Þjóðviljinn - 27.03.1963, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.03.1963, Qupperneq 8
g SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Miðvilcudagur 27. marz 1963 Nýjar bifreiðategundir Nýlcga kom á markaðinn hjá Opel verksmiðjunni í Riisselheim í Vestur-Þýzkalandi ný gerð af Opel Rekord 2ja dyra fólksbifreið. Bíll þessi, sem hefur notið geysimikilla vinsælda undan- farin ár, er töluvert mikið breyttur í útliti. Hann er jafnlangur og áður eða 4.51 m en 6.4 em breiðari. Vélin hefur og stækkað úr 62 hestöflum í 67 hö. Hjólbarðar eru áfram 590x13. Há- mark hraði er 138 km. og áætluð benzínnotkun 9—10 lítrar á 100 km. Fyrstu bílarnir af þessari gerfi ;ru væntanlegir til landsins í aprílmánuði og eru þegar seldir. Myndin er af SKODA OCTAVIA — bifreið þeirri, sem þátt tók í Monte Carlo kappakstrinum fræga fyrir skömmu (bifreiðin er nr. 271) og varð fyrst í mark í flokknum 1000—1300 ccm. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Octavia hefur unnið keppni þessa. Gjölberg frá Svíþjóð ók bifreiðinni og var myndin tekin þegar honum var afhentur verðlaunabikarinn. Er verri þjónusta hér á landi? 6000 í Neytendasam- tukum á 10 ára áfmæli Neytendasamtökin eru tíu ára um þessar mxmdir og eru þetta þriðju elztu samtökin í heim- inum af þessari tegund, þó að árafjöldinn sé ekki meiri. Hreyfingu þessa vakti Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur með útvarpserindum haustið 1952 og var boðað til stofnfundar namtakanna í marz 1953 af Jó- hanni Sæmundssyni, prófessor, Jónínu Guðmundsdóttur, hús- frú og Sveini Ásgeirssyni, hag- fræðingi. Neytendasamtökin eru elztu samtök sinnar tegundar á Norðurlöndum og eru fyrstu samtökin stofnuð í Bandaríkj- unum 1936 og þau næstu í Frakklandi 1952 og eru sam- tökin á íslandi þau þriðju í röðinni. Þegar stofnað var til alþjóðsam- taka neytendasamtaka í Haag 1960, þá var fulltrúa íslenzku samtakanna sýndur sérstakur heiðu • - skipað sæti við há- borðið :rn reyndur og gamall aðili 3 baráttunni. Sérstaklega hefur komið í ljós, að Neytendasamtökin hér á landi hafa sýnt öðrum félög- um meiri djörfung að gæta hag neytenda og það mál, sem hafa verið rekin á hinu réttar- lega sviði og má þar nefna Milvask þvottaefnið. Smart Keystone peysumar og kart- öflumálið. Nú sem stendur er nýyfir- staðið samkomulag við efna- laugar og eiga þær tvo fulltrúa í matsnefnd á móti Neytenda- samtökunum með tvo fulltrúa eða fjóra menn samtals í nefndinni og er þar um að ræða gagngerða endurskoðun á þjónustu í fatapressun og fleira. Tjón sem nemur kr. 1000,00 munu efnalaugar greiða til helminga, ef ástæða þykir. Tólf efnalaugar standa að þessu samkomulagi hér í bæn- um og er þetta það nýjasta að frétta af samtökunum. Aðalviðfangsefni samtakanna er að gæta hagsmuna neytenda gegn ýmsum vörutegundum og hverskyns þjónustu og varð viðgangur samtakanna þegar mikill í upphafi og sýnir þörf- ina að standa á varðbergi fyrir vörugæðum og betri þjónustu og er skrifstofa samtakanna opin á hverjum degi frá kl. 5 til 7 og ber hitann og þungann í erli dagsins Birgir Ásgeirsson lögfræðingur og er hann fram- kvæmdastjóri samtakanna. 