Þjóðviljinn - 24.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1963, Blaðsíða 4
4 SfDA ÞiðsvnnNN ■pw Smraoaagar 24. marz 1963 Otzefandi: Samemmsarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V Friðb.iófsson. Ritst.ió— o'tfftýsmgar. orentsmiðia: Skóiavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Á.skriftarverð kr 65 á mánuði Mannslíf gjómenn hafa ekki farið dult með það álit sitt að sex Svíþjóðarbátanna syonefndu, smíðaðir eftir íslenzkri teikningu, væru hættuleg skip á sjó. Fjórir af þessum sex bátum hafa nú farizt, sumir með lítt skiljanlegum hætti að áliti kunn- ugra, nú síðast Erlingur IV. frá Vestmannaeyj- um, en með honum fórust tveir sjómenn. Hér virðist því ekki um ástæðulausan grun að ræða, að eitthvað sé athugavert við þessa báta, og hefði fyrr átt að hefja á því nákvæma rannsókn. Og ekki er sæmilegt að bíða með þá rannsókn og viðeigandi ráðstafanir þangað til þeir tveir bátar sem eftir eru af þessari óheillagerð eru líka sokknir. jyijannfallið á íslenzka fiskiflotanum hlýtur að vekja og á að vekja þá spurningu í hugum manna hvort nóg sé að gert í öryggismálum sjómanna. Og almenna svarið við þeirri spurn- ingu er raunar líka gefið: Það er aldrei gert nógu mikið að öryggismálum sjómanna. Hvert dauða- slys. ber að rannsaka ýtarlega og án allrar hlífð- ar og læra af árangrinum. Rannsóknin verður þannig að beinast að öllum þeim atriðum sem hjálpað gætu til skilnings á því hvernig slysið varð, og hvort af þeirri vitneskju mætti eitthvað læra til að afstýra slysum framvegis. jp*yrir allmörgum árum kom fram á Alþingi þingsályktunartillaga um nákvæma rann- sókn á sjóslysum, flutt af Steingrími Aðalsteins- syni. Henni var fyrst sýnt tómlæti en loks sam- þykkt eftir að flutningsmaður hennar hafði í hvassyrtri ræðu minnt á dæmi sem sýndu að full þörf væri á slíkri rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar skyldi einmitt nota í slysa- vamaskyni, nota vitneskjuna sem fengist til þess að gera viðeigandi ráðstafanir, með þeim skilningi að ekkert mætti til spara, engin tillit taka framyfir öryggi sjómanna að starfi, manns- lífin yrði að setja öllu ofar. En framhaldið varð einhver málamyndarannsókn sem ekki er vitað að leitt hafi til neinna ráðstafana, enda kom fram hjá áhrifamönnum á þingi lítil trú á gagn- semi rannsóknarinnar. ^jómenn verða sjálfir að venja íslenzka valda- menn af því, hverjir sem það eru, að taka slíkum málum með tómlæti. Það er ekki nóg að viðhafa falleg orð um að íslenzkir sjómenn setji heimsmet í aflabrögðum. Þeir eiga kröfu til þess þjóðfélags, sem svo mikið á undir starfi þeirra, að það skeri ekki við nögl tryggingar, að allt hugsanlegt sé gert til að auka öryggi þeirra í starfi, það er nógu hættulegt samt, þó allt sem í mannlegu valdi stendur sé gert til að afstýra slysum. Telji sjómenn að á skorti öryggisbúnað skips ber þeim hiklaust að vekja máls á því og fylgja því eftir að úr sé bætt. Svo er um fleira. í þessum efnum eiga margir sitthvað ólært, bæði opinberir aðilar og einstaklingar, og sjó- menn geta sjálfir stuðlað að því að hlutaðeig- endur verði ekki alltof lengi að læra jafnsjálf- sagðan hlut. — s. Gilfer: