Þjóðviljinn - 22.03.1963, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.03.1963, Síða 8
r Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur vefnherber HÖÐVILJINN Föstudaeur 22. marz 1963 Á bennan ódýra og skemmtilega hátt er hægt að fullnægja teikniþörf barnsins. Rúlla af umbúðapappír er fest á vegginn og við hliðina á henni vindlakassii með iitunum. Síðan getur barnið teiknað eins og það lystir. Varðandi skápa í barnaher- berginu er mest um vert, að bömin geti notað þá s.iálf. I venjulegan klæðaskáp. sem noto á fyrir smáböm, má því set.ia tvær slár fyrir herðatré í sta’ einnar, og yrði sú neðri þá not uð fyrir hversdagsföt, en sú efr fyrir fatnað þann, sem bamiö notar sjaldnar. Síðar, þegar bamið stækkar, er neðri sláin fjarlægð. Það er líka áríðandi. að hvert barn hafi tiltekið rými í skápnum fyrir föt sín, skó og leikföng. Eflaust stæði mjög til bóta. ef hægt væri að smíða í fjölda- framleiðslu innbyggða skápa i tilteknum stærðum og gerðum. sem hægt væri að setja saman á ýmsa vegu eftir þörfum ein- staklinganna á hverjum tfma. Mætti þá jafnvel kaupa skápa- samstæðuna smám saman eftir efnum og ástæðum. RtJM Ekkert húsgagn á heimilinu er eins þýðingarmikið og rúmið. Það ber þess vegna að velja með mikilli umhugsun. því að líkamleg og andleg velferð mannsins veltur að miklu levtt á næturhvíld hans. Góð dýna og hlý rúmfðt skipta mein' máli. en umgjörð hvílunnar. Á fyrri öldum var íburður svefnstæða oft býsna mikill. Ef mektarmaður átti hlut að máíi var byggt yfir rekkjuna, hún skreytt á margan hátt og tjöld uð dýrum voðum. f upphaíi höfðu bessir himnar tilgana Rúmin stóðu oft í stórum n upphituðum herbergium. 02 tialdbúnaðurinn veitti skjól gegn dragsúg og kulda. Lokrekkjan hjá almúganurr var önnur lausn á bessu vanda- máli. I hitabeftislöndum hefur rúmhiminninn enn í dag hlu4- verki að gegna. en bar ber hann uppi mosauitonetið. sem ver hinn sofandi mann gegn árásum skofkvikinda. Að sjálf- sögðu á slíkt himriarúm ensar rétt á sér í hýbýlum. byggðurr samræmi við kröfur nútímans En bótt tímarnir hafi breytzt menn hafi öðlazt betri húsa- kvnni. hætt.an húshúnað og bar með rúm, sem eru nlíkt betri np l’°ntugrj í alla staði en rúm- hálkamir. sem tilheyrðu bað dofunni gömlu. er rúmmenn- :"eu okkar enn ótrúlega ábóta 'iant. Rúm, sem fást hér 1 hús gagnaverzlunum, fullnægja á engan máta þeim kröfum, sem gera verður til góðrar hvílu. Þau eru undantekningalau*t alltof mjó, stutt og of lág, með afar lélegum dýnum. Hér á landi hafa dýnur oft orðið fyrir harðri gagnrýni og það með réttu, án þess þó. að úr hafi verið bætt. Að vísu má ekki gleyma svampdýnun- um, sem framleiddar eru hérf því að þær eru ágætar fyrir bá; sem þola þær. En svampdýna verður helzt að vera yfirdekkt með þykku áklæði og liggja á trébotni, sem útbúinn er með góðum loftgötum. Þótt hjónarúmin séu keypt sem samstæða, skyldu menn at- huga, að enga nauðsyn ber til að svo sé um dýnumar. Það er alls ekki víst, að sama dýnutegund hæfi báðum hjón- unum. Stór og þrekinn karl- maður þarf langtum harðarl og þéttari dýnu en lítil og grönn kona. Til þess að rúm geti talizt gott, verður það að vera svo rúmgott, að fullorðin mann- eskja geti teygt sig í því og þurfi ekki að liggja í keng. Spfandi maður getur skipt um stöðu í rúminu allt að 20—49 sinnum ó nóttu, og ekkert má hindra þær hreyfingar svo að nætursvefninn raskist ekki. Rúm, sem er 90 cm á breidd og 190 á lengd að innanmáli. getur talizt nógu stórt. en þó væri betra og þægilegra að sofa i rúmi, sem væri 100—105 cm á breidd og 200 cm á lengd. Þá ættu rúmin heldur ekki að vera svo lág að hjúkrun og ræsting sé illmöguleg. Mega þau ekki vera minna en 45 cm frá gólfi. Hver og einn velur auðvitað hjónarúm eftir eigin geðþótta. Þó skal á það bent. að tvö rúm. sem geta staðið saman eða í sitt hvoru lagi eftir vild. eru að öllu leyti æskilegri en eitt st,órt. Fæstir gera sér grein fyr- ’r. hve erfitt er að hjúkra sjúk- lingi í tvöföldu rúmi, jafnframt er að öílu leyti öruggara að búa ”.m og bvo undir slíku rúmi. Sú regla ætti raunar að vera ófrávíkjanleg. að aldrei sé nema einn í rúmi. Orsakimar eru margar. menn sofa bezt. begar beir geta valið sér hvfldarstell- ’ngar. án bess að hvinaast af —’-vu,naut sínum. enda fara Framhald á 3. síðu. 3 SÍÐA rindi það sem hér fer á eftir flutti frú Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur nýlega í út- varpið á vegum Kven- st.