Þjóðviljinn - 21.04.1963, Blaðsíða 12
-100%
-75%
-50%
25%
Vinir Þjóðviijans skoruðu
mark í gær. 225 þúsundun-
um var náð og aðeins bet-
ur — þótt mjóu munaði.
Um leið og við færum
öllum þeim, er hafa átt hlut
að máli .hugheilar þakk-
irf, viljum við segja þeim,
að með framlögum sínum
undanfarna daga hafa þeir
leyst stórt vandamál fyrir
Þjóðviljann.
Fjöldi fólks hefur tekið
þátt í þessum fyrsta áfanga
og margir Iátið af vanefn-
um.
I gær barst blaðinu bréf
frá manni búsettum á
Siglufirði: I því segir m.a.:
Ég hef séð á síðum Þjóð-
viljans að nokkur fjárþröng
er þar í bæ til útgáfu
blaðsáns, og með það í
huga að margt smátt ger-
ir eitt stórt læt ég hér
með ellilaun inín i einn
mánuð sem ég bið þig að
koma til blaðsins með eft-
irfarandi kveðju.
Af hörku og festu heylr
stríð,
hreysti þínu unni.
Þú hefur varið land og lýð,
lifðu á traustum grunni.
Við vilium aðeins segja,
að á meðan Þjóðviljinn á
vini á borð við þennan
mann, er hægt að sigrast
á miklum erfiðleikum.
Það tók tvær vikur í
stað einnar að ná fyrri á-
fanga söfnunarinnar. Við
munum haida ótrauð á-
fram og byrja á hinum síð-
ari. Þar um viljum við
ræða nánar við ykkur á
þriðjudaginn kemur.
Hér
myndmni
sest Ella
Kristinsdóttir sjukraþjalian aðstoða unga stúlku við göngu-
Kolbrun
Olafsdóttir og
verið lomuð
æfingar Stulkan
heitir
Guðnður
hefur
fra fæðingu.
(Lm.
Þv.
G.O.),
Endurþjálfun öryrkja
að Reykjalundi
Endurþjálfun sjúklinga og
öryrkja hefur ekki verið sinnt
mikið hér á landi til þessa.
Brautryðjandi á því sviði er
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra sem hefur um árabil
rekið endurþjálfunarstöð fyrir
lömuð böm að Sjafnargötu 14.
Nú er þó svo komið að þjálf-
unarstöð er nýtekin til starfa
að Reykjalundi undir s-tjórn
Hauks Þórðarsonar læknis.
Haukur Þórðarson er eini
læknirinn hér á landi, sem
hefur fengið sérfræðiþjálfun
á þessu sviði. Hann lauk námi
í sérgreininni í Bandaríkjun-
um árið 1962 við New York
University Medical Center.
Sérgrein hans nær yfir allar
venjulegar nudd- og gigtlækn-
ingar ásamt endurþjálfunar-
lækningum. «
Endurþjálfunin sem slík ev
mjög ung í sögunni. Braut-
ryðjandi hennar í Banda-
ríkjunum er Howard Rusk
læknisfræðiprófessor við New
York háskóla. Hann byrjaði
á þessu í seinni heimstyrj-
öldinni og hélt svo áfram eft-
ir stríð. Auk kennarastarf-
ans er hann einn af ritstjór-
uhi stórblaðsins New York
Times og ráðunautur banda-
rísku ríkisstjómarinnar í
endurþjálfunarmálum. Bretar
munu og vera komnir nokkuð
langt í bessum málum og á
Norðurlöndunum er vaxandi
áhugi.
Blaðamaður Þjóðviljans
heimsótti Hauk á dögunum
og gekk með honum um ríki
hans.
Tækii og aðstaða
Fyrst komum við í lítið her-
bergi þar sem þolprófaiiir
fara fram. Úti í horni stend-
ur reiðhjól með þeim ósköp-
um gert að það er sama
hvað knapinn þenur sig, —
hann kemst ekki úr horninu.
Með reiðhjólinu er hægt að
sjá hvað hann notar mikið
súrefni við ákveðið erfiði og
þannig er hægt að ákvarða
vinnuþol hans. Þarna inni
eru líka tæki til að mæla
tauga- og vöðvaviðbrögð og
taka hjartalínurit.
1 næsta herbergi er svo
nuddstofa með kolbogalampa
og infra-rauðum lampa ásamt
merkilegum tilfæringum til að
gefa hita á stirða liði og
vöðva.
