Þjóðviljinn - 24.03.1963, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. marz 1963
MÖDVIUINN
m&mm
4 V <,
„Starfa með unglingum
svo lengi sem þrek endist
91
Sisurðiir Greipsson með sonarson sinn, Sigurð Greipsson yngrL
Sigurður
Greipsson
hefur hoft
skóla ð
Haukadal
í 35 ór
„Já, ég hef gaman af að umgangast þessa unglinga. Mér finnst ég halda
betur við starfsþrá, starfsþreki og lífsgleði minni í félagsskap þeirra. Ég
ætla mér að halda þessum félagsskap áfram við unglingana meðan mér
endist þrek. — Ég hef viljað innræta þeim trú og ást á landi og þjóð,
traust á þjóðinni, virðingu fyrir þjóðlegum vérðmætum, og vekja hjá
þeim sjálfstraust.
Það hefur verið skóli í
Haukadal í Biskupstungum í
saisfleytt í 35 ár. Þessi skóli
og rekstur hans er fyrst og
fremst verk eins manns: Sig-
urðar Greipssonar. Mun slíkt
hol með eindæmum. Sigurður
er nú 65 ára — en það er
síður en svo bilbug á honum
að finna. Hann segir: Ég ætla
að halda þessum félagsskap við
unglingana áfram meðan mcr
endist þrek
Haukadalur er talinn elzta
skólasetur landsins, en um
hinn forna sköla verður ekki
fjallað hér. Haukadalsskólinn
nú er allt annarrar tegundar,
i honum er engin latína né
önnur klerkleg fræði. Nú er
skólinn líka við Geysi, um 2
km frá hinum törna Haukada).
t Haukadal stendur kirkjan ein
eftir — og Bergþórsleiði.
Veggjábrot genginna kynslóða
i Haukadal eru nú þakin græn-
unf feldi.
Forfeður Sígurðar Greipsson-
ar bíúggu i Haukadal mann
fram af( manni. Um afa hans.
Sigurð Pálsson, segir Hannes
Þofs.téinsson (sem alinn var
iipp • á' næsta bæ við Hauka-
dal) svo í ævisögu sinni: ..Bjó
þar í þann tíð gamall og fróð-
ur þulur, Sigurður Pálsson . . .
var kðrl sá fornmannlegur í
ásýnd og húttum, kunni frá
mörgu að segja. stálminnug-
ur og ættfróður. Er mér ævin-
lega hugðnæmt að minnast
þessa margfróða ramíslenzka og
einkennilega rnanns".
Vafalaust hefur Sigurður
Greipsson margt erft frá for-
feðrum sínum, en enginn mun
teljá * hann einkennilegan i
háttúm. Það er komið kvöld
þegár’.hann hefur loks tíma
til að ræða við okkur i skóla
sínúrh að Haukadal.
— Ertu ekki orðinn þreytt-
ur. Sigurður, hefur þetta skóla-
hald ekki stundum verið nokk-
uð erfitt?
— Jú, þetta hefur oft ver-
ið hafður róður. Verst hvað
maður er orðinn gamall. Það
er mikill munur eða þegar
maður var ungur og gat lagt
saman nótt og dag — og fann
ekki fyrir því! Nú dugi ég ekki
nema stutta stund til erfiðis-
vinnu.
— Þú ert fæddur hér í
Haukadal?
— Já, fæddúr og uppalinn
hér í Haukadal, hef vaxið úr
mo-ldinni hér. Forfeður mínir
bjuggu hér, langafi minn bjó
hér.
— Hvað var- það sem vakti
íþróttaáhuga þinn hér efst í
Biskupstungum?
— Það var mikil hreyfing
og íþróttaáhugi upp úraldamót-
unum. Ungmennafélögin voru
að rísa á legg. Glímt var á
Þingvöllum við konungskomuna
1907. Þá var farið að æfa
glímu hér um slóðir og félags-
sameiginlega íþróttamótið að
Þjórsártúni var undirbúið og
ákveðið á
fulltrúafundi
anna 1909.
— Hvenær
— Ég fór
sameiginlegúm
ungmennafélag-
fórstu á skóla?
í Flensborg 1916.
— En svo fórstu utan í
glímuferðir?
— Já, x glímuferð til Noregs
1925 og Danmerkur 1926. Þá
komst ég í kynni við Nihls
Buch og var á Ollcrup 1927 —
og einsetti mér þá að byggja
hér heima eitthvað í þessa átt-
ina.
— Og hvernig gekk þér svo
að byggja íþróttaskóla á Is-
landi?