Asmundur Snemma í apnl mun skák- þing Islands hefjast og standa fram yfir páska. ef. að vanda- lætur. Enn hefur þátturinn ekkert frétt um vasntanlega þátttakendur í mótinu, en lík- legt er að það verði skipað sterku liði og dragi að sér at- : hygli skákáhugamanna vítt um Jand. Kannske við setjum hugann í afturábakgír og bökkum hon- um aldarfjórðung aftur í tím- ann. Á Skákþingi Islendinga (svo nefndist það þá) 1938 voru þátttakendur aðeins 6 í meist- araflokki og tefldu því tvö- falda umferð innbynðis. Þessir sex menn voru: Ásmundur Ásgeirsson, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Einar Þorvalds- son, Guðbjartur Vigfússon og Steingrímur Guðmundsson. Þessa meistara þarf víst ekki að kynna frekar. Þó er ekki víst, að allir kannisi nú við Guðbjart Vigfússon, en hann var ættaður frá Húsavík, hafði góða skákhæfileika, en mun aldrei hafa notið sín til fulls vegna þungbærra veikinda, sem drógu hann til dauða ungan að árum. Úrslit á móti þessu urðu svo þau, að Baldur Möller vann þar mikinn sigur þótt ekki væri hann þá nema rösklega tvítug- ur að aldri. Hlaut Baldur 8 vinninga. 1 öðru sæti kom Ein- ar Þorvaldsson með 6V2 vinn- ing. Þriðji varð Steingrímur^ með 5% vinning. I fjórða til fimmta sæti urðu þeir Gilfer og Ásmundur jafnir með 4 Vz vinning hvor, en 6. varð Guð- bjartur með 1 vinning. Eftirfarandi skák er tefld á móti þéssu. Þár leiða þeir Gilf er og Ásmundur saman hesta sína, og eins og svo oft þegar þeim tvímenningum lenti saman þá verður úr þessu mik- il baráttuskák, sem gaman er að rannsaka, enda báðir kepp- endur listfengir vel, hugkvaem- ir og ókvalráðir: Hvítt Eggert Gilfer. Svart: Ásmundur Ásgeirsson. Slavnesk vörn. I. d4, d5, 2. c4, c6, 3. Rf3, Rffi, 4. e3. (Eggert Gilfer sniðgekk oftast algengustu skákteóríur og sama mátti reyndar segja um Ás- mund. Báðir byggðu meir á brjóstviti en bókalærdómi. Al- gengara er, og var einkanlega þá, að leika 4. Rc3.) 4. — — e6. (Skákfræðingar telja 4. — — Bf5 betra.) 5. Dc2. (Hér mundi maður telja 5. Rc3 heppilegri leik). 5. — — Rb—d7, 6. Rc3, a6, 7. cxd5. (Gilfer vill ekki taka á sig leiktap með 7. Bd3, dxc4, 8 Bxc4, b5 o.s.frv. og velur því þessi peðaskipti. Þeirsemkann- ast við uppskiptaafbrigði drottningarbragðs munu minn- ast þess, að þá er drottning- arbiskup hvíts venjulega utan við peðamúrínn, enda er það óneitanlega hagkvæmara fyrir hvítan.) 7. — — cxd5. (Algengara er að drepa með e-peðinu í svipuðum stöðum.) 8. Bd3, b5, 9. 0—0, Bb7, 10. De2, Bd6, 11. Rd2. (Hvað ætlast riddarinn fyrir?) II. ----0—0, 12. Í4. (Þetta var þá ætlunin með riddaraleiknum. Þessi leikur er einkennandi fyrir stíl Gilfers síðari ár hans. Hann hneigð- ist þá mjög að lokuðum peða- stöðum.) 12. — — Hc8, 13. a4, b4, 14. Rdl, a5, 15. Rf2. (Svona riddaratilfæringar að baki víglínunnar voru í ákaf- lega miklu uppáhaldi hjá Gilfer, enda þótti hann afar snjall riddaraliðsstjómandi . og ekki á allra færi að þreyta kapp við hann á þeim vettvangi.) 15. — — Re8, 16. g4, f5, 17. gxf5. (Gilfer ætlar að ná sókn eft- ir g-línunni, en er þar full- bjartsýnn. 17. g5 var vafalaust öruggari leikur.) 