Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 3
*-uuöaiuu&ui U\J, ií-AtaiZ* XiMJO Á HVÍLDAR. DACINN ÞIÓÐVILIINN SÍÐA 3 FRAM AF BRUNINNI Efra strikið sýnir verðbólguþróunina mánuð frá mánuði i tið viðreisnarstjórnarinnar samfcvæmt hinni opjnberu visitölu um verðlag á vörum og þjónustu. Neðri Hnan sýnir hQðstæða þróun I tíð vinstristjómarinnar, miðað við hundrað í júní 1956 og samkvæmt þeim vísitöIugrundveHi sem þá var í gildi. Mælikvarðarnir em þannig ekki alveg þeir sömu en það á ekki að breyta neina sem heitir um heiidarsamanburðinn. Engin verðbólga eða óðaverðbólga Oft er talað um ræður sem marki tímamót. Þegar sagn- fræðingar fjalla um mikil um- skipti í efnahagsmálum og stjórnmálum benda þeir ein- att á þvílíkar ræður vegna þess að þar birtast hvað skýrast hugsjónimar að baki atburðun- um. Verði einhvem tíma fjall- að þannig um tímabil við- reisnarstjórnarinnar hlýtur ein af ræðum Jónasar H. Haralz að verða fyrir valinu, sú er hann flutti á fullveldisdaginn 1959. Þar lagði hann fram alla stefnuskrá viðreisnarstjómar- innar, og mál hans var yljað af tilfinningahita og eldmóði þess manns sem veit að hann er að leiða þjóð sína inn á réttar brautir. í ræðu sinni lagði Jónas áherzlu á þá augljósu staðreynd að í viðskiptum sín- um við önnur lönd yrðu Is- lendingar að afla meira en þeir eyddu. En þetta væri aðeins önnur hliðin á vandanum: „Hin hliðin er verðbólgan innan- lands, sem einnig er ávöxtur tilraunanna til að eyða meiru en við öflum. Sé verðbólgan mæld með vísitölu framfærslu- kostnaðar, hefur hún numið um það bil 10%, að meðaltali und- anfarin 15 ár. Það hefur með ýmsu móti verið reynt að hafa hemil á verðbólgunni..En þær (tilraunir) hafa beinzt að afleiðingum hennar en ekki or- sökum..... Þótt tekizt hafi undanfarin 15 ár að halda verð- bólgunni í skefjum, þannig að hún hafi ekki verið meira en 10% á ári að meðaltali, þá má ekki draga þá ályktun að þetta geti tekizt framvegis. Ég held þvert á móti, að aðeins sé um tvennt að velja: enga verð- bólgu eða óðaverðbólgu." „Það er öruggt" Þegar Jónas var þannig bú- inn að setja andstæðumar á svið kvaðst hann kunna ráðin sem dygðu tii að binda endi á verðbólguna með því að ráðast gegn orsökum hennar í stað þess að menn hefðu af fáfráeði sinni verið að glíma við afleiðingamar undanfarin 15 ár. Ráðið var undureinfalt, aðeins að afnema tengslin milli kaupgjalds og verðlags, fella kaupgjaldsvísitöluna niður. „Hefjist víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags á annað borð, hlýtur það á skömmum tíma að leiða til verðbólgu- sprengingar. Það var einmitt slík sprenging sem átti sér stað síðari hluta árs 1958. Þá var komizt svo að orði, að þjóðin væri að ganga fram af brúninni.“ Þegar Jónas hafði þannig sýnt þjóð sinni fram af hengifluginu, kvaddi hann hana huggandi og sefandi orð- um; viðreisnarreglur hans myndu örugglega leiða hana frá öllum háska: „Sé þeim fylgt er það öraggt, að þjóðin eyði ekki meira en hún aflar, að hallinn á greiðslujöfnuðinum hverfi og að endi verði bundinn á verðbólguna. Því marki er hægt að ná á skömmum tima, ef unnið er af fullri einurð“. Reynslan 1. desember 1959 var það þannig öraggt að viðreisnin myndi binda endi á verðbólg- una á skömmum tíma. En því miður er það svo um fögur fyrirheit að síðan tekur reynsl- an við og sker úr um nytsemi þeirra. 