1 fyrstu gengu/ 600 manns í samtökin og nú er meðlima- fjöldi 6000. Stjóm samtakanna skipa nú eftirtaldir menn: Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- ur, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, Knútur Halisson, lög- fræðingur, Magnús Þórðarson, blaðamaður, Þórir Einarsson viðskiptafræðingur, Lárus Guð- mundsson, stud. theol. og Kristjana Steingrímsdóttir, hús- mæðrakennari Isfónzk skreii og lýsi á vörusýningu í Nigeríu Dagana 27. október til 18. nóvember í haust var haldin í Nigeriu alþjóðleg vörusýning með þátttöku 40—50 þjóða viðs- vegar að úr heiminum. Island hafði þar frcmur litla en mjög smekklega deild, sem Skarphéð- inn Jóhannesson, arkitekt, teiknaði en vörusýningarnefnd skipulagði. Fimm ísl. fyrirtæki ------------------------< Austurrískur námsstyrkur Austurrísk stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi við háskóla í Austurrlíki náms- árið 1963/64 Styrkimir miðast við tímabilið 1. október — 30. júní, og nemur hver þeirra samtals 15300 austurrískum schillingum, sem greiðast styrk- þega með níu jöfnurn mánað- afgreiðslum. Ef ætlazt til, að styrkfj árhæðin nægi einum manni til greiðslu á lífsviður- væri og námskostnaði. Um sækjendur skulu vera á aldrin- um 20—35 ára og hafa stund- að nám við háskóla a.m.k. tveggja ára skeið Góð þýzku- kunnátta er áskilin. Sérstök eyðublöð fyrir um- sóknir um styrkinn fást í menntamálaráðuneytinu, Stjóm arráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir ásamt tilskildum fylgiskjölum skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 5. apríl n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu). Stjórn Félags framreiÓslU' manna Aðalfundur Félags fram- reiðslumanna var haldinn 6. þ.m. Stjóm félagsins hafði áð- ur verið kosin að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu og er hún þannig skipuð: Formaður: Jón Maríasson, varaformaður: Guðmundur H. Jónsson, ritari: Valur Jónsson, gjaldkeri: Kristján Runólfsson, aðstoðargjaldkeri: Haraldur Tómasson. Varastjóm: Bjami Bender, Janus Halldórsson og Grétar Hafsteinsson. Á fundinum flutti formaður skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Fjárhagur fé- lagsins er mjög góður og inn- an félagsins er starfandi öflug- ur sjúkrasjóður. Reikningsbók fyrir byrjendur Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út bókina „Ég rcikna og Iita“, reikningsbók fyrir byrjendur, eftir Jónas B. Jónsson fræðslustjóra. Allt efni bókarinnar er í myndum og á hverri blaðsíðu eru skýringartextar, sem gefa bendingar um hvemig á að vinna á síðuna. Bókin er ætluð til að æfa börn í að skynja stærðar- og lengdarmismun, gildi talna, telja myndir og lita þær. Og ennfremur til að læra að þekkja tölustafi og skrifa þá. Henni er ætlað að undirbúa yngstu bömin, áður en þau fara að reikna með tölustöfum. Halldór Pétursson, listmálari. teiknaði allar myndir í bókina og skrifaði skýringartextana. Prentun annaðist Litbrá h.f. stóðu að sýningunni: Bemhard Petersen h.f., G. Helgason & Melsted, Lýsi h.f., Samband ísl. samvinnufélaga og Samlag skreiðarframleiðenda Af framleiðsluvörum sýndu þessi fyrirtæki skreið og lýsi, en Islendingar selja sem kunn- ugt er mikið af skreið sinni til Nigeriu. Auk þess var tæki- færið notað til kynningar á landi og þjóð, en Afríkumenn hafa að sjálfsögðu ákaflega ó- ljósar hugmyndir um Island. Voru í deildinni stórar litmynd- ir og svarthvítar ljósmyndir úr íslenzkri náttúru og af atvinnu- vegum og áletranir til upp- lýsinga. auk þess sem kjmning- arbæklingi var dreift. Starfsfólk deildarinnar hafði meðferðis nýja kvikmynd, sem Skreiðarsamlagið hafði látið gera sérstaklega fyrir þetta tækifæri, og var hún sýnd 6 sinnum, þar af einu sinni fyrir boðsgesti. Rögnvaldur Johnsen gerði þessa mynd og óf þar saman nokkurri kynningu á landinu og fræðslu um fisk- veiðar og skreiðarverkun á Islandi. Islenzkur námsmaður, í London Halldór Haraldsson samdi tónlist við myndina og Brian Holt las enskan texta. Var