Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.04.1963, Blaðsíða 12
-100% ■75% -50% -25% /ö Dagurinn í gær gaf ekki góða raun og virðist sem svo að menn séu ekki almennt búnir að ná sér eftir páskafrí og veðurham. En þar sem Páll á Veður- stofunni spáir ágæt- is veðri í dag er nú skorað á menn að koma í skrifstofu s'tyrktarmannakerf- isins Þórsgötu 1, því skuldheimtumenn- irnir bíða ekki. Eins og menn rek- ur minni til var til- finnanlegt að ná helmingi þess marks sem við seftum okk- ur á laugardaginn er var. Síðan eru liðnir 4 dagar, að vísu nokkrir helgir, en nú verður ekki lengur beðið. Við skorum því á alla velunnara Þjóðvilj- ans að mæta í dag. Við stöndum nú 1R4 000,00 eða 37%. 55 manns hafa farist a slysförum frá áramótum Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins hafa farizt 55 manns í slysum hér á landi eða með íslenzkum farartækjum á tímabilinu 1. jan. til 15. apríl þessa árs. Til samanburðar má geta þess, að á öllu árinu í fyrra fórust 55 manns í slysum hér við land, eða jafnmargir og á þeim 105 dögum sem skýrsla Slysavarnafélagsins í ár nær yfir. Af þessum 55 mönnum hefur 21 drukknað í sjó, tveir fórust með Erlingi IV. frá Vestmanna- eyjum, tvo tók út af Hring SI, tveir fórust með Val EA, fimm fórust með Hafþóri EA, fimm Velheppnaðar páskaferðirí Öræfi og Þórs- mörk Um páskana voru að venju famar hópferðir héðan úr R- vík austur í öræfi. Fór fjöl- mennasti hópurinn með Guð- mundi Jónassyni og var hann með 7 bíla, en alls munu 286 manns hafa farið þangað aust- ur á 19 bílum. Höfðu bílam'r allir samflot og gekk ferðin á- gætlega yfir sandana enda árn- ar mjög litlar. Lagt var af stað á skírdag og var veður heldur leiðinlegt þann dag og eins fékk ferðafólkið leiðindaveður á heimleiðinni á annan í páskum. £>að fékk hjns vegar gott veður í öræfunum. Ferðafélag Islands efndi til tveggja ferða í Þórsmörk um páskana og tóku alls um 60 manns þátt í þeim. Var sú fym farin á skírdag en hin síðari á laugardag. Greiðfært var í Mörk- ina og fékk ferðafólkið þar á- gætisveður en aðfaranótt annars í páskum hríðaði nokkuð í Mörk inni. með Súlunni EA, tveir með Magna frá Þórshöfn, einn fór á milli skips og bryggju austur á Reyðarfirði, einn tók út af togaranum Jóni Þorlákssyni og annan tók út af togaranum Þor- steini Ingólfssyni. 1 flugslysum fórust fjórtán, tveir með flugvél Flugsýnar og tólf með Hrímfaxa. Níu fórust í umferðarslysum og fjórir í eldsvoðum. Sjö fórust af ýmsum orsökum, tveir af eitr- un, þýzk hjúkrunarkona og bandarískur hermaður fórust af byltu, einn af voðaskoti, einn í verksmiðjuslysi og einn varð úti. 1 fyrra fórust sem fyrr segir alls 55 manns. Þá drukknuðu 35, 11 fórust í umferðarslysum og níu af ýmsum orsökum. Fimmtudagur 18. apríl 1963 — 28. árgangur — 87. tölublað. Bellibrögð / SandgerBi Mikil óánægja hefur ríkt hjá sjómönnum á Suðumesjum yfir hverskonar bellibrögðum útgerð- armanna gagnvart gildandi síld- Björn Pálsson kom meö nýju flugvélina á páskadag Að kvöldi páskadags kom Bjöm Pálsson flugmaður hingað til Reykjavíkur með hina nýju flugvél sína er hann keypti fyrir nokkru í Bretlandi, en það er 16 sæta vél af gerðinni Xwin Pioneer. Var allmargt manna samankomið á flugvellinum til þess að taka á móti Birai og bauð Ingólfur Jónsson flugmála- ráðherra hann velkominn. Bjöm keypti flugvélina notaða og fékk hana á góðu verði. Er ætlun hans að hefja farþega- flug með vélinni á næstunni til nokkurra staða úti á landi Hraöskákmót ís- lands á sunnudag Hraðskákmót fslands 1963 verður haldið n.k. sunnudag og hefst það kl. 2 e.h. j Breiðfirð- ingabúð. Minningarsýning á verkum Einars Jónssonar málara