Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1963, Blaðsíða 12
Hér er mynd af einbýlishúsinu að Sunnubraut 40 KópavogS og er bílskúrinn opinn og sést Volks- wagen bifreiðin tii reiðu þegar. Verðmœti þessa vinnings er 1.2 milljón og er í 12. flokki Happ- drættis DAS á næsta happdrættisári. Húsið er opið til sýnis fyrir almenning í dag og alia helgidaga í þessum mánuði. Stærsta draumaverksmiSjan Nýtt happdrættisár hefst hjá DAS Tíunda starfsár DAS er að hefja göngu sína og ennþá sæk- Ir þetta happdrætti í sig veðrið og er raunar orðið stórveldi í f jármálaheiminum með svimháar tölur eins og gamlir ríkisreikn- ingar. Ætlunin er að fjölga vinn- Ingum úr 1200 í 1800 á næsta starfsári og er heiidarverðmæti vinninga tuttugu og þrjár millj- ónir fjögur hundruð sextíu og átta þúsundir króna. Nú býður happdrættið upp á 25 íbúðir í vinninga og er þannig hálf- drættingur við Reykjavíkurborg tii lausnar húsnæðisvandamál- um borgarinnar á síðasta ári. — Geri aðrir betur. Þá býður happdrættið upp á 45 bíla af ýmsum gerðum og húsbúnað í íbúðimar svo hundr- 'uðum skiptir í vinningum og allt lagar þetta sig eftir draumum og þrám fólksins og er happdrættið ein stærsta draumaverksmiðja landsins. Rósin í hnappagatinu er fallegt einbýlishús að Sunnu- braut 40 í Kópavogi á frágeng- inni lóð með bílinn tilbúinn í bflskúmum og er þetta stærsti vinningur sem happdrætti hefur hingað til boðið upp á og er að verðmæti kr. 1.2 milljónir. Þetta hús er til sýnis frá kl. 2 til 8 alla helgidaga í þessum mánuði og má búast við að hitni undir bossanum á sumum eiginmann- inum, þegar hann dregur eig- inkonu sína ruglaða á braut frá þessum óskadraumi allra óska- drauma. Arkitekt hússins er Kjartan Sveinsson, en Steinþór Sigurðs- son, listmálari sá um uppsetn- ingu húsgagna í húsið. I húsino sýna margir aðila framleiðsiu sína og þar á meðal Húsgagna- verzlun Austurbæjar, húsgögn Axminster h.f., gólfteppi. Glugg- ar h.f., gluggatjöld og gluggaum- búnað. Hekla h.f. heimilistæki, Vélar og viðtæki h.f.. sjónvarp og útvarp, Sængurfataverzlunin Verið, sængurfatnað, Blómaskál- inn Nýbýlavegi, póttablóm og Leirkeragerðin Glit, keramik. Baldvin Jónsson, framkvæmda- stjóri happdrættisins lét þau orð falla, að markmiðið með þessari fjörsöfnun væri eftir sem áður að búa sjómönnum friðsælt ævi- kvöld og byggja fleiri vistheimili fyrir aldraða sjómenn. 1 Hrafnistu DAS eru núna tvö hundruð vistmenn og aðrir tvö hundruð á biðlista og er þörf- in þannig brýn. Þess má geta í lokin, að allir vinningar eru skattfrjálsir. Kjarnctilraunir vio Tahiti PEPETE, Tahiti 6/4 — Frakk- ar eru byrjaðir að byggja til- raunastöð fyrir eldflaugar og kjamorkuvopn í Frönsku Poiy- nesíu, var tilkynnt opinberiega í Papeete í dag. 1 maí er búizt við 300 her- tæknifræðingum sem eiga að koma fyrir tækjum í Mururoa kóraleyjunni í Tuamiti eyjaklas- anum um 1200 km suðaustur af Papeete. Kóraleyjan á að verð.a miðstöð tilraunasvæðisins, en ekki verða gerðar neinar teljandi tilraunir fyrr en 1965. Búizt er við öðrum hópi her- tæknifræðinga til eyjanna i október nk. Fara þeir til Hao- kóraleyjarinnar 1200 km fyrir austan Papeete sem á að gera flugvöll sem fullnægir kröfum alþjóðaflugumferðar. Olíulindir í Rauðahafinu KAIRO 6/4 — Egypzka olíufé- lagið tilkynnti í dag að það hefði fundið miklar olíulindir nyrzt i Rauðahafinu, i hinum svonefnda Suez-flóa. Rannsóknir hafa farið fram á þessum stað síðustu vikumar. Mikið olíumagn er á botninum milli Ghareb og Aboul. Séður fjárhagur og félagslíf í TrésmiSafélagi Reykjavíkur A framhaldsaðalfundi ! smiðafélags Reykjavíkur Tré- sem haldinn var 29. marz sl. vom samþykktir reikningar félagsins, og kom í Ijós að fjárhagur fé- lagsins er góður. Nettóágóði sjóða félagsins árið 1962 nam 324.194,09 kr., og hrein eign þess um áramót var bóltfærð á 2.171.430,40 kr., og er húseign félagsins að Laufásvegi 8 stærsti