Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA HÖBVILIINN Snrmudajgur 31. marz 1965! heimiliö og vlöl\# heimiliö og v^- Hvað geta einir luelon- sokkar enzt okkur lengi? 338 ungar stúlkur reyndu ýmsar tegundir af 15 díenier nælonsokk- um í sex vikur • Lengsta meðalending sokka reynídist 12—19 dag- ar, sú stytzta 6]/^—9 dagar. Hve lengi endast ein- ir nælonsofekar? Hve lengi ættum .við í réttu lagi að njóta þess að hafa borgað 35, 40, 50 eða 60 krón- ur? Þegar við höfum á einni til tveimur vikum fleygt 2—3 stökum sokkum vegna lykkjufalla og gata, förum við venjulega að hugsa um hvort við kaupum kannski ekki rétta tegund af sokk- um. Og að öllum líkindum er það einmitt það sem við gerum ekki. Flestum hættir til að kaupa sokka úr of fínu garni til hversdagsnotkunar. Að vísu er nælonþráður sterkur en þegar valdir eru sokkar úr ffnasta þræðinum er ekki hægt áð bú- ast við að þeir þoli t.d. göngu- ferð í grófum, þungum skóm. Þeir eru ætlaðir til samkvæm- isnota eða a.m.k. til notkunar innanhúss fyrir þær, sem ekki þurfa að standa eða ganga mikið. Afgreiðslustúlkur og hjúkrunarkonur eru t.d. fljót- ar að traðka tærnar úr fínustu sokkunum. Brezku neytendasamtökin, „Consumers' Association", hafa nýlega látið fara fram rann- sókn á nælonsokkum og skýrsl- an um hana, sem birtist í þlaði samtakanna, Which, hefst á þessa leið: „Hver einasta kona sem not- aði nælonsokka í lok stríðsins heldur því fram að sokkarnir hafi þá enzt mánuðum saman, én hins vegar slitni sokkarnir nú á tímum á einni til tveimur vikum". Hægt að fá sterkari sokka Sokkaframleiðendur harðneita að þetta sé satt, en mikið er þó til í þessu, ekki sfzt þegar tekið er tillit til þess að sokk- arnir sem þá voru framleiddir voru úr 30—40 denier þræði og því að sjálfsögðu sterkari en 15 denier sokkarnir sem nú eru algengastir. 15 denier nælon- sokkar voru alls ekki fram- leiddir i lok stríðsins. Þær sem vilja fá iafnsterka sokka og þær muna eftir að hafa notað þá, geta fengið keypta sokka úr jafngrófu garni ennþá, en . hins vegar er sannleikurinn sá. að þær sem hafa vanið sig » að ganga f þunnu sokkunum eru venjulega það hégómlegar að þær fást ekki til að kaups þykku sokkana þótt þeir séu hentugri. Venjulegir nælonsokkar fást til sparinotkunar úr 15 og 10 denier') þræði og úr 30 og 45 denier þræði til hversdagsnotk- unar. Krepsokkar eru til fínir úr 15-30 denier, miðlungs úr tvisvar 20 denier og grófir úr tvisvar 30, tvisvar 40 og tvisv- ar 60 denier. AUar gerðirnar eru til mismunandi þétt prjón- aðar og auðvitað eru það sterkustu sokkarnir sem eru þéttast prjónaðir. Átta Iykkjuföll á síúlku í sex vikur Vilji maður semsagt vera skynsamur er hægt að fásterka sokka, en þunnu sokkarnir selj- ast mest og þessvegna miðuðu brezku neytendasamtökin rann- sókn sína við 15 denier sokk- ana. 338 kvenstúdentar voru látn- ar reyna sextán mismunandi gerðir af nælonsokkum á sex vikna tímabili. Sokkarnir voru þvegnir eftir hverja notkun og yrði einhver fyrir óhappi með sokk fékk hún nýjan sokk af sömu gerð. Ungu stúlkurnar höfðu tvenna sokka í takinu og notuðu þá til skiptis annan hvern dag. /. Ending nælonsokkanna er auð- vitað mikið undir eigandanum komin, en þó er Iíka munur á meðalendingu ólíkra tegunda. Tilraunin sagði nærri því