Þjóðviljinn - 14.03.1963, Page 3

Þjóðviljinn - 14.03.1963, Page 3
Fimmtudagur 14. marz 1963 ÞIÖÐVIUINN Verðjöfnun á raf- orku nauðsynjamál Bjöm Jónsson fylgdi úr hlaði tillögu sem hann flytur ásamt Karli Guðjónssyni um endurskoð- un raforkulag- anna, en til- lagan gerir ráá fyrir at- hugun á verð- jöfnun á raf- magni um allt land, og hvort ekki sé þá nauðsynlegt, að rík- ið eigi og reki öll raforkuver og dreifiveitur. Jafnframt at- hugun á þessu verði fullnaðar- rafvæðingu landsins lokið sem fyrsþ 1 framsöguræðu sinni lagði Bjöm á það áherzlu, að það vseri álit flutningsmanna, að raforkan sé orðin slíkt skilyrði fyrir atvinnurekstur lands- manna og jafnvel búsetu yfir- leitt, að það sé nauðsynlegt að ríkið annist framleiðslu hennar og dreifingu á sem jöfnustu verðlagi um land allt. En nú- gildandi raforkulög væru þann- ig úr garði gerð, að einstakar rafveitur réðu verðlagi og færi það að sjálfsögðu eftir ýmsum aðstæðum í sambandi við stofn- kostnað og dreifingu. Nefndi Bjöm mörg dæmi, sem sýna ljóslega að verðmunur er geysimikill á raforku á ýmsum stöðum á landinu. Þannig hefði t.d. lægst verð á rafmagni samkvæmt notendagjaldskrá 1960 verið kr. 2.50 á kílóvatt- stund en hæsta verð verið kr. 4.00. Lægsta gjald til heimilis- notkunar hefði verið kr. 0.50 á kvst. en hæsta verð kr. 1.00, og svipuð dæmi nefndi Bjöm af öðrum sviðum. Verðmismunur- inn væri allt upp í rúm 250%. Yfirleitt ætti dreifbýlið við lak- ari kost að búa í þessu efni, og væri það vegna eignarhalds ýmissa mismunandi aðila, sem þá höguðu verðlaginu eftir að- stæðum. Full samræming verð- lags á raforku væri þvi tæp- lega hugsanleg nema með því móti, að ríkið ætti og ræki öll raforkuver, og einnig dreifiveit- umar. Þó væri hugsanlegt, að komax mætti á nokkurri verðjöfn un með því að ákveða heild- söluverð á raforku. En á hinu mætti einnig vekja athygli, að ýmis lönd, þar á meðal ríki eins og Frakkland og Italía, hefðu á síðari árum þjóðnýtt öll raforkuver og dreifiveitur. — 1 tillögunni væri á það bent. að hugsanlegt væri að jafna að fullu verð raforku til heimilis- nota miðað við lægsta taxta, með því að jafna muninn, sem nú er á þeim og roforku tit ýmiskonar iðnaðar t.d., en bil- ið hefur breikkað stöðugt milli þessara taxta hin síðari ár. Heildamotkun til heimilisþarfa á síðari árum mundi vera um 21.6% af raforkuframleiðslunni, en afgjöld af þessum hluta seldrar orku væru rúmlega 41% af heildarsölu, eða rúmlega tvö- falt meðalverð. Bjöm minnti að lokum á, að hagkvæm skipun raforkumála væri eitt stærsta mál atvinnu- lífsins í framtíðinni og þá ekki síður hinna dreifðu byggða. öll mismunun á þessu sviði væri því mjög hættuleg. SameinaÖ þing í gær Einar Olgeirsson fylgdj úr hlaði tillögu Margrétar Sig- urðardójtur H um vinnuað- stöðu og sum- arhvíld baraa og unglinga. Flutti Einar framsöguræðu Margrétar fyr- ir þessu máli, en hún sat á þingi sem vara- maður hans, er hann sótti fund Norðurlandaráðs, en tillaga hennar komst ekki á dagskrá, meðan hún sat á þingi. Verður nánar sagt frá ræðunni siðar. Iðnfræðslulögin þarf að endurskoða frá grunni Hannibal VaJdimarsson fylgdi í gær úr hlaði tillögu um að settur verði á stofn verknámsskóli í járniðnaði, en Hanni- bal flytur þessa til- Iögu á- samt Eð- varð Sig- urðssyni. Fram- sögumað- ur minnti á, að í nú- gildandi fræðslul. væri heimild til þess að stofna slíkan skóla, og hefði það t.d. þegar verið gert i 3 iðngr.; prentun, trésmíði og rafvirkjun. Tillag- an gerir ráð fyrir að verk- námsskólinn í járniðnaði verði