Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 1963 hennar. Oliver kom með skálina sína og settist í grasið hjá henni. — Hvernig líður þér? spurði hann. — Ágætlega. Alveg prýðilega. — Þú ert búin að vera dug- leg. sagði Oliver. — Er það satt? — Já, þú hefur staðið þig með ágætum. Karlmennirnir voru dá- lítáð vantrúaðir á það í upp- hafi, en nú er þeim rórra. Gamet brosti, glöð yfir því að hafa þraukað þetta og hún var í sjöunda himni yfir því að þess- ar skelfilegu auðnir voru að baki. — Ferðin til baka verður auðveldari næsta vor, er ekki svo? spurði hún. — Jú. mikil ósköp. Það er alltaf meira vatn og meiri gróð- ur á vorin. Auk þess er skapið æviniega betra á vorin Þegar þú ferð ; austur. þá veiztu að leiðin verður hægari og hægari. En þegar þú ferð vestur, þá veiztu að leiðin fer síversnandi. Garnet settii skálina frá sér í skyndi. Oliver hafði hugann við matinn sinn og tók ekkert eftir bví að hann gerði hana hrædda. — Er vegurinn framundan miklu verri en sá sem við erum búin að fara? spurði hún. Hún reyndi að láta ekki bera á kvíða sínum, Oliver leit ekki upp. — Já, hann er býsna slæmur á köflum, en nú ertu komin í þjálfun. Gamet fannst sem hún væri skjaldbaka sem drægi sig inn i •skel sína. Hún vildi alls ekki fara lengra Hún leit í kringum sig. Múldýrin stóðu á beit, karl- mennimir spiluðu á spil. klipptu hárið hver á öðrum eða gerðu við fötin sín- Þeir virtust ekki vera hræddir. Þeir vissu hvað beið beirra og þeir voru ekki hræddir En þetta var fyrsta ferðin hennar Hún reis á fæt- ur og sagðist ætla að sækja fötin sem hún hafði bveeið dag- jnn áður o? fara að stoppa í 'þau Hún gekk niður að ánni. Mexíkönsku konumar voru :‘þar fyrir önnum kafnar við að kiappa þvottinn sinn á klöppun- um. Þær töluðu vingjamlega til hennar. Þær höfðu farið þessa ;leið áður og þær sýndust ekki hræddar Florinda kom niður að , runnunum os fór að tína sam- : an þvotíjnn. Florinda hafði ber- , sýnilega hvílzt vel líka Hún leit ^betur út en hún hafði gert i smarga daga. John Ives kom til þeirra og ' bauðst til að bera fyrir bær ; þvottinn. Hann tók fangið fullt og gekk með það í skugga af •. stórum steini. þar sem þær ætl- uðu að sitja og stQPPa. — Þið eruð mjög iðnar, sagði hann. — Við erum ekki líkt því eins iðnar og þið, sagði Gamet. — Ykkur karlmönnunum fellur aldrei verk úr hendi — Við erum orðnir vanir þessu, sagði John. — Hvað hefurðu lengi ferðazt þessa leið John? spurði Flor- inda. — f fimm ár. — Þá hlýtur þér að þykja það gaman. — Nei. alls °kki. sagði hann. — Þetta er si;' ista ferðin mín. Ég er nýbúinn að fá jörð í Californíu. — Og ætlarðu að setjast þar að? — Já. Á ég að leggja fö'dn bama í grasið. frú Hale? — Já, þökk fyrir John lagði frá sér þvottinn og fór frá þeim. Garnet og Flor- inda settust og opnuðu sauma- körfur sínar — Hann er rseðinn eins og fyrri daginn. sagði Florinda. — Hann er ágætur. Hann vill bara vera út af fyrir sig. — Honum geðjast að þér, sagði Florinda. — En bonum geðiast svo sannarlega ekki að fóiki yfirleitt. Garnet fór að festa í töiu. — Florinda. af hverju heldurðu að honum sé svona lítið gefið um annað fólk? — Ég held hann sé hræddur við það, sagði Florinda. — Hræddur? John er ekki hræddur við neitt. — Ekki það sem hann getur skotið. sagði Florinda þurrlega. — Hvað er það sem þú átt við? — Jú. sjáðu til. maður getur ekki skotið vini sína. Þess vegna vill hann ekki eiffnast vini. Ég held hann hafi orðið fyrir áfalli. Alvarlpgu áfalli. • — Áfalli? Hann John? sagði Garnet os hrukkaði ennið. — Áttu við að stúlka hafi kom- ið illa fram víð hann? — Ef til vill. en ég held það sé samt ekki ástæðan. Það er hægt að verða fyrir áfalli af öðrum orsökum, vina mín. Ég veit ekki hvernig liggur í þessu. Florinda hætti að tala um John. Hún leit í krjn.gum sig og hlust- aði á fuglakvakið og stundi ánægjulega. — Garnet, er ekki dásamlegt að mega sitja svona og vita að við þurfum ekki að hrevfa ókkur allan daginn? Garnet var sammála. Hún botnaði ekkert