1 síðustu fréttatilkynn- ingu Hagstofu Islands' um vísi- tölu framfærslukostnaðar er skýrt frá þeirri reynslu að vör- ur og þjónusta hafi að jafnaði hækkað um 47% síðan við- reisn hófst. Aðra eins verðbólgu hafa íslendingar aldrei komizt í kynni við áður; á næsta tíma- bili á undan tók það rúm sjö ár að 47%i verðhækkanir kæmu til framkvæmda (frá því í október 1951 til desemberloka 1958). Rfkisstjómin hefur reynt að milda þessar verðhækkanir nokkuð með fjölskyldubótum sem sumir — en ekki nærri allir — þegnar þjóöfélagsins njóta. En fjölskyldubætur eru á sinn hátt hliðstæð ráðstöfun og niðurgreiðslur á vöraverði; með þeim er ráðizt gegn afleiðingum verðbólgunnar en ekki orsökum heranar, en það er að sögn Jón- asar Haralz í senn heimskulegt og tilgangslaust ef menn vilja uppræta meinið. Samfelld verð- bólgusprenging I fullveldisræðu sinni taldi Jónas Haralz reynslu vinstri- stjórnarinnar víti til vamaðar; í tíð hennar hefði verðbólgan aukizt svo mjög að lengra mætti ekki ganga. Það hálft þriðja ár sem sú stjóm var við völd varð dýrtíðaraukningin þó ekki meiri en 19% til sam- anburðar við 47%i á þriggja ára viðreisnarferli. Víst er það rétt að mönnum þótti verð- bólgan ógnarleg síðari hluta árs 1958; þá varð verðbólguspreng- ing, segir Jónas, þjóðin var að ganga fram af brúninni. En ef menn líta á línuritið hér á síðunni kemur í ljós að þróunin síðari hluta árs 1958 er alveg hliðstæð því sem gerzt hefur linnulaust frá því í ársbyrjun 1960. Tímabil viðreisnarstjórn- arinnar er þannig ein samfelld verðbólgusprenging. Og hafi þjóðin verið að ganga fram af brúninni í árslok 1958, hlýtur hún að hafa verið að hrapa undanfarin þrjú ár. Leikur að eldi Það er aðeins um tvennt að velja, sagði í fullveldisræðunni: Enga verðbólgu eða óðaverð- bólgu. Samkvæmt þeirri skil- greiningu heitir ástand það sem þjóðin hefur búið við undanfar- in þrjú ár óðaverðbólga. Það orð er búið til með hliðsjón af læknisfræðilegum sjúkdómsfyr- irbæram, eins og óðaberklum, og visar áherzluforskeytið til þess að veikin sé svo mögnuð og skjótvirk að læknisdómum verði naumast við komið. Þess sér ekki heldur merki að rík- isstjómin hafi gert nokkra til- raun til þess að lækna efna- hagskerfi sitt; þvert á móti hafa verið færð skýr rök að því að ríkisstjómin hafi notað verðbólguna og magnað hana vitandi vits í því skyni að skerða raunveralegt kaup laun- þega. Verðbólgan, sem að sögn Jónasar Haralz er þvflík mein- semd að hún getur á skömm- um tírna grafið undan efna- hagslegu sjálfstæði, er þannig notuð sem vopn í innanlands- átökum; ráðherranir leika sér að eldi dýrtíðarinnar. Spámaður í föðurlandi sínu Ráðið sem átti að tryggja það að bundinn yrði endir á verðbólguna á skömmum tima var það að afnema vísitölubæt- Ur á kaup. Verklýðssamtökin létu sér þessar harkalegu ráð- stafanir lynda lengi vel, en engu að síður hélt verðlagið áfram að hækka jafnt og þétt. Um mitt ár 1961 höfðu vörar og þjónusta hækkað um 18% án þess að um væri hægt að kenna einni einustu kauphækk- un; kjarasamningar þeir sem gerðir vora næst á undan voru frá síðari hluta árs 1958 og kaupgjaldsákvæði þeirra höfðu meira að segja verið lækkuð með lagaboði snemma árs 1959. Þannig varð engri víxlhækkun kaupgjalds og verðlags um kennt þegar óðaverðbólgan hófst með viðreisninni; orsök sú sem Jónas Haralz kvaðst ætla