Þjóðviljinn - 22.03.1963, Qupperneq 4
SfÐA
ÞJðDVILIINN —
Otgefandi:
Ritstjórar:
Samemmgarflokkur albýðu — Sósíalistaflokk
urinn. —
ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðbjófsson.
Ritst’é— =>>’fí'vsingar prentstniðia: Skólavörðust. 19
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði
Tvö dæmi
Jsléndingar hafa ekki gleymt hátíðlegum lof-
orðum Bandaríkjaforseta og bandar'iku rík-
isstjórnarinnar að herinn sem hingað kom sam-
kvæmt nauðungarsamningi sumarið 1941 skyldi
fluttur af landi brott í stríðslok. Það loforð var
efnt með því að krefjast 1945 af íslendingum
lands undir þrjár bandarískar herstöðvar til 99
ára. Hvað hefði gerzt, ef við völd á íslandi hefðu
einungis verið þeir þrír stjórnmálaflokkar, Sjálf-
stæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn sem samþykkt hafa upp frá því
hverja ásælniskröfu Bandaríkjastjórnar, sem
tók það ráð að ná í áföngum því sem ekki tókst
að fá í einu 1945? Þykir mönnum trúlegt að
flokkarnir sem samþykktu Keflavíkursamn-
inginn, inngönguna í Atlanzhafsbandalagið,
frömdu stjórnarskrárbrotið til að kalla herinn
inn í landið 1951 og hafa viljað henda íslandi
inn í Efnahagsbandalag Evrópu eins og ósjálf-
stæðum hreppi, hefðu í þetta eina skipti staðið
sig sem íslendingar ef ekki hefði annað kom-
ið til?
En það kom annað til. Það var flokkur í ríkis-
stjórn sem kunni að segja nei við kröfu
Bandaríkjanna um herstöðvar á íslandi til 99
ára. Sá flokkur var Sósíalistaflokkurinn. Sú
staðreynd er viðurkennd áf Bandaríkjamönnum
sjálfum, ein handbók þeirra um „heimskomm-
únismann“ viðurkennir t.d. að Sósíalistaflokk-
urinn hafi átt mikilvægan hlut að því að Banda-
ríkjunum var neitað um herstöðvar til 99 ára
(„played an important part in preventing the
United States from obtaining a ninety-nine-
year lease on an Icelandic airfield“). Það sem
gerði gæfumuninn var þátttaka Sósíalistaflokks-
ins í ríkisstjórn, hann bar gæfu til þess að
hindra að íslenzkt land væri selt hernaðarstór-
veldi í öld, það er söguleg staðreynd sem vitna
mun í íslandssögu um varðstöðu flokksins gegn
erlendri ásælni.
Stjórnarflokkarnir hafa undanfarna daga verið
að hrósa sér af framgöngu sinni í landhelg-
ismálinu. Bent hefur verið á hvað eftir annað
hér í blaðinu að framkoma Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins í því mikla lífsbjargarmáli
íslenzku þjóðarinnar hefur einkennzt af vesal-
dómi og undirlægjuhætti við höfuðandskota ís-
lendinga í landhelgisdeilunni, Bretland. Og
margir munu telja að enn hefðu íslendingar
ekki helgað sér tólf mílna landhelgina, ef Al-
þýðubandalagið hefði ekki knúið það mál fram
með lagni og hörku sumarið 1958. Afstaða
stjórnarflokkanna, svikasamningar þeirra við
Bretland og Vestur-Þýzkalanri. er rmplikvarði á
þjóðhollustu flokkanna
Þeíta eru tvö dæmi aðeins, en af þeim er hægt
að draga mikilvægar ályk£anir. — s.
Samgöngur á Vestfjörðum
JARÐGONG GEGNUM
6REIÐADALSHEIÐI
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS
Hannibal Valdimarsson flytur í neðri deild
Alþingis frumvarp um að gerð verði jarðgöng
gegnum Breiðadalsheiði milli Önundarf jarðar og
Skutulsfjarðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að
ríkisstj. feli vegamálastjóra að framkvæma þeg-
ar allan tæknilegan undirbúning fyrir þetta verk,
og skal ríkisstjórninni heimilt að taka allt að 7
milljón króna Ián til undirbúnings og byrjunar
þessara framkvæmda.
í greinargerð íyrir frumvarp-
inu segir flutningsmaður m.a.:
„Það, sem einkum stendur i
vegi fyrir eðlilegum vexti Isa-
fjarðarkaupstaðar, er einangrun
hans frá landbúnaðarhéruðun-
um til beggja handa, þ.e.a.s
sveitunum við innanvert Isa-
fjarðardjúp og byggðunurn
vestan Breiðdalsheiðar, við ön-
undarfjörð og Dýrafjörð.