jafnmikið til um þær sem not- uðu sokkana og um sokkana sjálfa. Su stúlkan sem heppn- ust var notaði sömu tvenn sokkapörin allan tímann án lykkjufalla og gata, en tvær eyðilögðu 24 sokka hvor á sama tímabili. Meðaltalið varð átta sokkar með lykkiuföllum eða götuni á hverja stúlku. Þó að eigandi sokkanna hafi vissulega nokk- 1) Þykkt sokkaþráðarins er mæid í denier. Denier þýðir þyngd 9000 m þráðar í grömm- um. 9 km langur 15 denier þráður vegur því 15 grömm. ur áhriif, reyndist þó að meðal- tali vena mikill munur á end- ingu sotkka með mismunandi vörumerki. Þeir sokkar sem verst emtust urðu fyrir 252 „óhöppum", en þeir sterkustu 121. Þá kom einnig í Ijós að dýrari tegundirnar voru ekki endilega endingarbeztar. Langalgengasta orsök óhappa voru grófiir stólfætur. Þeim mátti kennta 63% þeirra skipta þegar dróstl til í sokkunum við tilraunirnar1. Verksmiðjugallar reyndust ekki algengir, óhöpp af þeirra víildum voru aðeins 2,5%. Meðal annarra orsaka var glóð úr sígarettuösku og reykur úr púströri á þílum. Kaupíð mölrg sokkapör í sama lit Lengsta meðalending sem náðist á 15 ófcnier sokkum við tilraunina var 12-19 dagar og sú stytzta 6'Æ—9 dagar. Saum- lausir sokkar entust talsvert skemur en sokkar með saum í sama vörumarki. Að tilraununum loknum ráð- leggur C. A. neytendum að kaupa alltaf nokkur pör af sokkum f sama lit. Sokkakostn- aðurinn verður alltof mikill ef henda verður sokk í hvert sinn sem sokkurinn á móti eyði- leggst. Þá er betra að geta not- að tvo afgangssokka saman. Ekki ætti að þurfa að taka fram að auk sjálfsagðs hrein- lætis þá endast sokkarnir líka betur ef þeir eru þvegnir eftir hveria notkun. Bezt er að vefja þá fyrst inn f handklæði til að taka mestu vætuna úr þeim og hengja þá síðan upp á tánni. Þeir mega aldrei hanga nálægt ofni. Bezt er að geyma þá í myrkri, segir C. A. en það er nú nærri óþörf athugasemd bvf venjulega er iú dimmt f skúff- um. Það á ekki að láta rönguna snúa út á sokkunum til að þeir sýnist mattari. Þeir eru loðn- ari á röngunni og þvf meiri hætta á að þeir festist í ýmsum hlutum sem þeir rekast á og lykkían dragist til- Að'lokum ber að varast sígar- ettuglóð og púströrsreyk úr bílum sem getur brætt þræðina og komið þannig af stað lykkju- föilum. Og að endingu er gefið ráð sem varla er hægt að fá nema þær allra nostursömustu til að fara eftir, þ.e. að vera með bómullarhanzka þegar far- ið er í sokkaria. Auðvitað eru bað öfgar. en ekki ætti að saka að líta á neglurnar áður en sokkarnir eru snertir og gá hvort nokkur þeirra sé rifin. Rifin nögl getur orsakað mörc tildrög. sem seinna verða að lvkkiuföTlum. Andrés önd kynnir barnamyndir Jæja, krakkar, nú er ég kát- ur. Það er fullt af góðum og skemmtilegum kvikmyndum fyrir ykkur í bfóunum í dag, mest ævintýramyndir. Fyrst og fremst mæli ég með Ævintýrinu um Snædrottning- Die Heinzenmannchen heitir hún á þýzku eða Heinzendverg- arnir og fjallar um dverga sem taka að sér vinnu fyrir þreytt- an handverksmann. 