Opnuð hefur verið í Ásgríms- sal sýning á verkum Einars Jónssonar listmálara og málara- meistara, og er hún haldin í til- efni þess að hundrað ár eru lið- in frá fæðingu hans. Einar Jónsson fæddist þann 17. apríl 1863 á Fossi í Mýrdal. Hugur hans stóð snemma til myndlistar og fór hann til Kaup- mannahafnar árið 1894 til teikni- náms, en þótt hann vildi gefa sig allan myndlist ákvað hann að nema einnig málaraiðn sér til lífsviðurværis. Hann var í Höfn tvö ár og var þá á sama skóla og alnafni hans Einar Jónsson myndhöggvari. Er heim kom settist hann að á Akureyri, en í Oddeyrarbrunanum mikla 1906 missti hann allar eigur sínar, þar á meðal allar þær myndir er hann hafði málað fram að brunanum. Ári síðar flutti hann til Reykjavíkur og reisti sér þá lítið hús við Skólavörðustíg, og gekk það venjulega undir nafn- Síðara kvöld út- varpsumræðnanna í kvöld er síðara kvöld eld- húsdagsumræðnanna á Alþingi og verður röð flokkanna'við um- ræðumar þessi: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuþanda- lag og Framsóknarflokkur. Hef- ur hver flokkur 50 mín. þrí- skiptan ræðutíma. Af hálfu Al- þýðubandalagsins tala Einar Ol- geirsson, Hannibal Valdimarson og Lúðvík Jósepsson, Umræðum- ar hefjast kl. 20. inu „Hús málarans". En Jón Engilberts var þá enn mjög ung- ur að árum. 1 Reykjavík vann hann sem málarameistari, vann m.a. töluvert við skreytingu í húsum. Ennfremur sinnti hann hugðarefni sínu, málaralistinni eftir föngum — hann héltnokkr- um sinnum sýningar, og bárust myndir hans víða, einnig út fyr- ir landsteina. Þá voru og all- margar myndir hans í Hótel Reykjavík, en fórust er það hús brann. Einar Jónsson rannsakaði ís- lenzkan leir fyrstur manna, einkum frá sjónarmiði lita- gerðar, og er á sýningunni mynd eftir hann í litum, gerðum úr islenzkum leir. Á sýningu þeirri sem nú hef- ur verið opnuð eru 36 mynd- ir. olíumálverk og vatnslita- myndir; hann hefur einkum val- ið sér viðfamgsefni úr sunn- lenzku landslagi, svo og frá Reykjavík — einnig hefur Ein- ar. eins og svo margir íslenzk- ir málarar aðrir, haft miklar mætur á skipum og hafi. Sýning þessi er sem fyrr seg- ir gerð í minningu hundrað ára afmælis Einars Jónssonar og er til hennar stofnað af afkomend- um hans og yenzlafólki. Hún verður opin frá 2—10 næstu tíu til tólf daga og er aðgangur ó- keypis. Mikið var um árekstra í höf- uðborginni í gærkvöld. T.d. urðu 4 á sama hálftíma. Ekki gat lögreglan gert sér grein fyrir hvað olli. þvf færi var gott og skyggni. þar sem flugvélar Flugfélags Islands geta ekki lent, en flug- vél þessi hefur þá eiginleika að geta hafið sig til flugs og lent á mjög stuttri flugbraut. Björn fór utan 27. marz á- Jón Ferdínandss. sýnir í Bogasal „Ensk whist“ nefnist ein mynd- anna á sýningu Jóns. Annan í páskum opnaði Jón Ferdínandsson málverkasýn- ingu í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Jón nam um hríð í Hand- íðaskólanum, og hefur síðan málað með öðru starfi allt þar til á síðasta ári að hann sneri sér eingöngu að myndlist. Og segist ætla að halda því áfram hvað sem tautar og raular. Á sýningumni eru _ 34 myndir, flestar olíumálverk. í gær höfðu þegar selzt sex myndir. Sýn- ingin verður opin frá 2—10 fram yfir næstu helgi. samt Lárusi Öskarssyni til þess að sækja flugvélina til London. Reyndist vélin vel á heimleið- inni og gekk ferðin ágætlega að öðru leyti en þvi, að þeir félagar töfðust nokkuð vegna veðurs. Urðu þeir síðast að bíða þrjá daga í Stomoway í Orkneyjum eftir flugveðri til Islands. 