Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 8
g SIÐA HðÐVILHNN Sunnudagur 7. apríl 1963 9 illli Áhrif frá Austurlöndum. — Heimaklæðnaöur úr japönsku silki. Hér sést Slava við vinnu ásamt sýningar- og samstarfsstúlkum sínum. Hann lætur aldrei neitt frá sér fyrr en hann hefur rætt það við sýningarstúlkurnar Tönju, önnu, Nelli og Nödju. un sína í Ivanovo, aðalmiðstöð silki- og baðmullarvefnaðarins í Sovétríkjunum. Hann byrjaði á mynzturgerð og fór baðan í tízkuteikninguna. En Ivanovo er bó aðeins smáborg, 250 km frá Moskvu og aðalmiðstöð tízkunnar er í Sovétbi'kjunum — eins og í öðrum löndum — höfuðborgin. Slava hélt af stað með hundr- að tizkuteikningar í möppunni sinni til að sigra Moskvu. Hann var heppinn. Honum tókst strax að fá stöðu í að- altízkuhúsi ríkisins. Þá byrjaði baráttan. Marg- ir voi’u á móti honum og bað var ekki auðvelt að stríða við bá sem einir höfðu ráðið sov- ézku tízkunni í mörg ár og vildu halda fast við bað gamla. En bar sem konurnar í Moskvu eru ekkert frábrugðn- ar konum annarsstaðar í heim- inum og eru hrifnar af falleg- um fötum, sló Siava fljótt í gegn, eins og sagt er. Nú er litla biggja herbergja ibúðin hans í Moskvu aðalmið- stöð sovézkrar glæsimennsku. Hann er óþreytandi við að vinna að þróun sovézku tízk- unnar og nýtur þar aðstoðar f.jögurra sýningarstúlkna sinna, Tönju, Önnu, Nelli og Nödju. Af tízkufrömuðum annarsstað- ar í heiminum heldur hann mest upp á Cardin og St. Laur- ent í París. Á ..Slava“ fötunum eru eng- ar tizkuöfgar. Á síðustu tízku- sýningu hans voru sýndir um 100 fatnaðir, allt frá sam- kvæmiskjólum til hentugra vinnuflíka fyrir konurnar á samyrkjubúunum. ,.Eg vil ekki gera peinar túzkubrúður úr kon- unum okkar. Þær eiga að vera fallegar. en bær eiga aldrei að gleyma að þær séu sovézk- ar,“ segir Slava. Það eru ekki bara konurnar sem kunna að meta Slava. Hann hefur líka hlotið viður- .kenningu,.. stjórnarinnar í Kreml. bví að með hverri flílk sem hann lætur frá sér fara vinnur hann á. &inn hátt að því að uppfylla heitstrengingarnar um betra mannlíf undir merki sovézks sósíaiisma. Loðskinn cru ódýr í Sovétríkj- unum og þessvegna gretur Slava leyft cér að skreyta kápuna þá arna í ríkum mæli með þeim. Hún cr líka fóðruð innan með skinni — regluleg vetrarflík í Moskvu. Við káp- una er loðhattur og há stígvél með gömlu þjóölegu mynstri. Hann er augasteinn kvenfólksins í Moskvu. Þó situr hann ekki í Kreml, heldur í lítilli einkaíbúð. Hann skiptir sér ekki beinlínis af stjórnmálum, en rekur þó á sinn hátt áróður fyrir sósíalismanum. Hinn 24 ára gamli Vladislav Mikailovitsj Zaitsev eða Slava eins og hann er almennt kallaður segir: „Sovézka konan á líka rétt á að vera vel klædd og glæsieg.