1 Bæjarbíó í Hafnarfirði er enn ein ævin- týramyndin, Töfrasverðið, úr Þúsund og einni nótt. Hún er bráðskemmtileg og hefur oft verið sýnd í Reykjavík, en ekki er víst að krakkarnir í Hafn- arfirði hafi séð hana. Sjáið þið bara, hvaí þau eru stillt í bíó! una í Laugarásbíó. Það er rúss- nesk teiknimynd í litum, gerð eftir ævintýri H. C. Andersen. Eins og þið kannski munið þá var H. C. Andersen danskur og gerði mörg falleg og skemmti- leg ævintýri fyrir þörn og full- orðna. Þið hafið áreiðanlega les- ið eftir hann t.d. Næturgalann, Nýju fötin keisarans, Ljóta andarungann og fleiri. En Snæ- drottningin hefur held ég aldrei verið þýdd á íslenzku. Ævintýrið þyrjar þannig að óvættur nokkur býr til töfra- spegil, sem hefur þann eigin- leika að það góða virðist illt og það illa gott, það sem er fallegt verður Ijótt og það ljóta fallegt. Einn góðan veðurdag þrotnar töfraspegillinn og brot- in þeytast í allar áttir og lenda á ólíklegustu stöðum, menn fá þau í augun og jafnvel hjartað — og þið getið ímyndað ykkur að þeir verða ekki góðir, sem verða fyrir þrotunum. Einn þeirra sem fær 'brot úr töfra- speglinum f hjartað er strákur sem heitir Kaj. Allt í einu birt- ist Sriædrottningin og KaJ fer með henni..... í Kópavogsbíó er líka ljóm- andi mynd eins og oft áður, Mjallhvít og dvergarnir sjö, gerð eftir ævintýrinu, sem þið hafið öll heyrt eða lesið. Mynd- in er austurþýzk, í litum, og hún er leikin, en ekki teiknuð. Myndin hefur ekki verið sýnd fyrr f vetur, en va* sýnd tvisv- ar í fyrra við miklar vinsældir. Það allra bezta er kannski að hún er með islenzku tali, svo þið skiliið allt sem sagt er. Ég vildi óska að fleiri kvikmynda- hús tækju upp þann sið að láta tala á íslenzku inn á krakka- myndirnar, það er svo miklu skemmtilegra þegar maður skil- ur allt og svo eru lfka allir miklu stilltari í bíóunum þá. Tjarnarbær er með nýja, þýzka ævintýramynd í litum. Þetta voru nú þær myndir, sem ég mæli helzt með í dag, en í hinum bíóunum eru gaml- ar myndir, Dvergamir og Frumskóga-Jim í Stjörnubfó, Teiknimyndasafn í Austurbæj- arbíó, Höldtun gleði hátt á Ioft í Nýja bíó, í næst síðasta sinn, segja þeir, svo kannski er von til að þeir fari ioksins að skipta um mynd. 1 Gamla þíó er engin barnasýning, þvi að þar ese söngskemmtun kl. "3 og því miður hefur Ósvald Knudsen ekki orðið við áskorun mtrmí hér um daginn að hafa barna- sýningu á sínum myndum. 1 tveimur kvikmyndahúsum eru myndir sem ég mxmdi segja að væru mest fyrir eldri krakk- ana og unglinga, það eru Hve glöð er vor æska, dans- og dseg- urlagamynd í Tónaþíó og Pen- ingar að heiman með Jerry Lewis í Hafnarfjarðarþfó. Þá vil ég að lokum minna á Dýrin í Hálsaskógi í Þjóð- leikhúsinu og Barnasaman í Háskólabíó. Það fara að verða síðustu foryöð að komast á Barnagamanið þvf það er i næstseinasta sinn í dag. Þar skemmta núna meðal annars Baldur og Konni og Helgi Skúlason leikari. Svo er líka söngleikur sem fóstrurnar ann- ast. Þetta er ætlað krökkum á aldrinum fjögra til tíu ára og kostar 25 krónur. Jæja, krakkar, verið þið nú sæl að sinni Andrés. Sumarkjólar m Doppur virðast ósigrandi og alltaf í tízku. Kjólarnir á myndinni J eru frá tízkuteiknaranum Enzo i Florens á ftalíu — Ijómandi vor- og sumarbúningur. [ CORYSE SALOMÉ - ÞJÓNUSTA — Frönsk þjónusta ANDLITSBÖÐ HANDSNYRTING LAUST PÚÐUR ' LITIR BLANDAÐIR SFTIR HÚÐLIT YBAR HÁRGREIÐSLA Ath.: Hárgreiðsla er undir verðlags- ákvæðum. ' Viðskiptavinunum er leiðbeint með val og notkun snyriíJvöru án endurgjalds. LAUGAVEGI 25 II. h. - Sími 22138. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.