Þá er komið að sjálfri æf-
ingastöðinni. Þar ráða ríkjum
sjúkraþjálfaramir Ella Kol-
brún Kristinsdóttir og Jón
Ásgeirsson. Úrval tækja virð-
ist gott, grind til gönguæfinga,
lítill stigi, lyftingarlóð, hjól
til að æfa með axlalið. Einnig
margt fleira.
Þar innaf er svo lítil sund
laug. grunn að vísu, steypu-
böð og sérstakt baðkar til að
æfa hreyfingar í volgu vatni.
Skortur á sjúkraþjálfum
— Ertu svo ánægður með
aðstöðuna hér, Haukur?
— Já, við höfum góð tæki
og þau eru mikils virði og
nauðsynleg, en merkilegasta
Haukur Þórðarson
tækið er góður sjúkraþjálfi.
Hann eða hún ræður úrslit-
um um hvaða árangur næst.
Góður sjúkraþjálfi þarf að
hafa næstum ótakmarkaða
þolinmæði, góða lund og svo
auðvitað þekkingu á því sem
hann er að gera.
Það versta er að hér er
skortur á hæfu starfsfólki. 1
Félagi íslenzkra sjúkraþjálfa
munu nú vera um 30—40
manns, en mikið af því fólki
er óvirkt, annaðhvort vegna
aldurs. eða vegna þess að
það hefur dregið sig til baka.
Þetta vandamál hefur til
dæmis alltaf verið tilfinnan-
legt á Sjafnargötunni í æf-
ingastöðinni þar og einnig
í Hveragerði. Þess vegna hef-
ur orðið að bjargast við er-
lent fólk að miklu leyti.
Úr þessum vanda verður
tæpast bætt fyrr en hér er
kominn skóli fyrir sjúkra-
þjálfa á sama hátt og reist-
ir hafa verið skólar fyrir
hjúkrunarkonur og ljósmæður.
— Hvað eru margir í þjálf-
un hjá þér núna?
— Nú eru hér 28 manns.
sem fá samtals 60 meðferðir á
viku.
— Og hvaðan eru tækin?
— Sumt er búið til hér á
Reykjalundi, annað er keypt
frá Bandaríkjunum.
Annar
Nú
vandl
sér að
Þetta tæki myndu krakkarn-
ir kalla „halíkrana”. Þetta
er vélknúin Iyfta til að hjálpa
sjúklingnum úr hjólastólum
uppí sundlaugina og eins cr
hægt að Iyfta þeim upp í rúm
með henni. (Ljósm. G.O.).
snyr Haukur
annarri hlið málsins.
— Oft hefur verið rætt um
það ytra, hvort þessi endur-
þjálfun örkumla fólks og
sjúks borgi sig. Hvort ekki
væri alveg eins gott að geyma
það á hælum eða sjúkrahús-
um. I Bandaríkjunum er
þessi endurþjálfun talsvert
dýrt fyrirtæki og þar eru
engar almannatryggingar, en
ríkið hefur tekið að sér að
greiða kostnaðinn fyrir fólk
sem ekki á annars úrkosta.
Þegar þessi spurning kom
Framhald á 2. síðu.
Á þessari mynd
er göngugrtindin, axlahjólið
- (Ljósm. Þjóv. G. O.).
og ióð í taugum.
Sunnudagur 21. apríl 1963 — 28. órgangur — 90. tölublað.
Sögulegur árekstur í Sandgerði
jómenn gengu
r ©
/■"
í fyrrakvöld varð sögulegur
árekstur í Sandgerði. Heldur út-
gerð Guðmundar á Rafnkels-
stöðum sömu styrjöldinni áfram
við sjómenn sína og gerði hast-
arlega tilraun til þess að hlunn-
fara þá. Ctgerð Guðmundar
býður upp á síldveiðisamninga
L.Í.C., — dagsetta 20. nóvcmber
i haust, — og er það 36,5% af
heildarafla til sjómanna, cn gild-
andi síldveiðisamningur Verka-
lýðs- og sjómannafélagsins í
Sandgerði cr 40% af heildar-
afla.
Skömmu fyrir miðnætti í
fyrrakvöld var væntanlegum
skipshöfnum á Víði II. og Jóni
Garðari stefnt á fund skráning-
arstjóra til skráningar fyrir síld-
veiðar næstu daga. Fulltrúi út-
gerðarinnar, Jónas Guðmundsson,
sonur Guðmundar á Rafnkels-
stöðum hafði setið á þriðja
klukkutíma með væntanlegum
skipshöfnum um borð í bátnum
og haft í hótunum við sjómenn,
ef þeir gengjust ekki inn á skil-
mála L.Í.Ú. og eru margir af
þessum mönnum þó félagsbundn-
ir í Verkalýðs- og sjómanna-
félaginu í Sandgerði. Jónas
fylgdi þessum mönnum á fund
skráningarstjóra og voru þar þá
mættir tveir stjórnarmeðlimir úr
sjómannafélaginu, þeir Margeir
Sigurðsson, formaður, og Maron
Björnsson.