1 för með Bimi á heimleiðinni var brezkur flugmaður, Bright aö nafni, frá fyrirtækinu sem hann keypti flugvélina af. Fyrirlestur uiti brezka framhaldsskóla I kvöld mun brezkur skóla- meistari, mr. C. R. Allison, flytja fyrirlestur í I. kennslu stofu Háskólans um efnið .Changes in British Secondary Education". Mr. Allison er kom inn hingað á vegum félagsins Anglia. en hann er skólastjóri Brentwood School í Essex og kunnur skólamaður í landi sínu. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. veiðisamningum Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps er gilda á síldveiðiskipum, sem gera út frá Sandgerði. Þetta öt- ula fiskiþorp er hinn aumi blett- ur á Suðumesjum frá pyngju- sjónarmiði útgerðarmanna og spígspora þeir kringum staðinn eins og kettir í kringum heitan grautardisk. Víðir II liggur nú í höfn í Sandgerði og er ætlunin að gera skipið út á þorskanót næstu daga og skal allt gert annað en vorsíldveiði. Jón- Garðar og Jón Gunnlaugs hafa þegar beitt línu fyrir fyrsta róður og fara ekki heldur á síld. Refskák var telfd um borð í Mumma á dögunum og samið um 40% á pappírnum en leyniskjal í bakvasanum um 38% hlutaskiptingu á síld. Allstaðar er sami bamingurinn viðhafður. En hvað gerir Eggert á Sig- páli? Fer Sigurpáll á vorsíld? Ekki er ólíklegt, að Eggert langi til þess að reyna nýja skipið á vorsíld áður en kapphlaup sum- arsins hefst, þar sem tignarheiti aflakóngsins er í veði. En skráir hann undir gildandi síldveiði- samningum? Það ræðst nsestu daga. Ógæftir og fiskleysi 10 bátar voru á sjó frá Reykjavík í gær, en veður var ekkj sem hagstæðast og afll mun hafa verið rýr. f fyrradag voru tveir á sjó en fengu lítjð sem ekkert. Meginhluti síldarflotans var í höfn í gær, enda var veður þeim óhagstætt. Fiskifréttir verða líklega engar að gagnj fyrr en veður batnar. Ingi R. Skákmeist' ari Islands 1963 Olíuskip strand- aði í Skerjafirði Um kl. 9 á skírdagsmorgun strandaði brezka olíuskipið British Sportsman í Skerjafirði. Skipið sem er 11 þúsund brúttó- lestir að stærð, gert út af BP í Londqn. hafði verið að losa o'íu hjá Olíuverzlun íslands og Olíufélaginu Skeljungj og var það nýfarið frá olíubrygciu Skeljungs vjð Skerjafjörð það strandaðj á sandeyrj hm"-'-> megin fjarðarins. Þegar ski-’-''* strandaði var hriðarveður ng allhvasst og reyndist ekki unnt að losa skipið fyrr en á föstu- dagskvöld er veðrið iægðj. Að- stoðaði hafnsögubáturinn Magni við að ná skipinu út. Engar skemmdir munu hafa orðið á skipinu. Skákþingi Islands Iauk á ann- an í páskum og varð Ingi R. Jóhannsson sigurvegari í Iands- liðsflokki og hlaut þar með sæmdarheitið Skákmeistari Is- lands 1963. Heildarúrslit í lands- liðsflokki urðu annars þessi: 1. Ingi R. Jóhannsson 9 v., 2. Jón Kristinsson 8%, 3. Magn- ús Sólmundarson 7, 4.—6. Jónas Þorvaldsson, Freysteinn Þor- bergsson og Benóný Benedikts- son 6, 7. Heígi Ólafsson 5 'h, 8.—11. Björn Þorsteinsson, Bragi Kristjánsson, Gylfi Magnússon og Jón Hálfdánarson 4, 12. Bragj Bjömsson 2. 1 meistaraflokki voru 23 kepp- endur og voru tefldar 9 um- ferðir eftir Monradkerfi. Þar urðu þessir efstir: 1. Gísli Pét- ursson 6% v., 2. Hiknar Viggó- on 6%, 3. Benedikt Halldórs- er son 6, 4. Haukur Angantýsson 51/2. Tveir efstu menn öðlast rétt til keppni í landsliðsflokki næsta ár. 1 1. og öðrum flokki voru 18 keppendur og tefldu þeir saman 7 umferðir eftir Monradkerfi. Þar varð efstur Ólafur Björns- son með 5 vinninga og færist hann upp í meistaraflokk. Annar varð Sævar Einarsson einnig með 5 vinninga. Af II. flokks - ''nnum urðu efstir Andrés dsted og Helgi Hauksson. 1 unglingaflokki sigraði Jón Bríem með 6 V2 vinning af 7. 2. Guðjón Magnússon 5, 3. Garðar Sigurþórsson 4%. Ingi R. Jóhannsson i 1 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.