Þjóðviljinn - 24.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.03.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. marz 1963 — 28. árgangur — 70. tölublað. * m ÆFR 5 Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir til kvöldvðku í Tjarnargötu 20 í kvöld og hefst hún kl. 20. Ólaiur Hannibalsson flytar frá- söguþátt af Bandaríkjadvöl, sýnd verður tékknesk brúðukvikmynd, kaffidrykkja, almcnnur söngur. ÆFR. Kaupmenn fjölluðu um tollskrána vikum saman „Öfl utan Alþingis" virðast hafa tekið af- greiðslu tollskrárinnar í sínar hendur með fullu samþykki ríkisstjórnarinnar. — Kaup- menn hafa fjallað um málið vikum saman og hagað innkaupum sínum í samræmi við það. — Síðan á að keyra málið í gegnum Alþingi á nokkrum dogum. — Vinnubrögð ríkisstjórh- arinnar eru reginhneyksli Eins og kunnugt er boðaði rík- isstjórnin það í haust er þing kom saman, að eitt stærsta mál þingsins yrði endurskoðun toli- skrárinnar. Vitað er að nú, ið þessari endurskoðun er lokið fyr- ir mörgam vikum, en samt sem áður hefur Alþingi ekki ennþa fengið neitt að vita um fyrir- hufp^ar breytingar á tollskránni. Á hinn bóginn hafa samtök kaupmanna og heildsala haft hina nýju tollskrá undir höndum síðustu mánuði. Hefur þar verið togar,t á um ýmis atriði hennar og iafnframt hafa kaupmenn fært sér dygsilega í nyt. þann trúna^. sem ríkisst.iórnin hefur sýnt beim með því. að láta þá fjajla um tollskrária á þennan hátt á undan Albingi. enda vafa- laust til þess ætlazt. Hafa kaup- menn lagt mikið kapp á það und- anfarið að losa sig vi'ð" vðruteg- undir. sem þeir hafa þannig kom- izt á snoðir um að lækka eigi )' Ölafsvfk, 22/3. — Hér ríkir sama aflaæ'din hjá Ólafsvíkur- bátijrn og bárust á land í gær 260 tonn af netaþorski, og tók Kirkiusandur h.f. á móti 150 tonnum og Hr-jrífrystihús Ólafs- víkur h-f- á móti 110 tonnum. Meðalafli á bát er 32 tonn og er mjkið að gera í frystihúsun- unum Aflahæ-tj báturinn í gær var .lón Jónsson með 50 tonn í róðri. tolli og jafnframt hafa þeir hag- að öllum innkaupum sínum f samræmi við nýju tollskrána. Bíða kaupmenn þess nú í ófvæni að ríkisstjórnin keyri tollskrária sem þeir hafa haft undir hönd- um vikum saman, í gegnum A!- þingi á nokkrum dögum, svo að þeir geti rutt hinum nýju vörum út í þúðir sínar. Það er ekki úr vegi að minna á hina miklu hneykslun íhalds- ins, þegar vinstri stjórnin hafði samráð við verkalýðssamtökin um lausn mikilvægra þátta efna- hagsmálanna á sínum síma. Dag eftir dag tönnlaðist Mogginn á því, að „öfl utan Alþingis" réðu orðið málum þingsins og Bjarni Ben. hélt ekki svo ræðu, að hann verði ekki löngum tíma í að út- mála slíka ósvinnu! Af meðferð tollskrárinnar verð- ur hins vegar ljóst, hvaða „öfl utan alþingis" eiga að ráða þar málum að dómi viðreisnarherr- anna. Kaupmannasamtökin telja s'ig hafa þurft margar vikur U! þess að togast á um tollskrána, en hins vegar er sýnilegt, að ekki á að ætla þingmönnum nema nokkra daga, — í hæsta lagi tvær vikur til þess að kynna sér þetta mál. — Slik málsmeðferð er vitanlega regin- hneyksli og sízt til þess fallin að auka veg Albingis í augum al- mennings, þegar það er gert að auðsveipu verkfæri í höndum kaupahéðna og braskara. i Nýgasti ieikur hcarn- anna er teygjutvist! Viðreisn að verki: alverð á matvælum iCaouin 1. mai7 s.l. var vísitala fyrir matvörur komin upp í 150 stig. Verðlag á brvnustu lífsnauðsynj- um — sjálfum matvæl- unum — hafa semsé hækkað h™ ?:q% að meðaH^ií -f*«»* ensið ar lækk^O i aiabyrjun 1960. Þetta eru margfalt neiri verðhækkanir en ^æmi eru um í nokkru Iru Evrópulandi áþessu 'mabili, og til þess að iuna hliðstæða óðaverð- élgu mun helzt þurfa ið leita til einhverra ^andarískra hálfný- lendna í Suður-Ameríku. Vísitalan fyrir matvörur hækk- aði um tvö stig i febrúarmánuði 1 þeim mánuði hækkaði vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru" einnig um tvö stig og er nú komin upp í 138 stig. Vísitalan fyrir „hita, rafmagn o.fl." hélzt óbreytt í 137 stigum. Einnig var vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu" óbrsytt, 153 stig, og hefur sá liður hækkað _—.