að ráðast gegn fyrirfaranst ekki. Hófsemi verklýðssamtak- annabarvott um mikla háttvísj og tillit til þeirra postullegu orða sem Jónas Haralz hafði flutt þegar hann bauðst til að visa lýð sinum leiðina frá hengi- fluginu — hann var sannarlega talinn spámaður í föðurlandi sínu; en eftir að í Ijós hefur komið að leiðsögumaðurinn sjálfur rataði ekki nema fram af brúninni, hefur tekið við mesta upplausn sem nokkra sinni hefur orðið á íslenzkum viranumarkaði. Og launþegar vita nú að einmitt tenging verð- lags og kaupgjalds var hemill á verðbóguna, síðan þeim fjötri var sleppt hefur hún leikið lausum hala. Verðbólgan hefur reynzt orsök víxlhækkananna en ekki öfugt. Mælikvarði um óstjórn Verðbólgan er öruggasti mæli- kvarði sem til er um efnahags- lega óstjóm; eftir því sem verðbólgan er magnaðri er 6- stjómin algerari. Hún táknar það að allt er á hverfanda hveli í þjóðfélaginu. Samningar sem gerðir kunna að vera um kaup- og kjör gilda ekki stundinni lengur; launþegar geta engar öruggar áætlanir gert um fram- tíð sína; fjárhagsáætlanir at- vinnurekenda eða opinberra stofnana verða á skömmum tíma að marklausum pappírs- gögnum. Fomar dyggðir eins og hagsýni, sparsemi og fyrir- hyggja verða mönnum fjötur um fót ef einhverjir hyggjast beita þeim. Flestar fjármálaráö- stafanir Alþingis verða að ein- um saman sýndarleik. Þegar stjómarliðið kveðst ætla að fagna væntanlegum kosningum með þvi að auka framlög Tryggingastofnunar ríkisins um nokkra tugi miljóna er sú á- kvörðun næsta haldlitil; verð- bólgan getur verið búin að brenna fúlguna upp áður en fyrsta krónan kemur til útborg- unar. Þegar rikisstjómin bveðst í sama skyni ætla að lækka fo'ia smávægiega sér verðbólgan fyr- ir því að lækkunin komi ekki til framkvæmda nema ör- skamma hríð. Þegar þingmenn eru að puða við að ákveða auknar fjárveitingar til skóla eða vega eða hafna gleypir verðbólgan aukninguna fyrr en varir. 1 rauninni má segja að orðin ríkisstjóm og verðbólga séu fullkomnar andstaaður; verðbólgan táknar stjómleysi þar sem þeir einir hagnast sem kunna að nota sér lögmál fram- skógarins og fá aðstöðu til þess. Beðið um nýja ræðu Það er ekkert undarlegt þótt stjómmálaleiðtogar viðreisnar- innar telji stefnu sína hafa verið sigursaela þrátt fyrir þessa ömurlegu reynslu; það er háttur þvílíkra manna að guma hvað mest af ratvísi sinni þegar þeir eru villtastir. En þamtíg getur fræðimaður ekki brugðizt við, postuli sem hefur flutt spá- dómsræðu af sannfæringarkrafti. Hann hlýtur að viðurkenna að honum hafi ekki tekizt að verða Móses þjóðar sinnar; hann hafi ekki ratað til fyrirheitna lands- ins. Er til of mikils mælzt að biðja hann að halda nýja ræða og kasta rekunum á þá stefnu sem þáði lífsanda sinn af blæstri hans? — AusteL , H i AUSTIN GIPSY landbúnaðarhifmðin Með benzín- eða dieselvél. Með venjulegum fjöðrum eða flexitor- fjöðrum. Með óvenju góða aksturshæfileika. AUSTIN GIPSY FÆR EINRÓMA LOF Pantið sem fyrst til afgreiðslu í vor. | Garðar Gíslason h.f.. bifreiðaverzlun. f - Garðyrkjuráðunautur Starf garðyrkjuráðunauts hjá Hafnarfjarðarbæ og Hellis- gerði er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt uppL tón menntun og fyrri störf sendist undirrituðum, sem gefur ailar nánari uppl.s fyrir 6. apríl næstkomandi. Bæjarstjórinn f Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.