údentafélags íslands. Vakti erindið mikla at- hygli og hefur frú Krist- ín góðfúslega leyft Þjóð- viljanum að birta það á heimilissíðu blaðsins. Er- indið er nokkuð langt og kemur því fyrri hluti þess hér í dag, en síðari hlut- inn mun birtast í næsta heimilisþætti. Sú staðreynd, að við eyðum einum þriðja hluta ævi okkar í rúminu, virðist ekki vera öll- um eins Ijós og æskilegt værn a.m.k., ef dæma má eftir hí- býlum manna hér á landi. Meg- in áherzla virðist á það lögð að hreiðra sem bezt um sig hina tvo þriðju hlutana. Oft má sjá hús og íbúðir, þar sem önnur atriði virðast lögð til grundvall- ar húsateikningunni en þarfir einstaklinganna í fjölskyldunní og tala þeirra. öllum ætti að vera Ijóst, hvílík hætta stafar að þeim hugsunarhætti, að mestu skipti að hafa stórar og íburðarmiklar stofur, en láta sér í léttu rúmi liggja, hvor! nokkurs staðar er í íbúðinni hentugt afdrep til starfs og hvíldar. Að vísu hefur orðiS breyting til batnaðar frá íbúð- um strfðsáranna með hinu.n stóru dimmu og oftast gagns- lausu holum, en þrátt f.yrir það er enn hlutfallslega minnsr rými ætlað til svefns og alltoi lítil áherzla lögð á að gera svefnherbergið sem bezt úr garði. Þegar innréttað er hús eða í- búð handa mannmörgu heimri. skyldu svefnherbergin höfð sem flest. en minni um sig. Æskileg- ast er, að sem fæstir séu sam- an. Það albezta er, að hver sé út af fyrir sig þannig, að heim- ilismenn geti einangrað sig um svefntímann. Að sjálfsögð’, verða mörg hjón að sætta sig við það, sakir efnaskorts eða húsnæðisleysis, að búa með mörg börn í litlu rými. og verð- ur þá að haga húsgagnaskipan í samræmi við það. Ráðlegt er fyrir barnafólk. sem hefur yfir þriggja herbergja íbúð að ráða. að ætla börnunum eitt herberg- ið og sé íbúðin aðeins tvö her- bergi, er bezt að láta börnun- um eftir annað herbergið en foreldrarnir sofi sjálf í stofunm. Ung hjón ættu ekki að stofno svo til heimilis, að bau hafi t.d tvær stofur og ekkert svefnher- bergi. Það er sök sér á meðan þau eru bamlaus, en hætt er bá við, að örðugt verið að finna stað fyrir hinn nýja meðlim fjölskyldunnar, sem að jafnaði kemur í kjölfar giftingarinnar Eins er það, ef lasleika ber að höndum, þá er mjög mikils um vert að eiga gott svefnherbergi Flestir yrðu líka fegnir að þurfa ekki að byrja á að búa um rúm, þegar beir koma seint heim að kvöldi, þreyttir oe syfjaðir. eða þegar gestir hafs verið í heimsókn og reykjar- svælu, molluhita og matarleif- um þarf að ryðja b'urt, áður er hægt er að leggjast til hvíldar Tæpast er hægt að hugsa sér meira tilhlökkunarefni en að geta. er kvölda tekur, dreg’5' sig í hlé eftir erilspman daa í svalt. broint oe hliótt svefnher- bergi. ^vefnherbergið ætti að vera friðhelgur staður, þar sem hægt er að leita hvíldar fyrir líkama og sál. Kunni hjón að óska eftir að hafa sitthvort svefnherbergið. ættu þau að gera það, ef hús- rými leyfir. Því fer fjarri, að það sé á nokkurn hátt óeðlilegt þótt sumum kunni ef til vill að virðast svo, og hjónabandið þarf' sannarlega ekki að vera verra fyrir það. Slík herbergi eru bó sjaldnast notuð sem svefnher- bergi eingöngu, heldur jafn- framt sem vinnuherbergi, bar sem menn geta sinnt hugðar- efnum sínum. Þetta tvennt er oft hægt að sameina með góð- um árangri. En í flestum tilfeilum er svefnherbergið einkum ætlað til hvildar. ,og ber. að velja þvi stað í íbúðinni