rekinn í sambandi við Iðn- skólann, en hér er þó ekki um að ræða afnám meistarafyrir- komulagsins, þar sem einungis er gert ráð fyrlr að nemarnir séu í skólanum í byrjun náms- tímans, en síðan útskrifist þeir frá meisturum á sama hátt og áður hefur verið. — Þetta mál hefur verið baráttumál Iðn- nemasambandsins allt frá stofnun þess, og einnig hefur Landssamband iðnaðarmanna Iýst sig fylgjandi aukinni skipulagðri skólakennslu í iðn- greinum. Telja mætti víst að námstími iðnnema gæti stytzt allverulega, ef horfið væri að þessu fyrirkomulagi, en það væri alkunna, að oft væri kennsla hjá meisturum heldur léleg einkum í upphafi náms iðnneinans og væri hann þá iðulega hafður til snúninga. Hannibal kvað það álit flutn- ingsmanna, að meistarafyrir- komulagið væri mjög gallað cnda þótt hér væri ekki farið fram á endurskoðun þeirrar löggjafar i heild. Megingall- arnir á því væru einkum tveir: 1. Sérhver sveinn öðl- aðist meistararéttindi að þrem áram liðnum og mætti þá taka lærling án tillits til getu og hæfileika til þess að veita fullnægjandi fræðslu i við- komandi iðngrein. 2. Það þyrfti lögbundinn Iágmarks- tíma til þess að Ijúka námi í hverri grein og ekkert tillit værj tekið til hæfni nemans eða um hvaða iðngrein væri að ræða. Hannibal lagði á það á- herzlu, að knýjandi þörf væri orðin á því, að cndurskoða iðnfræðslulöggjöfina fra grunni. Það fyrirkomulag, sem við byggjum við nú væri eng- in trygging fyrir því, að þjóö- in eignaðizt vel hæfa iðnaðar- menn. Hér sem annars staðar yrði cinnig að taka tillit til breyttra aðstæðna og aukinn- ar sérhæfingar innan hverrar iðngreinar. Það væri orðið full ástæða til þess að útskrifa menn mcð sérhæfðu námi innan hverrar iðngreinar. Kvaðst hann að lokum vænta þess, að máli þessu yrði vel tekið, þar sem þó væri eklti um stærra spor að ræða en nokkrar úrbætur á námsfyrir- komulagi í einni iðngrein. FISH-FINDER sem hentar smærrj fiskiskipum. — Mælir niður I allt að 170 faðma. Verðið er Iægra en á öðrum sambærilegum tækjum. Cpplýsingar f símum 3 8019 — 3 6198. ningartæki í búðinni Langholtsvegi 82. Pálmar, FISKLEIT ARTÆKI TryggingarsjóSur landbúnaöarins Karl Guöjónsson fylgdi í gær úr hlaö’i tillögu, sem hann flytur ásamt Bimi Jónssyni um tryggingar- sjóð landbúnaðarins. Til- lagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót sjóði, er hafi líku hlutverki að gegna og aflatryggingar- sjóður sjávarútvegsins, þ. e. að bæta afurðatj 5n, sem bændur verða ívrir af völd- um slæms árferðis, nátt- úruham'ara eða því um líku. Flutningsmaður minnti á, að ekki væri nú um það deilt lengur, að aflatryggingarsjóður hefði oft fleytt útgerðinni yfir tímabundna örðugleika vegna aflabrests og þess háttar, en sjóðurinn greiðir útvegsmönn- um bætur, ef aflamagn fer nið- ur fyrir 85—75% af meðalafla fyrri ára eftir aðstæðum. Sjáv- arútveginum hefði verið gert að greiða ákveðinn prósentu- hluta af útflutningi til sjóðs- ins gegn jafnháu framlagi frá ríkissjóði. Sjóðurinn hefði gegnt mikilvægu hlutverki, ekki ein- ungis til öryggis viðkomandi aðilum heldur einnig til að tryggja framleiðslu landsmanna í heild á þessu sviði. Með þessari tillögu væri gert ráð fyrir að bændastéttin nyti hliðstæðra réttinda og afkoma þeirra tryggð á svipaðan hátt ef að höndum bæri uppskeru- brest vegna slæms árferðis eða náttúruhamfara, sem hefði í för með sér að afurðamagn bænda færi niður fyrir til- tekið lágmark. Flutningsmenn hefðu ekki borið fram laga- frumvarp um þetta efni, þar sem nauðsynlegt væri að fram færi fyrst