filman skilin eftir til sýningar í sjónvarpi, en auglýs- ingastarisemi var haldið uppi í sambandi við íslenzku deild- Framhald af 7. síðu. hjá því komizt að reisa leigu- íbúðir til þess að útrýma brögg- unum. Hann óskaði nánari upp- lýsinga um fjárhagsgrundvöll þessara byggingaframkvæmda og taldi nauðsynlegt, að það væri tekið fram hvenær þeim ætti að vera lokið. Flutti hann viðaukatillögu við samþykkt borgarráðs þar sem lagt var til. að framkvæmdum skyldi lokið fyrir árslok 1964. Soffía Ingvarsdóttir lýsti einnig samþykki sínu við tillög- ur borgarráðs og kvað betra seint en aldrei að hafizt yrði handa um byggingu leiguíbúða. Lagði hún til, að öldruðu fólki yrði gefinn kostur á að fá eitt- hvað af þessum íbúðum. Alfreð Gíslason minnti á, sð áætlunina frá 1957 hefði átt að framkvæma á 4—5 árum en hún hefði ekki staðizt og aldrei ina í blöðum og útvarpi. Veitti Elín Pálmadóttir blaðam. þess- ari upplýsinga- og kynningar- starfsemi forstöðu með mikl- um myndarbrag. Um 1.200.000 mann sóttu vörusýninguna og má gera ráð fyrir að flestir þeirra hafi a.m.k. gengið um íslenzku deildina, sem var staðsett í húsi með þremur öðrum þjóð- um rétt við aðalinnganginn. í þeim hópi var bæði fólk sem aðeins kom til að skoða, þeirra á meðal heilir skólabekkir með kennurum sínum, er sumir höfðu ekið dagleið í trukkum í brennandi hita, og einnig kom mikið af verzlunarmönn- um víðsvegar að úr landinu og ræddu þeir við þá fulltrúa ísl. fyrirtækjanna er þar voru, þá Einar Farestveit, fram- kvæmdastjóra og Birgi Hall- dórsson. Nigeríumenn, sem eru yfir 40 millj. talsins, eru nú að koma sjálfir inn á heimsmarkaðinn, éftir að þeir hafa fengið stjóm landsins í sínar hendur, en áð- ur fór öll þeirra verzlun, bæði innflutningur og útflutningur, gegnum stóru Evrópufyrirtæk- in. Og stóra vörusýningin á Victoriueyju í Lagos í haust, fyrsta almenna vörusýningin sem haldin er í Afríku, vakti mikla athygli í álfunni og dró að viðskiptamenn úr öllum hinum heimsálfunum. (Frá Vsn). verið lokið. Einnig minnti hahn á, að hann hefði í 7 ár flutt til- lögur um byggingu íbúða fyrir gamalt fölk en þær aldrei feng- izt samþykktar. Gísli Halldórsson gaf stutt yfirlit um fjárhagsgrundvöll byggingaráætlunarinnar og upp- lýsti, að ætlunin væri að ljúka þessum framkvæmdum á tveim árum. Kvaðst Einar Ágústsson fús að breyta tillögu sinni í samræmi við það, þannig að verkinu skyldi lokið í marzlok 1965, Borgarstjóri kvað tillögu Ein- ars hreina vantrauststillögu á þá aðila sem með framkvæmd áætlunarinnar ættu að fara og lagði til, að henni yrði vísað frá. Var sú tillaga hans sam- þykkt með 9 atkvæðum gegn 5 og tillaga borgarráðs síðan sam- þykkt samhljóða. Guðm. Daníelsson í góðum félagsskap 1 4. hefti tímaritsins Nordisk kontakt er sagt frá hver rit frá fimm Norðurlöndum komu til greina þegar dómnefndin sem úthlutar norrænu bók- menntaverðlaununum kom sam- an 30. janúar sl. í Kaupmanna- höfn til að kveða upp úrskurð sinn. Voru þau þessi: Frá Danmörku: Thorkild Hansen: Det lykkelige Arabien. Paul örum: Natten í vente- salen. Frá Finnlandi: Vainö Linna: Sörmer av ett folk. Oscar Parland: Tjurens ár. Frá Islandi: Guðm. Daníelsson: Sverdet og harpen (Sonur minn Sin- fjötli). Frá Noregi: Aksel Sandemose: Felicias bryllup. Reiss-Andersen: Ar pá en strand. Frá Svíþjóð: Gunnar Ekelöf: En natt í Otocac. Sivar Arnér: Finnas tiH. Eins og kunnugt er af fréttum hlaut finnski rithöfundurinn Vainö Linna bókmenntaverð- launin í ár. Gunðniundur Daníelsson Stefna Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.