Þjóðviljinn - 24.03.1963, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.03.1963, Qupperneq 8
8 StÐA r\va HfiÐVHIlNN SanngÖaj>’Tr 24. ittarz »CS Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingLQ': Hér birtist síðari hluti útvarpserindis'írú Krist- inar Guðmundsdóttur híbýlafræðings um svefn- herbergi og barnaherbergi. í fyrri hlutanum, sem birtist á heimilissíðu blaðsins sl. föstudag, var fjallað um svefnherbergi og svefnhesrbergishús- gögn, en í dag eru það einkum barnaherbergin sem eru á dagskrá, svo og.sitthvað um lýsingu, liti, rúmfatnað og fleira. LÝSING I svefnherberginu þarf að vera góð héildarlýsing, ásamt lömpum við snyrtiborðið og les- lömpum á náttborði eða fyrir ofan rúmið. Sé leslampi á nátt- borðinu, skal gæta þess, að hann sé nógu hár til þess að hægt sé að lesa við hann, án þess að halla skerminum á ýmsa vegu. Einfalt loftljós dugar í flest- um tilfellum, því að það er venjulega aðeins notað. er sjá þarf inn í skápana, eða í sam- bandi við ræstingu í skamm- deginu. Fyrir augað og sjónina varð- ar miklu, að hirtan sé hæfi- leg og komi helzt úr einni átt, og lesljósið við rúmið á að koma frá hlið. Ef hjónarúm standa saman, og eigi ijósið eð vera þægilegt fyrir báða að- ila, á að staðsetja það yfir miðju rúminu og hafa lamp- ann tvískiptan með færanleg- um örmum, til þess að annar aðilinn geti lesið í rúminu, án þess að ljós falli á hinn. Spegilljósið við snyrtiborðið, verður að lýsa vel upp andlit- ið, án þess að þó að skera í augun. Mjög þægilegt er að hafa smátýru við bamarúm, sem hægt er að láta loga alla nóttina, ef bam veikist, eða móðir þarf að sinna vöggu- barni. Einnig er hagkvæmt að setja ljósaperur í innbyggða skápa og hirzlur á sama hátt og gert er í ísskápum. LITIR Um litaval í svefnherbergi er engin algild regla önnur en sú, að iitirnir séu rólegir, mildir og hvílandi fyrir augað. Hins vegar mega litir í bamaher- bergjum vera hlýir og fjörlegir. Einföld litasamsetning, þar sem aðeins fáir litir em notaðir, er oft áhrifameiri en margbrotin litasamsetning. Jafnvægi verð- ur og að ríkja milli allra lita henbergis, því að það þarf ekki nema einn vanhugsaðan li.t til þess að eyðjleggja Það, sem annars hefði verið vistlegt og fallegt herbergi. Kojur í bamahcrbergi, raðað þannig að sá sem Hggur í neðri kojunni kemst hjá að hafa rúm yfir höfðalaginu. Neðri kojan er höfð heldur mjórri svo að hægt er hvort sem vill, að láta hana ganga bcint undir þá efri eins og á efri myndinni og þá hægt að ýta henni aiveg undir á daginn eða eins og á neðri myndinni að láta þœr standa í horn saman. I>á er einn- ig hægt að nýta rúmið með að smíða hirzlu undir efri koj- nna eins og sést á teikningunni. Takið eftir stólnum sem get- ur líka verið borð og ieikfangakössunum með hjólum undir. GLUGGÍ4TJÖLD GluggatjBldin hafa mikla þýðingu, hivað hlýju og birtu svefnherbeggisins snertir. Aðal- atriðið er, að litur þeirra og gerð sé í samræmi við aðra húsmuni herbergisins, og að þau séu úr efni, sem auðvelt er að þvo. Að öðrum kosti kunna menn að freistast til að láta þau haoga of lengi og safna ryki. Gdð bómullarefni, ásamt ýmsum nýjum gerviefn- um, sem ekki þarf að strauja, eru einkar heretug í svefnher- bergi. Erlendis eru nýkomin á markaðinn gluggatjaldaefni úr frotté, sem hljóta