liðuninn. Trésmiðafélag Reykjavíkur er nú stærsta iðnaðarmannaféiag landsins, og eru félagsmenn þess 629, og bættust 45 I félagið á liönu ári, þar af 37 nýsveinar, en úr félaginu fóra 39. Meiddist á fæti Skömmu fyrir hádegi í gær varð það slys við húsið Njáls- götu 27. að drengur sem var að ganga eftir rimlagrindverki utan með húslóðinni datt og lenti ofan á rimlunum og meiddist talsvert á fæti. Drengurinn sem heitir Gunnar Þorkelsson var fluttur í slysavarðstofuna þar sem gert var að meiðslum hans. UmföluS málverkasýning Sýning Kára Eiríkssonar í Listamannaskálanum hefur nú staðið í hálfan mánuð. Þessi sýning hefur vakið athygli og umtal og hatrammar deilur. Málverkakaupendur hafa sýnt þessum unga manni verulegt trúnaðartraust, en gagn- rýnendur hafa borið honum á brýn allmiklar syndir gegn alvarlegum vinntibrögðum. Myndin sýnir Kára við eina af myndum sínum. Stór liður í sambandi við rekstur félagsins er mælinga- skrifstofan, en á henni eru reiknaðar allar uppmælingar á ákvæðisvinnu trésmiða og gerð- ar verkáætlanir eftir því sem tími vinnst til. Hefur starf henn- ar aukizt mjög á liðnu ári vegna samninganna i fyrra um skil- yrðislausa ákvæðisvinnu í úti- vinnu. Félagið hefur nú þrjá starfsmenn, formann félagsins Jón Snorra Þorleifsson, sem vinnur að almennum félagsmál- um og að uppmælingunum vinna tveir starfsmenn, Jóhann- es Halldórsson og Jóhannes Sig- urðsson og vélritunarstúlka. ★ Trésmiðafélagið greiddi á liðnu ári í sjúkrastyrki 183.639,44 kr.; í elli- og ekknastyrki 24.150,00 kr., og í aðra styrki 12.644,00 kr. Samtals 220.433,44 kr. Lífeyrissjóður trésmiðanna gegnir nú þegar mjögmikilvægu hlutverki, enda þótt hann sé ekki gamall, stofnaður 1. september 1958, en um hann eru sveinar og meistarar saman. Þetta er séreignasjóður og er inneign hvers manns það sem hann hef- ur greitt og vegna hans hefur verið greitt í sjóðinn, en það er 4% frá svein og 6% frá meistara, miðað við dagvinnu- kaup. Sjóðurinn hefur nú sér- stakan starfsmann, Jón R. Sig- urjónsson viðskiptafræðing. ★ Innstæða sjóðfélaga í lífeyr- issjóðnum er nú 8.771.88,71 kr. Árið sem leið greiddi hann um 70 þúsund krónur í ellilaun. En lífeyrissjóðurinn hefur ekki síður gildi fyrir trésmiðina vegna lánsmöguleikanna. Hefur hann veitt sjóðfélögum tvenns konar lán: Fastalán til 20 ára gegn veði í fasteign, hámark 100.000,00 kr., og bráðabirgða- víxillán til þriggja ára, allt að 40.000,00 kr. Við sjóðinn er starf- andi örorkudeild og eru tekjur hennar 25% af vaxtatekjum sjóðsins. Sú defld er sameign allra sjóðsmeðlima, án tillits til þess hve' lengi þéir eru búnir að vera í sjóðnum eða hvað hefur verið greitt þeirra vegna í hann. Ýmis fleiri athyglisverð atriði um félagsstarf trésmiðanna komu fram á aðalfundinum og verð- ur þeirra getið síðar. 6666 TONN AF ÞORSKI Akranesi 5/4 — Afli Akranes- báta frá áramótum til marzloka rcyndist 6666 tonn af þorski i 671 sjóferð. Sildarafli er á sama tíma 6355 tunnur. Mesta aflahrotan á vertíðinni reyndist frá 15. marz til 31. marz. og bárust þá á land 2032 tonn af þorski í 205 sjóferðum og reyndist mesti afli í einni sjó- ferð þann 21. marz og hlaut Sig- urður þá 54.2 tonn. Aflahæstu bátamir eru þessir og eru tölur miðaðar við marzlok. Sigurður AK með 513 tonn í 42 sjóferðum, Sæfari með 505 tonn í 35 sjóferð- um, Sigrún með 495 tonn í 38 sjóferðum. Anna með 428 tonn í 26 sjóferðum. Miðin hjá Akra- nesbátum hafa aðallega verið vestur undir Jökli og nokkuð á grunnmiðum, þegar fiskurinn var að gáríga yfir. ' Síðustu daga hefur afli verið tregur, og hefur þó afli giæzt á línu og í dag korh Sigurfari inn með 300 tunnur' af síld. í aflahrotunni um daginn hlupu nemendur úr Gagnfræða- skólanum undir bagga um tíma í frystihúsunum. Líf og fjör er í höfninni í dag og eru fjögur skip gð lesta og losa, mjölskip, saltskip, útlent skip að taka þunnildi og Þyriil að losa olíu. I Sunnudagur 