Vonir standa til, að innan 4-
5 ára komist Isaf jarðarbær loks
£ órofið akvegasamband við
byggðimar við Djúp.
En Breiðadalsheiði mun enr
um langa hríð aðskilja bæ og
sveitir vestur á bóginn a.m.k.
6-7 mánuði á ári hverju, nema
sérstakra úrræða verði leitað.
Breiðadálsheiði er 610 metra
hár fjallgarður, þar sem hún
er hæst. Vegurinn um háheið
ina og þó einkum að vestan-
verðu teppist oftast vegna snjóa
í októbermánuði og verður
sjhldnast akfær á ný fyrr en
í maí eða júní. Á þessum slóð-
um liggur vegurinn um snar-
bratta fjailshJjð,.pg telja .yerk-
fræðingar ókleift að leggja
hann svo, að honum verði hald-
ið opnum að vetrarlagi.
Til þess að halda opnu ak-
vegasambandi árið um kring
milli önundarfjarðar og Isa-
fjarðarkaupstaðar er því aðeins
eitt úrræði fyrir hendi — að
gera jarðgöng gegnum efsta
hluta BreiðadalSheiðar.
Talið er vel fært að leggja
vetrarvegi bæði um Breiðda!
og Dagverðardal — og þó öllu
heldur um Seljalandsdal ti!
Isafjarðar allt upp í 500 metra
hæð. Væru jarðgöngin gerð þar
gegnum fjallið, myndu þau
verða rúmlega 600 metrar á
lengd.
Fyrr en verkfærðileg rann-
sókn hefur farið fram á öllurri
aðstæðum, verður auðvitað ekki
sagt með neinni nákvæmni.
hvað slík jarðgöng mundu kosta
en þó er ekki talið fjarrl lagi.
að lengdarmetrinn kynni að
Hannibal Valdimarsson
kosta 9-10 þúsund krónur, mið-
að við núverandi verðlag. Þetca
þýðir, að heildarkostnaður við
600 metra jarðgöng mundi tæp-
ast verða meiri en 6-7 milljónir
króna — að vísu allhá upphæð.
Föstudaaur 22. marz 1963
en þó ekki hærri en sem svar-
ar andvirði 100-200 tonna fiski-
báts.
Enginn getur því haldið því
fram, að hér sé um draumóra
að ræða eða svo kostnaðarsamt
mannvirki, að ríkinu sé það of-
vaxið, ef vilji er fy^ir hendi.
Má í þessu sambandr minna á.
að frændur vorir Færeyingar.
eru um þessar mundir í þann
veginn að Ijúka við 1400 metra
löng jarðgöng, og er verkinu
stjómað af íslenzkum verk-
fræðingi. Kostnaður við verkjð
mun vera um 2‘A milljón
danskar krónur eða um 15
milljónir íslenzkar krónur. —
600 metra jarðgöng ættu því
ekki að vaxa okkur í augum.
Þess er vert að geta, að vegur
um Breiðadalsheiðj er enn nið-
urgrafinn bráðabirgðavegur og
af mörgum talinn einn léleg-
asti kaflinn á allri leiðinni
milli Reykjavíkur og ísafjarð-
ar. Jarðgöngin þarf að undirbúa
og ákveða áður en mælt er fyr-
ir framtíðarvegi báðum megin
heiðar, en þeirri vegagerð verð-
ur alls ekki skotið lengi á frest
úr þessu. Þá liggur í augum
uPPi, nð hagkvæmt er að byria
á jarðgöngunum, því að einmitt
bau leggja til valið efni í und-
irbyggingu vegar beggja vegna
heiðar.
Flutningsmaður þessa frum-
varps telur hér um stórmál að
ræða fyrir íbúa Dýrafjarðar.
önundarfjarðar, ísafjarðarkaup-
staðar og flestra byggða við
Djúp og vill því vænta öflugs
stuðnings við málið og góðra
undirtekta við það á háttvirtu
Alþingi“.
Styrkur
húsa verði aukinn
Hannibal .Valdimars-
son og Halldór E. Sig-
urðsson flytja frum-
varp um aukinn styrk
ríkisins til reksturs
sjúkrahúsa. Frúmvarp-
ið gerir ráð fyrir að al-
menn sjúkrahús bæja-,
sýslu- og hreppsfélaga,
svo og einkasjúkrahús,
sem áður hafa notið
• V ^r-rf -.f h'tr.'T r.tlorl rrr|
styrks njóti framlags úr
ríkissjóði, sem sé 20 kr.
í legudag. Séu tveir eða
fleiri starfandi læknar
við þessi sjúkrahús
hækki styrkurinn í 30
kr. og fjórðungssjúkra-
hús fái greiddar kr. 45
á legudag.