að vera til- valin í svefn- og bamaherbergi. Ef húsmæður eru í vafa um, hvernig gluggatjöldin ættu að vera á litinn, er ofur hand- hægt að velja hvítt efni. Birt- an skín failega í gegnum það og gefur herberginu bjartan og hreinlegan svip. Og sólgul gluggatjold geta gert sitt til að bæta mocgunskapið, sé grátt og drungalegt úti íyrir. Um uppsetninguna er það að segja, að hún ætti að vera eins látlaus og mögulegt er. Því fá- brotnari sem gluggatjöldin eru, þeim mun fallegri er heildar- svipurinn. GÓLFABREIÐUR Sveíniherbergisgólf er sjálf- sagt að- hafa úr efni, sem auð- velt er að ræsta. En það getur verið mjög notalegt að hafa smágólfábreiður við rúm, eða milli rúsma. En það ætti að liggja í augum uppi, að gólf- ábreiður homa á milii eiga lítið erindi inn í svefnherberg- ið. RÚMFATNAÐUR Rúmábreiðan getur verið tals- verður liður í litasamsetningu herbergis. En þó skiptir mestu máli, að hún sé úr efni, sem er auðvelt í notkun, litekta, krumpist ekki né hlaupi við þvott. ð?egar mirmzt er á rúm- ábreiður, verður manni ósjálf- rátt hugsað til formæðra okk- ar, sem sköpuðu hina dásam- legu muni, sem geymdir eru í Þjóðminjasafninu. Eru rúmá- breiður þær margar hverjar hreinustu dýrgrjpir, sem margt má af iæra, auk þess sem þær bera þess ljóst vitni, að íslenzkar konur hafa á öllum tímum haft yndi og ánægju af að prýða heimili sín. Þótt við verðum að vera op- in fyrir hvers konar nýjungum, verðum við jafnan að hafa það hugfast, að við eigum aðeins að vinza úr hið bezta og velja eingöngu það, sem samræmist íslenzkum staðháttum. Við ætt- um að leitast við að skapa hí- býiamenningu, sem byggð er á íslenzkri hefð. RÚMFÖT Hér áður fyrr eyddu ungar stúlkur oft miklum tíma og mikilli vinnu í heimafylgjuna, og eftir giftinguna var vel sort- eraður línskápur eitt mesta stolt hinnar ungu húsmóður. Þeir tímar eru nú löngu liðn- ir, og munu fáar ungar stúlk- ur eyða tímanum áður en þær giftast, í að sitja heima hjá foreldrunum og sauma „udstyr" og safna í bunka. Nú láta flest- ar sér nægja að byrja hjóna- bandið með einföldum hófleg- um línbúnaði. Þar sem áður var talið í tylftum, reiknast nú í stykkjatali. Og í staðinn v 'V’lt K Hentugt barnarúm. Rimlagrindin er laus við rúmið og hægt að taka hana af og nota sean leikgrind á daginn. I>á má setja hliðiua niður eins og sést á Iitlu myndinni og er það mjTrin léttir þegar hugað er að barninu og búið um. En auk alls þessa er rúmið smíðað að þegar grindin er tekin af er hægt að draga rúmið út og getur barnið því notað rúmið alit að 16 ára aldrj. * fyrir pífur, dúllur, blúndur og milliverk, sem á engan hátt samræmast skynsamlegum ný- tízku þvottaðferðum, hafa rúm- fötin fengið lit. Útflúr á rúm- fatnaði hefur enga þýðingu. Á daginn þekur rúmteppið dýrð- ina, og á kvöldin verður að snúa koddanum við, til þess að eiga ekki á hættu að vakna „tattoveraður" að morgni. Þó virðist mér í einu tilfelli milii- verk eiga rétt á sér, og það þó eitt atriði í sambandi við híbýlaskipan okkar, sem aldrei hefur verið sá gaumur gefinn sem skyldi, en það er þáttur bamsins á heimilinu. Má segja, að barnaherbergi hafi verið hálígerð oinbogabörn íbúðar- innar. Á sumum heimilum virðast bömin eingöngu eiga sitt rúm og sinn stað við mat- borðið og þar með búið. Börn- um þarf sérstaklega