___ Framhald á 2. síðu. Það er vor í lofti og krakk- arnir byrjuðu í boltaleik og parís. En það er líka kominn nýr leikur fram á sjóriarsvið- ið: teygjutvist eða júmbó eins og hann er einnig kallaður, og þessa mynd tók ljósm. Þjóðv. Ari Kárason á Fram- nesveginum af stelpum i teygjutvisti. tJtskýringu á leiknum feng- um við á þessa leið: fyrst t-r hbppað þrisvar inn í, svo ?v annað bandið tekið upp með hægri og hoppað þrisvar yfir hitt, svo er hoppað afturábak með bandið, svo er hoppað upp á fremra, svo er stigið á bæði og hoppað___Ja, þa? láir enginn þeim sem ekki skilur! Allavega er hver um- ferð enduð á að fara í kross eins og sést á myndinm Smám saman er bandið hækk- að og verður þá æ erfiðara að hoppa yfir í því. Annars sagði 11 ára sendili hér á blaðinu, að þetta væri nú þara stelpuleikur og mesta vitleysa og langmest gaman að að klippa skyndilega á bandið hjá þeim svo það smylli í fæt- urna! — Ljósm. Þjóðv. A.K. Askorun Sósíalistaflokksins til íslenzkrar alþýðu um: Myndim affsheifar styrktarmanna- kerfís Þjóðviljans um land allt Rúmlega fimm mánuðir eru liðnir síðan Þjóð- viljinn var stækkaður. Stækkun þessi vakti al- menna ánægju meðal lesenda Þjóðviljans. Hún var eingöngu framkvæmanleg vegna sameiginlegs átaks mikils fjölda stuðningsmanna blaðsins, sem Sósíal- istaflokkurinn þakkar enn á ný. En stækkun Þjóðviljans byggðist þó eigi aðeixB á miklum stofnkostnaði vegna vélakaupa, breyt- inga á húsnæði o.fl. Hún hafði einnig óhjékværni- lega í för með sér mjög aukinn reksturskostnað. Þjóðviljinn er því nú rekinn með miklum halla, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til þess að lækka reksturskostnað hans og auka útbreiðslu hans. Það er ófrávíkjanlegt stefnumál Sósíalistaflokks- ins að ná því marki, að Þjóðviljinn beri sig fjár- hagslega. I því skyni hefur undanfarið m.a. verið lögð mikil áherzla á aukna útbreiðslu hans og jþeg- ar náðst árangur. Þessu starfi þarf að halda áfra<m af fullum krafti. Eigi að síður er fyrirsjáanlegt, að reksturshalri þessa árs verður mjög hár. Þar við bætast niðrrr- greiðslur á skuldum vegna stækkunarinnar svo og niðurgreiðslur á eldri rekstursskuldum. Þessi vandamál eru svo alvarlegs eðlis og svo brýn úrlausnar, að Sósíalistaflokkurinn hefur tal- ið óumflýjanlegt að snúa sér til alþýðu manna með áskorun um að mynda álmennt og öflugt styrktar- mannákerfi Þjóðviljans um land allt. Til þess að tryggja öruggan rekstur Þjóðviljans er nauðsynlegt að þetta styrktarmannákerfi sjái Þjóðviljanwm fyr- ir þr'emur milljónum króna á þessu ári. Sósíalistaflokknum er ijóst, að þetta er stórt á- tak. En hann hefur kosið að skýra alþýðu manna hispurslaust frá þessu vandamáli. Framkvæmd styrktarmannakerfis þessa er þegar hafin. Forystumenn Sósíalistaflokksins og margir aðrir hafa riðið á vaðið, þannig að nú þegar hefur meir en hálf milljón króna safnast í greiðsluloforð- um og verulegur hluti þessarar upphæðar þegar verið greiddur. Þessi ágæta byrjun hefur létt m]ög undir daglegum rekstri Þjóðvirjans. Hún gefur til kynna, að með almennum samtökum megi ná þvi marki, er að ofan greinir. I þessu styrktarmannakerfi eru allar upphæðir þegnar með þakklæti. Þeir, sem þegar hafa til- kynnt þátttöku sína, hafa ákveðið að leggja fram allt frá 1200 krónum upp í 12.000 krónur (og nokkr- ir þar yfir) á árinu. Menn geta valið um greiðsluhætti og verður við- urkenningarskírteini afhent við hverja greiðslu. Bækistöð styrktarmannakerfisins er að Þórsgötu 1, sími 17514. Starfsmaður verður Kjartan Hejga- son. Að öðru leyti geta menn snúið sér til sósíal- istafélaganná um land allt, skrifstofu Sósíalista- flokksins, Tjarnargötu 20, eða til Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, Reykjavík. Þjóðviljinn hefur ætíð verið borinn uppi af stór- hug og skilningi íslenzkrar alþýðu. Hann hefur líka verið henni ómetanleg stoð í lífsbaráttu hennar fyr- ir betri kjörum og betri heimi. Einnig nú treystir Sósíalistaflokkurinn á stórhug og skHning alþýðunnar til skjótra og öflugra við- bragða. • Sósíalistaflokkurinn hvetur eindregið alla flokks- menn, alla unga sósíalista og alla stuðningsmenn Þjóðviljans hvar sem er á landinu til að taka hönd- um saman um að byggja upp öflugt, almennt og fljótvirkt styrktarmannakerfi fyrir Þjóðviljann — og vinna kappsamlega að settu marki. Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. \ í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.