Skömmu eftir að fundur er
hafinn snýr Jónas sér að skrán-
ingarstjóra og gerir þá kröfu,
að Margeir og Maroni sé vísað
á dýr.' Fulltrúar sjómannafélags-
ins vissu hinsvegar hvað var á
seyði og mótmæltu harðlega fyr-
ir hönd félagsins að skráð yrði
upp á samninga L.l.Ú. og skor-
uðu á sjþmennina að hafna þess-
um samningum. Þetta varð til
þess að báðar skipshafnirnar
gengu út af skráningarstað án
þess að samþykkja kjörin eða
láta skrá sig samkvæmt þeim.
Mikil óánægja ríkir hjá sjó-
mönnum í Sandgerði út af
klækjabrögðum Rafnkelsstaða-
feðga og eiga þeir þó sízt skilið
slíka framkomu eins og þeir
eru búnir að mala gull úr greip-
um Ægis fyrir þessa útgerð und-
anfarin ár. Eru þeir Rafnkels-
staðafeþga að verða þekktir lög-
brjótar á Suðurnesjum. fyrir ut-
an harðsvíruð fjármálabrögð.
\ Orðsending \
| frá Kvenfélagi \
I
Eins og undanfarin ár
.- vcrðá kaffiveitingar 1. maí 9
| í Tjarnargötu 20 fyrir Coró- J
J línusjóð. Skemmtun verður ■
i um kvöldið, aðgangur ó-
keypis. Þær konur sem S
vilja gefa kökur eru vin- J
samlega beðnar að hafa ■
samband við einhverja eft- ^
irtalinna kvenna: Valgerð qj
ur Gísladóttir, sími 11995.
Margrét Sigurðardóttir |
sími 35501. Elín Guð-
mundsdóttir sími 15259.
Jóhanna Magnúsdóttir
sími 22248. Halldóra Krist-
jánsdóttir sími 33586. Sig- |
ríður Ólafsdóttir sími 16799. 1
Agnes Magnúsdóttir sími gj
16753. Margrét Ottósdóttir ”
sími 17808.
I
efna til kröfu-
göngu—útif undar
Fundur vegna undirbúnings að
1. maí sem verkalýðsfélögin
boðuðu til með bréfi 16. þ.m. var
haldinn í fyrrakvöld.
Var þar álcveðið að verkalýðs
félögdn gengjust fyrir kröfu-
göngu og útifundi 1. maí ag
gerðar ýmsar ráðstafanir til und-
irbúnings, kosnar starfsnefndir
og fleira.
Frá því hefur áður verið ský'’'
hér í blaðinu að hin ólöglega
st.jórn" Fulltrúaráðs verkalýðs-
élaganna hafi samkvæmt sam-
þykkt á hinum ólöglega aðal-
fundi ráðsins í vetur ákveðið að
rjúfa áratuga hefð um undir-
búning 1. maí, þá að verkalýðs-
félögin sjálf tilnefndu fulltrúa í
1. maí nefnd, en í þess stað
yrði þessi svonefnda „stjórn“
Fulltraráðsins einráð um inni-
hald og tilhögun dagsins. Þess-
ari eindæma ósvífni hljóta
verkalýðsfélögin að s.jálfsögðu
að mótmæla með því að gangast
sjálf fyrir kröfugöngu og öðrum
hátíðahöldum dagsins. eins og
nú hefur verið ákveðið.
Xonan, menning-
in og friðurinn
Menningar- og friðarsamtök
íslenzkra kvenna efna til fund-
ar í MÍR salnum, Þingholtsstræti
27, annað kvöld, mánudaginri 22.
apríl. og hefst hann kl. 8.30.
A fundinum flytur Jóhanne
skáld úr Kötlum erindi sem
hann nefnir: Konan. menningin
og friðurinn.
Þá segir Kristín Tó”= lóttir frá
heimsþingi kvenna í Moskvu
sumarið 1963 og Ottesen
skýrir frá undirbúnir" kvenna-
' ráðstefnu Eystrasaltsvikunnar.