að ætla stað innan heimilisins, og þá annaðhvort sér-herbergi eða, ef þess er ekki kostur, þá a.m.k. eitthvert athafnasvæði, þar sem þau geta unað sér óáreitt Viökvæm húsgögn og heil- brigð, fjömg börn hæfa ekki hvort öðru. Sé lítil nýtízku í- búð troðfull af dýrindis hús- gögnum, sem börnin mega ekki koma nálægt, og prýdd alls kyns brothættu glingri sem freistar um of litlu bamsfingr- anna, hlýtur það að hafa í för með sér tíðar áminningar for- eldranna, svo ekki sé nú talaö um þau ósköp, ef bömin skyldu skránra eða brjóta einhvem hlutinn. Slíkir árekstrar gefca __ Leikkrókur í stofunnj er á smábamasængurveri. Þar getur það haft ótrúlega ofan af fyrir vöggubarni, sem byrjað er að skynja hluti í kringum sig. Ég hef heldur enga trú á, að draumar fólks verði Ijúfari þótt bróderað sé á koddaver- ið „Góða nótt, og sofðu rótt“ Á hinn bóginn er það góð regla að merkja sængurföt á látlaus- an, smekklegan hátL Sama gildir ekki síður um annan fatnað heimilisfólksins, þurrkur og handklæði. Sængur og lök eiga að vera vel stór, því að fátt er verr til þess fallið að bæta morgun- skapið en stuttar sængur og lítil lök. BARNAIIERBERGI Þótt íslenzk húsagerð og hús- búnaður hafi tekið miklum framförum undaníarin ár, er mmmmmmmrnsmi Lejkkrókur í eldhúsi. Barniö vill helzt vcra sem næst Mömmu. orsakað það, að heimilislífið, sem ætti að vera samstillt, verður raun fyrir bæði böm og fullorðna. Böm eiga ekki að vera smáhlutir á hejmili, sem eingöngu er útbúið með tilliti til fullorðna fólksins. Þau em líka manneskjur, og eiga þesa- vegna rétt á að geta fuRnægt eðlilegri þörf sinni fyrir leik og hreyEngu. Að sjálfsögðu væri bezt að láta bömunum eftir herbergi til eigin umráða, búið hent- ugum húsgögnum og leiktækj- um. En því miður geta ekki allar fjölskyldur séð af heilu herbergi til þessara þarfa. Þó má róða fram úr vandamáEna með því að útbúa sérstakan leikkrók á heniugum stað f íbúðinni, td. sem næst athafrra- svæði húsmóðurinnar. Ættu aJL ir foreldrar að geta fundið stað fyrir smáborð og stól handa bömum sínum og emtrvers kon- ar hentuga hirzlu fyrir lcik- föng þeirra. Þegar búið er finna stað fyr- ir barnið á heimilinu, bvort sem um sérherbergi eða leik- krók er að ræöa, þarf aö vélja í hann hentug húgögn fyrir bamið. Ef viö viljum kenna bömum okkar að taka skyn- samlega afstöðu til híbýlanna, megum við ekki slaka á kröf- um í samibandi við útbúnað herbergja þeirra og balda, að það sé sama hvað imn tQ þeirra sé látið — þar sem þau — edns og sumir foreldrar segja — eyðileggja hvort sem er alla hluti. Þessd hugsunarháttur ræður því, að oft hafna 511 aöóga húsgögn heimilisins í herbergi bamsins og það er illa farið. I fyrsta lagi eru böm mannverur, sem hafa ekki síður þroskandi tilfinn- ingu fyrir fögru umhverfi en fullorðnir. I öðru lagi hlýtur það að vera uppeldislega rangt að hafa eingöngu lélega hluti í kringum þau, ef samtfmis d að vera hægt að kenna þeim hirðusemi og að bera virðingn fyrir því sem gott er og fal- legt. Þetta má ekíki „skilja svo, að verið sé að bannfæra 5X1 gömul, notuð húsgögn í bama- herbergi, því að oft getur gam- all skápur eða kommóða kom- ið að góðum notum. En þá verður fyrst að gefa hlutnum ____0^.1. Framhald á 10 síðu; i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.