Þjóðviljinn - 24.03.1963, Page 3
Sunnudagur 24. marz 1963
ÞI6ÐVIUINN
SÍÐA 3
Á
HVÍLDAR.
DACINN
Réttindi
1 stjórnarskrá Islands eru
ákvaeði sem tryggja þegnunum
hugsanafrelsi, málfrelsi og
prentfrelsi. Þau réttindi eru að
vonum talin meðal hyrningar-
steina lýðræðisþjóðfélags; þá
f>Voi getur almenningur tekið
þátt x stjórn landsins og mótað
afstöðu sína til stórmála þegar
viðfangsefnin eru rædd frjáls-
lega frá öllum hliðum svo að \
niðurstöður mar.ja geti stuðzt
við fulla vitneskju. En því að-
eins koma þessi frelsisákvæði
að gagni að menn hagnýti þau
í þeim anda sem vakti fyrir
höfundum stjórnarskrárinnar.
Þegar menn deila verða þexr
bæði að skýra rétt frá stað-
reyndum og segja satt frá af-
stöðu sinni; ef menn hampa
fölsunum og ljúga til um skoð-
anir sínar eru málfrelsi og
prentfrelsi ekki lengur mikil-
væg lýðréttindi til þess að
tryggja þátttöku almennings í
stjóm þjóðmála heldur aðferð-
ir til þess að blekkja fólk og
koma í veg fyrir að það get.i
beitt dómgreind sinni. Prent-
frelsið breytist þá í áróðurs-
tækni, og í stað frjálsrar skoð-
anamyndunar kemur sefjun.
Drekkið
meiri bjór
Það er hið mikla einkenni
okkar tíma að áróður kemur i
stað einlægra umræðna og heið-
arlegrar skoðanamyndunar. Á-
róðurinn mótar í sívaxandi
mæli líf manna og viðhorf:
auglýsingarnar ákvarða hvaða
nauðsynjavörur menn kaupa.
hvernig þeir haga heimilum
sínum og klæðaburði. hvemig
þeir greiða á sér hárið; sefjun-
arsnillingar búa til leikara,
myndlistarmenn, rithöfunda og
stjórnmálamenn. Það er áróð-
urstæknin sem sker úr en ekki
vörugæðin, hvort sem um er að
ræða tannkrem eða frambjóð-
anda í kosningum. Með þessum
aðferðum er unnið að því að
steypa alla í sama móti, beita
tækni fjöldaframleiðslunnar á
manneskjumar sjálfar. þar til
ekki er meiri raunverulegur
munum á einstaklingunum er.
tveimur bílum sem renna hvor
á eftir öðrum út úr verksmiðj-
unum hjá Ford.
Aldrei hefur mér orðið þetta
ofurvald áróðursins jafn Ijóst
og þegar ég dvaldist í New
York fáeinar vikur fyrir nokkr-
um árum. Þar í borg em marg-
ar sjónvarpsstöðvar og hafa
meiri áhrif á skoðanir fólks en
nokkuð annað. En allir dag-
skrárliðir eru ákveðnir og
greiddir af auglýsendum og
framleiðendum. Þeir ráða þvi
hvaða efni er komið á fram-
færi við fólk og móta þannig
viðhorf þess til þjóðmála. lista
og annarra andlegra viðfangs-
efna. jafnframt því sem fólri
er sagt hvaða höfuðverkjartöflur
það eigi að nota. í hvernig bíl
því beri að aka og hvaða
brjóstahaldarar séu helzt í
tx'zku þessa stundina. Ég leit
daglega á einhverjar sjónvarps-
sendingar og mér fannst ég ein-
att vera líkt á mig kominn og
Chaplin þegar mötunarvélin lék
hann hvað verst í Nútímanum
Og í öllu birtist það kaldrifjaða
viðhorf sem setur peninga og
gróða ofar mannlegum sjónar-
miðum. Ég horfði eitt sinn á
siónvarpsfréttir af átakanlegu
slysi sem varð í Chicago. Þar
hafði gamall skóli hrunið og um
hundrað börn farizt. Frétta-
myndin svndi grátandi foreldra
leita að líkum barna sinna f
rii'tunu.m og var svo átakanleg
að manni fannst það næstum
bví ósæmileg hnýsni um helg-
ustu tilfinningar annarra að
horfa á hana. En allt í einu var
sendingin rofin. á tjaldinu birt-
ist brosandi stúlka. brjóstamikii.
