Þjóðviljinn - 21.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1963, Blaðsíða 10
10 S<ÐA ÞIÓDVILimN Sunnudagur 21. apríl 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT — Og svo dó hann líka frá þér og skildi þig hér aleinan eftir, sagði Florinda með tilfinn- ingu. — Varstu ekki ósköp ein- mana? — í fyrstu var ég það. Ég var ekki annað en stráksnáði. En veiðimennimir voru góðir við mig. Ég kunni vel við mig í Ross-virki. Ég kunni líka vel við mig hér, en þó langar mig til að fara til baka og sjá land- ið. Það er svo margt sem mig langar til að rifja upp. Það varð þögn. Hann sagði: — Langar þig til að sjá nokkuð fallegt sem hún mamma mín átti? >— Já, vissulega. Hvað er það? Hann hneppti frá sér flibb- anum og dró fram langa gull- keðju sem hann bar um háls- inn. — S>að er íkon. — Hvað þá? spurði Flqrinda. — íkon. Helgimynd úr grísk- kaþólsku kirkjunni. — Er það kirkjan í Rúss- landi? — Já, sjáðu hérna, sagði hann og tók af sér festina. í bláu flaueli með gullspenslum. Hann opnaði það og sýndi henni mynd málaða á fílabein og rammaða inn í perlur. Hún Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Síml 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegl 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsclóttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað. sýndi söguna úr biblíunni um Abraham á tali við ókunnu mennina þrjá. Florinda hafði aldrei heyrt þá sögu og það var í fyrsta skipti sem hún sá svona stíliseraða list eins og notuð er í grísk-kaþólsku kirkj- unni. Henni fannst sem hægt hefði verið að fá betri málara til að gera myndina, en hún kunni fyllilega að meta gullið og perlumar. Þegar hún sá það, hrópaði hún: — Nei, nei, þetta hlýtur að vera verðmætt. — Það er það sjálfsagt. sagði Risinn. — Og mér er þetta mik- ils virði vegna þess að þetta var í eigu móður minnar og móður hennar þar á undan. Ég á ekki mikið eftir foreldra mina. Pabbi tók ekki nema það nauðsynlegasta með sér til Am- eríku. En þetta vildi hann ekki skilj a eftir. Florinda virti nistið vandlega fyrir sér og hann bætti við: — Segðu , engum að ég gangi með íkoninn minn á mér'. — Auðvitað ekki. Það gæti einhver stolið honum. — Það er ekki þess vegna. En það yrðj bara uppistand ef þeir í Kalifomíu vissu að ég ætti hann. Ég varð að láta skíra mig til þess að eignast ranchó, skilurðu. Florinda hrukkaði ennið. — Nei, það skil ég ekkþ . —, Það er ekki hægt að ,eiga land í Kaliforníu nema maður sé mexíkanskur borgari, og það er ekki hægt að vera mexí- kanskur borgari nema maður láti skíra sig til rómversk-kaþ- ólskrar trúar. Kalifomíubúar neyða okkur ekki til að fara í kirkju. en þeir verða að skíra okkur áður. Þetta eru ein af lögunum frá Mexíkó City og mér 'finnst þau kjánaleg. — Áttu við, að þeir myndu taka þessa mynd frá þér ef þeir vissu að þú ættir hana? spurði hún undrandi. — Já, sjálfsagt. Og þeir gætu tekið ranchóið mitt líka. — Ég kann ekki að gera greinarmun á kirkjunum, sagði Florinda, •— en það verð ég að segja að ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Að gera veður út af því þótt þú eigir rússneska mynd! Hérna, taktu hana og feldu hana. Hún horfði á þegar hann hengdi festina um hálsinn aft- ur og stakk myndinni undir skyrtuna. Ósjálfrátt tók hún um hönd hans. — Risi, sagði