7. apríl 1963 28. árgangur 82. tölublað. O Fyrsti dagur orust- unnar um fimm hundr- uð þúsundin gaf af sér 35 þúsund krónur í kassa eða 7% af heild- arupphæðinni. Þetta er glæsileg byrjun. O Þjóðviljinn færir öllum hugheilar þakk- ir, sem hlut áttu að þessari glæsilegu byrj- un. En ekki má slaka á þessari söfnun. Þjóð- viljinn væntir þess að dagurinn í dag gefi góða raun og einnig næstkomandi mánudag- ur. Þegar Þjóðviljinn kemur næst út á þriðju- dag vonast hann til þess að geta skýrt frá auknu átaki stuðningsmanna sinna. O Skrifstofa styrktarmannakerfisins, Þórs- götu 1 verður opin í dag frá kl. 2 til 5. Sími 17514- O Tökum öll þátt í að vinna orustuna um fimm hundruð þúsundin. Lúnik IV. fór á braut um jörðu MOSKVA og LONDON 6/4 — Lúnik IV. fór um- hverfis tunglið og á braut um jörðu í nótt. Fór tunglflaugin fram- hjá tunglinu í um 8500 km fjarlægð og mun hafa tekið myndir af bakhlið tunglsins og sent til jarðar. Tassfréttastofan hafði ,það eftir framámanni í sovézkum geim- vísindum í nótt að ekki léki vafi á að tunglflaugin Lúnik IV. myndi gera þær rannsóknir á tunglinu sem til var ætlazt. Voru víða um heim uppi mikl- ar getgátur um hvaða rannsókn- ir þetta væru og álitu margir að Lúnik IV. ætti að lenda á tungl- inu, m.a. Sir Bernard Lovell við Jodrell Bank rannsóknarstöðina í Bretlandi sem kvaðst byggja skoðun sína á að sambandið við eldflaugina hefði rofnað seint i gærkvöld, en ljóst- hefði verið að mjög erfiðar rannsóknir hefðu farið fram í henni rétt áður. Njósnatungl á loft og kjarnatilraun í USA WASHINGTON og LOS ANGELES 6/4 — Banda- ríkjamenn hafa gert enn eina kjarnorkutilraun neð- anjarðar og einnig skotið upp einu njósnatungli. I gær var gerð kjarnorkutil- raun neðanjarðar í Nevada- eyði- mörkinni, tilkynnti Kjarnorku- nefnd Bandaríkjanna í morgun. Sprengjuhleðslan var tiltölulega lítil, svaraði til um 20 þús. tonna af sprengjuefni. Þetta var 64. til- raunin í röð síðan 15. septembei 1961. Síðasta sprengingin í Nev- ada-eyðimörkinni var 29. marz ,1. Þá tilkynnti bandaríski flug- herinn i morgun að hann hefði skotið á loft nýju, leynilegj gervitungli frá Vandenberg flug- stöðinni í Kaliforníu. Eins -g venjulega, þegar Bandaríkir. skjóta á loft njósnatungli, voru ekki gefnar neinar upplýsingar um hvort það hefði komizt á braut né hvert verkefni þess væri. Síðdegis í dag var tilkynnt i Moskvu að Lúnik IV. væri kom- inn fram hjá tunglinu og á braut um jörðu. Lúnik IV. er önnur tunglflaug Sovétríkjanna sem tekur myndir af bakhlið mánans, hin fyrri var Lúnik III. sem skotið var á loft 4. október 1959 og fór einnig á braut um jörðu. Sovétríkin hafa sent á loft tvær aðrar tunglflaug- ar, Lúnik 1., 2. jan. 1959, sem fór framhjá tunglinu í 7000 km fjarlægð og síðan á braut um sólina, og Lúnik II., 12. septem- ber sama ár. sem lenti á yfir- borði mánans. Gizkað hefur verið á að Lúnik IV. hafi verið ætluð fleiri verk- efni en Lúnik III. og í honum séu fleiri og stærri tæki. Bygg- ist sú skoðun á þyngd hans sem er nærri 1 % tonn, en hinar tunglflaugamar hafa vegið 300— 400 kg. Mikill afli á Stokkseyri og Eyrarbakka Stokkseyri í gær. — Góður afli hefur verið undanfama daga hjá bátum á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Er unnið nótt og dag í frystihúsunum og hefur fólk úr sveitum komið til vinnu í þorp- unum. Þá hefur þurft að flytja nokk- uð af aflanum til Reykjavíkur. Síðustu fjóra dagana hafa bát- amir frá Stokkseyri lagt upp afla sinn í Þorlákshöfn og hefur fisk- urinn verið fluttur á bflum til Stokkseyrar og er það um 50 km. vegalengd. Frá Stokkseyri eru fjórir bátar gerðir út og hafa eftirtalinn afla frá áramótum til marzloka. "Há- steinn II, 372 lestir, Hólmsteinn, 369 lestir, Fróði 280 lestir og Há- steinn I. með 235 lestir. Viðbótarbygging við fn-stihúsið er í smíðum sem slendur — B.S. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.