sérfræðileg athugun varðandi bótagreiðslur og ann- að þess háttar. Til undirbúnings löggjafar um þetta efni væri nauðsynlegt að hafa samráð við sérfróða menn í tryggingarmál- um og landbúnaðarmálum og einnig fulltrúa frá Stéttarsam- bandi bænda og Búnaðarfélagi Islands. — Karl minnti á, að tii væri Bjargráðasjóður, en úr honum væri aðeins veittur styTkur í halVerisárum og Framhald á 8. síðu. ÞINCSJA ÞJÓDVILIANS ----------------------------------------------------- SlÐA 3 / Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar; Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn - auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Nauðungarsamningur jVforgunblaðið hefur að undanförnu kallað á ýms vítni til stuðnings þeim framburði að undanhaldssamningurinn við Breta um veiðar í íslenzkri landhelgi hafi gefið góða raun, þar á meðal fiskimálastjóra og yfirmann landhelg- isgæzlunnar. Ber þeim saman um að veiðar Breta innan iandhelgi hafi skipt sáralitlu máli og ekki spillt tiltakanlega fyrir bátaflota ís-. lendinga. Hljóta þessar áfjáðu vitnaleiðslur að vekja þá spurningu hvort stjórnarflokkamir séu ekki að undirbúa framlengingu á undanþágun- um; eftir lýsingum sérfræðinganna ætti það að vera útlátalaust fyrir íslendinga en maklegur greiði við hina einlægu vini okkar í Grims- by og Hull. Jjn lesendur Morgunblaðsins hljóta að spyrja, hvers vegna Brefar hafi lagt þvílíkt ofur- kapp á að ná undanþágum sem þeir hirða lítt um að nota, að þeir réðust með herskipaflota á „bandalagsríki“ sitt, rufu sátímála samein- uðu þjóðanna, stofnsamning Atlanzhafsbanda- lagsins og gerðu sig að viðundri á alþjóðavett- vangi. Þetta misræmi stafar af því að undan- 'þágurnar voru aldrei neitt aðalatriði — heldur aðeins lokavotturinn um fullkomna stimamýkf ^tjómarvaldanna. Aðalatriðið var hitt að með landhelgissamningnum við Brefa skuldbatt rík- isstjómin sig til þess að semja við þá um allar frekari aðgerðir í landhelgismálum og leggja’ ágreiningsatriði undir erlendan dómstól. Fram að því hafi afstaða íslendinga verið sú að þeir ættu rétt til landgrunnsins alls og hafsins y'fix; því, löggjöf á því svæði væri íslenzkt innanrík- ismál sem enginn erlendur dómstóll hefði úr- skurðarvald yfir, hvenær svo sem íslendingar teldu sér henta að sækja rétfinn allan. En með samningunum við Breta afsalaði ríkissfjórnin rétti íslendinga ufan 12 mílnanna, gerði veru- legan hluta af landgrunnssvæðinu að alþjóðlegu hafi sem sérstaklega bæri að semja um við þau ríki sem eru andstæðust okkur. Samningurinn var því stórfellf réttindaafsal, og Bretar fóru ekkert dult með það að þeir litu á þetta sem meginatriði samninganna en undanþágurnar innan 12 mílnanna sem skrauffjöður, sem þeir reyna þó eflaust að halda í hatti sínum sem lengst. ¥> öksemdirnar fyrir samningnum við Brefa ^ voru þær, að án hans yrði brezki fiotlnn á nýjan leik sendur gegn íslendingum og látinn kúga okkur með ofbeldi. Þetta var því nauðung- arsamningur, og sfjórnarandstaðan öll lagði á- herzlu á að þvílíkur samningur gæti ekki bund- ið óbornar kynsóðir, enda hefði engin ríkisstjóm né þingmeirihluti rétt til að semja um lands* réttindi af þjóð sinni fil frambúðar á þénnan hátt. Þessi afstaða stjórnarandstöðunnar verður vopn landsmanna þegar þeir hefja sókn I land- helgismálinu á nýjan leik, en Bretar munu þá verjasf með vopnum sem ráðamenn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðu'flokksins hafa lagt þeim upp í hendurnar. — m. t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.