hún. Hann brosti til hennar. — Já? — Þú saklausi engill, á ég að segja þér nokkuð. — Já, hvað er það? —• Sýndu þessa mynd ekki hverjum sem er, sagði Florinda. — Mér er alvara, þú mátt það ekki. Það var heimskulegt af þér að sýna mér hana. — Jæja, hvers vegna? — Blessað stóra bamið mitt, sagði hún blíðlega. — Skilurðu ekki að ég gæti ljóstrað upp um þig? — Ljóstrað upp, hvemig þá? — Þú ert apaköttur. Jú, sjáðu til. Segjum nú svo að þú vær- ir búinn að flá nautgripina þína í sláturtíðinni. Segjum svo að ég kæmi ríðandi og segði: — Það er kanaskip í höfn sem hefur margt fallegt til sölu. Gerðu svo vel að láta mig fá þúsund húðir svo að ég geti keypt það sem ég vil. Auðvitað myndir þú segja mér að fara fjandans til. En þá gæti ég sagt: — Nú, jæja, ef þú vilt ekki láta mig fá þúsund húðir, þá fer ég iil Los Angeles og segi þejm þar að þú gangir með íkon frá vitlausri kirkju. Þá myndirðu neyðast til að láta mig hafa húðirnar til að fá mig til að halda kjafti. Þetta •gæti ég, er ekkf svo? Risinn leit á hana glettnis- lega. — Þú gætir það, já, en þú gerir það ekki. — En þú ættir ekki að treysta mér svona í blindni, sagði Florinda ákveðin. — Það er ekki skynsamlegt að treysta hverjum manni. A.f hverju ertu að hlæja að mér? — Af því að ég veit meira um þetta en þú. Hún leit hvasst á hann: — Eins og til dæmis hvað? — Ég veit hvaða fólki mér er óhætt að treysta. svaraði hann alvarlegur. — Það eru bara tvær manneskjur i Kalifomíu bem hafa eéð íkoninn minn. John og þú. — Já, en Risi þó! Hún starði á hann agndofa. — Hvorugt ykkar myndi koma mér í vandræði, sagði hann. — Bkki einu sinni þótt ég ætti perlur á stærð við egg. Florinda leit niður. — Þakka þér fyrir, Risi, sagði hún mild- um rómi. — Þú ert svq lík honum John, sagði hann. — Þið eigið svo takmarkalausan góðlejk. en þegar einhver segir það við jKKL Þif5 STO hja Vkk, ir að £>ið verðið næstum reið — Svo takmarkalausan — ieí heyrðu mig nú, Risi, þú nátt ekki tala eins og hálf- úti. Florinda reis á fætur - Heyrðu annars, það er víst :ominn tími til að þú farir. :g verð að fá einhvem svefn. — Af hverju segirðu mér allt einu að fara? spurði Risinn. í.' — Vertu ekki að þessari vit- leysu, sagði Florinda. Það var að sjá sem honum væri skemmt, en hann kom ekki með fleiri mótbárur. Þau buðu góða nótt. Hann gekk til dyra og var á leiðinni til herbergis síns þegar Florinda kallaði á hann: —• Æ, viltu vera svo vænn að taka með sér þessi ílát. Ég má ekki fara út úr herberginu. Hann tók bollana. Þegar hann tók um húninn sagði hún: — Risi. — Já. — Þú ert indæll. — Þökk fyrir, sagði hann brosandi. Hún sendi honum fingurkoss um leið og hann lokaði dyrun- um. John kom aftur frá Los Ang- eles barmafullur af fréttum. Múldýralestin hafði lagt af stað I til Santa Fe, en Texas haf ði! ekki, getað farið með. Þegar hann slagaði útúr veitingastofu Silkys eitt kvöldið, datt hann o.faní drullupoll og tognaði um hnéð. Nú lá hann rúmfastur í Los Angeles. John hafði beðið Skrattakoll fyrir bréfið frá Garnetu. Báðar ungu stúlkurnar höfðu áhyggjur af Texas. — Ef ég hefði verið þama, hefði þetta /þróttir Framhald á 5. siðu. minnimáttarkennd gagnvart honum. Þegar keppnin hefst fer ég hálfskjálfandi í holum- ar, og þegar skotið ríður af næ ég víst góðu viðbragði. En það dugar ekki, ég er með