— Þegar heim kom leitaði ég
til „fjármálamanna" um lán,
en þegar þeir heyrðu að ég
ætlaði að byggja íþróttaskóla
hristu þeir bara höfuðið. En
afsvör breyttu engu, þetta
knúði svo sterkt á inig, mér
fannst ég verða að gera þetta.
— Og einhvemveginn tókst
það.
— Ja. Ég hugsaði mér að
vera í Hveragerði. Gunnlaugur
Einarsson átti stóran sumar-
bústað þar og ætlaði að leigja
mér hann yfir veturinn en af
því gat ekki orðið.
Svo komst ég á þá skoðun
að ég gæti alveg eins haft
skóla heima i Haukadal. Mér
datt þá í hug að fara til Jón-
hannesar Reykdals í Hafnar-
firði, en honum varð ég sam-
skipa til Noregs 1919, ég var
að fara til Voss en hann að
kaupa timbur. Ég fer svo til
hans og ber upp ei’indið. Hann
svaraði: Það er svo, Sigurður
rninn, að ég var emu sinni
ungur og hugsaði mikið um
framkvæmdir, og þá fór ég til
bankastjóra og lagði fyrir hann
það væri kraparigning
.wAvW.w.-Aw-;:vm^«^®ííjs^
rokið ætlaði að feykja þcim af laugarbarmlnum vlrtust strákarnir
blátt áfram njóta þess.
lífið var fjörugt. Ungmenna-
félagið var stofnað um það bil.
Þá var mikil vakningar- og
iþi-óttaalda.
— Hvenær var ungmenna-
félagið hér stofnað?
— Það var stofnað ó sum-
ardaginn fyrsta 1908. Maður
sá þessa ungu menn vera að
glírna, og ég var þá íarinn að
sprikla sjálfur, þótt ég gæti ekki
mikið. Þetta var ákaflega merki-
Ieg hrifningar- og hugsjóna-
alda sem þá gckk yfir. Það
voru ákaflega skemmtilegir
tímar þá.
— Var það hin foma frægð
sem hreif ykkur?
— Að sjálfsögðu. En þá var
líka efst á baugi stjórnfrelsi
landsins og margskonar fram-
farir, sem æskan vildi vera
virkur þátttakandi í.
Það þótti ákaflega merkileg
heitstrenging sem þeir gerðu
á Akureyri 1907: Lárus Rist
að synda yfir Eyjafjörð og Jó-
hannes Jósefsson að leggja alla
képpinauta sína í glímu. Og
þegar strákar hittust var sjálf-
sagt að slá í eina bröndótta!
— Hvenær stofnuðuð þið
ungmennasambandið?
— Ungmennasambandið hér
í Ámesssýslu, Skarphéðinn, var
stofnað 9. okt. 1910, en fyrsta
Þá var mikið glímt í Flens-
borg, Bjarni Bjax-nason kenndi
þá glímu tvisvar í viku og þá
fórum við allaf í sjóinn eftir
glímumar. . . já, fram af bakk-
anum við Flensborgarskólann,
. . . já, hvemig sem viðraði.
Við vorum þeir einu sem ekki
fengum kvef.
— Hvenær kepptirðu fyrst í
glímu?
— Fvrsta aðalkeppnin sem
ég gh'mdi í var á Þjórsármóti
1916, Þá var ég 18 ára. Ég
fékk fegurðarglímuverðlaunin á
því móti.
— Hve oft varstu glímukóng-
ur íslands?
— Það var ég árin 1922—1926
eða í 5 ár.
— Varstu ekki einhverntím-
ann að læra að verða bóndi?
— Jú, ég var á Hólum 1917,
en svo var ég á flökti hingað
og þangað til vors 1919. Vet-
urinn eftir var ég á Voss
í Noregi. Kynni mín af Lars
Eskeland, starfseminni þar, og
hinni sterku þjóðrækni þeirra
manna hafði mikil áhrif á mig.
Ég var um ár í Noregi og síðan
2 mánuði í Danmöi'ku. Eftir
heimkomuna ferðaðist ég um
og hélt námskeið á vegum
ungmennafélaganna.
hugmyndir mínar — og fékk
það svar að mér yrði hjálp-
að. Nú vil ég minnast þessa —
og hjálpa þér.
Reykdal bauöst svo til þess
að Iána mcr timbur, rissa upp
skálateikningu, telgja grindina,
flytja efnið á vcgarenda — og
lána mér svo mann til að koma
skálanum upp. — Vegur var
þá ekki kominn lengra en að
Torfastöðum, þaðan varð að
flytja á hestum, en skálinn
komst upp um sumarid — og
skólinn byrjaði haustið 1927.