í John en þeíta var of dýrlegur dagur til að sóa honum í slíkar vangaveltur. Þær sátu í grasinu og saumuðu og horfðu á karlmennina hengja upp kjöt til þerris. Þetta var eins og í skemmtiferðalagi uppi í sveit 20 Frá Santa Clara riðu þau suð- ur að Virgin-ánni. Reiðin var erfið en það var nægilegt vatn og meðfram ánni var hitinn ekki eins óþolandi á daginn. Oliver sagði að nú væru þau komin útúr landi uthanna. Og eftir þeita rækjust þau ekki á aðra indíána en diggara. Npkkrum sinnum fundu varð- mennirnir spoy eftir diggara í nánd við múldýrakvína. Vel vopnaðir leiðangrar voru sendir á vettvang til að reka þjófana burt. Það var ekkj hægt að verzla við diggarana. Þeir vildu múldýr og gátu gert næstum hvað sem var til að ná í þau. — Hvað í ósköpunum gera þeir við þau? spurði Garnet Oli- ver. — Éta þau auðvitað. sagði hann undrandþ — Éta þeir múldýr? spurði hún með viðbjóði. — Auðvitað. Þeir éta hvað sem er. Ef þeir getia náð í múl- dýr stinga þeir j það ör og fara síðan að leita að vinum sinum. Þegar þeir koma til baka er múl- dýrjð dautt og þeir geta hald- ið veizlu — Mér verður flökurt, sagði Garnet. — Já, en þú spurðir mig, sagði Oliver. Þegar þau fóru frá Virgjn- ánnj riðu þau um þurrt og óhrjálegt landsvæði unz þau komu að annarrj á sem hét einfaldlega Skítá. Þau riðu nið- ur í móti og dagamir urðu aft- ur óþolandi heitir. Þau lögðu af stað fyrir dögun. héldu kyrru fyrir um miðjan daginn og riðu langt. fram á nótt. Garnet var farin að finna til skelfingar þeg- ar hún sá sólina koma upp. Jafnvel snemma á morgnanna var sólarhitinn geysilegur og þótt þau héldu kyrru fyrir þeg- ár hitinn var mestur. voru dag- amir hræðilegir. Hið eina sem þama óx voru kaktusar og lágir ■þymirunnar og ekki var um annan skugga að ræða en skugg- ana af klettunum. En jafnvel i forsælunni vörpuðu klettamir frá sér hitabylgjum Karlmennimir vöfðu höfuðin með tauræmum og ofaná vafn- ingunum báru þeir kollháa mexí- kanska hatta. Garnet og Flor- inda bundu blæjurnar þéíit um hálsinn og andlitin. Stundum var erfitt að þekkja fólkjð sundur. vegna þess hve allir voru vel varðir fyrir sólinni. Múldýrin voru svo jlla haldin að mjög erfitt var að fást við þau. Garnet stakk upp á því að Florinda og hún notuðu , sama klyfjakofann á dagjnn. svo ; að piltarnir hefðu ekki eins ■ mikið að gera. f stað þess að borða utan dyra. fóru þær inn með skálarnar tjl að forðast j sólskinið. Forhengið tóku þær 1i'l j hliðar til að fá loft. Þær höll- [ uðu sér út.af og reyndu að gera sér vistina sem bægilegasta fyr- , ir miðdegisblundinn, daginn sem dif'gararnir komu í matinn. ! Þær heyrðu einn af karl- mönnunum hrópa eitthvað á . framandi tungumáli og Garnet gægðist út Hún sá hvar Oliver og Penrose komu þjótandi í átf- ina að „húsinu". --- Verið kyrr- ar. stúlkur, hrópaði Penrose áð- ur en hann var kominn alla leið. Oliver dró hengið fyrir dyrn- ar og fleygði sér niður fyrir framan það. Hann lyfti ullar- teppinu ögn frá jörðu og talaði til þeirra gegnum opið. — Gamall diggari hrópaði til okkar framundan kletti. Við urðum að hrópa á móti að við vœrum vinir og nú kemur heill hópur af þeim hingað í búðim- ar. Við ætlum að gefa þeim mat. Verið alveg kyrrar. þá er öllu óhætt. Eins og þegar utharnir komu í heimsókn, flýttu Oliver og Penrose sér að hlaða upP hnökk- um og klyfjum umhverfis „hús- ið“, svo að það liti út eins og vöruhlaði. — Þetta fer að verða dálítið tilbreytingalaust, sagði Fiorinda. En þetta var þó skárra en að liggja undir ullarteppum. Húsið var ekki svo hátt að þser gætu staðið uppréttlar. en þær gátu setið og hreyft sig dálít- ið. Þær sátu þarna og minntu á steiktar bollur í kæfandi hit- anum. Nokkru seinna fitjaði Florinda upp á nefið. —• Finnurðu sömu lykt og ég? — Já. sagði Garnet, — þeir eru verri en utharnir. — Ég hélt að enginn gæti verið verri. En þetta er mun verra. Komdu við skulum kíkja. Þær skreiddust fram og lyftu SKOTTA — Mér finnst þefta ekki hægt. Feður eiga ekki að stara á dætur