“ Slava Zaitsev er tízkuteikn- ari i Moskvu og hann skapar sovézka tíiku — glæsilega og þó þannig að hún hæfir flest- um. Márgir skriffinnar og tizkustarfsmenn voru á móti Slava í byrjun, en honum tókst þó að sigra í baráttunni með nál og skærum. Það er óhætt að segja að ekki var Andrés önd | ! Halló krakkar! - o<- Eg tala við ykkur í sírna í dag, því ég er nefnilega uppi sveit. Eg mæli með sömu bíómyndum í dag og seinast. Mjallhvít og dvergarnir sjö í Kópavogsbíó og Ævintýrið um Snædrottninguna (kl. 2) í Laugarásbíó eru að mínum dómi beztu myndirnar sem nú eru sýndar og frá þeim sagði ég ykkur ýtarlega á sunnudaginn var. Töfrasverð- ið, ævintýri úr Þúsund og einni nótt. í Bæjarbíó er líka nokkuð skemmtileg, en hefur oft verið sýnd áður. Kl. 5 í Bæjarbíó er ágæt mynd fyrir bæði krakka og fullorðna, ekki sízt fyrir þá sem hafa gaman að náttúru- og dýra- fræði. Hún heitir Hvita fjalls- brúnin og er japönsk í hinum bíóunum eru myndir sem hafa verið sýnd- ar oft og ég hef sagt frá áður En mig langar að segja ykkur frá skemmtilegri mynd sem félagið TÍM (Tékknesk- íslenzka menningarfélagið) ætlar að sýna kl. 3 i dag í MlR-salnum í Þingholtsstr. 27 Myndin heitir Ævintýrið um Bajaja og segir frá strák sem var búinn að missa móð- ur sína og situr heima í kot- inu hjá karli föður sínum. Allt í einu kemur hvitur hestur sem getur talað, býð- ur stráki á bak og beir halda í áttina til konungshallarinn- ar. Á leiðinni koma beir að helli þar sem hesturinn á heima og verður hann þar eftir en strákurinn fer til hallarinnar og segir hestur- inn honum að hann skuli þykjast vera mállaus. Hann ræður sig hjá kóngi og er oft að leika sér við dætur hans þrjár. og þar sem hann segir aldrei annað en ba ja ja kalla þær hann Bajaja. Dag einn kemur hann að konunginum þar sem hann situr og er mjög sorgbitinn. Kemst þá Bajaja að því að einu sinni fyrir löngu höfðu komið þrír drekar í kóngs- ríkið og lá þá við að landið eyddist. Til að afstýra því hafði kóngurinn lofað að gefa hverjum dreka eina dótur sína og voru þeir nú komnir aftur til að krefjast dætr- anna. Er ekki að orðlengja það að með hjálp hvíta hestsins ræðst Bajaja gegn drekunum þrem, en ég segi ykkur ekki hvernig gengur né hvemig myndin endar, þið getið sjálf farið að sjá hana. Bless. Andrés. beinlínis dekrað við Moskvu- kvenfólkið m:eð sovézku f jölda- framleiðslunni. En Slava hefur fengið þessu breytt, hann býð- ur beim eigin stíl í tízkunni. „Sovétríkin eiga gnægð þjóð- búninga. .. Úr bessari óbrjót- andi uppsprettu get ég eftir aðallínum albjóðatízkunnar Allir fá aðgang að tízkusýningunum í Moskvu og aðgangseyrir- inn er lágur. Og það allra bezta: þessi föt hafa allir efni á að kaupa — þau eru ekki bara sýningargripir. þróað sérstæða sovézka tózku. Sovézka konan á acJ vera glæsileg án þess þó að tapa sérstæðum þjóðlegum töfrum sínum.“ Slava hefur lært starf sitt frá grunni. Hann hlaut mennt- Svuntur og klútar úr rauðu baðmullarefni. Svona vill Slava að kvenfólkið á sam- yrkjubúunum sé klætt við vinnu sína. „Sá litli svarti“ er vmsæll hja Slava ekki síður en öðrum tízkufrömuðum. Kjölarnir á myndinni eru með prinsessu- sniði og flegnir í bakið. r. CORYSE SALOMÉ - þjönusta - Frönsk þjönusta Viðsklptavlnunum er leiðbeint með val og notkun ANDLITSBÖÐ HANDSNYRTING LAUST PÚÐUR LITIR BLANDAÐIR EFTIR HÚÐLIT YÐAR HÁRGREIÐSLA Ath.: Hárgreiðsla er undir verðlags- ákvæðum. snyrtivöru án encLurgjalds. LAUGAVEGI 25 II. h. — Sími 22138. m**' V i i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.