í kiól. Ivfti frevðandi
• —m Grunn&ujstodir
——— -- Grtinolínor
■ i fisi reióifakmOrt
ISLAND
MœGltvorðt »<200000 6 i
/
ÞETTA HÆGT?
bjórgíasi og skoraði á menn að
drekka meira af þeirri tegund
sem hún tiltók. Síðan var hald-
ið áfram að sýna angist for-
eldranna.
Opinberar
umræður
Við Islen.dingar erum sem
betur fer ennþá eftirbátar
Bandaríkjamanna í þeirri áróð-
urstækni sem gerir heila manna
og tilfinningar að verksmiðju-
varningi. En við erum mjög
námfúsir. Það birtist til að
mynda í því hversu stórlega
opinberar umræður á Islandi
hafa sett ofan nú um skeið.
Það er orðið úrelt sjónarmið að
málfrelsi og prentfrelsi beri að
hagnýta til að segja satt og
greina frá staðreyndum; opin-
berar umræður eiu ekki lengur
til þess fallnar að skýra neitt
vandamál, heldur til þess að
rugla fólk gersamlega. Taki
blöðin sig til og deili um eitt-
hvert mál í vikutíma eða svo
verður lesandi sem aðeins hef-
ur málflutning þeirra að styðja
sig við og trúir þeim öllum
jafn vel gersamlega ófær um að
kveða upp sjálfstæðan dóm.
Þegar alþingismenn okkar iðka
nokkrum sinnum á ári hina
sérkennilegu deilulist sína í út-
varpinu verður eftirtekjan bik-
svört boka í huga þeirra sem
kunna að ímynda sér að ræðu-
menn allir séu að hagnýta sér
málfrelsi stjórnarskrárinnar til
þess að gera grein fyrir sann-
færingu sinni. Afleiðingin verð-
ur sú að fólk lítur í vaxandi
mæli á stjórnmálaumræður sem
agg og nagg og andlaust pex og
botnlaus leiðindi. En valdamenn
koma hinum raunverulegu á-
hugamálum sínum í fram-
kvæmd með því að mæla í sí-
fellu þvert um hug. A þann
hátt hafa verið teknar allar
mikilvægustu ákvarðanir síð-
ustu ára; hemámið var sam-
þykkt af mönnum sem höfðu
haldið því fram í þúsund ræð-
um og vel betur að Island
skyldi aldrei hersetið á friðar-
tímum; leiðin til bættra lífs-
kjara reyndist liggja til kaup-
ráns, tveggja gengislækkana og
óðaverðbólgu.
Landhelgis-
samningurinn
Síðustu vikumar hefur verið
hægt að fylgjast með mjög ljósu
dæmi um það hvemig opinber-
um umræðum er nú fyrst og
fremst ætlað að rugla fólk og
fela fyrir því staðreyndir. Fyrir
hálfum mánuði eða svo hóf
Morgunblaðið deiluskrif um
landhelgismálið og þau hafa
haldið áfram allt framundir
þetta með öllum sérkennum
opinberra umræðna á íslandi.
umhverfingu á staðreyndum.
hártogunum, ívitnanafölsunum,
fúkyrðum og frámunalegu and-
leysi. Morgunblaðið varð undir
í umræðum um landhelgissamn-
ingana við Breta f ársbyrjun
1961 vegna þess að þá blöstu
staðreyndimar við hverjum
manni. En nú tveimur árum
síðar hefur fymzt yfir stað-
reyndirnar, og þá er stund á-
róðursins runnin upp. Takist
Morgunblaðinu ekki að sann-
færa lesendur sína, skulu þeir
að minnsta kosti mglaðir ger-
samlega í ríminu, og allaveg-
ana skal því komið til leiðar að
landhelgismálið sé dregið niður
á hversdagslegasta pexarastig
og gert svo leiðinlegt að mönn-
um verði óglatt af að hugsa
til þess.