Skálinn var 15 m langur og
9 m breiður. 1 honum var leik-
fimisalur, eldhús og 6 herbergi
með kojum. Sund var ákveðið
sem námsgrein — en sundlaug
var engin. Hlóð ég því sund-
laugarveggi úr torfi og var hún
25x8 m. Hún dugði til að byrja
með, en síðar byggði ég aðra
laug, stóra og steinsteypta.
Árið 1945 reisti ég svo nýtt
hús 31x8 m.
Þegar maður lítur til baka
skilur maður ekki í því hvernig
þetta komst áfram, en það var
eitthvað í manni sem rak
mann áfram; þetta skyldi á-
fram.
— Og þú fékkststraxaðsókn?
— Fyrsta veturinn komu 12
hraustir piltar og harðgerðir.
Fyrstu órin komu yfirleitt
þroskaðir piltar, um tvítugt.
— Og námsgreinamar?
— Auk íþróttanna, leikfimi
og sunds voru þær í upphafi
heilsufræði, reikningur, ís-
lenzka, íþróttasaga og danska
og síðar einnig þjóðfélags-
fræði og bókmenntasaga. Kenn-
arar hafa JTnsir verið með
mér, nú er það sr. Guðmundur
Ól. Ólason.
— Hve margir eru nemend-
umir orðnir á þessum 36 ár-
um?
— Flestir nemendur á vetri
hafa oröið um 30, en samtals
eru þeir orðnir um 800. Nú
er ég farinn að fá syni þeirra
sem voru hjá mér fyrst! Á
árssamkomu hjá mér komu til
mín- feðgar úr Borgarfirði er
báðir höfðu verið hér á skól-
anum.
— Aðaláherzluna heíur þú
lagt á íþróttir og líkamsþroska?
— Ég held ég hafi ekki síð-
ur lagt áherzlu á annað en
skrokkinn.
Markmiðið hefur verið að vek ja
drcngina til hugsunar og al-
varlegs starfs, kenna þeim að
meta þjóð sína, unna hcnni og
virða og reynast nýtir þegnar
hennar. Ég hef viljað leggja á-
herzlu á að þessir piltar yrðu
nýtir æskulýðsfélögum heim-
kynna sinna og legðu þar fram
lið sitt. Margir aí þeim hafa
líka reynzt bað.
— Margir af beztu glimu-
mönnunum hafa lært hjá þér?
— Já, margir af þeim hafa
fengið æfingu hjá mér, eins
og Guðmundur Ágústsson,
Kjartan Bergmann, Kristmund-
ur Sigurðsson, Skúli Þorleifs-
son, Guðmundur Guðmunds-
son og Rúnar Guðmundsson.
(Hér eru aðeins nokkrir nefnd-
ir af löngum lista).
— Einu sinn var það brand-
ari í Reykjavík að það væri
nóg að segjast hafa lært glímu
hjá þér til þess að vera ráð-
inn í lögregluna í Reykjavík.
— Já, þeir eru vist nokkuð
margir lögregluþjónamir sem
hafa verið í skóla hjá mér.
— Hvemig stráka færðu yf-
irleitt?
— Ég fæ yngri nemendur
nú en áður, og ekki eins þrosk-
aða. En ég get fengið þá til
starfa þótt þeir séu daufir í
Sigurður Greápsson og Þorgeir
Jónsson í Varmadal sýna ís-
lenzka glímu í Danmörku árið
1926.
dálkinn til að byrja með. Þú
heyrir t.d. núna! (leikfimisal-
urinn dunaði af stökkum og
sprikli þótt komið væri að
háttatíma). Þegar fer að líða
á þjálfunartímabilið fara þeir
að hafa gaman af æfingunum
og þola mikið — og njóta þess.
— Færðu ekki stundum erf-
iða nemendur?
— Jú, stundum hef ég feng-
ið dálítid erfiða nemendur.
Margir halda að allt sé leikur
og því eigi engar reglur né
agi að gilda.
— Ertu ekki farinn að þreyt-
ast?
— Verst að vera orðinn
svona gamall. Annars hefur
hlutur konu minnar Sigrúnar
Bjamadóttur, verið sízt minni
í þessu starfi Hennar hlutverk
hefur verið bæði stórt og erf-
itt
— Þið voruð hugsjónamenn,
þú og aðrir á svipuðum aldri.
Ég er ekki viss um að öllum
sé ljóst nú orðið hvað átt er
við með hugsjón — og enn
síður þeirri hugsjón er hreif
ykkur „aldamótamennina". 1
hverju var sú hugsjón fólgin?
Hvað vakti fyrir ykkur?
Framhald á 10. síðu.
Sigurður Greipsson (til vinstri) með piltunum sem hann kenndi í veíur. Til he^gri cr Þórir,
ur Sigurðar, en hann kcnnir elnnig íþróttir við skólar.n.
i
x
i
i