Þingfundir í gær
fylgir
Fundir voru í gær í báðuni
deildum Alþingis. Á dagskrá
efri deildar voru fjögur mál:
Lánsábyrgð fyhir Slippstöðina >
Akureyri, rikisborgararéttur, —
verkfræðingar og kirkjugarðar
Neðri dejld
1 neðri deild fylgdi Gylfi Þ:
Gíslason úr hlaði frumvarpi ti1
laga um Kennaraskóla Islandá
Benedikt Gröndal hafði fram-
sögu fyrir nefndaráliti mennta-
málanefndar um frumvarp um
náttúrurannsóknir og leggur
nefndin einróma til að frum-
varpið verði samþykkt. Frum-
varp um lögreglumenn var til
annarrar umræðu og var það
samþykkt án nokkurra meiri-
háttar breytinga. Breytlngartil-
laga frá Gunnari Jóhannssyn:
um að ekki mætti ákveða fleiri
lögregluþjóna á hverjum stað
en viðkomandi bæjar-eða sveit-
arstjómir samþykktu, var felld
með 17 atkvæðum gegn 4. Sam-
þykktar voru nokkrar orðalags-
breytingar, sem nefndin hafð’
orðið sammála um.
Stjórnarliðið á móti verð-
hækkunarskatti
Þá var til 3. umræðu frum-
varp um aðstoð við kaupstaði
og kauptún vegna landakaupa
Breytingartillaga frá Hanniba’
Valdimarssyni um að heimiii
=kyldi sveitarstjómum aðleggja
i verðhækkunarskatt, þar serr
land hækkaði í verði vegna
framkvæmda sveitarfélaganna
eða opinberra aðila, var felld
Nafnakall fór fram um tillög
' una og greiddu allir viðstaddi
bingmenn stjómarflokkanna at-
kvæði gegn henni, Framsókn
armenn sátu hjá, en með breyt-
ingunni greiddu atkvæði þind-
menn Alþýðubandalagsins. —
Samþykkt var einróma tillagw
frá allsherjamefnd um að
hækka framlag ríkisins til að
stoðar við landakaup sveitar
félaga úr 2 millj. króna f bri*-
milljónir.
Einnig voru tekin fyrir frui’
vörp um iðnlánasjóð og jafn’
í byggð landsins og varð um-
ræðu um hið síðarnefnda ekki
lokið.
I greinargerð, sem
frumvarpinu segir m.a.:
„Síðan seinast var gerð
breyting á sjúkrahúsalögunum,
hefur dýrtíð stóraukizt. Er nú
svo komið, að bæjarfélög, sem
standa undir rekstri sjúkra-
húsa, rísa naumast undir þeim
mikla rekstui'shalla, sem á
bessum rekstri er nú orðinn.
Styrkur ríkissjóðs til rekstr-
ar sjúkrahúsum hefur verið ó-
breyttur síðan 1958. Þá var
hann ákveðinn 10 krónur á
legudag til almennra sjúkra-
húsa sveitaríélaga svo og til
einkasjúkrahúsa, en 15 krónur
á legudag til stærri sjúkrahúsa,
ef þau höfðu a. m. k tvo fast-
ráðna lækna. Þá skyldi fjórð-
ungssjúkrahúsum, og þeim
sjúkrahúsum sveitafélaga, sem
bezt væru búin tækjum,
greiddar 25 krónur á leigudag
; reksrarstyrk.
Hér er lagt til, að auknum
reksturskostnaði sjúkrahúsa
síðan 1958 verði mætt með
hækkun r-íkisstyrks þannig. að.
almenn sjúkrahús sveitafélaga
fái 20 krónur á legudag, hin:
stærri sjúkrahús sveitarfélaga |
30 krónur og fjórðungssjúkra-j
húsin og hin bezt búnu stærri
sjúkrahús sveitafélaganna 45
krónur á legudag.
Mundi láta nærri, að ríkið
tæki nú svipaðan þátt í rekstri
sjúkrahúsanna og 1960, ef þessi
breyting yrði á rekstursstyrkn
um. Er því á allan hátt sann-
gjarnt, að frumvarp þetta verð’
samþykkt á þessu þingi.
Að flutningi málsins standa i
einnig fulltrúar Framsóknar-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi,
en þeir eiga, sem kunnugt er,
sæti í efri deild.
N Ý K 0 M IÐ
Ivítir dekkhringir
1”, 14” og 15”.
Hvítar aurhiífar
Þokuluktir
Stefnuljósaluktir
Stefnuljósarofar
Perur alls konar
Speglar margar tegundir
Rúðusprautur
Hraðamælisbarkar
Hraðamælissnúrur
Flautur, 6, 12 og 24 volta
\rco-bíialökk í öllum
litum
Spartzl, grunnur og þynnir
Límbönd og Slípipappír
Syls og boddýlistar
af mörgum gerðum.
H. JÓNSS0N & C0.
Brautarholti 22 —
Sími 22255.
Laugavegi 41 A