Staðreyndir
Staðreyndir þær sem Morgun-
blaðið reynir að’feía éra ákaf-'’
lega einf aldar. Snemma árs
1961, eftir að allar þjóðir höfðu
virt 12 mílna landhelgi Islend-
inga í verki um nær tveggja
ára skeið, gerði ríkisstjómin
samning við Breta um land-
helgina. Samkvæmt honumvora
Bretum afhent veiðisvæði inn-
an 12 mílna, 14.487 ferkíló-
metrar að flatamaáli, en það
jafhgildir rámum helmingi af
stækkuninni 1958. Undanþágur
þessar áttu að standa um
þriggja ára skeið, en enginn
skyldi staðhæfa að þær kunni
ekki að verða framlengdar að
þeim tíma liðnum. Þessar xmd-
anþágur vora lítilmannleg upp-
gjöf fyrir brezku ofbeldi, en
sögulega séð má segja að þær
hafi ekki skipt ýkjamiklu máli.
Landhelgissamningurinn var
alvarlegur af allt öðram ástæð-
um.
1948 samþykkti Alþingi ls-
lendinga einróma lög um vís-
indalega vemdun fiskimiða
landgrannsins, en samkvæmt
þeim var sjávarátvegsmálaráð-
herra heimilað að setja reglar
um fiskveiðar innan endimarka
landgrannsins alls. Með lögum
þessum lýsti Alþingi þannig
landgrannið allt og hafið yfir
því hluta af Islandi — og var
sú ákvörðun framhald af lýð-
veldisstofnuninni. Þingmönnum
var að sjálfsögðu ljóst að þeir
vora að lýsa yfir rétti þjóðar-
innar en síðan yrði að sæta
færi til að sækja réttinn að
fullu, eflaust í mörgum áföng-
um. Samkvæmt þessari ákvörð-
un Alþingis hafa allar bneyting-
ar á landhelginni síðan verið
framkvæmdar með einhliða að-
gerðum af okkar hálfu. En með
landhelgissamningnum við
Breta 9. marz 1961 var réttinda-
yfirlýsingu Alþingis riftað. Rík-
isstjómin féllst á að allar frek-
ari tilraunir Islendinga til að
sækja rétt sinn skyldu háðar
samningum við Breta, og næð-
ist ekki samkomulag við þá
skyldi erlendur dómstóll skera
úr. Sá hluti landgrannsins sem
er utan 12 mílna er samkvæmt
þessum samningi ekki lengur
hluti af Islandi heldur „al-
þjóðavettvangur“, og hafið yfir
honum er ekki lengur íslenzkt
samkvæmt réttarskilningi okk-
at, heldur „úthaf“. Þetta er i
sjálfu sér hliðstæður verknað-
ur og að afhenda erlendu riki
samningsrétt um til að mynda
Vestfirði og erlendum dóm-
stól lögsögu um deilumál í þeim
landsfjórðungi. Ríkisstjómin
getur auðvitað haldið því fram
að hún muni reyna að tryggja
Islendingum sérréttindi á ,,út-
hafinu" utan 12 milna, á svip-
aðan hátt og hún gæti freist-
að þess að ná sérréttindum á
einhverjum fiskimiðum við
strendur Afriku. En hún hefur
kastað réttinum á glæ, þeim
sögulegu, landfræðilegu, efna-
hagslegu og vísindalegu rökum
sem tengdu Island landgranninu
öllu og hafinu yfir þvf.
Að hugsa
Sé hægt að vinna slx'kt verk
Svarti flöturinn sýnir þann
hluta Iandgrunnsins sem er
utan 12 mílna markanna. AJ-
þingi lýsti 1948 yfir því að
það svæði allt væri hluti af
Islandi; með samningnum við
Breta 1961 var það gert að
„alþjóðavettvangi" og „úthalT4.
og telja almenningi tveimur
árum síðar trú um að eitthvað
allt annað hafi gerzt, eru Is-
lendingar illa á vegi staddir.
Þá kann fljótlega að taka við
það einræði áróðursins sem
gerir allar athafnir manna að
skilorðsbundnum viðbrögðum
líkt og hjá hundum Pavloffa
þannig að áróður um landhelg-
ina komi til dæmis í stað land-
helginnar sjálfrar. Því aðeins
geta Islendingar haldið lýðræði
sínu, málfrelsi og prentfrelsi
sem raunveralegum verðmætum
að þeir verði ekki sálarlausri
auglýsingatækni að bráð heldur
leggi á sig þá mannraun að
hugsa. — AustrL