með það fyrir augum. Það þarf að vera ein- angrað sem bezt frá þeim her- bergjum. sem ætluð eru til starfs, og hafa góð skilyrði tii loftræstingar. Þegar ákveðin er lega svefnherbergja. skyldi at- hugað, hvernig þau liggja við morgunsól. Sumir kunna vei við að vakna við sól á rúðun- um, en aðrir geta ekki sofið morgunsvefninn, þegar blessuð sumarsólin er komi’' S húshlið- ina löngu fyrir fótaferðatíma. Afleiðing þessa verður sú, að byrgðir eru gluggar. og bað úti- lokar loftræstingu. En got.t svefnherbergi þarf að vera bjart, hlýtt og loftgott. Frágang- ur á gluggum þarf að vera þannig, að hægt sé að hafa bá opna um nætur, án þess að þeir skellist eða hrikti og haldi vöku fyrir fólki. Það kæmi sér mjög vel, í okkar óbiíðu veðráttu. ef takast mætti að leysa það vanda- mál að sjá íbúðum fyrir hreinu lofti, án þess að gluggar séu opnir. Mönnum er nokkur vork- unn í þeim veðraham sem hér oft ríkir. þótt þeir veigri sér við opnum gluggum um nætur. En allir ættu að geta viðrað vel svefnherbergið. áður en gengið er til náða. Þá liggur það í augum uppi, að blóm eiga ekki heima í herbergjum, þar sem sofið er. Þegar hurðir og giuggar ero staðsettir ætti að taka fullt til- lit til þeirra húsgagna, sem eigd að vera i herberginu. Glugga- setning, í svefnherberginu. má ekki brjóta í bága við rúmið en slíkt vill brenna við. Margir húsateiknarar hafa aðeins tvö- falda hjónarúmið í huga, er beir teikna svefnherbergi, og kemur það sér auðvitað mjög illa fyrir þann, sem vill hafa rúmin aðskilin. Um staðsetningu húsmuna svefnherbergja er gott að hafs í huga að greiður gangur sé að glugga og að rúmin séu staðsett hannig. að birtan komi frá hlið SKÁPAR Þar sem því verður við komið er æskilegt að skipta rými því sem ætlað er til svefnherbergis hióna í tvennt þannig. að ann- ars vegar sé snyrti- og búnings- herbergi með innbyggðum skáp- um og hins vegar svefnher- bergi. Það er þýðingarmikið at- ri.ði. að gert sé ráð fyrir nægum innbyggðum skápum og hirzlum strax á húsateikningunni, eri “kki sé hlaupið í að ieysa bað atriði á eftir eins og oft er gert. Vel innréttaðir skánar, bar sem °kkert rými fer til spillis, og hver hlutur hefur sinn ákveðns stað eru mjög mikils virði fyrir húsmóðurina — og raunar alit heimilisfólkið. Það var ekki Fvrr en í kringum árið 1920 að farið var að rannsaka rækilega '’tærðir og fyrirferð á fatnaði fó1ks og öðru. sem venjulega °r gevmt í lokuðum hirzium. T Danmðrku var bað arki toktinn Kaare Klint. sem tók að sér þessa útreikninga. og er enr. hann dag í dag unnið út frá niðurstöðum hans í samband’ við húsgagnateikningar á Norð- urlöndum og víðar. Sjálfsagt er, að hjón skipti skáprými þvi sem þeim er æt’- að i tvennt þannig, að þau hafi sitt hvorn skápinn, þar serri kvenfatnaðurinn er svo frá- biugðinn fötum karlmannsins Skúffur ættu ekki að vera hærri frá gólfi en það. að menn þurfi ekki að tylla sér á tá ti! að sjá ofan í efstu skúffu Plastskúffur sem renna á tré- listum, eru einkar hentugar. oe vonandi sér Vistheimiiið að Reykjalundi, eða einhverjir að- ilar, sem plastiðju stunda, séi fært að framleiða slíkar skúff- ur. Einnig má útbúa skáphurð ir þannig að innan, að hægt sé að fá þar aukarými fyrir smá- dót. Fást til þess bæði plast- hillur og grindur í ýmsum stærðum. mismunandi . að lög- un og gerð. Annars eru renni- hurðir afar hentugar. En þar sem mörg börn eru á heimili. er nauðsynlegt, að skápar og skúffur séu með öruggri læs- Þessi barnastóll er miklu meira en bara stóll. Setuna má færa til eftír hæð þess sem í stóln- um siitur og einnig er hægt að nota hann sem borð. Þá má setja í hann slá svo ungbarnið sé öruggt, eins og sést á annarri litlu myndinni, og síðast cn ekki sízt er stóllinn fyrirtaks leik- fang á marga vegu, að rugga sér í honum og meira að segja vega salt. Höfundur «fj>!sir><= v Kristian Vedel.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.