múnchen herma að lögreglan þar hafi hafið rann- sóknir vegna þess að haldið hef- ur verið fram að Antoine Argoud hershöfðingja, forystumanni OAS hreyfingarinnar í Frakklandi hafi verið rænt af hóteli þar i bænum áður en hann var hand- tekinn í París fyrr í þessari viku. Eins og við handtöku Buscia og Sari var það nafnlaus síma- hringing sem vísaði lögreglunni í París á Argoud og fannst hann bundinn og keflaður í bíl. Argoud var yfirheyrður i Paris í dag í sambandi við réttar- höldin yfir þeim sem reyndu að þúsund menn, í félagi opinberra starfsmanna eru um 30 þúsundir og tala kennara er um 23 þús- und. Verkfallið mun lama alla jámbrauta- og flugumferð, skipa- ferðir innanlands, póstsamgöngur og símaþjónustu og öll kennsla í skólum ríkisins mun falla nið- ur. Verkföll margra annarra laun- þegasamtaka hafa staðið yfir i Finnlandi að undanfömu og standa mörg ennþá. Liggur því við að allsherjarverkfall ríki í landinu og er allt atvinnulíf meira og minna lamað af völd- um verkfallanna. myrða de Gaulle forseta í ágúst í fyrra í smábænum Petit Clamart fyrir utan París. Argoud tók undir útskýringar hinna á- kærðu um að ekki hefði verið ætlunin að drepa de Gaulle, heldur aðeins að ræna honum og færa hann fyrir æðri dóm- stóL Argoud er ekki ákærður um að hafa sjálfur átt þátt 1 bandatilræðinu við de Gaulle, en hefur áður verið dæmdur til dauða fyrir að halda áfram starfsemi í OAS samtökunum. KARLSRUHE 28/2 — Á- kæruvaldið i Karlsruhe skýrði frá því í dag að vest- urþýzka taugasérfræðingn- um dr. Elmar Herterich hefði verið stefnt fyrir rétt sakaður um landráð. Dr. Herterich er einkum kunn- ur fyrir árásir sínar á hátt- setta vesturþýzka lögfræð- inga, sem hann hefur sakað um nazistíska starfsemi í "'ðustu heimsstyrjöld. Fyrir skömmu var dr. Hertér- ich dæmdur í fjögurra mánaða fangelsisvist fyrir meiðyrði. Hann <;agði við blaðamenn í Wúrzburg í dag að hann byggist við að verða handtekinn þá og þegar. Þá sagði dr. Herterich einnig að pólski hemaðarfulltrúinn f Vestur-Berlín hefði hringttilsín fyrr í dag og sagt sér að borizt hefðu frá Varsjá gögn um starf- Hermenn Katanga og Kongé slást ELISABETHVLLLE 28/2 — Tveir Katangalögreglumenn voru drepn ir og einn særðist hættulega þeg- ar sló i brýnu milli hermanna frá Katanga og Kongó í Eljsabet hville í gærkvöld. Sá sem særðist var stunginn í andlitið með byssusting og lítil von er til að hann lifi. Þeir fundust allir í skurði rétt hjá Karavia herbúðunum þar sem hermenn Kongó hafa bækistöðv- ar. Eþiópíuhermenn í liði SÞ fjar_ lægðu í dag hindrun sem Kongó- hermennimir höfðu komið fyxir á veginum við herbúðir sínar. Seyðisfjörðir Framhald af 1. síðú eyjum sem bæjarstjóra en því höfnuðu Sjálfstæðismenn. Hafði Hrólfur orðið við tilmælum fjór- menninganna um að gefa kost á sér í starfið, en hann er Seyð- firðingur að ætt og vel þekktur þar eystra og virðist hafa stuðn- ing bæjarbúa sem bæjarstjóra- efni. Um líkt leyti og Sjálfstmðis- menn höfnuðu að styðja Hrólf gerðist það, að bæjarfulltrúar Fé- lags vinstri manna, sem eru tveir. lýstu sig fúsa til þess að styðja Hrólf sem bæjarstjóraefni og virtist þannig fenginn öruggur meirihluti fyrir kjöri hans í stöð- una. Þetta bæjarstjóramál er bó enn ekki leyst, því að óeining er kominn upp í Alþýðufl. um afstöðu til þess. Veltur það því á afstöðu hans, hverjar lyktir það fær, hvort endanleg samstaða næst um Hrólf sem bæjarstjóra eða upp úr öllum samkomulagi slitnar og glundroðinn heldur á- fram að ríkja um bæjarmálefni Seyðisfjarðar. Virðast nýjar bæj- arstjómarkosningar eina lausnin, ef svo fer. semi prófessors Rudolfs Schied- ermair í stríðinu. Hann kvaðst hafa beðið hemaðarfulltrúann að varðveita þessi gögn fyrir sig i hálft ár ef svo kynni að fara að hann yrði handtekinn. Sönnunar- gögnin gegn Schiedermair fjalla um starfsemi hans i Póllandi og vemadrsvæðinu þáverandi, Bæ- heim og Mæri. Þessar upplýsing- ar hafa nú verið sendar til pólska hernaðarfulltrúans eftir dipló- matískum leiðum í stað skjala- pakka sem hvarf á leiðinni frá Varsjá til heimilis Herterichs i Wúrzburg. Prófessor Schiedermair var vikið frá dómarastörfum um stundarsakir í september í fyrra eftir að dr. Herterich hafði ljóst- að því upp að hann hefði á naz- istatímanum verið í stjóm þeirr- ar deildar innanríkisráðuneytis- ins sem fjallaði um kynþáttarétt og kynþáttastefnu og þar að auki átt sæti í herrétti í Noregi 1941. Schiedermair lét af störfum fyrir fullt og allt í desember í fyrra og fær nú eftirlaun frá ríkinu. Samsæri um að ráða forsæt- isráðherra Frakka af dögum PARÍS 28/2 — Franska lögreglan tilkynnti í dag að kom- izt hefði upp um samsæri um að ráða Georges Pompidou forsætisráðherra af dögum og stæði nú yfir hjá rannsókn- arlögreglunni yfirheyrsla yfir níu öfgamönnum. Réttarfarið í V-Þýzkalandi Kærði maista—er sakaður um iandráð Stálka óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Til greina kemur vinna hálfan daginn. Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri vinnu. spnd- isí í pósthólf 458, ReykiavíV Béksalafélags íslands bókamarkaður sem haldinn he'fur verið. — ekki hafa verið á boðstólum lengi. EINSTAKT TÆKIFÆSI 1ÖKAMARKAÐUR BÓKSALAFÉLAb SLANDS LISTAMANNASKALANUM.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.