hálfan hugann við hlaupið, og er alltaf að fullyrða með sjálfum mér að Garðar sé öruggur að vinna. Við erum komnir á móts við norðurenda stúkunnar, er ég verð var við mann sem er að komast uppað hliðinni á mér, en í sama mund er hrópað af miklum ákafa; Kalli. Kalli hertu þig, og það endurtekið sí og æ, þetta vekur mig af hugsunum mínum, og ég sé að nú er að duga eða drepast. Við erum alveg hlið við hlið, og ekki má á milli sjá, ,þá dettur mér í hug að freista þess að kasta mér fram rétt þegar að snúmnni kemur, og reyna á þann hátt að knýja fram sigur. Þetta tókst, og ég kom sýnimun á undan ( mark! — Frá þessum árum minnfst ég margra góðra félaga og keppinauta sem hafa orðið vin- ir mínir, og félagar þótt leiðir skilji á keppnisvellinum. Má þar nefna menn eins og Svein Ingvarsson, Garðar S. Gíslason, Sigurð Sigurðsson, Sigurð Ól- afsson, Ingvar Ólafsson. Krist- ján Vatnes og marga aðra. fþrótíamaðurmn verður að fórna Mér finnst að miðað við fólksfjölgun sé áhugi að dofna, og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum, og er mér það ekki sársaukalaust. Þannig hafa Vestmannaeying- ar ekki sent frjálsíþróttamenn á mót núna lengi. Eit.t finnst mér athyglisvert að sjálf þátttakan í mótum er mjög svipuð og hún var fyrir 30 árum, þólt árangur sé þetri. Ég held að þetta stafi af því að menn hafa miklu meiri pen- inga milli handa en þeir höfða áður. Það er fleira sem glepur og það er nú einu sinni svo að menn geta ekki bæði haldið og sleppt. En ef menn ætla að ná ár- angri verða þeir að fóma ein- hverju. Það er gömul saga. Annað kemur þar og til og það er Islendingseðlið, að þykja það ekki sóma sínum samboð- ið að vera ekki í fremstu röð, komast ekki á verðlaunapall! Aðstaðan til kennslu er margfalt betri en áður. Það ætti að stuðla að þvf að t- þróttimar gætu orðið fyrir alla, og bað eiga þær að vera. Ég vildi svo að lokum segja: Umfram allt verða iðkendur íþrót.ta að taka æfingar sínar og .bjálfun alvarlega. og beir verða að fóraa því lítilræði að vera bindindissamir. Vín og tóbak fer ekki saman við iðk- un íþrótta. Frímann. Guð álmáttugur. Ég var ein- mitt að hugleiða. . . . . . furða þig á hvcrju? . . . hversvegna þeir kalla þetta snúnar ullarábreiður. SKOTTA Q O Ö o <->- O Q ZÚ King Features Syndicate, Inc., 1962i\yorIdrights reserved.f" "" ■ ■ < Maður á ekki að fara í bíó, — bara tól að borða popkom. Frá: Strætisvögnum Reykjavíkur Nokkra vana bifreiðastjóra vantar til að leysa vagnstjóra af í sumarfríum á tímabilinu 1. júni til 15. sept. 1963. Um framtíðaratvinnu getur í sumum tilfeUum verið að ræða. Væntanlegir umsækjendur eru beðnir að snúa sér til eftirlitsmannanna Gunnbjöms Gunnarssonar eða Harald- ar Stefánssonar í bækistöð S.V.R. við Kalkofnsveg fyrir 1. maí n.k Strætisvagnar Reykjavíkur. Ódýrasta fáanlega vegg- og loftklæðning er Hcsrötex Kostar nú eftir nýja verðlækkun aðeins kr. 20.83 per fermeter. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20. — Sími 17373. Gips þilplötur Stærð 120x260 cm. — Verð 129.00 platan. Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20. — Sími 17373. t Útför eiginkonu minnar KARLOTTU KRISTJANSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 1.30 .e h. Gunnar Hestnes og aðrir aðstaiidendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.