sínar, þó að þeir komist ekki í símann líka. Hópatriði. Frá vlnstri: Krans (Firíkúr Magnússon), Hclcna (Margrét Björnsdóttir), Vermundur (Bjartmar Guðmundsson), Svale (Sigurður Björnsson), Ejbek stúdent (Ingjaldur Ásmundsson). Jó- hanna (Sesselja Ölafsdóttir), Herlöf stúdent (Gísli Magnússon) og Lára (Guðbjörg Gestsdóttir). Æfintýri á gönguför Eftir J. C. Hostrup — Leikstjóri: Margrét Björnsdóttir Ungmennafélagið ,,Vaka“ í Villingaholtshreppi, Árnessýslu, frumsýndi leikritið Æfintýri á gönguför í Þjórsárveri 24. febr. við húsfylli. Leiknum var tekið með dynjandi lófatakj og mikilli kátinu. Það er óþarft að kynna gam. anleikinn Æfintýri á gönguför, aðra eins sigurför og hann hefur farið um landið siðan um aldamót. Leikurjnn er nokkuð erfiður og þarfnast mikillar þjálfunar. Þess vegna undrast maður að störfum hlaðið fólk, sem býr í strjálbýli. skuli haf,a getað skapað sér stundir til að koma þessum leik á svið. Ég býst við að fæstir þeirra sem leik- hús sækja geri sér grein fyr- ir því, hvaða óskapa vinna ligg- ur á bak við leiksýningu. Það er mikill dugnaður og kjarkur sem þetta fólk sýnir. Að biðja er ekki sama og að betla. Það er hægt að biðja um ís. Við skulum fletta upp á þessu í orðabk. — Það þýðir ekki baun, Vjð skulum spyrja Andrés Önd. Hvað meinarðu, strákur? Mér finnst sápubhagð af ísnum. Hann kostar þó fimm- lra.IL að koma daglega, viku eftir viku, til æfinga er önn dags- ins er lokið á miðri vöku. Þeg- ar litið er á þessar aðstæður, þá er árangurinn sem náðst hefur, glæsilegur. Það er undra- vert afrek sem leikstjórjnn, Margrét Bjömsdóttir, hefur unnið þarna með alla þessa ný- liða. Það spáir góðu um fram- tíðina. Það verður ekki annað séð en að meistralegi hafi tekizt að raða í hlutrverkin. Hitt er svo annað mál að þau voru kannski misjafnvela vel af hendi leyst. Söngurinn var ekki nógu líflegur og fjörmik- ill, einkum hjá stúdentunum, sem leiknir eru af þeim Gísla Magnússyni og Ingjaldi Ás- mundssyni. Aftur á móti var hann betri hjá stúlkunum, einkum Sesselju Ólafsdóttur. sem lék Jóhönnu, en Guðbjörg Gestsdóttir lék Láru. Það má segja, að vantaði svo- lítið meiri léttleika og yndisleik hjá þessu unga fólki, sem er að draga sig saman. Ei'ríkur K Eiríksson lék Skrifta-Hans með miklum krafti, kannski heldur sterkur stundum og vantaði meiri læ- vísi og slægð, en þó var margt mjög gott í þeim leik, svo vandasamt sem hlutverkið er. Krans kammerráð vakti mjkla kátínu með tilburðum sínum. grobbi og undirgefni. Tókst Eiriki Magnússyni oft mjögvelað sýna einfeldni hans og ráðleysi. En hið gullna sam- tal hans og Skrifta-Hans í síðara skiptið rann að mestu út í sandjnn. Sigurði Björgvinssyni lókst vel að lát,a okkur fylgjast með hugsanagangi Svale assesors. Mörg tilþrif hans sýndu góðan leik. Hreyfingar hans óþving- aðar og léttar. Viðskipti hans vjð stúdentan,a fóru honum vel úr hendi. Margrét Björnsdóttir leikur Helenu og sýnjr þar fasmikla frú, sem sópar að hvar sem hún fer. Hún ber það með sér að hún er vön sviðinu; söngur hennar góður og túlkun hins raunverulega yfirvalds. Hún veldur prýðilega sínu hlutverki. Krans er fljótur að falla s-arn- an í hennar návist. Bjartmar Guðmundsson leikur Vermund og Ásgeir Gunnlaugsson Pétur bónda. og fara honum vel úr hendi viðskiptin við Skrifta- Hans. Undirleik annaðist Ólafur Sigurjónsson og var það vel af hendi leyst. Leiktjöld voru smekklega máluð af Eyvindi Erlendssynj. Það þykja að vonum alltaf nokkur tíðindi þegar frumsýn- ing er í Þjóðleikhúsinu okkar, en ég efast um að þar séu unn- in nokkuð meiri afrek en i fá- mennum sveitaffélögum, sem koma leikriti á svið, þegar all- ar aðstæður erp metnar. Ungmennafélagið „Vaka“ á þakkir skildar fyrir það fram- tak sem það þefur sýnt að koma þessum leik á svið. Það er vel þess vert að eyða einni kvöldstund fil að horfa á þenn. an leik, því gamanið og glensið léttir skapið og leiðir hugana frá hversdagsönn og striti B.Fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.