17. — — exf5, 18. Rf3, g6, 19. Rg5. (Þessi riddaraleikur er óeðli- legur. 19. Re5 virðist betri leik- ur.) 19.-------Ðe7, 20. Khl, Rg7, Ásmundur Ásgeirsson 21. Bd2, Rf6, 22. Hgl? (Gilfer sést hér yfir ákaf- lega snjalla og tasvert djúpa leikfléttu, sem Ásmundur fær nú færi á. Raunar má segja, að honum sé að vissu leyti ekki láandi, þótt honum sjáist yfir fléttuna, því hún er ekki mjög nærliggjandi. Einföld leið til að koma í veg fyrir hana var hinsvegar 22. Ha—cl, og hefði svarbur þó liprari stöðu.) 22. ------Bxf4! (Þessi snotra fóm þætti samboðin hvaða stórmeistara sem væri nú til dags og sýn- ir glöggt, að það er fyrr en nú á síðustu árum, sem við höfum átt sleipa skákmenn.) 23. exf4, Dxe2, 24. Bxe2, Hc2, 25. Hg—dl. (Hvað á svartur nú að gera? Hann er búinn að fóma manni fyrir eitt peð og getur að visu .unnið annað á b2, en varla á það að nægja. Leynist ef til vill einhver veila í fléttunni? Ásmundur svarar því í næsta leik.) 25. -----Re4! (Þetta er leikurinn, sem flétt- an var raunverulega grund- völluð á. Hvítur kemst nú ekki hjá liðstapi hvaða leið sem hann velur.) 26. Rfxe4, dxe4, 27. d5! (Gilfer verst af hugvitssemi. Hann sér fram á, að hann tap- ar manninum aftur, en reynir að komast sem bezt frá því. Nú vonast hann líklega eftir 27. — — Bxd5, en þá fengi hann færi á 28. Bel o.s.frv.) 27. -----h6. 28 Rh3, e3, 29. Bxe3, Hxe2. (Nú er liðsafli jafn, en staða svarts er greinilega betri. Hrók- ur hans er vargur í véum á annarri reitalínunni. Auk þess Eggert Gilfer er frípeð hvíts á d5 leppur og reynist ekki sterkt, eins og við sjáum af framhaldinu.) 30. Bb6, Hc8, 31. Kgl, Hc8—c2, 32. Bf2. (Hér var Rf2 betri leikur. Hinsvegar gekk 32.- d6 auðvitað ekki vegna 32: — — Hg2f, 33. Kfl, Ba6t, og svartur mátar.) 32.-----He—d2, 33. d6, Re6, 34. d7, Bc6, 35. Bb6, Bxd7. (Orslit skákarinnar eru nú raunverulega ráðin, þótt Gilfer verjist enn um stund.) 36. Hxd2, Hxd2, 37. Bxa5, Hxb2, 38. Bb6, b3. (Auk hinnar slæmu kóngs- stöðu hvíts þá ræður þetta- frípeð úrslitum.) 39. Ha3. (Svartur hótaði — — Ha2.) 39. — — Bc6, 40. a5, Bd5, 41. Be3, Hg2t. (Og nú gaf Gilfer upp bar- áttuna, því eftir 42. Kfl, renn- ur b-peð svarts upp og rnátar.) KROSSGATA 7 - 1963 LÁRÉTT: 1 sterkur drykkur, 6 neyðar- kallmerki, 8 „presenteraður“, 9 fitla við 10 efnislitlar, 12 stikaðir, 14 sótti sjó, 16 band, gatað, 18 staflar, 21 klæða, 23 af- komu, 25 ekki fullorðnar, 28 andláts, 29 gata í háskólahverfi, 30 beita árum, 31 erfðaskrá (útl.). Lausn á krossgátu 6 — 1962: LÁRÉTT: 1 Reykjavík. 6 rói. 8 kokkinn. 9 öldin. 10 sárið. 12 uppkast. 14 IKRA. 16 banani. 18 uslinn. 21 Salk. 23 lýgital. 25 rógur. 28 afana. 29 gataður. 30 góa. 31 kargaþýfi. LÓÐRÉTT: 1 býr til brauð. |2 karl- mannsnafn, 3 svefnfriður, 4 kast^r, 5 frá Noregi, 6 geilin, 7 stólpar, 11 fiskur, 13 á fæti, 15 kvennafn, 16 gælupafn, 17 ámuna, 19 spottana, 20 kvenmaonsnafn, 22 ritstjóra vikublaðs, 24 með flýti, 26 útlenzka, 27 spekjast. *!- m LÓÐRÉTT: 1 rokks. 2 yrkir. jáyrðin. 4 vondur. 5 klöpp. 6 riddari. 7 innstan. 13 Paul. 15 kisa. 16 boldang. 17 paglana. 19. skratta. 20 níu. 22 álögur. 24 traðk. 26 Guðný. 27. rýrnj. i t x.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.